Þjóðviljinn - 13.11.1981, Side 19

Þjóðviljinn - 13.11.1981, Side 19
frá Björgunarnetið í Fossana: Þakkir til for- stjóra Eim- skips Ég undirritaöur er þér þakk- látur Höröur Sigurgestsson fyrir svar þitt vegna itrekaörar fyrirspurnar frá mér vegna björgunarneta þeirra er ég innti þig eftir og mér var kunnugt um að voru um borð i M/s Tungu- fossi er hann sökk i hafið undan Englandsströndum. Ég spurði ekki eftir þessum netum vegna rætni eða illgirni i garð Eim- skips eða þin persónulega, enda þótt ég hafi verið allþungorður i garð þessarar gerðar af skipum (Tungufoss, Oðafoss, Urriða- foss) á siðasta aðalfundi Eim- skips sem haldinn var i' mai sl. Þar lagði ég til við stjórn félags- ins að þessi skip yrðu seld hið bráðasta úr landi, en ég hirði ekki um að tiunda þá umræðu hér og nú. Ekki veldur sá er varar. —Ég er mjög ánægður yfir þvi að mannbjörg varð og áhöfn skipsins er heil á húfi eftir atburð þennan. Ég mæli þetta sem gamallsjómaðurer sigldi á skipum félagsins þegar harðast var barist á Atlantshafinu i sið- ari heimsstyrjöld, t.d. á E/s Goðafossi er sökkt var hér út af Sandgerði Þá var maður sjónarvotturaðþvioftar en einu sinni að fleiri þúsund mannslif fóru ofan i hina votu gröf At- lantshafsins. Slikur viðbjóður af mannavöldum mun seint eða aldrei úr minniminu liða meðan lifmitt varir.Það er skoðun min að ef þessi björgunarnet er hér Frá sýningu á björgunameti Markúsar B. Þorgeirssonar. hafa veriö nefnd og þessar bréfaskriftir okkar i millum grundvallast á, hefðu verið komin um borð i skip alls is- lenska flotans istaðinn fyrir þau úreltu björgunartæki sem þá tiðkuðust, heföi mátt bjarga þúsundum mannslifa frá drukknun á striðsárunum. Svo mikla trú hefi ég á þessum netum sem Hannes Hafstein framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins gaf nafnið Björgunar- netið Markúsihöfuðið á hönnuði sinum Markúsi Benjamin Þor- geirssyni skipstjóra i Hafnar- firði. Það er þvi von min og trú, for- stjóri Eimskipafélags tslands h/f, Hörður Sigurgestsson, aö þú beitir þér fyrir þvi að þessum margnefndu netum sem ætluð eru og hönnuö til björgunar mannslifa úr sjó og vötnum, verði fundinn verðugri staður um borð i skipum okkar Eim- skipafélagsmanna, heldur en inni ikortaklefa (bestykki) sem þú nefndir i svari þinu til min, heldur veröi vandlega um þau búið i hvivetna og þeim fundinn heppilegri staður um borð i skipum okkar. Staður þar sem ailir áhafnarmeðlimir geti gengiö að þeim visum og i góðri umhirðu. Þrátt fyrir það að Skipaskoð- un rikisins hafi ekki ennþá lagt blessun sina yfir þessi net, skora ég á þig aö leggja til viö hæstvirtan sjávarútvegsráð- herra Steingrim Hermannsson að hann gefi út reglugerð um notkun þessara björgunarneta um borð i öll skip islenska flot- ans stór sem smá. Með kveðju, Arni Jón Jóhannsson Hringid í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum ■esendum Söfnuðu fyrir Rauða krossinn Þær vinkonumar Marta Jóhannesdóttir t.v. og Michelle Dagný Jónsdóttir komu fær- andi hendi hingað á rit- st j órnarskr ifstof ur Þjóðviljans i vikunni. Upp