Þjóðviljinn - 02.12.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.12.1981, Blaðsíða 9
- 8 StÐA— ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. desember 1981. < I I Miðvikudagur 2. desember 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Ég hef haft kynni af ungum mönnum sem hafa glataö heilsu sinni á Litla- Hrauni og tortfmst í orðsins fyllstu merkingu Um 80% fanga á Litla-Hrauni eiga við alvarleg áfengis- vandamál að stríða. Verulegur hluti þessara manna kemur aftur og aftur á Litla-Hraun Ég hef þá trú að vegna margs konar sérstöðu okkar þjóðfélags höfum við íslendingar möguleika á að leggja að mestu niður fangelsi Réttlætistilfinn- ingin birtist í ýmsum myndum Þótt ráöuneytisstjóri dóms- málaráöuneytisins sé einn mesti heiöursmaöur i Islenskri embætt- ismannastétt og ég vilji ekki orö- inu aö honum halla, þá verö ég aö segja, aö þegar rætt er um ýmsa aöra starfsmenn dómsmálaráöu- neytisins þá kemur manni óneit- anlega i hug hending úr visu Bólu-Hjálmars: „...af frjálsum manngæöum lit- iö eiga.” Satt aö segja á maöur ekki til orö, þegar deildarstjóri i dóms- málaráöuneytinu vogar sér aö segja viö eiginkonu fanga, sem spyr hann i nauöum sinum hvaö hún eigi aö gera, þar sem hún sé bjargarlaus meö sig og börn sin, — þá svarar deildarstjórinn: „Ætli þú veröir ekki aö fara til borgarinnar eins og aörir aum- ingjar”. Fangelsi bætir engan mann //Ég vil lýsa gagnrýni minni á þá oftrú sem virð- ist ríkja í lögum og dómum hérá landi/ á gildi fangels- isvistunar. Ég hef í nokkra áratugi haft talsverð kynni af ýmsum þeim — og þá sér í lagi ungmennum, sem betrunarhúsið Litla-Hraun hafa gist. öll þau kynni hafa sífellt betur staðfest þá skoðun mina að við sé- um á rangri leið í þessum efnum. Ég hef haft kýnni af ungum mönnum sem glatað hafa heilsu sinni á Litla-Hrauni og tortýmst i orðsins fyllstu merkingu. Aöur en ég hef reiöilestur minn, — ákæruna gegn þessari fangels- istrú, — vil ég taka skýrt fram og leggja áherslu á, aö þaö er mun auöveldara aö gagnrýna þetta fyrirkomulag heldur en aö koma meö jákvæöar og frjóar tillögur til úrbótai þessum efnum. En þær litlu vonir sem ég batt viö núver- andi hæstvirtan dómsmálaráö- herra eru löngu kulnaöar. Einstakt hneykslismál Hafa háttvirtir alþingismenn gert sér grein fyrir þvi, aö um 80% fanga á Litla-Hrauni eru alkóhólistareöa eiga viö alvarleg áfengisvandamál aö striöa? Hafa háttvirtir alþingismenn gert sér grein fyrir þvi aö veru- legur hluti þessara manna kemur aftur og aftur á Litla-Hraun? Hvarer betrunarhúsiö.sem átti aö bæta þessa ungu menn og gera þá aö nýtum þjóöfélagsþegnum? Mér er sagt aö um 10 -15 fangar á Litla-Hrauni eigi viö geöræn vaiidamál aö striöa, samkvæmt læknisúrskuröi, og eigi alls ekki I fangelsum aö dveljast. Þessir menn þurfa læknismeöferö. Margir þeirra hafa veriö úr- skuröaöir ósakhæfir sökum geö- veiki, en engu aö síöur vistaöir á Litla-Hrauni, vegna þess aö geö- sjúkrahús neita aö veita þeim viötöku. Slikir menn geta ekki talist heppilegir uppalendur ungra manna og óharönaöra, sem dómsvaldiö hefur úrskuröaö til betrunar. — Hér er raunar á ferö- inni einstakt hneykslismál, sem þyrfti aö ræöast sérstaklega, og landlæknir hefur raunar oftar en einu sinni Itrekaö aö hér sé um einstakt hneykslismál aö ræöa. Þarna eru einnig kynferöislega afbrigöilegir menn, sem framiö hafa kynferöisleg afbrot, eöa orö- iö afbrigðilegir á þessu sviöi vegna fangelsisvistar, eins og gjarnan vill veröa.