Þjóðviljinn - 26.11.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. nóvember 1981 ÞJÖÐVILJINN — SiÐA 7
Leikfélag Selfoss sýnir
Fjölskylduna
eftir Claes Andersson.
Leikstjóri:
Ásdís Skúladóttir.
Leikmynd:
Jón Þórisson.
Þýðing:
Nokkrir félagar í L.R.
Leikritiö Fjölskyldan eftir
finnska rithöfundinn Claes
Aandersson var sýnt i Iönó fyrir
nokkrum árum og siöan viöa um
land. Nú siöast var þaö frum-
sýnt á Selfossi 13. nóv. sl. Þetta
er aö ýmsu leyti heppilegt verk
fyrir áhugafélög. Hlutverkin
eru ekki mörg, þaö fjallar um
hversdagslegt fólk sem flestir
þekkja og atriöin byggjast flest
skoröum þrátt fyrir drykkju-
skapinn. Móöirin og börnin hafa
gott samband sin á milli og öll
kunna þau á pabba. Þaö kemur
raunar á daginn þegar Ragnar
fer i meöferö, aö drykkjuskap-
urinn var nauösynlegur til aö
heimiliö héldist i föstum skorö-
um. Þegar Ragnar kemur aftur
úr meöferö, nýr og betri maöur,
missir kona hans fótanna. Hún
ræöur ekki viö þessar nýju aö-
stæöur, enda hlýtur þaö aö vera
eins og aö giftast upp á nýtt aö
búa allt i einu meö bindindis-
manni eftir aö hafa búiö meö
fyllibyttu i mörg ár.
Fjölskyldan er margslungiö
verk eins og mannfólkiö sem
þaö fjallar um. Viöbrögö Svövu,
eiginkonunnar, viö sinum nýja
eiginmanni koma eflaust öllum
á óvart sem halda aö vandinn sé
leystur um leiö og bokkan er
Pabbi,
mamma, böm
og bokka
Heiðdis Gunnarsdóttir, Hreinn S. Óskarsson og Sigurgeir Hilinar Friðþjófsson i hlutverkum slnum
I Fjölskyldunni á Selfossi.
á þvi aö fólkið á sviöinu sé
„bara” eins og heima hjá sér.
Oft er það fyndið. Þó er þetta
lika metnaðarfullt verkefni, þvi
þaö krefst mikils, einkum af
tveim leikendum,og þvi meira
sem þeir hafa að gefa hlutverk-
um sinum þvi betra verður
stykkiö.
Fjölskyldan er um alkóhól-
isma og nauðsyn þess aö öll fjöl-
skylda áfengissjúklings sé tekin
til meðferöar um leiö og reynt
er aö lækna þann sem drekkur.
Raunar er sýnt hvaö gerist þeg-
ar fjölskylda sjúklingsins nýtur
engrar leiðsagnar. Heimilisfaö-
irinn, Ragnar Back, var drykk-
tfelldur þegar hann kynntist
konu sinni og i basli áranna hef-
ur hann orðið ofdrykkjumaöur.
Þó heldur hann enn vinnunni
þegar leikurinn hefst. Þá hafa
þau hjón búið saman i um tvo
áratugi og yngsta barn þeirra er
á 16. ári.
Heimilislifið er i föstum
gerð útlæg. Vegna þeirra við-
bragöa er hætta á þvi i uppsetn-
ingu aö Svava veröi aö vondri
manneskju — það er einfaldast
— en ef þaö gerist fer boöskapur
verksins forgöröum. Svava er
góð, trú og fórnfús eiginkona,
það er ekkert upp á hana að
klaga þannig. En hún sér fram á
aö hlutverki hennar er lokið i lif-
inu ef svo fer fram sem horfir,
nema sonurinn feti i fótspor föö-
urins. Hún veröur aö gera eitt-
hvað.
Svava er sú persóna sem gerir
Fjölskylduna aö harmleik og
allt veltur á aö hún sé túlkuö
rétt. Heiðdis Gunnarsdóttir fer
meö hlutverk hennar hjá Leik-
félagi Selfoss, og sýnir henni
skilning og hlýju eins og nauö-
synlegt er. 1 einleiksatriöi henn-
ar þegar himinninn er hruninn
hlaut hún einlæga samúö
áhorfenda og tókst aö túlka af
sannfæringu nöturlegt hugar-
ástand konunnar. Annars staðar
sýndi Heiödis lika góöan leik en
missti stundum niður hraöa og
varö dálitiö stif á köflum.
Silja Aöalsteinsdóttir
cbrifar I■ m _________
Sigurgeir Hilmar Friöþjófs-
son lék Ragnar Back af miklu
öryggi og myndarskap. 1 fyrsta
atriöinu þegar hann kemur full-
ur heim er hann bæði fyndinn og
ömurlegur i senn, og þótt hann
verði eins og fjarlægari viö
meöferöina heldur hann áfram
aö vekja samúö áhorfenda.
