Þjóðviljinn - 04.12.1981, Page 5
Lög og textar
Böðvars G.
Mál og menning hefur sent frá
sér hljómplötu meö lögum og
textum Böövars Guömundssonar
og syngur hann sjálfur lögin á
plötunni, sem hefur fengiö nafniö
ÞAÐ ER ENGIN ÞÖRF AÐ
KVARTA.
Aö langmestu leyti eru þetta
nýir söngvar af fjölbreyttu tagi.
Hér er bæöi aö finna baráttu- og
ádeilusöngva, nýstárlegar sögu-
skýringar, náttúrstemmningar,
erfiljóö og vögguljóö. Leikiö er
undir á hin fjölbreyttustu hljóö-
færi af fjölda hljóöfæraleikara. A
kápu gerir Böövar Guömundsson
grein fyrir tilurö textanna, en
þeir fylgja meö plötunni á sér-
stöku blaöi.
Einar Einarsson stjórnaöi upp-
tökunni og sá um hljóöblöndun á-
samt Sigurði Rúnari Jónssyni.
Upptöku önnuöust Guömundur
Arnason, Guömundur Ragnar
Guðmundsson og Siguröur Rúnar
Jónsson.
Hlíam Heinesm
Sögusafn eft-
ir William
Heinesen
Kvennagullið i grútarbræðsl-
unni heitir smásagnasafniö eftir
William Heinesen sem kemur út
hjá Máli og menningu i ár í þýð-
ingu Þorgeirs Þorgeirssonar, rit-
höfundar. Kvennagullið i Grútar-
bræðslunni er fimmta verk
Heinesens sem kemur út hjá Máli
og menningu i þýðingu Þorgeirs
Þorgeirssonar, en áður eru
komnar bækurnar: Turninn á
heimsenda 1977, Fjandinn hleyp-
ur í Gamali'el 1978, 1 morgunkul-
inu 1979 og Þaö á aö dansa 1980.
Textinn á bókarkápu er tekinn
Ur sögu þeirri sem bókin hefur
faigið nafn af:
Möltubúinn var dáinn fimm ár-
um áöur en ég fæddist og ég
kynntisthonum ekki fyrr en hann
var orðinn draugur. Þegar grút-
arbræðslan stóö dimm og kulnuö
á tunglskdnsbjörtum vetrarkvöld-
um úti á hrjóstrugum tanganum
mátti sjá glóra i fésiö á honum
bakviö gluggaboru efst á þeim
veggnum sem uppi landiö snéri.
Væri heppnin meö gat maöur Ifka
heyrt hann syngja og spila undir á
sitar...
Sagan um þennan dularfulla,
útlenda flagara eins og hann birt-
isti þjóðsögum og samtimaheim-
ildum er lengsta saga bókarinnar
sem auk þess hefur að geyma
nokkrar aörar af þekktustu smá-
sögum þessa færeysku meistara:
Tunglskin yfir Hóreb, Hnifinn,
Dódu, Dansarakvæðið um Tvi-
Simon og Keldu-Köllu o.fl.
Myndimar i bokinni og kápu-
teikning eru eftir Zacharias
Heinesen, son skáldsins.
Föstudagur 4. desember 1981. ÞJÖÐVILJflNN — StÐA 5
j Stjórnarkreppa
j eftir kosningar:
Belgia er eitt af minnstu rikj-
um Evrópu, en þó i meiri hættu
en nokkurt annaö á aö spundr-
ast i tvennt. Flæmingjar, sem
tala samasem hollensku, og
Vallónar, sem tala frönsku,
hafa ekki komið sambúöarmál-
um sinum i viöunandi horf þrátt
fyrir 150 ára veru i sama rfki.
Og eins og aö likum lætur er þaö
ekki einungis hin eilifa deila
Belga um notkun tungu-
málanna tveggja sem heröir á
pólitiskum hnútum, heldur og
misræmi i efnahagslegri þróun:
Flandern i noröri hefur
blómstraö undanfarna áratugi
meöan Vaiiónia, þar sem iön-
væöing hófst á sinum tima, hef-
ur mjög átt I vök aö verjast.
Eyskens fráfarandi forsætisráðherra, og atvinnuiausir verkamenn f mótmælagöngu I BrQssel.
Er Belgia endanlega aðj
sundrast í tvö ríki?
