Þjóðviljinn - 02.12.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.12.1981, Blaðsíða 15
Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum fra lesendum Sigurgeir Sigurðsson ráöinn i hans stað. Mætur maður i verkstjóra- Sambúðar- erfiðleikar á Seltjamar- nesi Gegnum árin,sem núver- andi meirihluti Sjálfstæöisfl. litt breyttur, hefur ráðið með . núverandi bæjarstjóra i broddi fylkingar, hafa sam- felld sambúðarvandamál hrjáð þetta sveitarfélag, sam- búðarvandamál milli bæjar- stjórnar annarsvegar og starfsmanna sveitarfélagsins hinsvegar. Upphafið að vandanum var það, að mjög nýtur maður, er var sveitarstjóri,var af núver- andi meirihluta, hrakinn Ur starfi fyrir engar sakir og stöðu var hrakinn úr starfi. Tveir bæjarverkfræðingar hafa verið hraktir Ur starfi og hefur annar þeirra staðið i málaferlum við sveitarfélagið vegna þess. Ritari tónlistar- skólans var flæmdur Ur starfi. Tveir forstöðum«in félags- heimilisins voru hraktir úr starfi. Endalausar erjur hafa verið milli bæjarstjórnar og fólks þess er vinnur við ræst- ingu og gangavörslu i Val- húsaskóla um vinnutilhögun og kjör. Alls hafa þrjár for- stöðukonur barnaheimilinna ýmist verið hraktar úr starfi eða gert ófært að starfa, og nú kórónast allt með þvi aö allar fóstrur á hinu nýja barna- heimili, er tók til starfa s.l. haust, hafa sagt upp störfum og hætta fyrir áramót. Búast má við þvi að mörg fleiri leiöindarmál hafi komið upp en ekki orðiö opinber, vegna þess að fólk tjáir sig ógjarnan um slik mál. Þar semljóstviröist vera að einn maður aðallega veldur þessum sambúðarerf ið- leikum,hlýtur þaðað vera rök- rétt að taka þessi völd af honum (bæjarstjóranum) og fá einhverjum öðrum þau, ein- staklingi eða nefnd. Ef þetta næðist fram' mundi margt vinnast. Þau eilifu sambúðarvandamál milli stjómenda sveitarfélagsins og starfsmanna þess myndi að öllum likindum hverfa ásamt mörgum öðrum hnútum, er núverandi bæjarstjóri hefur ekki getað leyst. Ég er sannfærður um að ef þetta yrði gert myndi sá vandi sem fyrir hendi er leysast og allar þær fóstrur er sagt hafa upp störfum verða fúsar að taka aftur upp störf við barna- heimili bæjarins, en ekki tekin sú ákvöröun af hálfu bæjar- stjóra og bæjarstjórnar að ráða ófaglært fólk til þessara starfa, en það gaf bæjarstjóri i skyn á bæjarstjórnarfundi s.l. miðvikudag. H.E. Á Mokka. Ljósm. — gel. Þessa mynd sendi Laufey okkur. Hún er 7 ára og f innst skemmtilegast að teikna kisur og prinsessur. Barnahornid Leggðu krónu í annan lófa þinn, réttu síðan úr fingrunum, eins og sýnt er á myndinni, þannig að peningurinn liggur þarna alveg óvarinn. Síðan býður þú einhverj- um viðstöddum, að hann megi eiga peninginn, ef hann geti burstað hann af lófanum, með venju- legum fatabursta eða hárbursta. Hann má ekki þrýsta burstanum niður í lóf ann og ekki slá með honum á peninginn, heldur aðeins strjúka honum eftir lófanum á eðlilegan hátt. Sér til undrunar kemst hann að raun um, að hann getur ekki hreyft peninginn, hvernig sem hann „burstar" lófann. Miövikudagur 2. desember 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 BOLLA - BOLLA: Hressir krakkar í Árseli i þættinum i kvöld ætia þau Sólveig Halldórsdóttir og Eð- varð lngólfsson að kynna starfsemina i félagsmiðstöð- inni Arseli i Árbænum i Reykjavik. Þar eru hressir krakkar á ferð og heilmikiö starf. Þau Sóiveig og Eðvarð eru nú að safna efni fyrir jólin af fullum krafti og i kvöld fáum við dá- litið brot af afrakstrinum. 1 þættinum verða einnig hin- ir föstu liðir á dagskrá: fram- haldssagan, popplögin og maöur vikunnar. Útvarp kl. 20,40 Fræg mynd í kvöld ^ \ Sjónvarp kl. 18.30 Fólk að leik á Filipps- eyjum 1 sjónvarpi i dag er þáttur- inn Fólk að leik á dagskrá. Fjallar þessi þáttur um Filippseyjar. Filippseyjar er klasi meira en sjöþúsund eyja í Vestur- Kyrrahafi um það bil 700 mílur austur af Indónesiu- skaganum. Aöeins um 2500 eyjanna bera nöfn og 462 þeirra eru stærri en ein fer- mila. Stærsta eyjan heitir Luson og fiatarmál hennar er 68% af samanlögðu flatarmáli allra eyjanna. Meginhluti Filippseyja er hálendur og eru þar yfir tutt- ugu virk eldfjöll. Veðurlag er mjög mismunandi eftir eyj- um, á austurhlutanum rignir á öllum árstiðum en þó sérstak- lega á timabilinu frá október til april. A þessum tima er hins vegar þurrviðrasamt á vesturhluta eyjaklasans, ai á timabilinu frá april til októ- berrikja þar suðvestan vindar sem bera með sér mikla úr- komu. Vegna legu eyjanna þá byggja þær margir ætt- Markos forseti Filippseyja og kona hans. Þau ástunda bilifi, almúginn lýtur harðstjórn. flokkar fólks, en meginhluti þess telst til Malasiumanna. Aðalfæða eyjaskeggja er hris- grjón, sætar kartöflur, korn og sagogrjón. Hús i sveitum eru reist úr viði og bambus. A siðustu árum hefir rikt mikil harðstjórn á Filipps- eyjum. Markos forseti stjórnar þar með tilskipunum . NU um nokkurra ára skeið hefur skæruhernaður gegn stjórn Markosar verið stund- aður, en stjórnarherinn sýnir mikla hörku i viöureign sinni við skæruliða. En hvernig fólkið leikur sér þrátt fyrir þetta fáum við að sjá i sjón- varpsþættinum. ,,Cr skelinni” er hrifandi verk um getu vangefinna einstaklinga. Sjónvarp Tf kl. 22.20 1 kvöld sýnir sjónvarpið myndina Or skeiinni („Stepp- ing out), ástralska fræðslu- mynd um kennslu og þjálfun vangefinna. Myndin hefur unnið til verölauna og verið sýnd i mörgum löndum. Hér er á ferðinni einstæð mynd, sem óhætt er aö mæla með fyrir alla. Maðurinn á bak við myndina heitir Aldo Gennari og var svokallaður „art þerapisti” á heimili fyrir vangefna. A þessu heimili bjuggu fjörutiu vangefnir ein- staklingar og i nóvember áriö 1979 sté þetta fólk á sviöið i óperuhúsinu i Sydney i Ástra- liu. Fólk þetta hafði verið stimplaö sem vangefið og dvalið á stofnunum frá bernsku, en á þessari sýningu tókstþviaðná slikum tökum á áhorfendum,aö fáu verður við jafnað. Myndin segir sögu þessa atburðar — vonum og þrám þessara einstaklinga og umfram allt, mennsku þeirra, sem sumir neita að viður- kenna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.