Þjóðviljinn - 02.12.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.12.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikud0g»ir,2,. desember 1981. tslensku námsmennirnir dreifðu fjölriti og itrekuðu kröfuna um að tsland yrði hluti af kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Ljósm. —AI 70% norsku þjóðarinnar tekur undir kröfur hreyfingarinnar Nej til atomvápen. Hér má sjá upphaf göngunnar miklu i Osló. Ljósm. gel. Árni Þór Sigurðsson: Þeir sem sammála eru höndum saman Hr. ritstjóri! Ólafur Ragnar Grimsson al- þingismaður ritar grein í Morg- unblaðið þann 29. okt. sl. um úti- lokun Islands frá kjarnorku- vopnalausu svæði á Norðurlönd- um. 1 þeirri grein rekur hann nokkur rök þeirra forsvarsmanna ,,Nei til atomvaapen” hreyfing- arinnar sem vilja útiloka tsland frá kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Ekki verður sú röksemdafærsla aðalumræðuefni mitt að svo stöddu, heldur. sú at- hugasemd sem ritstjóri blaðsins lét fylgja. Af þvi tilefni vil ég benda á eftirfarandi atriði: 1. Sú fuUyrðing ritstjóra að her- stöðvaandstæðingum frá Islandi sé meinuð þátttaka i norsku hreyfingunni „Nei til atomvaap- en” er röng. islenskir herstöðva- andstæðingar hafa ekki sott um þátttöku i umræddri hreyfingu. Það kemur heldur hvergi fram i grein Ólafs R. Grimssonar að is- lenskum herstöðvaandstæðingum hafi verið meinuð þátttaka i norsku hreyfingunni, en ritstjóri Mbl. lætur einmitt að þvi liggja. Staðreyndin er sú, eins og fram kemur i grein Ó.R.G., að islensk- um námsmönnum i Osló var bannað að ganga i' fjöldagöngu hreyfingarinnar sunnudaginn 25. okt. sl., undir kjörorðinu: 1S- LAND ER HLUTI NORÐUR- LANDA — KJARNORKU- VOPNALAUST SVÆÐI A ÖLL- UM NORÐURLÖNDUM (Island er i Norden — Hele Norden som atomfri sone). Islenskir námsmenn i Osló eru ekki fulltrúar Samtaka her- stöðvaandstæðinga, jafnvel þó margir þeirra séu andstæðingar hers og NATO. Ritstjóri Mbl. tal- ar þvi' i' suður þegar aðrir tala i norður. Það skal hins vegar tekið fram, ritstjóra Mbl. til upplýsing- ar, að hvorki islenskum náms- mönnum né öðrum tslendingum er meinuð þátttaka i starfi hreyf- ingarinnar svo framarlega sem menn gangast inn á grundvöll hennar. Otilckun Islands frá kjarnorku- vopnalausu svæði á Nwðurlönd- um er þvi á engan hátt tengd Samtökum herstöðvaandstæð- inga eða kröfum þeirra um brott- fór hersins og úrsögn úr NATO. 2. Ritstjóri Mbl. heldur þvi fram að i raun séu aðeins her- stöðvaandstæðingar, einir Islend- inga, einangraðir á norrænum vettvangi. Þessiskoðun er hugar- fóstur ritstjórans og á ekki við nein rök að styðjast. Ef aðeins Samtök herstöðvaandstæðinga væru útilokuð frá norrænu sam- starfi um kjarnorkuvopnalaust svæði, en ekki Ólafur Jóhannes- son eða islenskir námsmenn, þá væri Island með i hugmyndum hinna Norðurlandanna. Hér er hinsvegar um miklu viðameira mál að ræða og má benda Mbl. á að þau svör sem ólafur Jóhann- esson fékk á fundi utanrikisráð- herra Norðurlanda i haust, er hann spurðist fyrir um þessi mál, voru svo loðin og óafgerandi að aðeins má draga af þeim eina ályktun. Norrænir ráðherrar vilja Uti- Arni Þór Sigurðsson. Opið bréf til ritstjóra Morg- unblaðsins um baráttuna gegn kjarnorku- vopnum « L Nató-hermenn gegn kjarnorkueldflaugum. Hér eru þeir i öllum hertygjum og standa fyrir skoðun sinni. Hundruð blaðaljósmyndara ljósmynduðu þá I æsingi. Alllr á móti kiamavopnum A fundinum i Bonn sem hald- inn var i október siðastliðnum voru samankomnir yfir 300 manns einsog sagt hefur verið frá i fréttum. Það hefur hins vegar átt i erfiðleikum með að komast til borgaralegra fjöl- miðla á Islandi hversu margir borgaralega þenkjandi á meginlandi Evrópu