Þjóðviljinn - 26.11.1981, Blaðsíða 12
12 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. nóvember 1981
— BÆKUR — BÆKUR — BÆKUR — BÆKUR — BÆKUR — BÆKUR —
Skilaboð
til Söndru
Síðasta skáldsaga
Jökuls Jakobssonar
komin út
Bókaútgáfan Skuggsjá
i Hafnarfirði hefur gefið út
nýja skáldsögu eftir Jökul
Jakobsson, Skilaboð til Söndru,
sem hann lauk við nokkrum
mánuðum áður en hann lést árið
1978, aðeins 44 ára að aldri. Jökull
Jakobsson var einn afkastamesti
rithöfundur sinnar samtiðar og
eftir hann liggja fimm aðrar
skáldsögur, eitt smásagnasafn,
þrjár ferðasögur og ellefu stór
leikhúsverk, auk fjölda einþátt-
unga, útvarps- og sjónvarpsleik-
rita.
,,1 þessari siðustu skáldsögu
hans, Skilaboð til Söndru, birtast
allir bestu eiginleikar hans sem
Jökull Jakobsson
rithöfundar, — frásögnin er lipur
og lifandi, bráðskemmtileg og
meinfyndin, en undir niðri skynj-
um við alvöru lifsins, vandamál
samtimans,” segir i frétt frá for-
laginu.
Grænn varstu
dalur
eftir R. Llewellyn
komin út á ný
Hjá Máli og menningu er nú
komin út i nýrri og endurskoðaðri
útgáfu skáldsagan Grænn varstu,
dalur, eftir Eichard Llewellyn i
þýðingu ólafs Jóhanns Sig-
urðssonar.
Skáldsagan GRÆNN VARSTU
DALUR kom fyrst út i Englandi
um 1940. Vinsældir bókarinnar
urðu slíkar að á 10 árum var hún
gefin út 30 sinnum og nú er 46.
útgáfan að sjá dagsins ljós i
heimalandi höfundar. Eru þá
ótaldar útgáfur i öðrum ensku-
mælandi löndum og þýðingar á
fjölda erlendra tungna.
GRÆNN VARSTU, DALUR
segir frá námumannafjölskyldu i
Walesskömmu fyrir siðustu alda-
mót. 1 þessu umhverfi er sögð
þroskasaga ungs drengs, hvernig
hugur hans mótast og hvernig til-
finningar hans sem fullvaxta
manns vakna til lifsins. Sagan er i
senn uppvaxtarsaga, þjóðfélags-
leg skáldsaga og ástarsaga.
Frá
sólarupprás
til sólarlags
Ævisaga sr. Jakobs
Jónssonar komin út
Bókaútgáfan Skuggsjá hefur
gefið út bókina Frá sólarupprás
til sólarlags, eftir séra Jakob
Jónsson. A kápu segir: Þessi
bök sameinar á sérstæðan hátt
skemmtun og alvöru. Stutt
lýsing hans á atburði eða
smámynd af persónu gefur oft
betri hugmynd um lifsferlið en
langar lýsingar.
Séra Jakob lýsir þvi er hann
fyrst leit dagsins ljós að Hofi i
Álftafirði. Hann segir frá
bernskuárunum i foreldrahús-
um á Djúpavogi og frá prests-
skaparárunum á Norðfirði, i
Grtenn
varstu aalur
Richard Llewellyn
Þýðing Ólafs Jóhanns Sig-
urðssonar var fyrst prentuð 1949
og seldist upp á tveimur mán-
uðum, en hefur ekki verið
endurprentuð fyrr en nú, i endur-
skoðaðri gerð. Hluti hennar var
fluttur i Rikisútvarpi fyrir
nokkrum árum.
Sr. Jakob Jónsson
Kanada og i Reykjavik. Og að
sjálfsögðu ber trúmál á góma.
trúarstefnu, ferminguna og
fermingarundirbúninginn,
hjónavigslur og hjónasættir,
sálgæzlu og annað það, er þjón-
andi prestur þarf að sinna.
