Þjóðviljinn - 05.12.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.12.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5.-6. desember 1981 Nýlega kom út þykk og mikil bdk um Blöndalsættina eftir Lárus Jóhannesson, fyrr- verandi hæstaréttardómara. Er skemmst frá þvi aö segja aö þetta er eitt hiö vandaöasta rit sinnar tegundar sem lengi hefur komið dt. t þvi er niðjatal Björns sýslumanns Blöndals i Hvammi i Vatnsdal og konu hans Guöninar Þóröardóttur. Þau áttu 15 börn og er mikill ættbálkur komin frá þeim. Hér veröa til gamans raktir afkom- endur Gunnlaugs Blöndals (1834-1884) sýslumanns i Barða- strandarsýsiu en hann var eitt þessara barna.Eraö sjálfsögöu byggt á bdkinnien hér sleppt aö geta barna innan viö tvitugt. Gunnlaugur var kvæntur Sig- riöi, dóttur Sveinbjarnar Egils- sonarskálds og Helgu Gröndal. Börn þeirra voru 4. A. Magnús Bjarni Blöndal (1862-1927) kaupmaöur um hriö á Akureyri, siöar ritstjóri og Ætt verslunarmaöur i Rvik. Kona hansvar Ólafia Halldóra Lárus- dóttir. Börn þeirra: 1. Ragnheiöur Blöndal (1886- 1931) kennari og siöar bréfritari i Rvik. Sonur hennar með Guð- mundi Eiriks heildsala: la. Magnús Blöndal (1912- 1966) loftskeytamaður, kvæntur Elinu Kristinsdóttur, þau barn- laus. 2. Lára Jörgina Marzilia Blöndal (f. 1888), átti James Gregory Whittle. Barn þeirra: 2a.ThelmaBlöndal Whittle (f. 1917), gift John Carr Grime bónda á Englandi. B. Hannes Stephensen Blön- dal (1863-1932) si'ðast starfs- maður Landsbanka Islands, eftir hann liggja nokkrar ljóða- bækur. Kvæntur Sofffu Jónatansdóttur. Börn þeirra: 1. Valtýr Blöndal (1896-1959) bankastjóri tJtvegsbankans. Ókv. og bamlaus. 2. Ragnar Halldór Blöndal (1901-1943) vefnaðarvörukaup- maður i Rvik, kvæntur Ilse Luchterland. Börn: 2a. Valdis Blöndal (f. 1928) gift Birgi Frimannssyni verk- fræðingi. Börn þeirra: 2aa. Nina Kristin Birgisdóttir (f. 1949) flugfreyja og tækni- teiknari. Maður hennar Pétur Lúðviksson læknir. 2ab. Ragnar Birgisson (f. 1952) viðskiptafræðingur, for- stjdri Sanitas i Rvik, kvæntur Guðrdnu Eddu Pálsdóttur. 2ac. Gunnar Birgisson (f. 1954) jarðfræðingur, kvæntur Gunnfriði Hermannsdóttur. 2b. Hanna Soffía Blöndal (f. 1933) gift Herði Frimannssyni yfirverkfræöingi hjá Sjón- varpinu. Hann er albróður Birgis hér á undan. Börn þeirra yfir tvitugt: 2ba. Elsa Haröardóttir stúdent (f. 1955), gift Hauki Þórólfssyni stddent. 2bb. Hjördi's Haröardóttir (f.. Gunnlaugur Blöndal sýslumaöur Valtýr Blöndal bankastjóri Hannes Blöndal skáld Valdis Ragnarsdóttir húsfreyja Svanhildur Blöndai hjúkrunarfræöingur Ingólfur órn Blöndal Babel forstjóri Axel Blöndal iæknir Hannes Blöndal prófessor Sveinbjörg , Helga Kjaran ritari Gunnlaugs Gunnlaugur Blöndai listmálari Sigriöur Charlotte Nielsen pianóleikari Erling Blöndal Bengtson cellóieikari Blöndals 1957),gift Guðmundi Tómassyni 2bc. Björn Harðarson (f. 1959), nemur félagsfræði 2c. Kjartan Blöndal (f. 1935) framkvæmdastjóri Sauðfjár- veikivarna og eigandi Verks h.f., kvæntur Þóru Sigurðar- dóttur. Böm: 2ca. Svanhildur Blöndal (f. 1957) hjúkrunarfræðingur 2cb. Ragnar Halldor Blöndal (f. 1961) 3. Svava Blöndal (1902-1979) gift Ottomar Gerhard Babel ( 1898-1944) generalmajor i Þýska hernum. Sonur þeirra: 3a. Ingólfur örn Blöndal Babel (f. 1937) framkvæmda- stjóri f erða sk rifstofunnar Landa og leiða á sinum tima, nú i Bandarikjunum. Fyrri kona Valgeröur Alexandersdóttir en seinni Carolein Sue Gilbert. Eldra barn hans af fyrra hjóna- bandi: 3aa. Birgir Blöndal (f. 1961) búsettur i Ghana. 