— Slíkir menn geta heldur ekki talist heppilegir uppalendur ungra manna og óharönaöra, sem dómsvaldiö hef- ur úrskuröaö til betrunar. Menn sem dæmdir eru fyrir sérstaklega óhugnanleg kynferö- isafbrot eru 4 - 5. Ef 60 menn eru vistaöir á Litla-Hrauni, sem raunar mun vera full há tala, þá er röskur þriöjungur þeirra menn, sem ýmist hafa veriö úr- skuröaöir geöveikir af læknum og ættu þvi aö dveljast á geöveikra- hælum undir læknishendi, eöa háskalega kynferöislega af- brigöilegir menn. Slikt er betrun- arhúsiö sem viö sendum i unga menn um tvitugt I tugatali ár hvert, og erum forundrandi á aö ekki skuli koma göfugri til baka. Umhverfið bregst öndvert við Ótrúlega margir þeirra sem dæmdir hafa veriö á Litla-Hraun eru ungir menn. Þeir eiga ótrú- lega margt sameiginlegt. Þeir koma flestir frá heimilum sem átt hafa viö erfiöleika aö striöa. Viöa er mikil áfengisneysla og önnur óregla, hjónaskilnaöir foreldra mjög tlöir, þeir hafa átt erfiöa bernsku og æsku, sjálfir siöan ient I óreglu, gengiö refilstigu en þó fæstir unniö nokkur niöings- verk. Þeir fá ekki rétt-aöstoö á réttum tlma. Smáþjófnaöir, áfengislagabrot, bllþjófnaöir, jafnvel minniháttar ávisanafals, — og þannig mætti lengi telja. Kornungir eru þeir komnir i hendur lögreglunnar. Vinnubrögö lögreglunnar gagnvart þessum ungu mönnum eru kapituli út af fyrir sig, sem fróölegt væri aö ræöa. Þarna er um erfiöa aöstööu lögreglumanna aö ræöa, og hæg- ara um aö tala en i aö komast. En fádæma eru þessi vinnubrögö oft óheppileg og skaöleg. Svo þegar fangelsiö er yfirgefiö — dómurinn afplánaöur — þá standa þeir veglausir i borginni, i ótrúlega mörgum tilfellum úti- lokaöir frá atvinnumöguleikum, þvi umhverfiö bregst öndvert viö. Oft eru einu vinirnir samfangar sem eiga viö sömu vandamál aö striöa. Þetta vandamál eykur áfengisþörfina og pilluátiö sem læröist i fangelsunum sækir lika á. Og siöan iiggur leiöin oftast aftur til betrunará Litla-Hrauni. Hringrásin er hafin. I ótrúlega mörgum tilfellum er þessi hringganga svo tlö, aö fyrr en varir eru bestu árin aö baki. Þrátt fyrir þessa dimmu reynslu, sem sanna má meö tölulegu úrtaki hvenær sem er, viröast yfirvöldin á landi hér enn- þá telja Litla-Hraun einu sálu- hjálp þessara manna. — Sann- leikurinn er hins vegar sá, aö þessi hópur er langstærstur þeirra sem gista Litla-Hraun. Hvernig skyldi svo aöstaöan vera hjá þeim, sem reyna aö brjótast út úr þessum vitahring? Skortur á mann- legu innsæi Ég gæti nefnt fjölda dæma — 10 — 20 eöa fleiri, ef óskaö er, — þar sem dómsmálayfirvöld viröast leggja sig fram um aö koma þess- um mönnum