Meðal
gamalla
granna
Minningabrot Braga
Sigurjónssonar
Meðal gamalla granna heitir
nýútkomin bók frá Skjaldborg á
Akureyri. Hún er eftir Braga Sig-
urjónsson skáld og fyrrv.
ráðherra. A kápu er bókinni lýst
sem minningabrotum, þar sem
segir frá mönnum og aðstæðum
þeirra i Reykdælahreppi á árun-
Bragi Sigurjónsson.
um 1910—1925. Fjöldi fólks kemur
við sögu, bæði ábúendur og af-
komendur þeirra. Margar mynd-
ir eru i bókinni af þeim er koma
við sögu.
Frá ystu
nesjum
Annað bindi
í endurútgáfunni
komið út
Bókaútgáfan Skuggsjá Hafnar-
firði, hefur gefið út annað bindi af
Frá ystu nesjum, endurútgáfu á
vestfirskum sagnaþáttum Gils
Guðmundssonar. A siðasta ári
kom út fyrsta bindi þessara
þátta, enalls verða bindin þrjú og
þriðja bindið verður gefið út á
næsta ári.
Björn Guðflnnsson
Breytingar
á framburdi
ogstafsetningu
Sm árít Kennaraháskóla Íslands og ióunnat
Lýdur BjÖrnsson
IJrsögu
kennaramenntunar
á íslandi
8
Smárít Kennaraháskóla íalands og Iðunnar
Smárit kennaraháskólans og Iðunnar
Tvær nýjar bækur
Frá ystu nesjum kom fyrst út
árin 1942—1953 i sex heftum, sem
fyrir löngu eru uppseld. Þessi
nýja útgáfa á Frá ystu nesjum,
verður i þrem bindum og hefur að
geyma allt það efni, sem i fyrri
útgáfunni var, og allverulega
viðbót að auki.
Aldnir
hafa orðið
Nýtt bindi komið
Eitt bindi enn er nú komið i
bókaflokknum Aldnir hafa orðið,
en i honum eru varðveittar
frásagnir eldra fólks sem Erling-
ur Daviðsson skráir. Skjaldborg
gefur út.
1 þessu bindi segja eftirtaldir
frá: Daniel Kristjánsson, Gisli
Eiriksson, Guðrún Sigurbjarnar-
dóttir, Hanna S. Möller, Jón Goði
Kristjánsson, Sigurmon
Hjartmannsson og ölver
Karlsson.
Mannlíf
í mótun
Síðara bindi ævi-
minninga
Sæmundar
G. Jóhannessonar
á Sjónarhæð
Komið er út siðara bindi ævi-
minninga Sæmundar G. Jó-
hannessonar frá Sjónarhæð og
nefnistþað Mannlif i mótun. Það
er bókaútgáfan Skjaldborg sem
gefur út. Margar myndir prýða
bókina eins og fyrra bindið.
Úterukomnar tvær nýjar bæk-
ur i flokki Smárita Kennarahá-
skóla Islands og Iðunnar.sjöunda
og áttunda ritið i þeim flokki. Rit-
ineru: Breytingar á framburði og
stafsetningu eftir Björn Guð-
finnsson, önnur útgáfa, og Úr
sögu kennaramenntunar á Is-
landi, eftir Lýð Björnsson sagn-
fræðing.
Breytingará framburði og staf-
setningukom fyrst út árið 1947. I
ritinu eru tveir fyrirlestrar
Björns Guðfinnssonar: Samræm-
ing islensks framburðar og undir-
búningur nýrrar staísetningar og
Framburðarkennsla. Loks eru
tillögur Björns um samræmingu
framburðarins.
Þessari útgáfu fylgir skrá um
helstu rit og ritgerðir um þau efni
Bókaútgáfan örn og örlygur
hefur gefið út bókina CHARLES
DARWIN og þróunarkenningin
eftir John Chancellor i islenskri
þýðingu Steindórs Steindórssonar
frá Hlöðum. Bókin er i bókaflokki
um Frömuði sögunnar og Fröm-
uði landafunda, en áður hafa
komið út hjá Erni og örlygi átta
bækur i þeim flokki. Hver og ein
bók er þó sjálfstæð.
