Þjóðviljinn - 04.12.1981, Síða 3
, Föstudaguj 4. desember ,1981. ÞJópyHvJIIVN — SIÐA 3
Hugmyndasamkeppni um Suður-Mjódd:
Nýtt íþrótta-
og leiksvæði
150 þúsund kr. í verðlaun
Opnunartími
verslana
í desember veröa verslanir
opnar framyfirvenjulegan versl-
unartímasem hér segir: Laugar-
daginn 5. desember til kl. 16.
laugardaginn 12. desember til kl.
18, laugardaginn 19. desember til
kl 22. Á Þorlaksmessu verða
verslanir að vanda opnar til kl.
23, og á aðfangadag og gamlars-
dag til kl. 12 á hádegi.
Gefa lýsi
og fatnað
Stjórn Rauða Kross Islands
hefur ákveðið aö festa kaup á is-
lensku þorskalýsi til þess aö
senda til Póllands. Þegar hefur
verið gengið frá kaupum á 13 lest-
um af lýsi fyrir 150 þúsund krón-
ur, sem greiddar verða úr Hjálp-
arsjóði RKl, og eftir áramót er
gert ráö fyrir, að keypt verði
sama magn i samvinnu við rikis-
stjórnina, þannig að alls verði
unnt að senda 26 lestir af lýsi til
Póllands að verðmæti alls 300
tms. kr. Stjórn Rauða Kross Is-
ands hefur að undanförnu fjallað
um aðstoð við Pólland og á vegum
RKl var safnað itarlegum upp-
lýsingum um þarfir Pólverja, al-
mennt efnahagsástand i landinu
og skort á nauðsynjavörum.
Á grundvelli þessara kannana,
og i samvinnu við Pólska Rauða
Krossinn var ákveðið að kaupa
lýsi, sem ætlað er fyrst og fremst
skólabörnum I Póllandi og er ætl-
unin að skipuleggja lýsisgjafir i
skólunum likt og gert var hér á
landi fyrir u.þ.b. þrjátiu árum.
Fulltrúar Rauða Kross tslands
áttu fyrir skömmu viðræöur við
formann og framkvæmdastjóra
Pólska Rauða Krossins, og voru
þær viðræður framhald af upplýs-
ingasöfnun RKI um ástandið i
Póllandi. Þá varð samkomulag
um, aö Pólski Rauöi Krossinn
annaöist dreifingu lýsisgjafanna
og skipulegði i skólum landsins,
og veröur það gert i samráði viö
Rauða Kross tslands.
Þá hefur RKl borist frá Pólar-
prjón h.f. á Blönduósi höfðingleg
gjöf, þ.e. ullarpeysur i barna- og
unglingastærðum, og verður fatn-
aður þessi sendur til Póllands og
hefur RKI óskað eftir þvi við
Pólska Rauða Krossinn, að peys-
urnar verði fyrst og fremst gefn-
ar fötluðum börnum.
Reykjavikurborg hefur ákveðið
að efna til hugmyndasamkeppni
um skipulag svokallaðrar Suður-
Mjóddar, I Beiðholti, sem af-
markast af Breiðholtsbraut að
norðan, Stekkjarbakka og Selja-
hverfi að austan og sunnan og af
fyrirhugaðri framlengingu
Reykjanesbrautar aö vestan. I
framtiðinni er áætlað að þetta
svæði verði annað helsta iþrótta-
og útivistarsvæði Reykvikinga,
næst á eftir Laugardal.
Markmið samkeppninnar er að
fá fram tillögur aö skipulagi
svæöisins þar sem lögð verði
áhersla á tengsl milli hinna ýmsu
iþróttagreina jafnt fyrir keppnis-
iþróttir og áhugamannaiþróttir.
Einnig er ætlast til að tillögurnar
sýni á hvern hátt má nýta svæðið
til samveru og dægrastyttingar
fyrir þá sem standa utan skipu-
lags Iþróttastarfs. Auk mann-
virkja til Iþtóttaiðkana er þvi
reiknað með að á svæðinu verði
t.d. leikvellir, kaffistofa, heitir
pottar og aðstaða fyrir skokkara
og þar mætti koma fyrir skvamp-
laug, þ.e. úti- eða innilaug md>
heitu vatni o.fl.