niöur I svaöiö aftur. Þar er um aö ræöa svo furöulegan skort á mannlegu innsæi og skiln- ingi á mannlegum aöstæöum, aö maöur stendur steini lostinn frammi fyrir þessum ósköpum. En ég skal láta mér nægja eitt Guðmundur J. Guömundsson Miklar umræður urðu á alþingi í liðinni viku vegna framkominnar þingsálykt- unartillögu um fangelsis- mál. Ræða eða reiðilestur Guðmundar J. Guðmunds- sonar í þessum umræðum vakti mikla athygli og fer hún hér á eftir. ' dæmi, þar sem nýlokiö er einum þætti þess harmleiks. En þaö er langt frá þvl aö vera ljótasta dæmiö. Til min leituöu fyrir röskum þremur árum ung hjón meö ungt barn. Þau höföu sótt um íbúö I verkamannabústööum og áttu viö magnaöa húsnæöiserfiöleika aö striöa. Þeim var úthlutaö tveggja herbergja Ibúö. Mér var kunnugt um aö eiginmaöurinn, sem aö vlsu var kornungur, haföi oftar en einu sinni dvaliö á Litla-Hrauni og m.a. misst þar fingur vegna lé- legrar læknisþjónustu, en honum tókst aö komast út úr þessu, hætti allri áfengisneyslu, en stundaöi vinnu af kappi, bæöi til sjós og lands. / Ogæfan dundi yfir En sumariö 1980 dundi ógæfan yfir. Ariö áöur haföi hann veriö dæmdur til 6 manaöa fangelsis- vistar á Litla-Hrauni fyrir afbrot sem framiö haföi veriö um þaö bil þremur árum áöur en dómur féll. Og nú kraföist dómsvaldiö þess aö dómurinn skyldi afplánaöur. Sex mánaöa vistá Litla-Hrauni + 2 1/2 skilorösb. Fjárhagurungu hjónanna var á þann veg aö skuldir voru á milli 8 og 10 milljónir gamalla króna I vaxtaaukalánum, og tvisýnt aö Ibúöin færi ekki á nauöungarupp- boð. Eiginkonan var barnshaf- andi af ööru barni þeirra og heim- ilislæknirinn úrskuröaöi aö fyrri fæöing heföi gengiö þaö erfiölega aö ekki kæmi til mála aö konan héldi áfram störfum meöan hún væri barnshafandi i annaö sinn. — Eiginmaöurinn vann til klukkan 11 á hverju kvöldi og aila laugar- daga, og keyröi þannig niöur skuldir sem safnast höföu saman frá fyrri árum. Og ekki nóg meö þaö: Þessi fyrrverandi afbrota- fangi annaöist verkstjórn i veik- indaforföllum atvinnurekanda. öll þessi störf fórust honum frá- bærlega úr hendi. Stjórn húsfé- lagsins I þeim stigagangi sem þessi ungu hjón bjuggu I, gáfu þeim meömæli fyrir frábærlega góöa umgengni á ölium sviöum. Ég leitaöi til dómsmálaráö- herra ásamt öörum þingmanni, baö um frest á afplánun og skýröi málavexti. Hann veitti honum mánaöarfrest til aö byrja meö. Mánaöarfrest! Þegar þessi mánuöur var út- runninn spuröi ég ráöherra aö þvi, hvort hann gæti ekki veitt þriggja vikna til mánaöarfrest til viöbótar, þvi þá myndi atvinnu- rekandinn aftur veröa kominn til starfa og taka viö verkstjórn. Dómsmálaráöherra treysti sér ekki til þess, vegna þess aö ein- hver Þorsteinn sem væri starfs- maður hjá honum, væri þvi and- vigur, og mér skildist aö allt dómskerfiö færi úr skoröum ef oröiö væri viö þessari bón. Næsta dag var þessi ungi maö- ur færöur I hegningarhúsiö viö Skólavöröustlg, og hann kvaddi samstarfsmenn sína, sem hann Meðalaldur afbrotamanna er nitján ár. Sú kaldranalega vist sem óhörðnuöum mönnum