Bókin um CHARLES DARWIN
er prýdd fjölda mynda, bæði
svart-hvitra og litmynda, sem
ma. skýra kenningar Darwins, en
á sinum tima oili hann miklu
fjaðrafoki og reiði er hann setti
fram hina byltingarkenndu kenn-
ingu sina um þróun lifsins i bók-
inni „Uppruni tegundanna”.
sem um er íjallað i bókinni og
samdar hafa verið frá þvi að hún
kom út, auk þess sem upprunaleg
ritaskrá höfundar með fyrstu út-
gáfu er endurprentuð.
Úr sögu kennaramenntunar á
tslandier að stofni til erindi sem
Lýður Björnsson flutti á vegum
Kennarafélags Kennaraháskóla
Islands. Fjallar það um sögu
kennaramenntunar allt frá fyrri
öldum til samtimans. Bókin
skiptist i fjóra aðalhluta: Kenn-
aramenntun á fyrri öldum og
hugmyndir um skólamál, Kenn-
aramenntun á Alþingi 1870—1907
og námið i Flensborg, Kennara-
skóli og kennaraháskóli, Kenn-
aramenntun við Háskóla íslands.
Þá er heimildaskrá og styðst höf-
undur við prentaðar, óprentaðar
og munnlegar heimildir. —
CharlesDarwin
og þróunarkenningm
frónoár s%«m»r
Charles Darwin
og þróunarkenningm
Minningaþættir
Þórarins frá Eiðum
Bókaútgáfan örn og örlygur hf.
hefur sent frá sér bókina HORFT
TIL LIÐINNA STUNDA, eftir
hinn kunna fræði- og skólamann
Þórarin Þórarinsson frá Eiðum.
Hefur bókin að geyma ýmsa
minningaþætti Þórarins, sem
lifað hefur fjölbreytta ævi og
kynnst fjölda fólks. I kynningu á
bókarkápu segir m.a. svo um
bókina:
„Listin að segja vel og skipu-
lega frá er Þórarni i blóð borin og
koma þeir hæfileikar vel fram i
þessari bók. Hér er ekki um raun-
verulega ævisögu Þórarins að
ræða, heldur þætti frá ýmsum
timum. Hann rifjar upp ýmis atr-
iði lifshlaups sins, allt frá þvi að
hann sem barn upplifði „jólanótt-
ina þegar Guð var gestur á
Valþjófsstað”, bregður upp
myndum af eftirminniiegum
samferðamönnum, svo sem
Kjarval sem tók ofan sparihatt-
inn fyrir honum, og ekki hvað sist
segir Þórarinn frá skoplegum
viðburðum, svo sem „Flóa-
bardaga hinum siðari”.”
HORFT TIL LIÐINNA
STUNDA er stór bók, um 300
blaðsiður.
Gaman að lifa
Minningabrot úr ævi
Jóhanns
Ögmundssonar
Gaman að iifa heitir bók frá
Skjaldborg á Akureyri og hefur
að geyma minningabrot úr ævi
leikstjórans, leikarans og söng-
varans Jóhanns ögmundssonar á
Akureyri. Erlingur Daviðsson
skráði.
i bókariok segir m.a.:
„Ég lofaði hvorki spennandi
ævintýrum eða kjarnmiklum
hetjusögum og var vandalltið að
standa við það. Kannski mátti
segja ævisögu mina þannig:
Fæddur i Hafnarfirði, var fjórtán
ár I Flatéy, hef síðan unnið hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga á Akur-
eyri, lék um hálft hundrað hlut-
verka hjá Leikfélagi Akureyrar
og nokkur annars staðar, setti
þrjátiu og átta leikrit á svið hér
og þar, söng með Geysi og ein. -
söng með honum og á eigin veg-
um, á fimmtiu ára leikafmæli á
næsta ári.’ ”