Þjóðviljinn - 02.12.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.12.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. desember 1981. KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍðtalíd Af hverju eru engar prinsessur í spilunum? Styðja lamaða og fatlaða Konur úr stjórn Kvenfélags- ins Hringurinn i Hafnarfirði færðu nýlega Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra að gjöf 10.000 krónur. Félagið var upp- haflega stofnað til aö koma fá- tækum börnum til sumardvalar isveiten hefur siðan sýntýms- um velferöarmálum. Myndin er frá afhendingu gjafarinnar til Styrktarfélags- formaður, Ingibjörg Bjarna- döttir, Þórdis Asgeirsdóttir, Asthildur Magnúsdóttir, Þor- gerður Gisladóttir, Jónina Guð- mundsdóttir forstöðukona End- urhæfingastöövarinnar að Háa- leitisbraut 13 og Siguröur Mag- nússon framkvæmdastjóri Styrktarfélagsins. Rætt við Ástu R. Jóhannesdóttur um fréttaflutning Þjóðviljans: Hlutur kvenna rétt í meðallagi Enginn munur á umfjöllun um karla og konur Eins og skýrt var frá i Þjóö- viljanutn i gær hefur hópur á vegum Kvenréttindafélags ts- lands gert stikkprufur á islensk- um fjölmiölum og athugaö þá mynd sem þær gefa af konum og hlut kvenna sem heimildar- manna aö fréttum eöa tilefni fréttaskrifa. Asta Ragnheiöur Jóhannesdóttir er ein úr þessum hópi og vikuna 19.. - 25. október s.I. athugaði hún fréttaflutning Þjóöviljans I þessum tilgangi. Það veröur að taka skýrt fram að þetta er engin visinda- leg ranhsókn, sagði Asta, heldur eins konar skyndikönnun eða stikkprufa. Tilgangurinn var tviþættur, annars vegar að at- huga hvort og á hvern hátt ööru visi væri fjallaö um konur en karla og hins vegar hversu stór hluti kvenna væri i fréttaefni fjölmiðlanna. 1 raun kom fram varöandi suma fjölmiðla, aö hlutur kvenna var svo litill að það var til litils aö athuga hvort fjallað væri um þær á einhvern annan hátt en karla. — Og hverjar voru svo niður- stööurnar varöandi Þjóövilj- ann? Þessa viku voru 217 fréttir eða greinar i Þjóðviljanum, en þá eru innsendar fréttatilkynning- ar ekki teknar með. 1 20 þeirra var fjallað beint eða óbeint um Aöeins um 8% af fréttum fjölmiðlanna tengjast konum beint eöa óbeint. konur eða leitaö til kvenna sem heimildarmanna að frétt. Það var þvi i 9,2% fréttanna sem konur komu sérstaklega við sögu, en aðeins 4 af þessum „kvennafréttum” voru á útsiö- um, hinar voru inni i blaðinu og frekar stuttar. — Var þetta þaö sem kallað er venjuleg vika? Nei, engan veginn. Forseti Is- lands, Vigdis Finnbogadóttir, var einmitt á ferð um Norður- lönd og henni voru gerð góö skil i Þjóöviljanum eins og öðrum fjölmiölum. Fyrir vikiö er hlut- ur kvenna þessa vikuna meiri en aðrar vikur. Tvær af útsiöu- fréttum Þjóðviljans fjölluðu einmitt um ferð forsetans, i einni var sagt frá fjölgun kvenna i stjórn Verkamálasam- banda Islands og i þeirri fjóröu var viötal við Steinunni Jóhann- esdóttur vegna frumsýningar á leikriti hennar. — Hvernig kemur þetta út miðað viö aðra fjölmiöla sem hópurinn kannaöi? Það merkilega er að hlutdeild kvenna virðist samkvæmt þess- ari skoöun vera i kringum 8% i öllum fjölmiölum ef fréttir af ferð forsetans eru ekki meðtald- ar. Sama gildir um Þjóöviljann. Ég get ekki neitaö því aö þetta kom mér nokkuö á óvart. Ég les blaöið að staðaldri og mér hefur