Þjóðviljinn - 26.11.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.11.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐA_ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. nóvember 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍðtalíd Rætt við Huldu Steinsdóttur frá Siglufirði ,,Stefnir allt í rétta átt” Hér hefur komiö fram ósk, sem mér finnst ákaflega mikils virði — sem sé sú, að ALFA- nefndirnar fái að halda áfram sinum störfum þegar ári fatiaðra lýkur. Okkur finnst, að þessu starfi megi alls ekki ljúka um áramótin, það er svo margt óunnið enn. Kostnaðinn við nefndirnar þurfa viðkomandi sveitarfélög hins vegar að greiða, og þvi er alls óvist um framhald þessa starfs.” — Það kom fram á ráðstefn- unni, aö mjög litill hluti opin- . berra bygginga er aðgengilegur fötluðum. Hvernig er þessum málum háttað á Siglufiröi? ,,Að bæjarskrifstofunni á Siglufirði eru hvorki meira né minna en 50 tröppur. Upp þær kemst að sjálfsögðu enginn fatlaður maður. Þaö var sett gott handriö með tröppunum i sumar, og þaö hefur komið fram fullur vilji hjá bæjarráðs- mönnum að setja lyftu i húsið, þannigað þetta stendur vonandi tilbóta. Húsið var tekið i notkun i vor, en var hins vegar 12 ár i w smiðum og þess vegna ná lögin um byggingar á vegum hins opinbera ekki yfir það.” — Hvað heldur þú, að fötluðu fólki veröi efst i huga þegar þetta ár er að baki? „Hinir fötluðu þegnar þessa þjóðfélags eru afskaplega þakk- látir fyrir allt, sem gert hefur verið. Mörg sveitarfélög hafa sýnt fullan vilja og skilning á vankvæðum okkar og gert ýmsar úrbætur. Siglufjarðar- bær gerði t.d. Sjálfsbjörgu kleift að eignast félagsheimili og við eigum marga góða málsvara i bæjarfélaginu. A þessu ári hefur farið fram geysimikil kynning á högum fatlaðra og fólk hefur vaknað til vitundar um, að fatlaðir eiga að vera með á hinum almennu félagsmálasviðum. Þetta stefnir allt i rétta átt, og þvi höfum við fyllstu ástæðu til að vera vongóð um framtiðina. Starfinu verður hins vegar að halda áfram.” Helga leikur tónlist eftir Kuhnau á sembal. Á Háskólatónleikum á morgun: Helga leikur forvera Bach Enn birtum við spakmæli eftir Francois de la Rochefoucauld, en hann var spakvitur bölsýnis- maður af aöalsdættum, er lifði i Frakklandi á 17. öld. — Það er jafn auövelt aö blekkja sjálfan sig án þess aö taka eftir þvi, eins og þaö er erfitt að blekkja aöra án þess þeir finni fyrir þvi. — Tilviljunin leiðir okkur úr fleiri villum en skynsemin heföi getaö leitt okkur úr. 6. Háskólatónleikar vetrarins veröa i Norræna húsinu i hádeg- inu á föstudaginn 27. nóv. Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal verkiö „Andlát og útför Jakobs” eftir Jóhann Kuhnau, sem var fyrirrennari J.S. Bachs við Tómasarkirkjuna i Leipzig og liklega fyrstur manna i heimin- um til aö semja sónötur fyrir hljómborö. Ollum er heimill aögangur Vá, maður! Ofsalega bakarðu flotta klessu. Hvernig á að titla rétt? Sigurbjörn er biskup Ekki „fyrrverandi biskup” Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi biskupsstofu hefur skrifað fjölmiölum i framhaldi af fyrirspurnum fréttamanna hvernig titla beri Sigurbjörn Einarsson biskup eftir að hann hefur látið af störfum. I tilskrifi Bernharðs kemur fram að vigslur til kirkjulegrar þjónustu eru ekki timabundnar. Sá sem hefur vigst til preststarfa eða biskups heldur vigslu sinni, þótt hann hverfi til annarrar at- vinnu. Rétt er þvi að titla Sigur- björn biskup sem slikan, en ekki sem „fyrrverandi biskup”, seg- ir þar. Forseti og biskup hafa einir boriö titilinn herra framan viö skírnarnafn sitt. Dr. Kristján Eldjárn og dr. Sigurbjörn bisk- up voru þó gjarnan ávarpaöir meö doktorstitli. Nú er komin upp ný staða, segir i bréfi Bern- harös. Forsetinn veröur af augljósum ástæöum ekki „herrðaöur”, og skrifstofa hans notar ekki frúartitil, heldur: Forseti tslands Vigdis Finn- bogadóttir. Hins vegar er öllum i sjálfsvald sett hvort þeir árpa forseta meö frúartitli. Hinn opinberi titill Péturs biskups er: Biskup íslands herra Pétur Sigurgeirsson. Hins vegar skrifar dóms- og kirkju- málaráöuneytiö samkvæmt hefð: ,,Háæruverðugi herra biskup.” Og þá vitum við það. Dagana 11.-12. nóv. sl. var haldin ráöstefna um fertimál fatlaðra að tilstuölan AFLA- nefndar félagsmálaráðuneytis- ins. Einn þeirra fulltrúa, er ráö- stefnuna sóttu, var Hulda Steinsdóttir frá Siglufiröi, en hún er stjórnaraðili Sjálfs- bjargar i sinum heimabæ og situr i ALFA-nefnd Siglu- fjarðar. Viö spurðum hana hvað henni hefði fundist merkast af þvi sem fram kom á ráðstefn- unni. „Ráðstefnan hefur mér þótt i alla staði mjög upplýsandi. Einkanlega held ég að þetta gildi fyrir fólk utan af lands- byggðinni — hér hefur margt markvert borið á góma og mikil kynning átt sér stað milli Hulda Steinsdóttir frá Siglufiröi. manna af öllu landinu. Það er auðvitað ómissandi að kynnast starfinu annars staðar en i sinu eigin sveitarfélagi og geta skipt á upplýsingum. — Það er auöveldara að látast veröugur þeirra verkefna, sem okkur er ekki faliö aö vinna, heldur en hinna, sem viö eigum aö vinna. — Þótt ekkert annað en letin ein eða veikleiki bindi okkur við skyldurnar, fær dyggðin samt oftast heiöurinn. — Lestirnir mynda hluta dyggð- anna á sama hátt og eitrið er hluti læknislyfsins. Skynsemin hendir reiöur á þeim og notar þá meö árangri gegn böli lifsins. — Hræsnin er hylling lastarins til dyggöarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.