Þjóðviljinn - 13.11.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.11.1981, Blaðsíða 1
DJOÐVHHNN Föstudagur 13. nóvember 1981 —255. tbl. 46. árg. Leiðbeiningar „Menningarstofnunar” Bandarikjanna uni heilaþvott á íslendingum: Viðskiptamenn Þjóðviljans athugið! Komi boðað verkfall bókagerðarmanna til framkvæmda munu skrifstofur og afgreiðsla blaðsins Siðumúla 6 aðeins vera opnar milli kl. 13 og 17 virka daga. Hagstæðust áhrif að láta þá sofa eina nótt i fhigmóðuiskípi Menningarstofnun Bandaríkjanna á (slandi vinnur skipuiega að því að hafa áhrif á skoðanir áhrifamanna í stjórnmálum, fjölmiðlum, atvinnulífi, félagssamtökum og menningarlífi. Þetta kom fram á Alþingi í gær er Ölafur Ragnar Grímsson alþingismaður las upp úr ,,Áætlun um ísland" og leiðbeiningum til starfsmanna bandaríska sendiráðsins í sambandi við skoðanamótandi starf Menningarstofnunarinnar á Islandi. Upplýs- ingarnar voru frá 1978 og greindu frá áætlunum ársins '79 og '80. Kaf lanir sem lesnir voru á Alþingi eru birtir I Þjóðviljanum í dag. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins sagði I um- ræðunum á Alþingi I gær, að koma yrði i veg fyrir aö út- sendarar erlendra rikja græfu undan öryggi þjóðarinnar innan frá. En slikt yrði aðeins gert með þvi að komið væri i veg fyrir þaö, að nokkur maður geti hugsaö sér að ganga erinda erlendra rikja hér á landi. „Það þarf aö gera með þvi að efla með þjóðinni þjóölega vitund, reisn og sjálfstæö viðhorf gagn- vart öllum erlendum rlkjum. Þaö þarf að gerast þannig að enginn leyfi sér nokkru sinni að taka við mála úr hendi stórveldanna. Enda þótt Ragnhildur Helga- dóttir telji betra aö ganga erinda Bandarikjamanna en Rússa er min skoðun sú, að þjóðin þurfi öll, hver einasti einn, alltaf að vera á varðbergi andspænis stórveld- unum hvar sem er og hvenær sem er og I hvaða formi sem afstaða stórveldanna kemur fram.” Ræöa Svavars verður birt I sunnudagsblaði Þjóðviljans. „Aðalmarkmið okkar eru aö efla stuðning Islendinga við dvöl bandariska varnarliðsins og áframhaldandi þátttöku tslands i NATO”, segir I fjárveitingar- beiöni Menningarstofnunar Bandarikjanna. Markmiðinu á m.a. að ná með ferðalögum sem fjármögnuö eru til Bandarikjanna og á vegum NATO meö islenska stjórnmála- menn, blaöamenn og áhrifamikia einstaklinga. „Reynslan hefur kennt okkur, að þaö hefur mjög hagstæð áhrif á íslendinga að láta þá sofa eina nótt um borð i flug- vélamóðurskipi”. Fram kemur aö fé verði sett I sérstakt prógram með Stjórnunarfélaginu m.a. til kynningar á svokallaðri núll- grunnsaðferð, sem Friðrik Sophusson þáverandi fram- kvæmdastjóri félagsins flutti siðan sem þingsályktunartiliögu á Aiþingi. Sagt er aö lögö verði sérstök áhersla á aö rækta sam- band við islenska hagfræðinga, menn úr atvinnulifinu og hópa eins og JC-hreyfinguna. Fram kemur að vikulegir fundir eru haldnir meö fulltrúum islenskra fjölmiðla, og reynt veröi að hafa áhrif á stefnu Háskóla tslands I enskukennslu og sögu. Meðal upplýsinga um boö til Bandarikj- anna eru þær að hópi úr verka- iýðsmálaráði Sjálfstæðisflokksins hafi verið boðið þangað I sérstaka ferð. Enginn þingmanna sem til máls tóku véfengdu þær upplýs- ingar sem lagðar voru fram og Menningarstofnun Bandarikj- anna mun hafa látið fréttamanni