Þjóðviljinn - 13.11.1981, Page 10

Þjóðviljinn - 13.11.1981, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. nóvember 1981, Föstudagur 13. nóvember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 — mhg ræðir við Böðvar Valtýsson. formann Karlakórs Reykjavíkur um nýafstaöna söngför kórsins til Vesturheims Eiginkonur kórfélaga leggja upp I skoöunarferö til Boston. Guörún Kristinsdóttir, Sieglinde Kahman, Siguröur Björnsson og Páll P. Pálsson. „Hópsöngur glæðir samfélagsvitund manna” íslenskum söngsveitum hefur orðið býsna tíðförult til Vesturheims á þessu ári. I sumar lögðu þangað leið sína tveir blandaðir kórar: Kór Langholtskirkju og Skag- firska söngsveitin. Og nú er Karlakór Reykjavíkur ný- kominn úr þriggja vikna söngför, aðallega um Bandarík- ih; en kom þó við i Kanada. Allir hafa þessir kórar gert góða för á vit Vestmanna. Þeir hafa komið því vel til skila við erlenda áheyrendur að íslenskt sönglíf stendur með miklum blóma og að Islendingar þurfa hvergi að undan fyrir söng sinn. Þeir hafa allir orðið sjálfum sér og þjóðinni til sóma. Páll I hópi tslendinga sem búsettir eru i New Jersey og Pennsylvaniu. Þessir kórfélagar voru I hóp þeirra sem fóru vestur um haf 1960 og eru meöal elstu félaga kórsins. Frá vinstri: Gunnlaugur, Einar Hl. Ragnar, Jón, Marinó, Reynir og Margeir. Þegar saman bar fundum okk- ar Böövars Valtýssonar, for- manns Karlakórs Reykjavikur, þá gat ég ekki á mér setiö með aö inna hann ofurlitiö eftir feröalagi þeirra félaga. — Voruö þiö lengi búnir aö hafa þessa ferö i huga, Böövar? — Hún átti sér náttúrlegá nokk- urn aödraganda þvi þetta er nú ekki eins og aö skreppa til næsta bæjar. Ég man nú ekki hvenær fyrst var imprað á hugmyndinni en smám saman varö hún ab föst- um ásetningi og aö þvi stefnt, aö fara út meö haustinu. Meö þaö fyrir augum hófum viö svo æfing- ar 20. ágúst i sumar og höfðum siöan þrjár æfingar i viku allt til þess aö viö fórum, 13 eöa 14 æf- ingar alls. — Nú hlýtur svona feröalag aö vera ákaflegá kostnaöarsamt. Hvernig gekk ykkur aö koma saman fjárlögunum? — Jú, svona feröir eru auövitaö mjög dýrar. En viö reyndum ýmsar fjáröflunarleiöir. Viö efnd- um til happdrættis og viö héldum tvær söngskemmtanir I Háskóla- biói fyrir styrktarfélaga kórsins, svo aö eitthvaö sé nefnt. Viö eig- um góðan bakhjarl i öflugu styrktarmannafélagi og án drengilegrar aöstoöar þess yröi nú minna um feröir. Konumar prýddu hópinn — Hvenær hófst svo ferðin? — Viö fórum af staö þann 9. okt. sl. og flugum þá beint til New York. — Og hvaö var hópurinn stór? — Viö kórmenn vorum 35. Raunar eru 44 söngmenn alls i kórnum en 9 gátu ekki fariö af ýmsum ástæöum. Kom þaö nokk- uð jafnt niður þannig, aö mi$ræmi myndaöist ekki milli radda. — Voru einhverjir einsöngvar- ar meö ykkur utan kórsins? — Já, og ekki af lakari endan- um þar sem voru þau hjónin Sig- uröur Björnsson og Sieglinde Kahman. Auk þess sungu svo fjórir söngfélagarnir einsöng meö kórnum: Hreiðar Pálmason, Snorri Þórðarson, Hilmar N. Þor- leifsson og Hjálmar Kjartansson. Guörún Kristinsdóttir pianóleik- ari annaöist undirleik og söng- stjórnina aö