Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 7
Helgin 12,— 13. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 ...að rífa kjaft við yfirlækninn! Sólin og skugginn eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur er sjúkrahússsaga, saga af veikindum og þjáningu, og það er afskaplega erf itt að skrifa svoleiðis sögu svo að velsé. Égveitekkiaf hverju. Kannski er þaö eitthvað i smbandi við bók- menntahefð karlveldis og karlmennskudýrkunar? Það er, jú, hvorki hetjulegt né frækilegt að liggja fárveikur og ósjálfbjarga á spitala. Ef slikt uppáfeílur menn samt sem áður eiga þeir að bera sig vel ,,og tala sem minnst um þaö allt” — eins og þar stendur. Annað væri sjálfsmeðaumkun og aumingja- skapur. Eða kannski er maður svona hræddur við sjúkra- hússsögur af þvi að veikindi og dauði eru bönnuð umræðuefni — „tabúefni” — i hinu hæfa og af- kastamikla, kapitaliska þjóðfélagi sem við búum i — einsog Gugga segir i Sólinni og skugganum?Ég veit það ekki. Ég veit það bara að þessi bók er mjög áhrifamikil og vel gerð. Sjúkrahúsið — þjóðfélag í þjóðfélaginu Sigrún, aðalpersóna bókar- innar, er lögð inná sjúkrahúsið til rannsóknar. Hún hefur lent i bilslysi fyrir þremur árum og þjáist siðan af höfuðverk sem magnast uppi yfirlið, hreyfi- erfiðleikar hamla henni, hægri hönd og fótur eru hálflömuð. Það hefur litið komið útúr rannsókn- um og þvi er hún lögð inn. I gleði sinni yfir að vera nú komin innfyrir gullna hliðið og i voninni og drauminum um bata gerir Sigrún sömu herfilegu skekkjuna á fyrsta degi og Auður Haralds segir frá i Læknamafiunni. Hún rifur kjaft við yfirlækninn. Hún krefst virðingar, skilnings, jafnréttis sér til handa og hún lærir það smám saman hve ömurlegur misskilningur það er hjá vesölum sjúklingi að krefjast sliks af YFIR-mönnunum i þessu þjóðfélagi. Sjúkrahúsið er nefnilega þjóðfélag sem lýtur eigin innri lögmálum. Yfirstéttin, læknarnir, halda fast og óvefengjanlega um völd sin og forræði^þar er ekkert sýndarlýðræði eins og Gugga, herbergisfélagi Sigrúnar, segir: ... Og ef þeir sögðu að þú værir heilbrigð þá varstu heilbrigð. Meira að segja þótt þú dræpist á meðan þeir sögðu það. Þeir þurftu ekki einu sinni á at- kvæðunum þinum að halda á fjögra ára fresti. Ekki að það breytti svo sem neinu. (119). Starfsstúlkur og hjúkrunar- fræðingarnir eru i mun meiri tengslum viö sjúklingana en þær verða aö sigla á milli skers og báru eins og hverjir aðrir embættismenn. Þær reyna með misgóöum árangri, að taka ekki afstöðu, sogast ekki niðuri hina „vonlausu” hringiðu þjáninga kúgunar, reiði og haturs sem þær finna mjög skýra hjá sjúklingun- um. Þær reyna að brynja sig vegna þess að þeim ber sjálfum að virða yfirstéttina og þjóna henni — þó að þaö gangi ekki vel á köflum og öll þeirra samúð sé með sjúklingunum. Og sjúklingarnir sjálfir eru fólkið i þessu landi i ímotskurn. Allt á það valdaleysið sameigin- legt og allt er þaö uppá náð og miskunn yfirvalda komið. En það breytir þvi ekki að karlar og kon- ur bregðast viö hvert á sinn hátt, ihaldsmennirnir þola enga gagnrýna hugsun og reyna að halda dauöahaldi i hugmynda- fræði rikjandi stéttar (Jón, Agnar), kommarnir skjóta föstum og lausum skotum (Gugga) og bilið þar á milli verður ekkert brúað. Þannig geisar skoðanabaráttan á milli sjúklinganna, átökin verða afar hörö vegna þess að fólkið er sumt hvert svo jafnvægislaust og ofurviðkvæmt vegna stöðunnar sem það er i. Þessi átök verða samt að fara fram, þau standa um grundvallarspurningar, um það hvort sjúklingarnir eigi að lúta höfði og þakka eða hvort þeir eigi að krefjast réttar sins hinir hressustu. Og svo er annað fólk sem notar og kann á kerfið (Rósa), aörir sem flýja veruleika sinn á sjúkrahúsinu (konan sem á að deyja) og enn aðrir sem aldrei eru spuröir um eitt eða neitt, þeir lægstu af lágum, gamla fólkiö. Þannig gengur þetta sérstaka þjóðfélag i þjóðfélaginu, allar valdaafstæður eru skarpar og sérhver uppreisnartilraun er brotin á bak aftur með ein- hverjum ráðum. Sjúklingarnir