eru á móti kjarnorkuvopnavæöingunni i Evrópu. A áðurnefndum fundi i Bonn létu þeir á sér bera, sem ■ manni dytti sist i hug hér uppá I kölduskeri. Ljósmyndirnar sem I hérfylgja birtust i danska viku- J blaðinu Köbenhavn fyrir ■ skemmstu. —óg I Meira að segja Nató-hermenn loka Island en dauðskammast sin fyrir það. Það eru nefnilega þeir (og „Nei til atomvaapen” hreyfingarnar) sem halda þvi fram að Island sé svo nátengt kjarnorkuvopnakerfi Bandarikjanna og NATO að ekki sé ráðlegt að hafa Island með ,,i förste omgang” eins og komist er að orði 3. Varðandi Island sérstaklega tekur ritstjóri fram að blaðið hafi lýst yfir stuöningi við stefnu stjómvalda i kjarnorkumálum, „...auk þess sem blaðið hefur lagt sig fram um að hreinsa land og þjóð af þeim áburði herstöðva- andstæðinga, að hér á landi séu kjarnorkuvopn.” Það er ánægjulegt að Mbl. lýsi sig andvigt kjarnorkuvopnum og staðsetningu þeirra á Islandi. Hitt ersvo annað mál að Mbl. verður að gera sér grein fyrir að þó stór- veldi gefi út yfirlýsingu um að á tilteknum stað séu ekki kjarn- orkuvopn, þá er ekki þar með sagt að svosé.Ogþó ráðherrar og utanrikismálanefndir spásséri um völlinn, fari i ,,fela hlut” og finni engin kjarnorkuvopn, þá er heldur ekki þar með sagt að kjarnorkuvopnin séu ekki til stað- ar. Hvernig geta aðilar sem hafa taki enga þekkingu i kjarnorkuvopn- um, hafa aldrei séð þau (þvi þau hafa aldrei verið á íslandi!!) sagt til um hvort þau leynist i ein- hverju skúmaskoti Vallarins. Auðvitað á Mbl. að taka höndum saman við herstöðvaandstæðinga og krefjast þess að fenginn verði erlendur, hlutlaus og viðurkennd- ur aðili til að skera úr um hvort kjarnorkuvopn séu á Keflavikur- flugvelli. 4. Ritstjóri Morgunblaðsins segir: ,,...og þar er hver sjálfum sér næstur, og auðvitað geta Islend- ingar ekki vænst þess, að aðrir en þeirsjálfir haldi málstað þeirra á lofti.Til þess gefstkjörið tækifæri á utanri'kisráðherrafundum Norðurlanda...” Auðvitað er það svo að við get- um ekki vænst þess að aðrir taki okkar málstað upp og haldi hon- um á lofti. En þá þýðir heldur ekki fyrir íslendinga að sitja inni á si'num rassi, menn verða að fara ,,út á meðal f jöldans” kynna og berjast fyrir sinum málstað. Þetta ættiMbl.og lesendur þess að hafa hugfast. Varðandi það að fundur utan- rikisráðherra Norðurlanda sé kjörinn vettvangur til þessa, vil ég segja: Utanrikisráðherra fær engu áorkað ef hann hefur ekki á bak við sig hreyfingu eins og á hinum Norðurlöndunum. Þess vegna er nauðsynlegt að á tslandi fariafstað hreyfing sem vinniað því að Island verði með i hug- myndinni um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum frá upphafi. I þeim tilgangi getur Mbl. haft mikil áhrif, sem og Sam tök hers töðvaands tæð inga. Það er kominn timi til að íslend- ingar láti af þeim barnaskap að geta aldrei tekið höndum saman við andstæðinga sina ístjórnmál- um. Séu menn sammála um að berjasl gegn kjarnorkuvopnum og fyrir kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum (sem einnig nái yfir Island) þá eiga Samtök herstöðvaandstæðinga, Morgunblaðið og öll þau félög, samtök og einstaklingar hvar i flokki sem þau standa að taka höndum saman um að hrinda þessu sameiginlega áhugamáli i framkvæmd. Ég er sannfærður um að það stendur hvorki á Sam- tökum herstöðvaandstæðinga né Ólafi Ragnari Grimssyni að vinna með Morgunblaðinu að þessu verkefni. Spurningin er hins veg- ar hvort Mbl. vill hætta að snúa út úr öllu þvi er virkilegt áhuga- fólk um afvopnun stórveldanna segir og skrifar, og berjast fyrir þvi sem blaðið segistvilja. Osló 7. nóvem ber 1981 Arni ÞórSigurðsson stud.oecon.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.