sjálfsögöu Páll P. Pálsson. Nú og svo skyldi þvi sist gleymt, aö hópinn prýddu 22 kon- ur kórmanna. Fylgdu þær okkur lengst af eftir en lögöu þó lykkju á leiö sina og brugöu sér til Wash- ington, m.a. til þess aö lita á Hvita húsiö. Einnig fóru þær til Boston. Sextán söngskemmtanir — Sáuö þib sjálfir um skipulag feröarinnar? — Nei, þaö var fyrirtæki úti i Bandarikjunum, sem tók aö sér aö sjá um aö undirbúa og skipu- leggja feröina, ákveöa hvar skyldi sungiö og hvenær, útveg- uöu hús, bila, sáu okkur fyrir hót- elrými o.s.frv. Stóö þar allt eins og starfur á bók og var skipulag allt og fyrirgreiösla meö ágætum. — Hvaö hélduö þiö marga kon- serta og hvar? — Viö héldum 16 konserta. Þeir voru i Massachusetts, Maine, New-Hampshire, Connecticut, Pennsylvaniu, New-Jersey, Ont- arió i Kanada og svo enduöum viö I Kalamazoo i Michigan. Svarar þetta til þess aö viö höfum haldiö tvo konserta i hverju fylki. Auk þess sungum viö svo i boöi hjá norsk-ameriskum kór i Brooklyn i New-York. Þar var gömlum og góöum vinum aö mæta þvi ein- mitt þessi kór kom hingaö á 50 ára afmæli Karlakórs Reykjavik- ur, árið 1976. Og hann var hreint ekki „fæddur i gær”, þessi norsk-ameriski kór, þvi hann var stofnaður i febrúar áriö 1890 og hefur starfaö alla stund siöan. Var þessi kvöldstund frábærlega ánægjuleg á alla lund og mun lengi lifa I minni okkar Islending- anna. — Og þá dettur mér þaö I hug, Böövar, aö stundum heyrir maö- ur þaö sagt, aö karlakórsöngur sé úrelt listform og allsstaöar á und- anhaldi nema þá kannski helst hér á Noröurlöndunum. Hvernig helduröu ab karlakórsöng vegni i Bandarikjunum? — Já, maöur hefur nú svo sem heyrt þetta, en annaö hvort er þaö óskhyggja eöa misskilningur. Vist er um þaö, aö karlakórsöng- ur á miklum vinsældum aö fagna i Bandarikjunum og stendur þar meö miklum blóma. Og ég hugsa nú aö viö höldum eitthvaö áfram i Karlakór Reykjavikur. — Nú sunguð þiö 16 sinnum opinberlega á þessum þremur vikum og fóruö viöa. Var þetta ekki nokkuö strangt feröalag? — Jú, i sjálfu sér var þaö nokk- uö erfitt. Vegalengdir voru mikl- ar. Viö munum samtals hafa ekið einar 2200 - 2300 milur. Og til þess aö komast á seinasta konsertinn þurftum viö aö aka i 5 klst. en á meöan dvöldu konurnar i New York og biöu okkar þar. En hér bætti þaö mikiö úr skák hversu frábærlega gott og létt var aö syngja I þessum húsum, séih okk- ur voru útveguð, svo aö þviliku hefur maöur naumast áöur kynnst og samanburður viö hús hér heima kemur ekki til greina á neinn hátt. Fjölbreytt söng- skrá — Frábærar viðtökur — Hvernig var söngskráin sam- an sett? — Viö reyndum aö hafa hana sem fjölbreyttasta. Fyrst á söng- skránni voru Islensk lög, ekki sist þjóölög, siðan önnur norræn lög, þá amerisk, m.a. negrasálmar og loks má seg ja aö komiö hafi lög úr ýmsum áttum. — Og hvernig aösókn fenguð inö og hvernig voru undirtekftir áheyrenda? — Aösókn var allsstaðar ágæt og undirtektir frábærar. Páll er, eins og allir Islendingar vita, sniildarsöngstjóri. Og þótt seint væri stundum komið i náttstaö og snemma risiö úr rekkju þá er óhætt aö fullyrða, aö aidrei bar á neinum þreytumerkjum. Ein- söngvararnir