Þjóðviljinn - 07.11.1981, Side 9
Helgin 7.-8. nóvember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
bóhmenntir
Þetta sígapandi
gortandi eindæmi
Jón Heigason:
Stóra bomban,
örn og öriygur, R.
1981.208 bls.
Stóra bomban er um einhvern
sérkennilegasta hvell sem oröiö
hefur i islenskum stjórnmálum.
Bókin segir frá þvi, aö veturinn
1930 telur dr. Helgi Tómasson yf-
irlæknir á Kleppi, sig hafa komist
að þeirri sniöurstööu aö áhrifa-
mesti og litrikasti stjórnmála-
maöur landsins, Jónas frá Hriflu,
dómsmálaráöherra siöan 1927, sé
geöbilaöur. Hann haföi lagt drög
aö þvl, ásamt nokkrum öörum, aö
Jónasi yröi vikiö úr ríkisstjórn.
Jónas, einhver mesti ritdeilu-
hamhleypa sem sögur fara af,
svaraöi meö frægri grein f Tim-
anum, sem gefur bókinni nafn.
Hann taldi sig sjá f álitsgerö dr.
Helga samsæri pólitiskra and-
stæöinga, sem vissulega höföu
áöur brigslaö honum um geöveiki
og reyndar margt fleira. Og þaö
var sem hann fengi rök fyrir
þessu send á færibandi frá ihalds-
mönnum og málgögnum þeirra,
sem tóku af miklum áhuga og
heift undir kröfur um aö þaö væri
ekki hægt aö láta vitlausan mann
stjórna landinu.
Jón Helgason gerir mjög skil-
merkilegan og skemmtilegan
hátt grein fyrir þessu máli. Hann
rekur i hæfilega itarlegu máli fer-
il Jónasar, hugmyndir hans um
flokkakerfi á tslandi (sem stóöust
allt þar til Alþýöuflokkurinn
klofnaöi), stjórnsýslu hans og
fleira þaö, sem haföi gert Jónas
aö rauöri dulu fyrir augum allra
Ihaldskálfa og nauta. Hann rekur
einnig striö Jónasar viö samtök
lækna, sem ekki vildu una úthlut-
un hans á héraöslæknaembættum
og varö snar þáttur af bombu-
málinu öllu.
Heiftin
Nútimalesandi, fæddur nokkr-
um árum eftir bombuna, getur
látiö þessa bók veröa sér, meöal
annars tilefni til aö velta vöngum
bæöi yfir þvi sem breyst hefur I
pólitiskum stil Islenskum, og
hvaöa eiliföarþemu þar eru sifellt
á feröinni.
Árni
Bergmann
skrifar
Annarsvegar viröist hinn heift-
úbugi persónulegi sviviröinga-
still nokkuö svo annarlegur. Til
dæmis aö taka er svofelldum orö-
um fariö um Jónas Jónsson
dómsmálaráöherra i ihaldsblaö-
inu Veröi áriö 1928:
„Maöurinn sem gerir sig dag-
lega sekan um siöleysi hlut-
drægninnar, hatursins og illgirn-
innar. Maöurinn, sem berst fyrir
straumi ástriöna sinna. Maöurinn
sem þverbrýtur lögin, sem hann
er settur til aö gæta. Maöurinn
sem heldur aö réttlætinu veröi
fullnægt án mannúöar og dreng-
skapar. Þessi flöktandi, stam-
andi, valdagráöugi snápur. Þetta
sigapandi, gortandi einsdæmi,
sem seilist löngum fingrum í
hnútasvipuna”...
Blaöamaöur fer nú aö krossa
sig og lofa guö fyrir aö hann sé þó
ekki eins og þessir millistriöa-
skriffinnar! Og geturfundiö mörg
dæmi herfileg: I Morgunblaöslýs-
ingu á einu kosningaferöalagi
Jónasar segir fyrst, aö Skagfirö-
ingar hafi mjög undrast þaö hve
ljótur maöurinn væri og siöan
hnykkt á meö þvi aö segja hann
undir áhrifum eiturlyfja!