Stjórn Eyskens féll i
september, og nú fyrir tveim
vikum fóru fram kosningar i
landinu. Þær leystu engan
vanda. Kristilegir demókratar,
sem viö belgiskar aðstæöur eru
einskonar miðjuafl, og hafa
lengst allra flokka veriö viö
völd, biðu verulegan ósigur —
héldu aöeins 61 þingsæti af 82
sem þeir höfðu á 212 manna
þingi. Hinn ihaldssami Frjáls-
lyndi flokkur — eða flokkar,
bætti hinsvegar við sig fimmtán
þingsætum og fékk alls 52. Og i
þeim straumi sem lá frá miöju
tókstSósialistum einnig aö bæta
við sig fylgi, ekki sist út á al-
menna óánægju Vallóna —
fengu þeir 61 þingsæti. Þar með
hafa myndast á belgiska þing-
inu þrjár nokkuð jafnstórar
fylkingar. Ekki minnkar það
vandann, að Volksunie, flæmsk-
ur þjóðernissinnaflokkur, er i
mikilli sókn og hefur aukiö tölu
þingsæta sinna úr 14 i 20.
Vandi og lausnir.
Sem fyrr segir kynda efna-
hagsleg vandamál undir hinn
heföbundna þjóðarig. Atvinnu-
leysið er nú 12,5% og gerist ekki
meira i öðrum plássum Efna-
hagsbandalagsins. Verksmiðjur
fara á höfuðiö hver af annarri
(21 varð gjaldþrota i október).
Rikisskuldir hafa vaxið með
feiknahraða, eða um sem svar-
ar 54 miljónum dollara á dag:
má vera að lánstraust Belga sé
á þrotum.
Frjálslyndir og Kristilegir,
sem báðir eiga sin höfuðvigi i
Flandern, boða niðurskurö
rikisútgjalda og harða peninga-
pólitik sem ráö gegn verðbólgu.
Sósialistar, sem eiga sitt vigi
meðal Vallóna, vilja hinsvegar
aö sköpun nýrra atvinnutæki-
færa hafi algjöran forgang. Það
var ágreiningur af þessu tagi
sem klauf stjórn Eyskens i
heröar niður: hún haföi gert
áætlun um að hressa við hinn
lasburða stáliönað i Vallóniu
með hagræðingu, sem hefði um
leið kostað marga verkamenn
vinnuna. Og þessi ágreiningur
mun að likindum gera það mjög
erfittað berja saman nýja rikis-
stjórn.
Aðskilnaðarstefna?
Það sýnist liggja i augum uppi
að mynda samsteypustjórn
Kristilegra og Frjálslyndra,
enda hafa þessir flokkar um
margt svipuð viðhorf til efna-
hagsmála. En sú blökk hefði
ekki nema sjö sæta meirihluta á
þingi, og hún gæti átt i erfiðleik-
um með verkalýðsfrömuði
Kristilegra, sem hafa litlar
mætur á Thatchertilhneigingum
Frjálslyndra. Tilaðstyrkja sig i
sessi væri borgarstjórn likleg til
að semja við flæmska þjóð-
ernissinna — en þeir munu svo
aldrei sætta sig við að rikið sé að
styðja við bakið á lasburða iðn-
aöi i Vallóniu.
Og ef þessháttar samstarf
tækist, ef stjórnin veröur mjög
einhliða höll undir bæði hags-
muni hægrisinna og hagsmuni
Flandern, þá mun Sósialistum i
Vallóniu og frönskumælandi
kjósendum þeirra þykja meir en
nóg komið. 1 kosningaslagnum
bar meira á vallónskri aöskiln-
aöarstefnu en áöur og ekki þarf
mikið til, að sá neisti verði að
þvi báli sem endanlega sundraði
Belgiu.
Sessunautar Belga i Nató hafa
áhyggjur af þvi sem þeir kalla
tómarúmið i belgiskum stjórn- J
málum. 1 þeirri óvissu sem þar |
rikir verður öllum ákvörðunum ■
slegið á frest um staösetningu |
nýrra kjarnorkuvopnaeldflauga ■
i Belgiu. Eins og að likum lætur I
eru Frjálslyndir hlynntir upp- J
setningu eldflauganna sem og ■
flestir Kristilegir demókratar — I
en Sósíalistar eru þvi mjög and- !
vigir.
áb endursagði. ■
Árni Björns-
son skrifar
um þjóðsiði
Bókaforlagiö Saga hefur gefið
út bókina Merkisdagar á manns-
ævinni eftir Ama Björnsson.
Bókin fjallar á léttan og lifandi
hátt um þær fjölmörgu venjur og
siðareglur sem tengst hafa ævi-
ferli fólks hér á landi gegnum ald-
irnar. Greint er frá margskonar
þjóðtrú og siðum sem haföir voru
um hönd á helstutimamótum æv-
innar, allt frá getnaði, fæðingu og
skim til fermingar, trúlofunar,
’ brúðkaups og loks útfarar og erf-
isdrykkju.
