Þjóðviljinn - 04.12.1981, Side 19

Þjóðviljinn - 04.12.1981, Side 19
frá J£n Guðjónsson, Flateyri skrifar Ófremdar- ástand í löggæslu- málum Jón Guðjónsson, Flateyri, skrifaði okkur bréf, sem við urðum þvi miður að stytta nokkuð. Vonum við að það komi ekki aö sök: Svo er nú komið, aö lögreglumannsstarfið á Flat- eyri hefur veriö lagt niður og maöurinn fluttur i burtu með fjölskyldu sina, þvi miður. Bfllinn, sem hann haföi til um- ráða, á að fara til Hólmavikur. Fjárveiting sú, sem átti að koma hingað til þess að launa manninn, flutti til Súganda- fjarðar, þvi nauðsynlegra var að hafa tvo menn þar. Tvö kauptún i V-lsafjaröarsýslu eru nú lögregluþjónslaus. Eigum við að taka þessu Hringið í síma 81333 kl. 9-5 » alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Jón Guðjónsson, Flateyri, skrifar um ófremdarástandið i löggæslumálum landsins. þannig, að við séum þetta lög- hlýönari en t.d. Súgfirðingar? Hvers á fólkið hér að gjalda að starfið skuli lagt niður og fjárveitingin hirt og send annað? Af hvaöa toga er þetta spunnið? Skömmin af þessari ráöstöfun er slik, að ástæðu- laust er að láta kyrrt liggja. Okkur, sem horfum fram á þessa stöðnun I kerfinu, ógnar skilningsleysið og bábiljurnar sem bornar eru fram gegn hugmyndum um úrbætur og þau gifuryrði, sem svarað er með ef einhver vogar sér að ræða þessi mál. Það er hörmulegt að heyra fram- ámenn löggæslumála hamra á þvi I fjölmiðlum aö þetta eða hitt kosti svo mikið aö ekki sé hægtaö bæta ástandið, jafnvel ekki hægt aö bæta aðbúnaö fanga. Hver sá einstaklingur, sem glatast af þessum sökum, er okkur dýr, og dýrara en það sem sparaö er. Það bætir heldur ekki hugsunarháttinn að menn komist undan refs- ingu vegna hugsunarleysis ráöamanna og „sparnaöar”, eins og hér er stuölað að. En það er ekki sama hvernig refsað er og skyldi þaö ekki oft reynast svo, aö afleiðingin veröi öfug við tilganginn, eins og á þessum málum er haldið? En meðal annarra orða: eru laun hreppstjóra oröin það há, að hægt sé að bæta á þá lög- gæslustarfi? Hvaö eru þau há á ári og hverju á hreppstjórinn að skila fyrir sin föstu laun? I mörgum tilfellum eru þetta fullorðnir menn, sem ekki hafa lært Judo eöa Karate og óvanir pústrum, en verða eigi að siður fyrir ónæði nætur jafnt sem daga, þegar eitt- hvaö bjátar á. Þannig hefur löggæslan I landinu þegiö bón- bjargir af þessum mönnum fram til þessa, og litill heiöur fyrir sýslumannsembættin og dómsmálaráðuneytið aö hlunnfara þessa embættis- menn sina. Þvi grunur minn er sá að þetta aukaálag sé engum bætt og alls ekki hér á Flateyri og Þingeyri. Jón Guöjónsson. Barnahornid Þessa mynd teiknaði Páll Öskar 11 ára nem- andi í Vesturbæjarskóla. Ánæstunni munu birtast fleiri myndireftir hann. Föstudagur 4. desember 1981. þjóÐVILJINN — SIÐA 19 „Dagur í lífi drengs fc Útvarp ÍP kl. 9.05 i dag byrjar Hildur Hermóðsdóttir lestur á sögunni ,,Dagur í lífi drengs" eftir Jóhönnu Á. Steingrimsdóttur i Morgunstund barnanna. Sagan fjallar um sex