4. Axel BIöndaKf. 1904) lækn- ir i Rvlk, sérfræðingur i kven- sjúkdómum, kvæntur Sigrúnu Jónatansdóttur. Börn þeirra: 4a. Hannes Blöndal (f. 1937) prófessor i læknisfræði, kvæntur Ester Margrethe Kaldalóns. 4b. Guðrún Blöndal (f. 1939) meinatæknir, gift Hauki Þor- steinssyni tannlækni. C. Björn Blöndal (1865-1927) læknir, siðast á Siglufirði, kona hans Sigriður Möller. Börn: 1. Sophus Auðunn Blöndal (1888-1936) kaupmaður á Siglu- firði, kvæntur Ólöfu Þorbjörgu Hafliðadóttur. Börn: la. Sigriður Blöndal (f. 1917) gift Allan Erlandson sildar- kaupmanni i Gautaborg, þau skildu. Seinni maður Carl Joel Broberg læknir i Gautaborg. Börn hennareru búsett i Sviþjóð og verða ekki talin upp hér. lb. Sveinbjörg Helga Blöndal (f. 1919) ritari á Fræðsluskrif- stofu Rvikur. Maður hennar Birgir Kjaran hagfræðingur og alþingismaður. Börn þeirra: lba. Ólöf Kjaran (f. 1932) BA, kennari, gift Hilmari Martin Riis Knudsen verkfræðingi i Rvik lbb. Soffia Kjaran (f. 1945) BA, frönskukennari við Fjöl- brautaskólann i Breiðholti. Fyrri maöur hennar var Jens Aage Vesterlund Hansen i Dan- mörku en seinni maður Pálmi Hannes J(kiannesson kennari lbc. Helga Kjaran (f. 1947) kennari viö Melaskóla. Fyrri maður hennar var Ármann Sveinsson laganemi en seinni maður ólafur Sigurösson verk- fræðingur en hann er einnig af Blöndalsætt. 2. Kristjana Blöndal (1892- 1975) kaupmaður i Rvik. óg. og barnlaus. 3. Gunnlaugur Blöndal (1893- 1962) listmálari, giftur fyrst Inger Löchte en siðar Elisabet Jónasdóttur. Sonur hans af fyrra hjónabandi: 3a. Björn Löchte Blöndal (f. 1930) yfirlæknir i Danmörku, kvæntur Mari'u Erlu Helgadótt- ur. 4. Sveinbjörn Helgi Blöndal (1895-1918) læknanemi. 5. Sigríður Blöndal (f. 1896) kaupmaður i Rvik, ógift og barnlaus. 6. Magnús Blöndal (1897-1945) framkvæmdastjóri Sildarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði, átti Elsu Schiöth. Börn þeirra: 6a. Sveinbjöm Helgi Blöndal (f. 1932) listmálari og teiknari á Skagaströnd, kvæntur Birnu Ingibjörgu Jónsdóttur. Börn þeirra yfir tvitugt: 6aa. Elsa Lára Blöndal (f. 1955) sjúkraliði á Skagaströnd. 6ab. Magnús Bjarni Blöndal (f. 1959) 6b. Margrét Sigriður Blöndal (f. 1930), gift James P. McAller. D. Þórunn Blöndal (1869- 1941), átti Sophus Jörgen Niel- sen verslunarstjóra á Isafirði. Börn þeirra: 1. Charles Asgrimur Nielsen (1889-19 52) póstfulltrúi i Winni- peg I Kanada, áttiSólveigu Þor- steinsdóttur og eru afkomendur þeirra vestra. 2. Fridthjof Nielsen (1890- 1970) heildsali i Rvik, ókvæntur og barnlaus. 3. Sigriður Charjotte Nielsen (1894-1956) lærði pianóleik og lék m.a. i kvikmyndahúsum i Rvi"k. Maður hennar var Valdi- mar Bengtson fiðluleikari. Son- ur þeirra : 3a. Erling Blöndal Bengtson (f. 1932) cellósnillingur i Kaup- mannahöfn. Kona hans er Merete Block-Jörgensen. 4. Hjörtur Aage Nielsen (f. 1898) kaupmaður með kristals- og postulinsvörur i Rvik. Fyrri kona hans var Bergljós Aðal- björg Stefánsdóttir og voru þau barnlaus. Seinni kona Ólöf Sig- riður Pálsdóttir. Börn þeirra: 4a. Sophus Jörgen Nielsen (f. 1931) framkvæmdastjóri i Rvi'k. Kona hans er Guðrún Friðriks- dóttir. Börn þeirra: 4aa. Hildur Nielsen (f. 1956) hjúkrunarfræðingur 4ab. Hjörtur Nielsen (f. 1958) stúdent 4ac. Anna Nielsen (f.. 1960) stúdent. 