úr pússi sinu drógu þær nærri 54 kr. sem þær höfðu safnað saman með þvi að ganga i hús i Stigahlið- inni i Reykjavik og næsta nágrenni. Þær buðu ibúum ýmsan vaming til sölu sem þær höfðu fengið gefins i verslunum og hlutu alls staðar góðar við- tökur. Marta og Michelle em báðar 10 ára og eiga heima i Stigahlið- inni. Þær báðu Þjóð- viljann að koma pen- ingunum sem þær söfn- uðu til skila til Rauða krossins, með ósk um þeir gætu orðið að liði, fyrir þá sem þurfa á hjálp að halda. mynd -gel. Barnahornid Föstudagur 13. nóvember 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Á framandi slóðum’ Útvarp kl. 16.20 t Indlandi eru kýr heilagar, miljónir af þeim ganga lausar aó vild. Hindúar trúa þvi,aö þær séu afkomendur gyöjanna. skemmtiþættir, þar sem verða fróðleiksmolar frá ýmsum löndum sem flytjandi hefur komið til. Verður m.a. sagt frá legu landsins, trúarbrögöum og hljómlist. Þá verður flutt ævintýri frá hverju landi. Oddný sagöist hafa fengiö hugmyndina að gerð þessara þátta frá vinkonu sinni frá Sri-Lanka sem heitir Cristobel Weerasinghe, en hún hefði gert þætti fyrir Sameinuðu þjóðirnar. t útvarpi kl. 16.20 i dag er þáttur sem nefnist ,,A fram- andi slóðum”. Oddný Thor- steinsson segir þar frá Ind- landi og kynnir þarlenda tón- list. Er þaö seinni þáttur. Þetta er annar þátturinn i þessum flokki og veröa þeir á dagskrá á föstudögum á sama Itrv, n L1 .ii Kf n fr- m Ac 111 Afl Frétta- spegill Sjónvarp Tfy kl. 21.25 t sjónvarpi ki. 21.25 er Fréttaspegill á dagskrá. Fréttaspeglar eru nú tveir i viku I staöinn fyrir einn i fyrra. Heildartimi er þó sá hinn sami. t þessum fréttaþáttum er reynt að gera þvi helsta, sem er i fréttum betri og nánari skil en hægt er I hinum stutta fréttatima sjónvarpsins. Er þá fjallað um innlenda og er- lenda atburði, reynt að finna orsakir og jafnvel spáð fyrir um þróun mála að bestu Bogi Agústsson stjórnar Fréttaspegli. manna yfirsýn. Reynt er að vinna efni þátt- anna fyrirfram, en oft er ekki ákveöið um efnið fyrr en rétt áður en til útsendingar kemur. Fer það allt eftir fréttamati hverju sinni. Bogi Agústsson fréttamaður hefur umsjón með þessum þætti. „Billí og fálkinn” fálkahreiöur og er ungi i þvl. Billy fær áhuga á þessum villta fugli og stelur bók um fálkatamningu úr bókabúð. Siðan tekur hann ungann og byrjar að temja hann. Billy verður fyrir alls kyns harð- ræði ogárekstrumi'skólanum. Hann eyöir miklum tima i tamningu fuglsins og sofnar i timum. Hann er einnig staöinn að reykingum ásamt fleiri drengjum. Ekki er vert að rekja söguna nánar, en sýn- ingartími er sjö stundarfjórð- ungar. t sjónvarpinu 1 kvöid kl. 21.55 er mynd sem er nefnd á íslensku „Billí og fálkinn”. Er hún bresk frá árinu 1969. Myndin fjallar um Billy 15 ára gamlan dreng sembýrhjá léttlyndri móður sinni og bróður sinum Jud, sem veðjar á hesta. Billy skemmtir sér við lestur brandarabóka og við smáþjófnaði er hann ber Ut blöð og á leið sinni I skólann, þarsem hann kemst i töluverö vandræði. Morgun einn finnur hann

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.