I té samskonar skýrslu um áform sin um að hafa áhrif á skoðana- myndun á tslandi árið 1982. —ekh Hér að Neshaga 16 er lagt á ráðin um „heilaþvott” á tslendingum til stuðnings við sjónarmið Bandarikjastjórnar. Ljósm. gel .. Sjá enfremur síður 8 og 9 Undir ræðu óiafs Ragnars hvisluðust á ýmsir þingmenn sem mikið hafa verið i boðsferðum á vegum NATO, og bandariska sendiráðsins, m.a. Eiður Guðnason, Friðrik Sophusson og Jóhann Einvarðsson. Hvort hafa þeir sofið um borð I flugvélamóðurskipi? Kjaradeila bókagerðarmanna Fundur fram á nótt Frestun á boðuðu verkfalli ekki talin óhugsandi Samningafundur deiluaðila I bókaiðnaðinum hófst hjá sátta- semjara um miöjan dag i gær og stóð hann enn um miönætti, þegar Þjóöviljinn fór i prentun. 1 kvöld kemur til framkvæmda boðað verkfall Fél. bókageröarmanna, hafi s amningar ekki tekist fyrir þann tima. I dag kl. 17.00 hefur verið boðaður féiagsfundur I Fél. bókagerðarmanna , þar- sem staðan i deilunni verður rædd. \ Þeir aðilar, sem Þjóðviljinn hafði samband við i gær, voru ekki alltof bjartsýnir á að samn- ingar tækjust fyrir kvöldið i kvöld. Þó voru uppi raddir um að eitthvað boö kæmi fram, sem gæti valdiö þvi að verkfalli yrði frest- að um óákveöinn tima. En um miönætti sl. haföi samt engin slik tillaga komið fram, en menn ræddust þó við i fullri alvöru. — S.dór | Anker rauf þing! Dönsku borgaraflokkunum spáð sígri IFrá Gesti Guðmunds- syni i Kaupmannahöfn ■ I dag boðaði Anker Jörgensen Iforsætisráöherra Dana til þing- kosninga þar eö stjórn hans varð undir i mikilvaégri at- • kvæðagreiðslu i þinginu. Kosn- Iingar fara fram 8. desember næstkomandi. Tilefni þingslita og kosninga * er það, að minnihlutastjórn Isósialdemokrata hafði lagt fram áætlun um ráösstafanir gegn atvinnuleysi þar sem ■ meöal annars var gert ráð fyrir Iaö skylda lifeyrissjóði til að leggja hluta fjármuna sinna i atvinnurekstur. Þeir þrir litlu ■ borgaraflokkar sem stutt hafa I minnihlutastjórn sósialdemó- krata vildu ekki fallast á þessa ihlutun I málefni lifeyrissjóð- anna. Alþýðusambandið þrýsti hins- vegar á stjórn krata að láta hvergi undan. 1 þingræðu i dag fengu umræddir borgaraflokkar samþykkta dagskrártillögu sem þvertekur fyrir alla ihlutun i málefni lifeyrissjóðanna, og lýsti Aneker Jörgensen þá yfir þvi aö þing yrði rofið og gengiö til kosninga. Að baki þessari atburðarrás býr annarsvegar það, að sósial- 'demokratar, einkum þó verka- lýðsarmur flokksins, eru orðnir þreyttir á að framfylgja stefnu borgaraflokkanna en án stuðnings þeirra hefur rikis- stjórnin ekki haft meirihluta. Þvi taldi stjórnin sig knúna til ■ að láta sverfa til stáls einmitt ■ um ráðstafanir gegn hinu geig- I vænlega atvinnuleysi. Borgaraflokkarnir þrir létu ■ hinsvegar ekki undan, og ber | ekki sist að skoða þaö i ljósi þess, að samkvæmt skoðana- j könnunum munu þeir vinna á i ■ kosningunum. Samkvæmt I þessum skoðanakönnunum verða sigurvegarar kosning- | anna einkum ihaldsflokkurinn, ■ og flokkur miðdemókrata. I Siðastnefndi flokkurinn hefur I einmitt verið einn stuðnings- | flokka sósialdemókrata, en eftir ■ aö hann tók að draga úr stuðn- I ingi sinum jókst fylgi hans, og I taldi forysta hans þvi ástæöu til | að ganga lengra. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.