Þjóðviljinn - 26.11.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.11.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. nóvember 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- Hreyfingar og þjódfrelsis tJtgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Alfheiöur Ingadóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. tþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. Ujósinyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. lnnheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Keykjavik, simi 81J3J Prentun: Blaðaprent hf. „Heljargreiparnar” • Morgunblaðið segir að samningamálin undan- farnar vikur hafi snúist um það, hvort Alþýðu bandalagið „gæti enn um sinn haldið launþegum i heljargreipum”. Mjúk er nú mundin ef það eru helj- argreipar sem tekið hafa á launafólki i stjórnartið Alþýðubandalagsins. Fróðlegt er að velta þvi fyrir sér hvaða orð Morgunblaðið hefði notað ef stjórnar- þátttaka Alþýðubandalagsins hefði leitt til stór- fellds atvinnuleysis, vaxandi verðbólgu, verulegrar kjaraskerðingar og afnáms félagslegra réttinda. Þá hefðu heljargreipar varla dugað — kannski þjóðar- morð? Afhverju notar Morgunblaðið það orð ekki um Thatcher og Reagan? • Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins um sl. helgi lýsti þeim „heljargreipum” sem flokkurinn hefur haldið launþegum i með eftirfarandi hætti: #„Staðreyndin er sú, að þrátt fyrir þá alvarlegu kreppu sem herjað hefur viða um lönd og leitt hefur til geigvænlegs atvinnuleysis i nær öllum nálægum löndum hefur tekist að halda hér uppi fullri atvinnu með fáum staðbundnum undantekningum. island er eitt af örfáum rikjum i þessum heimshluta þar sem atvinnuleysi er hverfandi og búskapur rikis og þjóðar nokkurn veginn i jafvægi. Þessi árangur hef- ur náðst vegna þess að þjóðin hafnaði kauplækkun- ar- og leiftursóknarboðskap Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokks í seinustu kosningum og þvi hefur tekist að halda uppi fullri atvinnu og verja kaupmátt launa þrátt fyrir mjög versnandi viðskiptakjör á seinustu tveimur árum. Það er athyglisverð niðurstaða, að á þeim tima, þegar viðskiptakjör landsmanna eru með þvi allra lakasta sem verið hefur seinasta ára tuginn, skuli þó hafa tekist að halda uppi einum hæsta kaupmætti ráðstöfunartekna, sem verið hef- ur hér á landi.” • Þetta heita „heljargreipar” á máli Morgun- blaðsins. En hvaða tröll voru það sem héldu launa- fólki i greipum sér 1975, þegar kaupmáttur kaup- taxta var 7% lakari en nú, kaupmáttur ráðstöfunar- tekna 26% lakari og kaupmáttur elli- og örorkulif- eyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar 44% lakari en nú. Morgunblaðið er áreiðanlega sam- mála Þ jóðviljanum um það það hljóta að hafa verið Ijótu skepnurnar. • Tekjur fólksins i landinu hafa almennt verið með besta móti siðustu ár, en þeirra er aflað með óhæfilega löngum vinnutima. Stytting vinnutima án skerðingar heildartekna er þvi eitt allra mikilvæg- asta baráttumálið. Flokksráð Alþýðubandalagsins lagði og áherslu á það um helgina að barist yrði fyr- ir fullri verðtryggingu launa, jöfnun lifskjara og aukinni verðmætasköpun i atvinnulifinu. Þetta með verðtryggingu launanna er höfuðatriði fyrir launa- fólk, og hversu há sem kauphækkunarprósenta er i samningum, er hún litils virði ef launin eru ekki verðbætt i takt við verðlagshækkanir. Ef Morgun- blaðið ber raunverulega umhyggju fyrir launafólki ætti það að einhenda sér i baráttu fyrir afnámi skerðingarákvæða ólafslaga. Leggi Morgunblaðið og Þjóðviljinn saman gæti málið hafst fram, þótt Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstaeðis- flokkur muni þumbast á móti. Sannleikurinn er nefnilega sá að „heljargreipar” Alþýðubandalags- ins hafa ekki dugað til þess að snúa ólafslögin end- anlega niður. — ekh Ekkert fullkomið Dreifingarkerfi Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavik er ekki fullkomið. Einhverj- um kann að vera huggun i þvi. í póstkössum blásak- lauss fólks hrannast nú upp áróðurspésar frá frambjóð- endum i lokuðu innanflokks- mannakjöri Sjálfstæðis- flokksins. Þeir