Gamlir
kunningjar
En hitt er svo annab mál, aö
þótt oröbragöiö breytist, þá er
mikib og sterkt samhengi i boö-
skapnum. Rétt eins og þaö heitir
núna upp á hvern dag I Morgun-
blaöinu, aö svikahrappar hafi
leitt sósialista til allra valda, stób
hiö sama upp úr ihaldsblööum
þegar Framsóknarflokkurinn
myndaöi stjórn meö stuöningi Al-
þýöuflokksins 1927. Þá var óspart
um þaö talab, aö nú væri „is-
lenska bolsarikiö” aö fæöast, aö
„sósialistar” réöu öllu aö tjalda-
baki, og sjálfur væri Jónas nátt-
úrlega laumukommi! Annaö
dæmi: ungur rithöfundur, Hall-
dór Laxness, hefur leyft sér aö
taka upp hanskann fyrir Jónas
Jónsson. Umsvifalaust er Hall-
dóri likt viö „hræfugla” þá sem
kasti sér yfir „mannanna hjart-
ans mál” og „jórtra á þeim á hinn
ósmekklegasta og viöbjóölegasta
hátt og þykjast vera frumlegir og
gáfaðir”. Eöa eins og þar i Mogg-
anumsegir: „Hinn alkunni trúar-
vingull og flagari, kaffihúsaspek-
ingurinn Halldór Kiljan Laxness,
sá fyrir skömmu bráö á lofti og
renndi sér á hana” — náttúrlega
til ab „mata sinn eigin ryögaða
krók á”. Jahérna, hugsaöi þessi
lesari hér, maöur var búinn aö
„Hver veit nær söölar Daniel”.. Fræg mynd meö frægu ljóöi f Speglin-
um um þaö, er dyravöröur stjórnarráösins var sendur inn aö Kleppi aö
reka Helga Tómasson úr starfi.
gleyma hve traustum fótum
Svarthöföastillinn stendur I hefö-
inni.
Enn eitt dæmi, þótt annarrar
ættar sé. Jónas Jónsson skrifaöi
áriö 1922 greinaflokkinn Komandi
ár.þar sem hann fjallar m.a. um
„samkeppnis- og sameignar-
stefnurnar” m.ö.o. kapitalisma
og sósialisma, sem hann telur
ósættanlegar andstæöur og meira
eöa minna gallaöa kosti — annaö
mál er svo Samvinnustefnan og
hennar flokkur sem miðlar mál-
um og leysir allan vanda á sinn
hátt. Einhvernveginn finnst
manni, að meö þessum greinum
hafi Hriflu-Jónas veriö aö sjá
Timanum fyrir leiöurum næstu
sextiu árin.
Hvað er geðveiki?
Já þetta var undarlegt mál, og
timarnir furöulegir. Sem fyrr
segir gerir Jón Helgason góöa
grein fyrir málum og foröast
hvatvisi I dómum. Hann er sem
fyrr skýrleikshöfundur og fer
einkar vel meb list ivitnunarinn-
ar. Hann ræöur reyndar ekki all-
ar gátur bombumálsins. Var dr.
Helgi Tómasson i góöri trú þegar
hann lýsti dómsmálaráöherra
geöveikan? Liklegt aö svo hafi
veriö. Hann flækist þá inn i mik-
inn úlfaþyt i fyrsta lagi vegna
þess, ab hann er bundinn af held-
ur þröngum hugmyndum um þaö,
hvaö sé normal manneskja og
hvaö ónormöl. A hinn bóginn gat
ekki fariö hjá þvi, aö geöveikis-
grunsemdir dr. Helga væru tald-
ar til samsæris. Bæöi vegna
þeirrar styrjaldar sem læknar
margir áttu þá I viö Jónas, og svo
vegna þess ab þaö var engu llkara
en ihaldsblööin heföu veríö búin
aö undirbúa geöveikisákæruna
árum saman.
Þetta er skemmtileg bók af-
lestrar. En þaö er eins meö hana
og abrar heimildabækur um ein-
stök mál: manni finnst lika aö
hún veröi dálitib endaslepp.
Kannski er þab i þessu dæmi hér
vegna þess, aö ferill Hriflu-Jón-
asar varö allur annar en spáö var
um 1930. Hitt er svo rétt, aö þessi
bók getur minnt hina yngrí menn
á þaö hve merkilegur og sérstæö-
ur áhrifamaöur þessi „ljósmóö-
ir” bæöi Alþýöuflokks og Fram-
sóknarflokks var — og áhuga á aö
kynna sér allan hans feríl betur.
AB
Húsabókin
frá Fjölva
Byggingarlistasaga Fjölva.
Ritstjóri:
John Julian Norwich.
Þorsteinn Thorarensen
þýddi og umsamdi.
Fjölvaútgáfa. 1981.
