Þjóðviljinn - 05.12.1981, Side 1

Þjóðviljinn - 05.12.1981, Side 1
40 SÍÐUR Helgin5. — 6. desember 1981—265. — 266. tbl. 46. árg. Tvö blöð BLAÐ II Verð kr. 9.00 Kafli úr III. bindi Sögu Reykjavíkurskóla eftir Heimi Þorleifsson Pólitískar deilur fóru mjög i vöxt á þessu skólaári. Virðist sem nii hafii fyrsta sinn tekist á póli- tiskar fylkingar við kosningar til trúnaðarstarfa i félagslifi nem- enda. Þetta gerðist 28. janúar árið 1933, en þá sigraði Birgir Kjaran við kosningu til forseta Framtiðarinnar. Hann fékk 41 at- kvæði en Lárus Pálsson 34. Svo að vitnað sé til dagbókar skólans, sem Pálmi rektor skrifaði, þá var Lárus i kjöri ,,af hálfu kommún- ista”. Þeir höfðu næstu árin á undan ráðið ferðí Framtiðinni, þó aö ekki hefði til þessa verið um pólitiska kosningu að ræða. NU sigraði fjórðubekkingurinn Birgir Kjaran,en hann hafði mjög á orði að berjast þyrfti af hörku gegn marxismanum. Svo virðist sem við Alþýöuflokkinn. Birgir Kjaran var á allt annarri skoðun og sagði, aö verkalýðshreyfingin ættiekki að vera pólitisk. Þá taldi hann verkamenn of óbilgjarna i kröfum sfnum. Alþýðuflokkinn sagði hann hafa beitt sér fyrir rikiseinkasölum, sem væru skað- vænlegar. Gylfi Þ. Gislason Ur Fjölni mótmælti einnig skoðunum forseta. Kommúnistar voru að visu sammála Birgi um það, að ekki ættu að vera skipulagsleg tengsl á miili verkalýðshreyfing- ar og pdlitisks flokks, en að öðru leyti undu þeir illa si'num hlut undir stjóm nýja forsetans. Fór svo, að forsetatið Birgis Kjarans i Framtiðinni var ekki löng, og til þess að steypa honum var myndað stórpólitiskt samband Pálnii Hannesson rektor viðskrifborð sitt I Menntaskólanum 1930-31. Ljósm.: L. Martinsen. Þegar stjórn Framtíðarinnar var steypt kratar i skóla hafi stutt Birgi við þessar kosningar, en það átti eftir að breytast. Þjóðernissinna- hreyfing stofnuð A útmánuðum 1933 var að fæðast ný stjómmálahreyfing á tslandi, Þjóðernishreyfing ís- lendinga og iapril var hún form- lega stofnuð. Ljóst þótti, að þessi hreyfing sækti fyrirmyndir si'nar til italska fasismans og Hitlers, sem þá var nýlega oröinn kanslari Þýskalands. Fljótlega kom iljós,að Þjóðernishreyfingin átti verulegu fylgi að fagna i Menntaskólanum og það yrði vettvangur fyrir baráttu hennar gegn marxismanum. Þá varð einnig brátt hljóðbært, að hinn nýkjörni forseti Framtiðarinnar væri hlynntur Þjóðernishreyfing- unni. Á fundi i félaginu 25. febrú- arum ófriðarhættuna talaði hann m.a. um „landnám Japana i Manchuriu” og taldi ekkert mæla með þvi', að Kinverjar réðu frem- ur yfir þessu landi en Japanar. Birgir bætti þvi við, að „land- námið” væri vegna illrar með- ferðar Kinverja á Japönum i Mansjúriu. A sama fundi sagöi Ingi H. Bjarnason að forsetinn hefði á fundi i öðrum skólum talið sig fylgjandi Hitler, en sjálfur sagði hann það eitt um þessi mál, að heimurinn ætti að berjast gegn „hinni rauðu hættu”, eins og hann komst aö oröi. Stórpólitískt sam- band myndað Asameiginlegum fundi iFram- tiðinni og Fjölni fyrr i febrúar hafði Erlendur Vilhjálmsson, sem var alþýðuflokksmaður, framsögu um verkalýðshreyfing- una á Islandi. Erlendur taldi hana að sjálfsögöu af hinu góða, enda var hún þá i' skipulagstengslum Upphófust kommúnista og krata „til að berj- ast gegn fasismanum”, eins og það var