Þjóðviljinn - 02.12.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.12.1981, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. desember 1981. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Akureyri Fundur um stefnumótun i fjölskyldumálum veröur haldinn i Lárusarhúsi miðvikudaginn 2. desember kl. 20.30. Að þessu sinni verður fjallað um dagvistun og skólamál. Allt áhugafólk velkomið, fjöl- mennið og takið þátt i skemmtilegu starfi. Alþýðubandalagið á Akranesi Fundur veröur i Rein fimmtudagskvöldið 3. desember kl. 20.30. Dagskrá: 1. UndirbUningur forvals og framboðsmál 2. Kjör uppstillingarnefndar 3. önnur mál. Stjórnin. Alþýðubandalag Borgarness og nærsveita: Félagsfundur verður haldinn föstudaginn 4. desember kl. 20.00 að KveldUlfsgötu 25. Fundarefni: 1. Fréttir af flokksráðsfundi. 2. Kynming á drögum að sam komulagi um sameiginlegt prófkjör stjornmálaflokkanna vegna sveitarstjórnarkosninganna. 3. önnur mdl. — Mætið vel og stundvis- lega! — Stjórnin. Alþýðubandalagsfólk Akureyri! Félagsfundur laugardaginn 5. des. klukkan 15.30 i LárusarhUsi. Fjallað um forval til bæjarstjórnar og fleira. Stjórnin Egilsstaöir — Reyöarfjöröur — Eskifjöröur: Almennir fundir Hjörleifur Guttormsson, iönaðarráðherra, hefur framsögu um orku- og iðnaðarmá) á al- mennum fundum sem hér segir: Egilsstöðum, Valaskjálf, laugardaginn 5. desember kl. 14. Reyðarfirði.Félagslundi, sunnudag 6. desember kl. 13. Eskifiröi, Valhöll, sunnudag 6. desember kl. 16.30. Einnig koma á fundina Helgi Seljan og Sveinn Jónsson. Allir velkomnir. Alþýöubandalagiö. Hjörleifur. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins i Suðurlandskjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi verðurhaldinn i ölfusborgum um helgina 5.—6. desember n.k. Fundur- inn verður settur kl. 13.30 laugardaginn 5. desember. — Stjórn kjör- dæmisráösins. Innheimta félagsgjalda Alþýðubandalagsfélagar i Reykjavik! LjUkið greiðslu félagsgjalda fyrir árið 1981 fyrir áramót. — Stjórn ABR. Til innheimtumanna Happdrættis Þjóðviljans i Reykjavík. NU eru siðustu forvöð aö gera skil i happdrætti Þjóðviljans. Hafið sam- band við skrifstofu félagsins og athugið, hverjir hafa borgað á skrif- stofunni — þaðsparar sporin. 1 dag verður opið til kl. 19.30 og simarnir eru 17500 tilkl. 17.00 og 17.504 frákl. 17.00—19.30. Gátubók Út er komin hjá bókaútgáfunni Vöku bók, sem ber nafnið 444 GÁTUR. HUn er eins og nafnið gefur til kynna uppfull af gátum og þrautum sem ætlaðar eru bömum og unglingum. Gátubókin er ættuð frá Politik- en-forlaginu í Ðanmörku, en Sig- urveig Jónsdóttir, fréttamaður, hefur þýtt bókina og staðfært þannig að hún henti islenskum lesendum. A bókarkápu segir meöal ann- ars: Þessi bok hentarhvarsemer og efni hennar lifgar alls staðar upp á tilveruna. Hún er tilvalin heima eða i skólanum, i bflnum eða sumarbústaðnum, i garðinum eða á ferðalaginu. 444 GATUR er ekki eingöngu bók til þess að lesa, heldur er hún af hálfu útgefenda hugsuð sem gottinnlegg i leiki barna og ungl- inga og getiþannigorðið hvatning til þroskandi keppni i þeirra hópi. Tíugátureru birtar i hverri opnu bókarinnar og svör við þeim neð- anmáls. • Blikkiðjan Asgaröi 7. Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboð SIMI 53468 fþróttir Framhald af bls. 11. 