Lengsta eintalið hans vildi
veröa nokkuö eintóna, en yfir-
leitt gefur Sigurgeir atvinnu-
leikurum ekki eftir.
Börnin þrjú bera öll merki ör-
yggisleysis þegar hiö eina sem
hélt fjölskyldunni saman er far-
ið, Þórir fer að slarka, Marta
leggst út og Súsi litla skrópar i
skólanum. Þau heföu öll þurft á
ráöleggingum aö halda en eng-
inn talar viö þau. Leikararnir
ungu sem fóru meö hlutverk
þeirra, Benedikt Þór Axelsson,
Þuriður Helgadóttir og Guörún
I. Kristmannsdóttir, voru eöli-
lega ekki eins leiknir og full-
oröna fólkiö en liföu sig inn i
hlutverk sin og báru sig eölilega
á sviöi. Hreinn S. Hákonarson
lék lækninn, litið hiutverk sem
skiptir þó máli.
Hver maöur var á sinum stað
i þessari sýningu og allir lögöu
sig fram. Þaö eitt gerir þó ekki
leiksýningu góða heldur aö öll
áreynslan miði að þvi aö mynda
eina heild, leikararnir leiki ekki
hver fyrir sig heldur hafi maður
þá tilfinningu aö þeir séu aö tala
hver viö annan og hlusta hver á
annan þess á milli. Asdisi
Skúladóttur tókst afar vel aö ná
einmitt þessu fram, að fá
leikendurna til aö sýna aö þeir
vissu nákvæmlega hvaö þeir
væru að gera.
Fjölskyldan er skemmtilegt
sviösverk þar sem mikiö gerist
og sviö Jóns Þórissonar hentaöi
frábærlega öllum aögeröum i
leikritinu. öll litla ibúðin kemst
til skila, stofan sem lika er
svefnherbergi hjónanna og Þór-
is, herbergi stelpnanna, eldhús
og bað. Húsgögn eru fá og öll
bráönauðsynleg, skraut ekkert
(bóndinn sjálfsagt búinn aö
brjóta og týna), en þó er sviöiö
augnayndi.
Selfyssingar sýna Fjölskyld-
una fyrir höfuöstaöarbúa núna
á föstudagskvöldið 27. nóv. i fé-
lagsheimilinu á Seltjarnarnesi
og ég hvet alla leikhúsunnendur
til aö drifa sig þangaö.
Silja Aöalsteinsdóttir
Niðurlag heimsmeistaraeinvígisins
Yfírburðasigur Karpovs
Verkfallið setti strik i reikn-
ing skákunnenda um allt land,
þvi ekki reyndist unnt aö koma
leikjum þeirra Karpovs og
Kortsnojá prent.Málalyktir eru
kunnar, og kemur yfirburöasig-
ur Karpovs ekki á óvart. Hann
staðfesti það hald manna, aö
enginn skákmaöur i heiminum
getur veitt honum keppni i dag,
nema ef vera skyldi Fischer
hvar sem hann heldur sig um
þessar mundir. Þar sem um-
fjöllun um einvigið er skorinn
þröngur stakkur i blaöinu i dag,
verða vangaveltur og annaö
þe ss háttar að liggja i láginni
fram aö helgarblaöi, en þá er
meiningin að gera einviginu
betri skil. Hitt er svo vist, aö
menn vilja gjarnan hafa skák-
imar sem tefldar vom i verk-
fallinu á einum og sama staö, og
birtast þær þvi hér.
16.einvigisskák:
Hvitt: Anatoly Karpov
Svart: Viktor Kortsnoj
Spænskur Ieikur
1. e4-e5
2. Rf3-Rc6 4. Ba4-Rf6
3. Bb5-a6 5. 0-0-Rxe4
(Kortsnoj er við sama hey-
garðshornið. Hann er sauöþrár
þegar eftirlætisbyrjanir hans
eiga i hlut.)
6. d4-b5 8. dxe5
7. Bb3-d5
(Fischer lék einhverju sinni 8.
Rxe5, náði aðeins jafntefli sem
bendir til þess að leikurinn sé
ekki uppá marga fiska.)
8. .. BeO 10. c3-d4
9. Rbd2-Rc5 11. Bxe6
(11. Rg5 höfðar ekki lengur til
Karpovs, enda gafst textaleik-
urinn vel i 14. einvigisskákinni.
Hvi'ekki aö reyna hann aftur?)
11. .. Rxe6 13. Re4-Be7
12. cxd4-Rcxd4 14. Be:i-Rf5
(Endurbót Kortsnojs á 14. ein-
vigisskákinni, en hún jafnar þó
ekki taflið til fullnustu. Eftir 14.
— Rxf3+ 15. Dxf3 á svartur viö
mikla erfiðleika að striöa. Þvi
komst Kortsnoj að i 14. skák.)