reyna af fremsta megni að standa saman, hlúa hver að öðrum og konurnar i stofu Sigrúnar t.d. mynda samstöðu- og vináttubönd sem aldrei verða slitin. Samt er samstaða fólksins pólitiskt skilyrt eins og áður er sagt og gagnrýni þess verður óttalega veikburða af þvi að það er háð læknunum i þvi sem skiptir okkur öll kannski mestu máli, þ.e. hvort við höldum liftórunni til morguns. Og hvernig er hægt að heyja harða baráttu gegn veldi þeirra sem ráða alger- lega yfir baráttuhæfni manns? Konurnar sem liggja með Sig- rúnu sýna hver annarri bliðu, skilning, umburðarlyndi og sam- stöðu, en þær eru að reyna að gera hver annarri lifið bæri- legra, þola það sem yfir þær gengur og styrkja hver aðra til þess — i raun geta þær litið gert til að breyta stöðunni. En þær hugsa margt og segja það hver við aðra — og þær geta skrifað um reynslu sina. Óttinn Sú góða og pólitiskt hvassa greining á lifinu á sjúkrahúsinu sem kemur fram i Sólinni og skugganum — m jög gegnum Guggu, simastúlku og kommún- ista — væri samt ekki nógu mikið bókarefni eitt sér, að minu mati. Valda- og kúgunarkerfið á sjúkrahúsunum, auðmýkingin af þvi að vera „getu- og möguleika- laus hlutur” er eitthvaö sem við Dagný skrifar þekkjum ansi mörg af frásögnum og höfum jafnvel upplifað sjálf. En það sem gerir þessa bók svona góða er Sigrún, konan og sjúkl- ingurinn, sem við fylgjum i bók- inni. Hún er ofsalega næm kona og tilfinningarik. Samliðan hennar með fólkinu i kringum hana er heit og einlæg án þess að verða tilfinningasöm af þvi að hún hefur alltaf auga fyrir félagslegum og pólitiskum forsendum kvennanna sem hún umgengst mest. Og vistin á sjúkrahúsinu verður Sig- rúnu ekki aðeins tilefni til að upp- lifa fólkið i kringum sig, þjáningu og kúgun þess — heldur verður sjúkrahússvistin henni hvati og ögrun til að horfast i augu við sjálfa sig og persónuleika sinn. Og i þvi finnst mér bæði styrkur og veikleiki þessarar bókar. Höf- undur hefði mátt ganga miklu lengra, að minu mati. Sigrún er veik, bækluð, ómagi og hún hefur verið án félagslegr- ar, pólitiskrar og kynferðislegrar staðfestingar á sjálfri sér árum saman. Þegar hún leggst inná sjúkrahúsið er hún laus undan þvi aðalhlutverki i hryllingsmynd sem hún er búin að leika i þrjú ár og hún byrjar óforvarandis að hugsa um sjálfa sig — út frá sjálfri sér — laus undan þeirri endalausu sektarkennd sem hefur fylgst henni þennan tima. Hún byrjar að elta uppi ótta sinn og öryggisleysi," óttann við að vera skilin eftir, yfirgefin, óttann við að vera hafnað, falla ekki i kramið, óttann við að vera ekki elskuð. Þessi ótti er sálfræðilegt og kynferðislegt fyrirbæri sem margar konur þekkja en hjá Sig- rúnu beinist hann mjög að eigin- manni hennar sem hún heldur sér i einsog drukknandi maður i bjarghring. En hann er aðeins hluti af þeirri innri skelfingu sem blundar i Sigrúnu og ótti hennar nær langt út fyrir hann. Hana vökudreymir um bernsku sina en hættir þar við hálfnað verk. Og það er svosem engin furða. Kynferðispólitiskir fordómar læknanna standa á þessari konu; hún er gáfuð, hún hefur unnið úti (þrátt fyrir þrjú börn ) og hún og maður hennar hafa sofið hjá öðru fólki — allt þetta er notað gegn hennieins og glæpsamlegt athæfi. Viðmiölæknanna i þessum efnum eru full af fordómum og þeir reyna að sannfæra Sigrúnu um að hún sé geðtrufluð fyrir vikiö. Hún fær enga hjálp og enn minni skilning á þeim sálarátökum sem hún á i, og þau eru notuð, eða einkenni þeirra, til að afsaka þaö að sjúkrahúsið hefur hvorki hjálp aö bjóða né þekkingu á þvi sem gerðist i likama hennar við slysið. Að lokum Eins og fram kemur i Sólinni og skugganum er lif sjúklingsins lif i ööru þjóðfélagi en þvi sem við hin hrærumst i — þó að þar séu heldur betur snertifletir á milli og afstæöur svosem þær sömu. Hins vegar verða snertifletirnir stund- um daufir og bókin á mörkunum með að lokast inni i samfélagi sjúkrahússins, sambandið á milli verður óskýrt eins og „kletturinn hafi lokast utan um huldufólkið” — svo að