5. desember: ísland — llolland 6. desember: ísland —Sovét- rikin Komist fslendingar i sterkari milliriðilinn, þ.e. þann sem leikur um efstu sætin lenda þeir með tveim liðum Ur D-riðli, en þar bit- ast um sætin tvö, Sviar, Frakkar og V-Þjóðverjar. Argentinumenn eru einnig með i' D-riðli en þykja eigi liklegir til afreka. Þess má geta að Urslitin Ur undanrásunum gildai milliriðli. Leikirnir tveir i milliriðli fara fram dagana 8—10 desember en 12 og 13 desember verður svo leikiö um lokaniðurstööuna allt frá 1. til 16 sætis. Efstu liðin i milliriðlunum leika til Urslita, lið nr. 2 og 3. sætiö og þannig koll af kolli. tslensku leikmennirnir sem þátt taka f keppninni eru þessir: Markveröir: Sverrir Kristinsson, FH. Gísli F. Bjarnason, KR. Sig- mar Þ. Óskarsson, Þór. Aörir leikmenn: Þorgils Ó. Mathisen, FH. Brynjar Harðarson, Val. Valgarð Valgarðsson, FH. Guð- mundur Guðmundsson, Víking. Gunnar Gunnarsson, Þrótti. Gunnar Gislason, KR. Dagur Jónasson, Fram. Brynjar Stef- ánsson, 1R Páll ölafsson, Þrótt. Ragnar Hermannsson, KR. Kristján Arason, FH. Erlendur Daviðsson, Þór Heimir Karlsson, Viking. Furðuleg skrif Framhald af bls. 3 honum, en mér sýnist hann fyrst og fremst vera gerður i þeim til- gangi að rifja upp þær miklu deil- ur sem kaup vagnanna ollu á sin- um tima. Slikt getur alls ekki tal- ist jákvætt fyrir starfsemi Stræt- isvagna Reykjavikur. Þarna er- um við komin með þrjá ódýra til- raunavagna og ég sé enga ástæðu til þess að dæma þá óhæfa á þessu stigi málsins, sagði GuðrUn AgUstsdóttir að lokum. -ðlg. Prófkjör Framhald af 16. siðu. Einungis ein kona, Ingibjörg Rafnar, náði öruggu sæti, en hún varð fimmta i röðinni, og náði bindandi kosningu. Næsta kona varð i tiunda sæti, sú þriðja L tólfta. Meðal þeirra sem ekki náðu 12 efstu sætunum, en tölur hafa ekki verið birtar um fleiri, eru Margrét S. Einarsdóttir og Erna Ragnarsdóttir sem starfað hafa i borgarstjórnarflokki Sjálf- stæðisflokksins á yfirstandandi kjörtimabili, Anders Hansen blaðamaður á Morgunblaðinu og JUlius Hafstein formaður Hand- knattleikssambands tslands og Sveinn Björnsson forseti íþrótta- sambands Islands. —ekh Opna Framhald af bls. 9. ir, bæöi komið á stofn heimilum fyrir fanga sem lokið hafa afplán- un, og i menntunarmálum þeirra. — Það er hart til þess að vita að skólastjórar skuli þurfa að beita hörku til að fangar fái að taka próf i skólum hjá þeim. — Ég full- yrði, að margir þessara fanga eru fúsir til menntunar, ef tækifæri og aðstaða gæfust. Við skulum muna að það er fátt dýrara þjóöfélaginu en að ala fjölda ungra manna upp i fangelsum. Það þarf að athuga með fanga- veröina. Þar eru fjölmargir góöir og gegnir menn, sem ekki mega vamm sitt vita og starfa viö erfið- ar aöstæöur. En I þessum störfum eru lika menn sem ættu aldrei nærri föngum að koma. Þjóðviljinn Askriftarverð Þjóöviljans verður frá 1. desember kr. 100 á mánuði. Lausasöluverö verður kr. 6.00 pr. eintak, en Sunnudagsblaöiö kostar kr. 9.00 pr. eintak. Grunnverð auglýsinga veröur kr. 60.00 pr. dálk- sentimetra. Ég vil minna á reynsluna af fangelsisrefsingunni, og ég vil minna á þau ummæli forstöðu- manns Litla-Hrauns, aö hann viti ekki um nokkurn mann sem orðið hafi betri maöur á fangelsisvist. Ég skal fyrstur manna viöur- kenna aö þessi mál eru ákaflega vandmeöfarin og vandasöm og vonbrigöi eru fylginautar þeirra. Ég skal líka viðurkenna að ýmis óhæfuverk, — og jafnvel nfðings- verk, — veröur erfitt aö afnema fangavist við. En ég vil leggja áherslu á að ég held að það sé hægt aö fækka i fangelsum, ég held þaö eigi ekki að dæma þessa ungu menn sem lent hafa á refil- stigum eins titt i fangelsi og gert hefur verið. Þaö er skoðun min að breyta þurfi lögum þannig, að þegar ungt fólk á i hlut, þá verði dómur- um gert skylt að afla sér stað- góðra upplýsinga um persónuleg- ar og uppeldislegar aðstæöur þeirra sem i hlut eiga, og auka skilorösbundna dóma frá þvi sem nú tiðkast. Einnig þyrfti að efla Skiloröseftirlit rikisins og gera þvi fært aö auka eftirlit og aðstoð við þettta ólánssama fólk. Þá væri athugandi að fela viöur- kenndum mönnum umsjónarað- ild með viökomandi ungmenni i ákveðinn tima, og fleiri leiðir mætti athuga. — Færibandadóm- ar sem senda ungt fólk til Litla-Hrauns-dvalar, eru ekki til velfarnaðar. Getum lagt fangelsin niður Að snúa lykli I skrá og gefa manni pillu er