ára gamlan, einmana dreng, sem býr viö aðstæöur sem mörg börn þekkja hér á landi: foreldrarhans hafa litinn tima til aö sinna honum. Sagan gerist á einum degi og lýsir þeim ævintýrum, sem drengurinn upplifir I eigin hugarheimi. Þetta er fyrsti lestur sögunnar, en ails veröa lestrarnir sex. Jóhanna A. Steingrimsdóttir hefur samið nokkrar barna- sögur og hafa sumar þeirra veriö lesnar i útvarp. Mál og menning gaf út i fyrra söguna „Veröldin er alltaf ný” eftir - Jóhönnu, en hana sendi 1 mogunstund barnanna i dag hefur Hildur Hermóðsdóttir lestur sögunnar „Dagur i lifi drengs” eftir Jóhönnu A. Steingrimsdóttur — sögu um litinn einmana dreng og þau ævintýri, er hann upplifir I eigin hugarheimi. Jóhanna inn i barnabókasam- keppni Máls og menningar. Jóhanna er bóndi að Árnesi i Aðaldal. Sankti Kláus þeirra Bandarijamanna hefur náö tryggilegri fótfestu hér á landi og jólasveinarnir gömlu eru fyrir bi. Hall- freöur örn Eirtksson ætlar aö kynna okkur hvernig siður þessi hefur borist um heimsálfurnar, en þessi sem aörir siðir á sér sögulegar rætur. Af heilögum Nikulás Útvarp kl. 16.20 I dag kl. 16.20 sér Hallfreður örn Eirkisson um þátt fyrir börn, er nefnist Heilagur Nikulás. Hallfreöur sagði okkur, að þátturinn væri um hinn forna dýrling Nikulás, er uppi var á þriöju öld. Heilagur Nikulás var mikið tignaður á mið- öldum, m.a. hér á landi og voru margar kirkjur helgaðar honum. Hann varð smám saman dýrlingur æskufólks og barna, og er frá leiö fóru menn að tengja hann jólunum. Smiöshöggiö á þá þróun ráku enskumælandi mótmælendur I Bandarikjunum á 17, öld i New York, og heitir heilagur Niku lás nú Sankta Claus þar i landi. Dánardagur heilags Niku- lásar er enn haldinn I Evrópu, einkum austantil, og ber þann dag ýmist upp á 6. desember eða aöfangadag eftir þvi hvar I landi menn eru staddir. Útvarp kl. 22.15 Vor 1 Róm Unnendur góöra kvikmynda eiga gott I vændum i kvöld. Biómyndin heitir Vor i Róm og er byggð á skáldsögu eftir Tennessee Williams, þeirri einu sem hann hefur samið. Myndin var gerð árið 1961 og leikstjórinn, José Quintero, er kunnur fyrir annað en slælega leikstjórn, svo að ekki sé meira sagt. Aðalhlutverkin eru i höndum ekki ómerkari leikara en Vivian Leigh, Warren Beatty og Lotte Lenya. Lofar góöu, ekki satt? Efnisþráöurinn er I stuttu máli á þessa leið: forrik leik- kona (Vivian Leigh) ákveður að segja skiliö við leiklistina og sinna þess i stað lasburða eiginmanni sinum. Hann deyr á leiöinni til Rómar, en þang- aö ætluöu þau hjónin I fri. Leikkonan ákveður að setjast Lotta Lenya leikur eitt aðal- hjutverkanna i kvikmynd kvöldsins. Hún er nú þekktari fyrir söng en leik og þykir „einn” besti túlkandi söngva þeirra Bertolts Brechts og Kurts Weil. Hún var gift þeim siðarnefnda. að I Róm. Italskur daörari (Warren Beatty) og vinkona hans af aðalsættum (Lotte Lenya) hyggja gott til glóðar- innar, og Italinn gerist viðhald leikkonunnar. T

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.