orðað. stympingar í salnum Attunda april var fundur hald- inn iFramtiöinni. Til umræöu var Framsóknarflokkurinn, og flutti ÞórðurBjörnsson framsöguræðu. A eftir ræðu hans talaði Helgi Scheving og var heldur andsnúinn framsóknarmönnum. Til þessa hafði allt farið fram með hefö- bundnum hætti á fundinum og ekkertgerst, sem benti tilstórtið- inda. En á meöan Helgi talaði, hafði forseta verið afhent eftir- farandi tillaga, undirrituð af þeim Inga H. Bjarnasyni, Lárusi Pálssyni og Hermanni Einars- syni: „Fundur i Framtiðinni 8/4 1933 krefst þess af stjórn félagsins að hún gangist fyrir sameiginleg- um fundi meö Háskólanum og Samvinnuskólanum, sem haldinn yrði miðvikudaginn 8/4 hér i skólanum. „Þessi tillaga viröist hafa komið forseta á óvart, og neitaði hann að bera hana upp fyrr en i lok fundarins. Sýnist þetta afar eölileg málsmeðferð, og ekkert virtist liggja á, þvi að þessi sameiginlegi fundur átti ekki að vera fyrr en eftir mánuð. En kommUnistarnir voru ekki á sama máli,og Lárus Pálsson vitti forseta harðlega fyrir ósæmilega fundarstjórn. Hann gekk svo langt að segja, aö forseti værifar- inn að sverja sig i ætt við skoöanabræöur sina, þýsku nas- istana. Næstur talaði Ingi H. Bjamason og tók mjög i sama streng og Lárus.Hvatti hann menr til þess aö taka ekki til máls um dagskrármálið, fyrr en búið væri að afgreiða tillögu þremenning- anna. Þegar hér varkomið, höfðu upphafist stympingar i salnum. Þvi úrskurðaði forseti, að fundin- um hefði veriðhleypt upp, og sleit honum. Pálmi rektor segir svo frá þessum fundi i dagbók skól- ans: „Eftir þær (umræður um Framsóknarflokkinn) kom fram mál utan dagskrár, þar sem eitt- hvaö var hreyft við fascisma. Mun formaður fél. Birgir Kjaran, hafa kennt sig eitthvað við þá stefnu”. Lýst yfir vantrausti Upphlaupsfundurinn var á laugardegi, og um helgina réðu andstæðingar Birgis Kjarans ráð- um sinum. Mun þá hafa tekist samkomulag meö kommúnistum og alþýðuflokksmönnum um aö heimta nýjan fund i Framtiðinni og reyna aö fá þar samþykkt van- traust á forseta. Mánudaginn 10. april var ólga mikil i bekkjum lærdómsdeildar, og gengu þar undirskriftalistar með kröfu um Framtfðarfund. Skrifuðu 46 félagsmenn undir þessa kröfu, og var fundurinn haldinn eftir skóla þennan dag. Haföi Ingi H. Bjarnason framsögu fyrir þeim, sem um fundinn báöu. Sagöi hann forseta hafa brotið fundarsköp og ætla sér að viðhalda ró á fundum eingöngu til þess að geta rekiö „fasisma „agitation” ótruflaöur á bak við tjöldin”. Kynnti Ingi siöan tillögu, sem hann, Erlendur Vilhjálmsson og Hermann Einarsson lögðu fram. Hljóðaði hún svo: „Fundur haldinn i Framtiðinni 10. april 1933 sam- þykkir að lýsa fyllsta vantrausti á meirihluta núverandi stjórnar félagsins: formann, og gjaldkera (Hermann Þórarinsson), enn- fremur varaformann (Stefán Pálsson) og vararitara (Thorolf Smith) og krefst þess aö ný stjóm verði kosin á þessum fundi” Eftir að tillagan hafði veriö lesin upp, sagði Erlendur frá „sam- fylkingarsamningum” þeim, sem alþýöuflokksmenn og kommún- istar i' skólanum hefðu gert og væru eingöngu til þess aö berjast gegn fasismanum: alþýðuflokks- menn mundu 1 öðrum málum halda áfram baráttu gegn kommúnistum og ekkert vopna- hlé við þá semja. Athygli skal Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.