15. Dc21-0-0
(Eftir 15. — Rxe3. 16. Dc6-!
lendir svartur i úlfakreppu.)
16. Reg5!
(Allt saman afrakstur heima-
vinnunnar. Karpov tryggir sér
litiö en öruggt frumkvæöi, og
Kortsnoj þarf aö sýna alla sina
, bestu eiginleika til að halda
velli.)
16. .. Bxg5 18. Rxe6-fxe6
17. Rxg5-g6 19. Hael
(Eftir 19. Bc5 Hf7 20. Hadl Hd7
21. Hxd7 Dxd7 22. Hdl Dc6 má
svartur sæmilega við una.
Karpov hyggst skapa sér færi á
kóngsvængnum, þar eö peða-
meirihluti svarts á drottningar-
væng er frystur.)
19. .. Dd5 30. Dc2-I)c6
20. bll-HcS 31. IIcl-Hd8
21. Bc5-IIfd8 32. Be3-Dd5
22. h3-Dc6 33. Bf2-c6
23. b4-Hd7 34. Del-Db3
24. Hdl-HcdS 35. Hal-I)b2
25. Hxd7-Hxd7 36. Hbl-Da2
26. Hel-DdS 37. Hdl-Hd5
27. a4-Rh4 38. Hxd5-cxd5
28. f3-Rf5 39. g4
29. axb5-axb5
(Með þessum leik sem lengi hef-
ur legið i loftinu hrifsar Karpov
til sin frumkvæðið. Siðustu leik-
irnir fyrir bið voru leiknir i
timahraki Kortsnojs, og hann
réð ekki við hina þungu undir-
öldu stööunnar.)
39. .. Rg7
40. Be5-h6 11 I>e3
abcdefgh
( — Hér fór skákin i biö. 1 út-
varpinu var vitnað i stórkarla-
lega yfirlýsingu Larsens, sem
sagði aö staða Karpovs væri
unnin.)
Ég er sannfærður um að Lar-
sen eigi eftir að færa sönnur á
yfirlýsingu sina, og það er ótrú-
legt annað en aö Karpov hefði
teflt þessa stöðu til vinnings
undir öðrum kringumstæðum.)
41. .. Dc2!
(Skemmtilegur leikur. 42. Dxg6
ersvarað með42,—d4! o.s.frv.)
42. Kfl-g5
— og hér, öllum á óvart, bauð
Karpov jafntefli sem Kortsnoj
aösjálfsögðu þáði.Hafa berþað
ihuga að Karpov lá ekkert á að
vinna einvi'gið. Hann haföi á
þessu stigimálsins alltaf þræði i
hendi sér, vopnabúr hans var
fullt að traustum vopnum sem
Kortsnoj gat ekki unnið á. Vinn-
ingar stóðu i þokkabót 5:2 fyrir
Karpov og aðeins timaspursmál
hvenær heimsmeistarinn ynni
sjötta sigurinn.
17. einvigisskák:
Hvitt: Viktor Kortsnoj
Svart: Anatoly Karpov
Drottningarbragö
1. Rf3
(Til að hindra 1. — e5.)
1...RÍ6 4.d4-Be7
2. c4-e6 5. Bg5
3. Rc3-d5
(Gallinn við byrjunarleik Korts-
nojs er sá, að hann getur ekki
komið viö uppbyggingunni sem
Umsjón:
Helgi
Ólafsson
færði honum sigur i 13. einvigis-
skákinni.)
5. .,h6 8. e3-c5
6. Bh4-0-0 9. Bxc4-cxd4
7. IIcl-dxc4 10.Rxd4
(Endurbót Kortsnojs á 9. skák.
Þar lék hann 10. exd4. Gallinn er
auðvitað sá, aö hin samhverfa
peöastaöa gerir stööuna jafn-
teflislega.)
10. ..Bd7 17. Bxc6-Rxc6
11. Be2-Rc6 18. Dxd8-Hfxd8
12. Rb3-Rd5 1»- Ke2-Hac8
13. Bxe7-Rcxe7 20. a3-Kf8
14. Rxd5-Rxd5 21. Hc2-Re7
15. Dd4-Bc6 22. Hhcl-Hxc2
16. Bf3-Rc7 23. Ilxc2-Ke8
— Karpov bauö jafntefli og
Kortsnoj þáði.
18.einvigisskák:
Hvitt: Anatoly Karpov
Svart: ViktorKortsnoj
Spænskurleikur
1. e4-e5
2. Rf3-Rc6
3. Bb5-a6
4. Bal-RfG
5. 0-0-Rxe4
(Kortsnoj lætur sér ekki segjast
þrátt fyrir mikla erfiöleika i 14.
og 16. skák. Hann á e.t.v. ekki i
svo mörg hús aö venda.
Franska vörnin kemur ekki til
greina lengur, Sikileyjarvörn
teflir hann sjaldan, og Pirc-
vörnin vekur upp sárar endur-
Framhald á 14. siðu