4b. Svala Nielsen (f. 1932) óperusöngkona i Rvi'k. Maður hennar: Ragnar Þjóðólfsson vershinarmaður. Sonur þeirra: 4ba. Rafn Ragnarsson (f. 1957) 4c. Erna Nielsen (f. 1942), gift Birni Jónssyni stýrimann i Rvik 5. Einar Snorrason Nielsen (1899-1938) bankastjóri i Kanada, kvæntist þarlendri konu en átti ekki afkomendur. —GFr Sva*® Hjörtur Sof{la Sigriöur Nielsen Nielsen Kjaran Blöndal óperusöngkona kaupmaöur frönskukennari kaupmaöur erlendar bækur Piers Brendon: Eminent Edwardians. Penguin Books 1981. „Eminent Victorians” eftir Lytton Strachey vakti talsvert hneyksli, þegar sú góöa bók kom út. Hún var siöar þýdd á islensku. Nú eru liöin um 60 ár frá að sú bók kom fyrst út. Höfundur þessa rits segir I formála, að hann leitist við að sýna eða tjá aldaranda þess timabils, sem hann tók sér fyrir hendur aö skrifa um, með þvi að týsa nokkrum einstaklingum, sem hann telur að gætu verið gildir fulltrúar þeirra sérkenna, sem einkenna timabiliö. Þetta er forskrift frá Strachey. Höfundur teiur siðan að tiunda einkennin með lýsingu Northcliff- es lávarðar blaöakóngs, manns- ins sem útbjó fréttir i stil færustu Leitis-Gróa og sem blaðasnápar af þeirri ætt hafa siðan fyrir sina fyrirmynd. Siöan kemur Arthus Balfour og Emmiline Pankhurst, suffragettan, sem rauösokkar nú- timans leitast við að apa á sinn sérstæða hátt. Höfundinum tekst vel aö draga upp mynd af þessari karlynju. Baden-Powell rekur lestina, en hann var og varð goð enskra smáborgara og kontórista einkum eftir að hann kom heim úr Búastriðinu og tók aö koma upp skáta eða spióna-félögum meðal afkomenda enskra kaupahéðna og götulýös, sem Guömundur Friöjónsson og Stephan G. Step- hansson lýsa ágætlega i kvæöum sinum um Búastyrjöldina. Þessi hreyfing barst út um allan heim og var stæld i óllklegustu löndum. Höfundinum tekst að draga upp myndir þessa fólks, sem hann lýsir og þarmeð tekst honum, að tjá rikjandi anda timabilsins, græðgi blaöasnápsins, hræsni skátaforingjans, auglýsinga- mennsku réttlætisbaráttu Pank- hurst og skinhelgi Balfours. Þetta er lipurlega skrifuö bók. Ferdinard Gregorovius: Geschichte der Stadt Athen im Mittelalter Von der Zeit Justinians bis zur turkischen Eroberung. Mit 59 Ab- bildungen nach alten Voriagen. Deutsher Taschenbuch Veriag 1980. Höfundur er alkunnur fyrir rit sitt um sögu Rómar á miðöldum. Tuttugu árum eftir aö hann lauk þvi verki tókst hann á hendur að rita sögu Aþenu á sama tlmabili, sem kom út 1889 eöa tveimur ár- um fyrir andlát höfundar. Þessi útgáfa er byggð á fyrstu útgáf- unni og ritar Hans-Georg Beck eftirmála, þar sem hann rekur starf höfundar og tiloröningu þessarar bókar. Höfundurinn segir i formála aö saga Aþenu hafi æxlast af sögu Rómar, en hvers vegna ritaði hann ekki heldur sögu Mikla- garðs? Menn hafa velt þessu fyrir sér og helst komist að þeirri nið- urstöðu að höfundurinn hafi þekkt Aþenu og áhrif hellenskrar menn- ingar á Rómverja. Aftur á móti kom hann aidrei til Miklagarðs. Bók hans um Róm er viðamikil og heilmildakönnun hans vegna þeirrar bókar snertu oft sögu Aþenu og auðvelt að nota þær heimildir til rits um Aþenu. Hvað um það, þá varð bók Gregoroviusar tvær væn bindi þegar hún kom út og er nú endur- prentuð i dtv, rúmar 700 blaðsið- ur. Bókin er prentuö með athuga- greinum og itarlegt registur fylg- ir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.