vitnað sé i söguna. Ég er þá sérstaklega að hugsa um sögu konunnar sem á að deyja, sögu sem mér finnst tengjast litið viö aörar sögur bókarinnar og eiga heima i heimi sjúkrahússins eins og hún kemur fram i bókinni. Og grundvallarlikingin sem gengur gegnum bókina þ.e. að sjúkrahúsiö se kolkrabbi sem hýsi sérstakt lif — finnst mér hvorki myndræn né vel hugsuð. Þetta skiptir þó engu höfuðmáli, satt að segja. Eftir stendur að Sólin og skugginn er afar kraftmikil baráttubók fyrir rétti og reynslu þeirra fjölmörgu sem hafa upplifað varnarleysið sem fylgir þvi að vera kippt útúr okkar rómaða, virka og duglega samfélagi — i óþökk allra hinna. HÉH EK 8ÓKIN HJARTA ER TROMP eftir Barböru Cartland Hin kornunga og fagra Cerissa er óskilgetin dóttir fransks hertoga og enskrar hefðarmeyjar. Faðir hennar var tekinn af lífi í frönsku stjórnarbyltingunni og Cerissa ótt- ast um líf sltt. Hún ákveður þvi aö flýja tll Engiands. I Calais hittir hún dularfullan Englending, sem lofar að hjólpa henni, en þegar til Englands kemur, gerast margir og óvæntir atburðir. — Bækur Bar- böru Cartland eru spennandi og hér hittir hún beint í hjartastað. DRAUMAMAÐURINN HENNAR eftir Theresu Charles Lindu dreymdi alltaf sama draum- inn, nótt eftir nótt, mánuð eftir mánuð. Draumurinn var orðinn henni sem veruleiki og einnig mað- urinn í draumnum, sem hún var oröin bundin sterkum, ósýnilegum böndum. En svo kom Mark inn í líf hennar, honum giftist hún og með honum eignaðist hún yndislegan dreng. Þegar stríðið brauzt út, flutti hún út í sveit með drenginn og fyrir tilviljun hafna þau í þorpinu, sem hún þekktl svo vel úr draumnum. Og þar hitti hún draumamanninn sinn, holdi klæddan... HULIN FORTÍÐ eftir Theresu Charles Ung stúlka missir minnið í loftárás á London, kynnist ungum flug- manni og giftist honum. Fortíðin er henni sem lokuð bók, en haltr- andi fótatak í stiganum fyllir hana óhugnanlegri skelfingu. Hún miss- ir mann sinn eftir stutta sambúð og litlu síöar veitir henni eftirför stórvaxinn maður, sem haltrandi styðst við hækjur. Hann ávarpar hana nafni, sem hún þekkir ekki, og hún stirðnar upp af skelfingu, er í Ijós kemur, að þessum manni er hún gift. — Og framhaldiö er æsilega spennandi! VALD VILJANS eftir Sigge Stark Sif, dóttir Brunke óðalseiganda, var hrífandi fögur, en drambsöm, þrjósk og duttlungafull. Hún gaf karlmönnunum óspart undir fót- inn, en veittist erfitt að velja hinn eina rétta. Edward var ævfntýramaður, glæsi- menni með duiarfulla fortíö, einn hinna nýríku, sem kunníngjar Brunke forstjóra litu niður á. Hann var óvenju viljasterkur og trúði á vald viljans. En Sif og Edward fundu bæði óþyrmilega fyrir þvi, þegar örlögin tóku í taumana. 5IGGE STARK VALD VILJANS SIGNE BJÖRNBERG Hættulegur leikur EG ELSKA ÞIG eftir Else-Marie Nohr Eva Ekman var ung og falleg, en uppruni hennar var vægast sagt dularfullur. Ekki var vitaö um for- eldra hennar, fæðingarstað eða fæðingardag. Óljósar minningar um mann, Ijóshæröan, bláeygan, háan og spengilegan, blunda í und- irvitund hennar. Þennan mann tel- ur hún hugsanlega vera föður sinn. Álíka óljósar eru minningarnar um móöurlna. Þegar Eva fær helmsókn af ung- um, geöþekkum manni, sem býðst til aö aöstoða hana við leitlna að móður hennar, fer hún með honum tll Austurríkis. Hún velt hins vegar ekki, að með þessarl ferö stofnar hún líf I sinu í bráöa hættu. ELSE-MARIE NOHR ÉÖ ELSKA Dlfi HÆTTULEGUR LEIKUR eftir Signe Björnberg f Bergvík fannst stúlkunum eitt- hvað sérstakt við tunglskin ágúst- npttanna. Þá var hver skógarstígur umsetinn af ástföngnu ungu fólki og hver bátskæna var notuð til að flytja rómantíska elskendur yfir merlaðan, spegilsléttan vatnsflöt- inn. Tunglskinið og töfraáhrif þess haföl sömu áhrlf á þær allar þrjár Elsu, dóttur dómarans, fröken Mörtu og litlu „herragarðsstúlk- una*. Allar þráðu þær Bertelsen verkstjóra, — en hver meö sínum sérstaka hætti. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SE

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.