Flestir kannast viö fyrri bók
Arna Björnssonar, Sögudaganna,
sem kom útfyrirfjórum árum. Sú
bók seldist fljóttupp, en er nú fá-
anleg i nýrri útgáfu. Oft hefur
verið vitnað i Sögu daganna á
tyllidögum og er hún notadrjúgt
uppsláttarrit á mörgum islensk-
um heimilum. Eflaust á Merkis-
dagar á mannsævinni ekki siður
eftir að verða mörgum forvitni-
legt lestrarefni, þvi margir af
þjóösiðum okkar eiga sér
skemmtilega sögu. Sumir þess-
ara siða em enn við lýði — en
margir eru horfnir.
Fiskisaga
eftir Hrafn
Gunnlaugsson
Hrafn Gunnlaugsson hefur sent
frá sér nýja bók — smásagnasafn
sem hann nefnir Flýgur fiski-
saga.Er þetta fimmta bókin sem
út kemur frá hendi höfundarins.
Smásögurnar i bókinni eru tólf aö
tölu misjafnlega langar. 1 kynn-
ingu bókarinnar segir m.a.:
„Flýgur fiskisaga sver sig um
margt i ætt við fyrri verk höfund-
arins, bæði fyrri skáldskap hans
og kvikmyndir. Efniviðurinn er
oftast hversdagslegur veruleiki,
sem höfundur blæs lifi i með sinu
sérkennilega hugmyndaflugi og
skopskyni, stundum sannkölluð-
um gálgahúmor.”
Ljóðabók frá
Jóni úr Vör
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur gefiö út nýja ljóðabók eftir
Jón úr Vör. Heitir hún Regnboga-
stigiu- og fly tur 53 kvæði, 28 frum-
ort en 25 þýdd. Frumortu ljóöin
skiptast i þrjá flokka sem bera
fyrirsagnirnar Hringleikar, Ráö-
gjafinnog Vonarstræti. Höfundar
þýddu kvæðanna eru skáldkon-
urnar Guðrið Hermsdal Nielsen,
Aslaug Lástad Lygre, Birgit Fil-
skov, Maria Wine og Edith Söder-
gran.
Um höfundinn og skáldskap
hans segir á bókarkápu: ,,Jón úr
Vör geröist ungur frumherji um-
deildrar formbyltingar i islensk-
um nútimakveöskap en hefur
löngu tryggt sér virðulegt sæti á
skáldaþingi.
Regnbogastigur er ellefta
ljóðabók Jóns úr Vör, og enn sem
fyrr reynist hann trúr sérstöðu
sinni: einföldum en einlægum
boðskap skálds er finnur sárt til
með öllu sem berst og liöur og
þarf á mannrænum skilningi að
halda tilþess aðnjóta sin. Ljóðin i
bókinni eru rökrétt framhald af
fyrri kvæðum þessa hreinskilna
skálds sem telst hófsamur en ein-
arður boðberi kröfunnar um
betra og fegurra mannlif”.
Regnbogastigur er 108 bls. aö
stærð, Káputeikningu gerði
Snorri Sveinn Friðriksson.
Vita Andersen:
Haltu kjafti
og vertu góð
Fáirkvenrithöfundar hafa vak-
iö jafn mikla athygli á siðari ár-
um einsog Vita Andersen. Fyrsta
bók hennar: Tryghedsnarkoman-
er seldist i stærri upplögum en
dæmi voru um ljóðabækur og var
mikið lesin af fólki sem aldrei áð-
ur haföi opnað ljóöabók.
Sagnasafniö ,,Haltu kjafti og
vertu sæt”, sem Lystræninginn
gefur út.hlaut óhemju góðar við-
tökur er það kom út I Danmörku.
Þetta erengin venjulega kvenna-
bók. Sögur Vitu eru oft ógnvekj-
andi og miskunnarlausar, stund-
um erótiskar og stundum fyndn-
ar. Hún skrifar um líf kvenna i
velferöarþjóðfélaginu af beittum
skilningi þess sem hefur upplifað
atburðina. Hún er engin blóölaus
menntakona, heldur er stiD henn-
ar hrár og blóðmikill einsog
gaddavirstónlist.
Vita er ekki óþekkt á Islandi.
Ljóðabók hennar Tryghedsnar-
komaner kom út hjá Lystræningj-
anum 1979 og nefndist: I klóm ör-
yggisins, þýðandi var Nlna Björk
Amadóttir. Þessi bók er löngu
uppseld, en ný útgáfa er væntan-
leg i sambandi við heimsókn Vitu
Andersen til Islands, en hingað
kemur hún Iboði Lystræningjans,
Norræna hússins, Dönskukenn-
arafélagsins og Alþýöuleikhúss-
ins, en það sýnir um þessar
mundir leikrit hennar: Elskaöu
mig. Hingað mun Vita koma 8.
janúar nk.
Kristján Jóhann Jónsson þýðir
bókina.