eru ýmisst merktir burtfluttum eða framliðnum semveriðhafa á flokksskrám ihaldsins. Síðasta herbragðið Nei, ekki henda þeim beint i körfuna. Það eru gullkom innanum. Sjálfstæðisforkólf- ar bera tilhlýðilega virðingu fyrir andstæðingum sinum og hér er ein pésafjólan: „Siðasta herbragð and- stæðinga okkar er að vekja falskar vonir i brjóstum kvenna með fagurgala um kosti kvennaframboðs. Þeim nægir ekki lengur að egna stéttgegn stétt, heldur skulu nú kynin berast á banaspjót- um. Þeim dugir ekki lengur að bræður einir berjist held- ur þurfa mæður og dætur að risa upp gegn feðrum og son- um. En þeim mun aldrei verða kápan úrþvi klæðinu”. Hvort siðasta setningin á við mæðurnar, dæturnar eða andstæðingana er ekki alveg ljóst en það skýrist væntan- lega i næsta pésa frá Sigríði Ásgeirsdóttur. Fjöldinn Niðurlagið i leiðara sama pésa er svona: „Þvi þegar til kastanna kemur á fjöldinn umhverfis flokkinn lokaorðið. Og fjöld- inn velur fjölskylduböndin. Prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins verður ein samfelld sig- ■ urhátið Sigurhátíð fjölskyld- J unnar.” Satt er það að fjöl- I skylduböidin eru sterk i is- | lenskri pólitik. En fjöldinn ■ umhverfis flokkinn — hann I fær hvorki að velja fjöl- ] skyldubönd né Albert. Hann ; fær ekki að taka þátt i próf- ■ kjörinu. Davið j Scheving Blaðamenn eru ekkiskárri . en heimildir þeirra. Það | sannaðist þegar þvi var | haldið fram i gær að Davið Scheving hefði haft sig i | frammi á þeim fundi at- 1 vinnurekenda þar sem I samningsniðurstaða ASt og 1 VSl var lögð fram til sam- ! þykktar eða synjunar. Af | vissum ástæðum átti Davið | Scheving erfitt með að hafa ' sig i frammi á fundinum: . Hann var staddur erlendis. | Flugan á veggnum i' fundar- | sal VSt hefur verið blind á . Norðurlanda skýrsla i SÞ Þjóðir heims geta ekki haldið áfram að vigbúast með uppteknum hætti án þess að vandi þróunarlandanna verði jafnframt gefinn upp á bátinn. Þetta er ein helsta niðurstaða skýrslu, sem Sameinuöu þjóðirnar hafa látiö vinna að frumkvæði Norðurlandanna, en skýrsla þessi veröur lögð fyrir yfirstandandi þing Sameinuöu þjóðanna. Það voru 27 sér- fræðingar i afvopnunarmálum frá öllum heimsálfum sem unnu skýrsluna á þrem árum. 19 sinnum þróunaraðstoð t skýrslunni koma fram eftir- farandi staðreyndir: — Á árinu 1980 var yfir 500 miljörðum dollara varið til vig- búnaðar I heiminum. Það sam- svarar u.þ.b. 6% af verðgildi allrar framleiðslu i heiminum á árinu og er 19 sinnum hærri upphæð en varið er til þróunar- aðstoðar af rikisstjórnum einstakra rikja. Taiið er að með áframhaldandi þróun verði upphæðin komin upp i 900 miljarða árið 2000. 50 milljónir starfa í þágu striðs — Um þaö bil 50 miljónir manna hafa beint eða óbeint at- vinnu af hernaði og vigbúnaði. Þar af eru um 25 miljónir hermanna undir vopnum i fastaherjum heimsins, 10 miljónir eru i hálf-hernaöarleg- um sveitum, um 4 milljónir óbreyttra starfa á vegum varnarmálaráðuneyta heims- ins, 5 miljónir verkamanna vinna eingöngu við vopnafram- leiðslu og um 500.000 visinda- og tæknimenn vinna að rannsókn- um i þágu vigbúnaðar. 500 þúsund vísindamenn — Talið er að útgjöld til visindarannsókna i hernaðarþágu hafi numið 35 miljörðum dollara á árinu 1980. Það er um fjórðungur þeirra fjármuna, sem variö er til rannsóknastarfa i heiminum. Þeir 500 þúsund visindamenn og tæknimenn er vinna að þessum rannsóknum eru um 20% af menntuðu starfsliði i heiminum innan visinda og tækni. Ógnun við friðinn Niðurstaöa höfunda skýrslunnar er sú, aö vigbún- aöarkapphlaupið sé gagnstætt yfirlýstum tilgangi ógnun við friðinn i heiminum, jafnframt þvi sem þvi fylgir óumræðanleg sóun á fjármunum, hráefnum og vinnuafli. Höfundar skýrslunnar leggja þvi til, að þjóðir heimsins hefji nú þegar undirbúning á þvi að leggja niður vopnaframleiðslu sina og nýta þess i staö auölindir sinar og orku i framleiðslu, er koma mætti að notum við lausn á vanda þróunarrikjanna. Skyldi þessi rödd skynsem- -innar ná eyrum valdsmannanna á þingi Sameinuðu þjóðanna. — ólg. og skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.