Svona bók minnir á þaö um leiö
og opnuö er, hve glæsilegar fram-
farir hafa orðið á stuttum tima i
myndprentun. Og nýir tæknilegir
möguleikar hafa aukiö Islenska
þátttöku i fjölþjóðaprenti, sem
eins og lög gera ráö fyrir fæst
mikiö viö listaverkabækur og
BYGGINGAR
LISTASAGA
FJÖLVA
menningarsögulegar. Mætti
kannski segja aö framleiösla
slikra bóka væri hiö „rétta” viö-
fangsefni fjölþjóöaprents.
Fjölvi er forlag sem komiö hef-
ur mikið viö sögu i útgáfu slikra
bóka — þaöan hefur komiö skipa-
saga og listasaga og bækur um
einstaka listamenn. (Þaö var
einu sinni sagt að tiunda hver
listaverkabók sem út kæmi I
heiminum væri um Van Gogh og
viti memr: ein Fjölvabókin er um
hann, rétt eins og eitt af litlum og
skrautlegum myndlistarkverum
Iöunnar er um þann sama brjál-
aöa Hollending).
Nú kemur út mikil bók um sögu
byggingarlistar og mun ekki van-
þörf á sliku verki. Um þau efni er
fátt skrifað á islensku. Og fáar
þjóðir hafa byggt jafn mikiö og
íslendingar á jafn stuttum tima
af jafn litilli fyrirhyggju: Oft er
engu likara en menn vilji ekkert
af arkitektúr vita og hefur af
slitróttu sambandi fjármagns,
framkvæmdavilja og byggingar-
listarvaxið margur vansi sem við
munum lengi súpa seyöiö af.
Nema hvaö: þessi bók er bresk,
höfundar hennar fjórtán sem
hver fer meö sitt sviö, siðan fer
ritstjóri yfir allt saman, sam-
ræmir og fellur inn I þaö ljós-
myndir og skýringarmyndir.
Myndakosturinn er hinn prýöileg-
asti, tekur lesandann meö I eftir-
sóknarvert ferbalag um aldir og
álfur, sýnir, minnir á, útskýrir.
Myndakosturinn er svo veiga-
mikill, aö þaö sem nefna mætti
samfellda byggingarlistasögu
þokar fyrir sjálfum dæmum sög-
unnar — ekki þar fyrir, aö sjálf-
sagt er textinn unninn af bestu
þekkingu. Þar er að sjálfsögöu
bæbi f jallaö um formsögu og vis-
ab til þjóöfélagslegra aöstæöna
sem breyta kröfum til húsa og
metnaöi i byggingum — kannski
mætti hinn seinni þátturinn vera
sterkari; það geröi slikt verk
nokkuö aögengilegra.
Þorsteinn Thorarensen hefur i
þýöingu og umsamningu sem fyrr
þann hátt á, aö hann vill islenska
sem flest orð og hugtök. Liklegt
er aö lesandi sé ekki jafn sáttur
við þá nýyrðasmiöi alla. Það get-
ur verið ágætt að kalla barokkið
hlaöstii, en hvaö mundu menn
halda óviöbúnir aö „fægistill”
væri? Verst er að lýsingarorðin,
sem dregin eru af islenskum Þor-
steins á stilheitum veröa sérlega
ógagnsæ. Eöa hvaö segja menn
um þá sem leitast viö „aö göfga
hinn fægiræna stil i aukinni þekk-
ingu á forngnæfum formum”, eöa
um „samræmdan gnæfrænan
lærdómsstil”? Kannski höfum viö
misst af lestinni i nýyrðasmiöi á
þessu sviði — I þeim skilningi aö
klassik, barokk, rókókó séu aö-
gengilegri en nýsmlöi, hvort sem
hún er snjöll eöa ekki?
Vel má gefa þýöanda plús fyrir1
viöleitni, Islendingar viljum vér
allir vera, en eitt hefur honum
láöst aö gera sem skiptir miklu
um aðgengileika textans. Hann
birtir I lok bókarinnar lista meö
hugtakaskýringum — þar eru er-
lend orö (flest I ensku myndinni)
þýdd á íslensku. I fyrsta lagi er
þessi listi mjög gloppóttur. I ööru
lagi er ekki minni ástæða til aö
birta orðaskrá þar sem Islensku
oröin koma fyrst og hin alþjób-
legu siöaip slikan lista vantar, þvi
miöur.
AB