stóöu sig meö mik- illi prýöi og þau hjónin Sieglinde Kahman og Siguröur Björnsson vöktu hvarvetna geysilega hrifn- ingu og vissulega lyfti frábær flutningur þeirra söngnum öllum. Og ekki skeikaði Guörúnu Krist- insdóttur meö undirleikinn frem- ur en endranær. Hann innti hún af hendi meö þvi öryggi og smekk- vísi, sem hún er alþekkt fyrir. — Birtust ekki dómar um söng ykkar i blööum vestra? — Jú, þaö var mikiö skrfaö um þennan söng mannanna frá heim- skautsbaugnum og allt var þaö i ákaflega lofsamlegum tón. Og e.t.v. segir þaö sina sögu um hvernig þessi söngför tókst, aö kórnum var boöið aö koma aftur vestur aö svo sem tveimur árum liönum. — Og þiö takið þvi? — Þaö er nú nokkuö snemmt aö slá þvl föstu. En hver veit hvaö verður? Góð landkynning — Ekki þarf aö spyrja aö þvi aö þessi för hefur verib ánægjuleg fyrir ykkur, sem i henni tókuð þátt en hvert teluröu gildi svona feröa til „ókunnugra þjóöa” vera að ööru leyti? — Auövitaö er þaö, aö svona ferðir, sem jafn vel lánast og þessi eru ákaflega skemmtilegar fyrir þá, sem i þeim taka þátt. Við fórum tiltölulega vitt yfir. Sáum þarna landsvæöi, sem fæstir okk- ar höföu áöur séö og á margan hátt ólikt þvi, sem viö eigum aö venjast. Þaö eitt er mikib ævin- týri. Timinn var heppilegur hvaö hitafariö snerti og viö vorum mjög lánsamir meö veður, feng- um rigningu aöeins I einn dag. En svona feröir veita manni ekki aöeins persónulega ánægju. Þær eru lika landkynning. Slik kynning getur auövitaö verib góö eöa slæm eftir atvikum. En þó aö mér sé málib skylt þá held ég samt aö ég geti fullyrt, aö sú kynning, sem islenskt söngfólk innir af hendi á erlendri grund, sé góð kynning. Og hvaö okkur snertir þá höföum viö þann hátt- inn á, aö I byrjun hvers konserts voru fólki afhentir landkynning- arbæklingar, sem höföu inni aö halda ýmsar upplýsingar og fróö- leik i máli og myndum um land og þjóö og I hléunum og eftir aö kon- sertunum var lokiö, blönduöum viö okkur I áheyrendahópinn, röbbuöum vib fólkiö og svöruöum margvislegum spurningum þess. Ég hygg, aö þannig hafi margur fariö nokkru fróöari um tsland og tslendinga en hann kom. Sumt af þvi fólki, sem viö hittum þarna, haföi komiö til tslands eöa flogiö hér I gegn. Bindandi starf en ánægjulegt — Og nú spyr gamall karla- kórsmabur heimskulegrar spurn- ingar: Finnst þér ekki gaman aö starfa I karlakór, Böövar? — Jú ég held aö þaö endist eng- inn lengi til þess aö starfa i nein- um kór nema hann hafi af þvi verulega ánægju. Þetta er mikið starf og bindandi, sem annab veröur gjarnan aö þoka fyrir. Kór þrifst ekki nema þar riki andi samstarfs og samvinnu. Svona för, eins og sú, sem viö erum ný- komnir úr, veröur ekki farin nema aö sterk eining sé um und- irbúning og æfingar. Hópsöngur glæöir samfélagsvitund þeirra, sem I honum taka þátt, þaö er heildin, sem skiptir máli, hiö sameiginlega átak. Þessvegna er hver einasti kór góöur félags- skapur. Slæmur kór, — og þá á ég viö kór þar sem ekki rikir hinn eini rétt og ómissandi andi, — fær ekki þrifist. — mhg BÓK AFRÉTTIR BÓKAFRÉTTIR Fyrsta skáldsaga Einars Kárasonar Þetta eru asnar Guðjón