er búin I þess- um staö gerir engan mann betri. Þaö er ekki vanþörf á þvi aö Al- þingi kjósi þá nefnd sem tillagan gerir ráö fyrir, til aö kynna sér þessi erfiöu og vandasömu mál og framkvæmd þeirra, og gera til- lögur til úrbóta. Hin dauöa hönd núverandi hæstvirts dómsmála- ráðherra hef ég ekki trú á aö muni mikiö gera. Þaö þarf aö endurskoöa reglu- geröir og alla starfshætti I fang- elsum. — Engin reglugerö er til um hegningarhúsiö I Reykjavik, aöeins einhverjar húsreglur frá þvi um aldamót. Reglugerö um Litla-Hraun er löngu úrelt. Stjórn Litla-Hrauns tekur litinn þátt I rekstri þessa betrunarhúss og veit oft á tiöum sáralitiö um þaö sem þar fer fram. Þaö er óhjákvæmilegt aö hleypa þarna inn fersku lofti. Fyrrum dómsmálaráöherrar hafa flestir gert eitthvaö til bóta, og sumir allverulega, — en af- rekaskrá núverandi er fljótlesiö Plagg. Læknismeðferð 1 stað fangelsis Þaö væri mjög tii bóta ef þeim refsiföngum sem oröiö hafa áfengissýkinni aö bráö, væri gef- inn kostur á meöferö fyrir áfeng- is- og lyfjasjúklinga á viöur- kenndri meöferöarstofnun á borö við SAÁ. Staöreyndin er sú, að þeir áfengissjúklingar sem gera sér grein fyrir og ná tökum á sjúkdómi sínum, geta lifað full- komlega eölilegu lifi án áfnegis. En til þess þurfa þeir aö fá tæki- færi. Sllkt tækifæri má gefa þeim meö þvi aö yfirvöld bjóöi upp á meöferö af þvi tagi sem áöur er getiö, fyrir áfengis- og eiturlyfja- sjúklinga. Bjóöi upp á hjálp til aö halda sjúkdómnum i skefjum. Ég vil geta þess hér i þessu sambandi, aö ég mun innan skamms leggja fram hér á hæst- virtu Alþingi frumvarp um breyt- ingar á hegningarlögum, er varöa m.a. áfengislagabrot. Fangelsi bætir engan mann Þaö er nauösynlegt aö gera öfl- ugar ráöstafanir til aö gefa þeim ungu mönnum sem i fangelsum lenda, betri aöstööu til menntun- ar, og aö reyna á einhvern hátt aö halda þannig á þessum málum, aö fangelsi veröi til betrunar, en ekki þaö mannskemmandi spill- ingardýki sem þaö er nú, sem brýtur niöur unga menn sem þangað koma, þannig aö þaö veröi aö halda þeim gangandi á vanabindandi lyfjum. Er engan ráöstafanir hægt að gera til aö auka menntun þessara ungu manna? Af könnunum er ljóst aö verulegur fjöldi þeirra hefur ekki lokiö skyldunámi. — 011 reynsla úr nágrannalöndum sýnir aö fangavist og nám falla illa saman. Allt sem gert hefur veriö I þessum málum hafa fé- lagasamtökin Vernd beitt sér fyr- Framhald á 14. siöu haföi stjórnaö meö sóma undan- farnar vikur, þvi nú þyrfti hann aö fara i tukthús. 1 aö minnsta kosti hálfan mánuö var hann geymdur i hegningarhúsinu viö Skólavöröustig, vegna þess aö ekki var pláss á Litla-Hrauni. — En hann fékk pillur i hegningar- húsinu við Skólavöröustig, til aö bæta honum vinnutapiö og sefa óttann um konu sina barnshaf- andi. Eftir þtiggja mánaöa dvöl á Litla-Hrauni varö aö leysa hann úr haldi, eftir kröfu læknis, vegna þess aö hann var yfirkominn á taugum. Yfir veturinn stundaöi hann sjómennsku og um sumariö var hann I sæmilega tekjugóðri vinnu utanbæjar. En þessi Þorsteinn i