oft það auðveld- asta, en sjaldan þaö farsælasta. Skiloröseftirlit rikisins vinnur gott starf, en öxin og jörðin geyma best Fullnustumatsnefnd dómsmálaráðuneytisins. Herra forseti. Ég skal fara að ljdka máli minu, en á þó margt ósagt. Ég skal viðurkenna að fikniefnaflóð- iðsem hrjáir nágrannalönd okkar og er að steypast yfir okkur, skapar gifurlegan vanda. En ég er sannfærður um að nefnd, þar sem allir stjórnmálaflokkarnir ættu fulltrúa, þar sem félagasam- tökin Vernd ættu einnig fulltrUa, og dómsmálaráðuneytið for- manninn, myndi án efa skila mörgum athyglisveröum tillög- um. Fangelsismál hjá okkur eru i það slæmu ástandi, að Alþingi getur ekki horft lengur aögerðar- laust þar á. Ég hef þá trú að vegna margs konar sérstöðu okk- ar þjóðfélags höfum við Islend- ingar möguleika á að leggja að mestu niður fangelsi. En til þess þarf mikið átak, — frjóa hugsun og ný, jakvæö úrræði, þar sem hagnýtt sé það besta frá öðrum löndum, en forðast það sem versta raun hefur gefið erlendis. Þrátt fyrir allt skapar fámennið okkur þennan möguleika. Ég skal viðurkenna að þessi vandi er ekki sök núverandi hæst- virts dómsmálaráöherra en — ég saka hann um úrræðaleysi og ég saka hann um sljóa og dauða em- bættismennsku, sem gengur van- ans veg og er þræll bókstafsins og núverandi kerfis. — En ég hef þá trú að meirihluti háttvirtra al- þingismanna vilji þarna leggja hönd á plóginn til nýrra úrræða og nýrra vinnubragöa, sem hefjist á nefndarstarfi sem alþingismenn fari sjálfir I. Herra forseti. Ég hef lokið máli minu. NATO Framhald af 6. siðu. , sér fjárhagsgrundvöll banda- risku verkalýðshreyfingarinn- ar. Liklega hefur það átt að sýna fram á frjálslyndi USICA i slik- um boðum, en það svaraði ekki spurningu Þjóðviljans um mál- iö. Loðin svör um „aðrar ferðir” Um aðrar ferðir sem USICA kæmi nálægt eða hefði milli- göngu um sagði Thomas Martin að hann vildi flokka þær undir „fyrirgreiðslu” við hópa sem vildu kynnast sérstökum svið- um bandariskrar reynslu og amerisks lifsstils. „Við pöntum fyrir þessa hópa og greiðum fyrir þeim, og þarna hefur verið um að ræða skólastjóra, hóp af verkalýðsleiðtogum (Sjálfstæð- isflokksins athugs. Þjv.), stúd- enta, iðnrekendur o.s.frv. Þess- ir hópar greiða venjulega fyrir sig sjálfir, og það er okkar verk að aðstoða þá, og auðvitað ýta undir ferðalög til Bandarikj- anna.” Þetta verður að teljast loðið svar, svo ekki sé meira sagt, og gengur ekki fram af þvi hvort Bandarikjamenn hafa borgað fyrir verkalýðsleiðtoga Sjálfstæðisflokksins, fulltrúa á öryggismálaráðstefnu i Tromsö o.s.frv. Enn neitun Fleira barst i tal á fundi Þjóð- viljans með forstöðumanni USICA, en það verður ekki ti- undað að sinni. Niðurstaðan varð sú að ekkert yfirlit er að hafa þaðan um ferðir Islendinga á vegum USICA siðustu 5-6 ár, þrátt fyrir yfirlýsingar um að „ekkertsé að fela” og að enginn þurfi að skammast sin fyrir slikar ferðir. En i lokin er rétt að geta þess, að Þjóðviljinn fór þess á leit að fá afrit af Islands- áætlunum USICA sl. 5-6 ár, en fékk enn neitun. Þegar vitnað var til þess að Arni Gunnarsson alþingismaður og Magnús Guð- mundsson f réttastofustjóri hefðu fengið slik afrit, var svar- ið, að þeir hefðu ekki fengið það frá Menningarstofnun Banda- rikjanna. Einar Karl Afgreidum einangrunar plast a Stór Reykjavikur, svœðió frá mánudegi föstudags. Afhendum vöruna á byggingarst viöskipta 4 mönnum að kostnaðar lausu. Hagkvœmt verð og greiðsJuskií máfar við flestra hœfi. einangrunat ^^■plasttð Aftrar framteiö&luvorur __ pipueinangrun "Sog skruftH/tar Bofgarneiil iimí9i rm kvöld og hctgammi 93 7355 ffl FREEPORTKLÚBBURINN heldur fund í safnaðarheimili Bústáða- kirkju fimmtudaginn 3. desember nk. Gestur fundarins og frummælandi verður Ólafur Ólafsson landlæknir. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.