Þetta eru asnar,Guöjón,er heiti á nýrri skáldsögu eftir Einar Kárason, og er hiin nýkomin út hjá Máii og menningu. Þetta eru asnar, Guöjón er nú- timasaga af Islandi. Aöalpersón- an er ungur maður sem er i' upp- reisn gegn umhverfi sinu, en sú uppreisn er heldur ómarkviss og stefnulaus. Lesandinn fylgir söguhetjunni i fylliriinu eftir stúdentspróf sem ætlar engan enda að taka, i kommúnu gam- alla skólafélaga sem hafa sest aö á sveitabæ til að nýta landsins gæði, i misheppnaðri tilraun til háskólanáms og á trillu og togbát þar sem litiö fer fyrir sjómanna- rómantik i' lýsingu höfundar. Höfundurinn, Einar Kárason, er borinn og barnfæddur Reyk- Jón Bjarman sendir frá sér sögur úr þjónustu: Daufir heyra Sr. Jón Bjarman hefur sent frá sér bókina Daufir heyra þar sem hann i 7 sjálfstæöum þáttum lýsir högum og vanda þeirra sem leita eftir þjónustu prestsins. Skjald- borg gefur út. I formála segir sr. Jón: „Hér er skáldverk á ferö, sem á sér ekki stoö i veruleikanum. t þvi er ekki rofinn trúnaöur viö einn eöa neinn, ekki sagt frá lifandi vikingur, tæpra 26 ára gamall. Hann hefur ábur gefiö út eina ljóðabók, Loftræsting (Farir minar holóttar I), 1979, en Þetta eru asnar, Guöjón, er fyrsta skáldsagan sem hann sendir frá sér. T Jón Bjarman fólki eöa látnu. Þó er hér allt sannleikanum samkvæmt.” LJÓÐ Ljóð handa hinum og þessum Ot er komin ný Ijóöabók eftir Svcinbjörn I. Baldvinsson, sem hann nefnir Ljóö handa hinum og þessum. Aöur hefur Sveinbjörn sent frá sér ijóöabókina 1 skugga mannsins og Ijóöverkiö Stjörnur i skónum, þar sem hann samdi bæöi textana og lögin. Um þessa nýju ljóöabók segir svo i bókarkynningu: „Sveinbjöm er sérstætt skáld, yrkisefni hans fjölbreytt, ljóöin hnitmiöuö og allt tekiö föstum tökum. Þessi ljóö eru ort bæði hérlendis og erlendis, fjalla um þaö sem fyrir augun ber, en eru siöur en svo nein naflaskoöun. Yf- irbragö þeirra er fjörlegt og um þau hrislast glitrandi kimni.” Ljóöin i' bókinni eru alls 36 og HANDA HINUM OG I'ESSl'.M S\ I.IN'BJÖRN 1. BALDVINSSON skiptast i 5 kafla sem heita Ljóö handa lifinu, Ljóö handa skamm- deginu, Ljóö handa feröamönn- um, Ljóö handa konum og Ljóö handa öörum. Bókin er pappirskilja, 64 bls. aö stærö og unnin I Prentsmiöjunni Odda. Otgefandi er Almenna bókafélagiö. Maðurinn á þakinu Maöur uppi á þaki nefnist ný bók í sagnaflokknum Skáldsaga um glæp sem Mál og menning gefur út. Höfundar sagnanna eru sænsku rithöfundarnir Maj Sjö- wall og Per Wahlöö, og hafa bæk- ur þeirra veriö gefnar dt i fjöl- mörgum þjóölöndum og alls staö- ar notiö mikilla vinsækla. Þetta er flokkur tiu lögreglu- sagna sem eru sjálfstæöar hver um sig, en aöalpersónur eru þær sömu, Martin Beck og starfs- bræöur hans i rannsóknarlög- reglu Sttáckhólmsborgar. Maöur uppi á þaki er sjöunda bókin i þessum flokki og m.a. þekkt af þvi, aö eftir henni hefur veriö gerö vinsælkvikmynd. Aöur hafa komiö út eftirtaldar bækur: Moröiö á ferjunni, Maöurinn sem hvarf, Maöurinn á svölunum, Löggan sem hló, Brunabillinn sem týndist og Pólfs, pólis.... Þýöandi þessarar bókar er ólafur Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.