ráöuneyt- inu vildi strax aö vori taka hann og koma honum til betrunar, — og þaö er nú reyndar dálitiö erfitt aö gera sér fulla grein fyrir þvi hvor sé ráöherrann, hæstvirtur Friö- jón Þóröarson eöa þessi Þor- steinn. — Dómsmálaráöherra féllst á aö biöa fram eftir sumri, enda fjárhagur fjölskyldunnar i algjöru kalda koli. Þrátt fyrir þaö lét þessi margumtalaöi Þorsteinn i ráöuneytinu handtaka unga manninn nokkrum sinnum yfir sumariö, jafnframt þvi sem hann lét hengja upp myndskreytta til- kynningu á veggi lögreglustöðv- arinnar i Reykjavik, þar sem þess var krafist aö maöurinn yröi handtekinn hvar sem i hann næð- ist. Réttlætinu fullnægt Þegar leiö á sumariö átti ungi maöurinn kost á plássi á einu aflasælasta loðnuskipi flotans. Tveir alþingismenn buöust til aö koma meö þennan mann á Skóla- vöröustig 9 tveimur dögum eftir aö loönuvertíö lyki. Fimmtiu manns voru um þetta skipspláss, en dómsmálaráöherra kaus betr- un á Litla-Hrauni. Viö, þessir tveir alþingismenn, héldum I fá- visku okkar aö þaö væri meiri betrun fólgin I þvi aö maöurinn væri viö fiskveiöar út i hafi, viö verömætasköpun jafnframt þvi sem hann bjargaöi fjölskyldu sinni frá endanlegu fjárhagslegu gjaldþroti. Og hvernig standa svo málin i dag, hjá þessum unga manni, sem áöur gekk refilstigu og villu vegarins, hætti áfengisneyslu og afbrotum, stofnaöi heimili og hef- ur fyrir tveimur börnum aö sjá? Form dóma varö honum hindr- un á áframhaldi eölilegs lifs. Fyr- ir röskri viku dvaldi hann á Litla-Hrauni, I einangrun, yfir- bugaöur maöur, — og ég tel alla framtiö hans og heilsu mjög tvi- sýna. Eiginkonan er undir læknis- hendi vegna taugaálags, ibúö þeirra er á uppboöi og skulda- drottnar krefjast gjaldþrots. En þegar þessi tillaga, sem hér er til umfjöllunar, haföi veriö lögö fram, skoraöi aöalfundur Vernd- ar á Alþingi aö samþykkja hana, og ástand þessara mála fór aö koma til umræöu I þáttum i rikis- útvarpinu. Ég haföi itrekaö bréf min til fullnustumatsnefndar um aö manni þessum yröi sleppt úr haldi vegna fjölskylduaöstæðna. — Þá skyndilega var honum sleppt úr haldi siöastliöinn föstu- dag, þótt þá væri nýbúiö aö til- kynna honum aö hann yröi i haldi út janúarmánuö, aö minnsta kosti. Ég gæti utan endi þuliö upp slikar sögur. Af nægu er aö taka og þvl miöur eru þaö yfirleitt harmsögur. En ég held aö þótt pislargöngur I dómsmálaráöu- neytiö séu margar, — og ekki efa ég aö beöiö sé um náöun fyrir hvern þann mann sem dæmdur er, — þá held ég aö þaö sé óhjá- kvæmilegt aö breyta þeim vél- rænu vinnubrögöum sem nú tiök- ast þar. Hér veröur aö taka upp mannleg vinnubrögö gagnvart mönnum sem beöiö hafa árum saman eftir dómi og búa viö ger- breyttar og betri aðstæður, fram- komu og hegöun. Fjallkóngasjón- armiöiö veröur aö vikja. Taliöer aöum 80% þeirra, sem hér er gert aö dveljast séu áfengis-og lyfjasjúklingar. Væri núekki nær aö þeir fengju viöhlitandi lækningu meina sinna á þartilgeröri stofnun I staö þess aö búa á bakviö riml- ana?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.