Keppendum eru gefnar frjálsar
hendur um það að hve miklu leyti
ssi starfsemi öll verður undir
ki. Þó er ætlast til að á svæöinu
veröi keppnisvöllur fyrir fótbolta
ásamt áhorfendasvæði og iþrótta-
hús sem nýtist vel hinum ýmsu
iþróttagreinum en einnig fjölda-
samkomum svo sem mjög fjöl-
mennum fundum og hljómleika-
haldi.
Iþróttafélagi Reykjavíkur, IR
hefur þegar veriö ætlaöur hluti
þessa svæöisfyrir sina starfsemi.
Rétttil þátttöku i samkeppninni
hafa allir félagsmenn i Arkitekta-
félagi Islands, svo og nemendur á
seinni hluta arkitektúrnárric
Heildarupphæð verðlauna er 150
þúsund krónur og er dómnefnd
auk þess heimiltað kaupa tillögur
fyrir aDt að kr. 40 þúsund.
Trúnaöarmaður dómnefndar er
Þórhallur Þórhallsson, As-
mundarsal, Freyjugötu 41, en
skilafrestur er þriðjudagurinn 9.
febrúar 1982 kl. 18.
Lesið þetta
HÚS MÁLARANS
óborganleg lífstjáning
Jóns Engilberts er komin
í bókabúðir um allt land
Það er á almannavitorði að Hús málarans fjörgar
karla og konurtii sálarinnar svo um munar. Bókin er þvi
kjörin gjafabók. Konur gefa körlum — og karlar konum.
Þeir sem gerst ættu að vita fullyrða að bókin sé mun
endingarbetri afþreying en göfugustu vin — og ódýrari.
Það er og mál mætra manna að bókin sé ómissandi í
hverju heimilisbókasafni.
Hvorki upplag né verð bókarinnar er miðað við að
standa straumaf auglýsingafári—sem alla er aðdrepa.
Forlagið fellir því tjaldið við svo búið í trausti á heil-
brigða skynsemi, ergo: kaupi maður góðan hlut, þá láti
hann það berast, þannig að maður segi manni.
Fríða Á. Sigurðardóttir:
SÓLIN OG SKUGGINN
Fyreta bók Friðu, smásagnasafnlð
„Þetta er ekkert alvarlegt”, sem út kom
í fyrra, vakti almenna athygli og umtal
bókamanna. Sólin og skugginn er fyrsta
skáldsaga hennar og munu bókamenn
ekki síóur fagna útgáfu hennar. Sagan
er þrungin áhrifamagni, snertir og eggj-
ar og er rituó á óvenju fögru og auóugu
máli. Þetta er saga um frelsi og helsi
mannsins, lífsástina og dauAann, saga
af fólki, grímum þess, brynjum og vopn-
um, — hún er saga mín og þín. Sóiin og
skugginn er bókmenntaviAburAur.
Jökull Jakobsson: SKILABOÐ TIL SÖNDRU
Jökull Jakobsson hafAi gengiA frá hand-
ríti þessarar bókar aóeins fáum mánuA-
um fyrír lát sitt. Sagan speglar alla
beztu eiginleika hans sem rithöfundar,
frásögnin er lipur og lifandi, stór-
skemmtileg og bráðfyndin, en undir
niðri skynjar lesandinn alvöru lífsins,
vandamál samtímans.
Meinfyndnarí og háðskarí bók er ekki á
bókamarkaði í ár. AAdáendur Jökuls
Jakobssonar eru svo sannarlega ekki
sviknir af þessarí síðustu bók hans. Hún
leiftrar af frásagnargleði og fjöri.
SKUGGSJÁ
BÓKABÚD OUVERS STEINS SE
SKUGGSJÁ
BÓKABÚD OUVERS STEINS SF