yfirleitt fundist þaö gera konum betri skil en önnur blöð. En blaðið er lika mjög misjafnt frá degi til dags og viku til viku i þessum efnum sem öðrum. Hins vegar kom það mér ekki á óvart að konum eru gerð sömu skil i Þjóðviljanum og körlum, þ.e. það er ekki fjallað um þær á annan hátt. Maður þekkir þaö af öðrum blöðum, sem staðfest var i könnuninni að oft er einungis fjallað um konur sem kynverur eða skraut en það á ekki við um Þjóöviljann og rikisfjölmiðlana samkvæmt könnuninni. — Eru nokkur góö ráö til okk- ar hér á Þjóðviljanum? Ég tók eftir þvi að helmingur af þessum „kvennafréttum” var skrifaöur af konum. Ætli ráðið verði ekki að f jölga konum á ritstjórn eöa setja karlana i að leita meira til kvenna og sinna þeirra málefnum? — AI Tugthús- ráðsmaður st j órnar kirkju- smiðum Arið 1790 var þriöja árið, sem unnið var aö smiöi dómkirkj- unnar i Reykjavik, eftir aö und- irstööur höföu þó verið lagöar. Enn voru samt veggir og gaflar kirkjunnar ekki fullgerðir. Sem fyrr greinir höfðu verið ráönir hingað danskir iðnaðar- menn: trésmiðir, steinsmiðir og miirarar en þeir reyndust ærið hysknir við verkiö. Hlupu þeir lír vistinni þegar þeim sýndist og voru timunum saman við smiðar fyrir hina og aðra hér og þar út um bæ. Þótti sýnt, að seint mundi dómkirkjan komast upp ef þessu færi fram. Þvi tók ólafur stiptamtmaður til sinna ráða og skipaði sérstaka skoöunarmenn til þess að „taka út” verkiö. Leist þeim ekki á blikuna og tjáðu stiptamtmanni að ekki væri nóg með það, að verkinu miðaði hægt heldur væri það og illa unniö. Stiptamtmaður brást við þessum ótiðindum með þeim hætti, að hann setti Dönunum fastar reglur um vinnutíma. Skyldu þeir vinna 12 stundir á dag að sumrinu en 8 aö vetrin- um. Og til þess aö herða enn betur á hnútunum fól hann Sheel Muthúsráðsmanni yfirumsjón vinnubrögðunum. — mhg Forsetahjónin I nýuppgerðu svefnherbergi, sem er prýtt handmál- uöum kinverskum fuglum. Þaö á ekki af ihaldinu aö ganga. Davíö Oddsson í fyrsta sæti og Ragnar Júll f baráttu- sætinu! SPAKMÆLI —Sjálfselskan talar öll tungu- mál og leikur öll hlutverk, jafn- vel einnig hlutverk fórnfýsinn- ar. Francois de la Rochefoucauld Reagan lifir flott Meðan franskir auökýfingar reyna aö láta sem minnst fara fyrir sér undir stjórn sóslalista og forðast aö láta sjá sig i nánd viö kampavinsglas og annan munað fylgir Reagan Banda- rikjaforseti sinum hægriviö- horfum eftir meö aukinni áherslu á flottheit. Þegar hann flutti inn I Hvita- husiö hafnaöi hann þeim fimm- tiu þúsund dölum sem hann gat fengiö frá rikinu til aö hressa upp á húsakynnin. Haföi reyndar ekkert viö slíka smá- peninga aö gera — þvi nógir voru vinir hans til aö leggja honum alls 820 þúsund dali i „frjálsum framlögum” til aö gera gömul húsgögn sem ný, skipta um veggfóöur og teppi og þar fram eftir götum. Ein hjón, Earl Jorgensen og frú, gáfu fimmtiu þúsundir doll- ara til að Reagan og Nancy gætu haft huggulegt i kringum sig. Að launum fá þau að draga þessa peninga frá skatti — og að siálfsógðu voru þau booin, ásamt öörum gefendum, i Hvita húsið að skoöa dýrðina. iiiÉiÉMiBia i ii i iii i nrr- < Q o CL| Þaö gæti ÉG sagt þér. En maöur vill nú helst gleyma ástandinu i heim- inum, svona rétt meöan maöur er I frii. 3) 3 ___& Q

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.