Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 20
Sigurður A. Magnússon MdSKVAR MORGUNDAGSINS Þetta er sjállstœtt íramhald metsölubókarinnar Undir kalstjörnu. Þegar frásögnin hefst er söguhetjan 9 ára og þegar henni lýkur er hann kominn „í íullorðinna manna tölu." Möskvar morgundagsins er ekki síður en fyrri bókin fallegt og átakanlegt lista- verk og um leið sérstoeð aldaríarslýsing aí þeim sviðum Reykjavikuriífsins á kreþþu- og hemámsárum sem lítt hefur íyrr verið hampað í bókum. Jakobína Sigurðardóttir í SAMA KLEFA Aðalpersónur eru miðaldra kona og ung stúlka sem verða aí tilviljun samskípa á leið suður. Á þeim rúma sólarhring sem ferðin tekur segir eldri konan þeirri yngri slitur úr œvisögu sinni. Ai hversdagslegri frásögn hennar - og ekki síður því sem hún lœtur ósagt - nemur lesandinn örlagasögu umkomulausrar manneskju og það hugarfar sem til verður í harðbýlum og af- skekktum byggðum og skapar henni örlög. Er þá ónefnd lýsing ungu konunn- ar og að hve miklu leyti hennar bíður sams konar hlutskipti þrátt fyrir þá upp- reisn sem henni býr í brjósti. Hér er mikilli sögu þjappað saman á fáar blaðsíður í bók sem enginn bókmennta- unnandi má láta fram hjá sér fara. Einar Kárason ÞETTA ERU ASNAR GUÐJÓN Bráðvel skrifuð íslensk nú- tímasaga. Aðalpersóna er ungur maður sem er í upp- reisn gegn umhverfi sínu, uppreisn sem er hálíáttavillt og steínulaus. Við tylgjum honum eftir í stúdentspróís- íylliríi sem œtlar engan enda að taka, í kommúnu gamalla skólaíélaga sem haía sest að á sveitabœ til að nýta gaeði landsins. í misheppnaðri tilraun til háskólanáms og á trillu og togbát þar sem lítið fer fyrir sjómannarómantík í lýsingu höfundar. Vandfundin er jafn hnyttin lýsing á lííi og hugsunar- hœtti ungs íólks nútímans og í þessari bók. Málíarið er ósvikið og sver sig í œttina og sagan er auk þess krydduð með hráslaga- legum gálgahúmor sem hœfir elninu einkar vel. Vilborg Dagbjartsdóttir UÓÐ Ljóðasaín eins af allra list- fengustu ljóðskáldum okkar. Hér er að íinna allar þœr ljóðabœkur sem Vilborg hefur gefið út, Laufið á trjánum, Dvergliljur og Kyndilmessu. Til viðbótar eru hér prentuð ljóð sem síðar haía birst í blöðum og tímaritum. Er ekki minnstur íengur að fá þau kvœði öll saman á einum stað því meðal þeirra eru mörg al merkilegustu ljóðum Vilborgar. Jón Reykdal teiknaði kápu og sá um útlit bókarinnar. Tryggvi Emilsson KONA SJÓMANNSINS og aörar sögur Æviminningar Tryggva Emilssonar haf a notið mikillar hylli og viður- kenningar. Sögur þessarar bókar eru skáldsögur þó að þœr sœki að einhverju leyti efnivið sinn tii raunvem- leikans. Sögusviði í Konu sjómannsins svipar að tals- verðu leyti til œviminning- anna, þar er lýst lífsbaráttu fólks og byrjandi verkalýðs- baráttu í ungum og vaxandi kaupstað þar sem óbrúan- legt djúp er milli stétta. í bókarlok em nokkrar smœrri sögur þar sem frá- sagnargáf a höfundar nýtur sín einna best. Mikhaíl Búlgakof MEISTARINN OG MARGARÍTA Söguþráð þessarar mögnuðu og œrslaíullu skáldsögu er eríitt að rekja í stuttu máli. Hér er fléttað saman píslarsögunni og frá- sögn af því er andskotinn og árar hans heimsœkja Moskvu - og setja allt á annan endann. Það fólk sem af því hlýtur uppreisn, örlagasaga þess og ástar- saga, er þungamiðja bókar- innar upp frá þvi. Mikhaíl Búlgakoí (1891- 1940) lauk við þessa skáld- sögu skömmu fyrir andlát sitt og var þá lítil von til þess að sagan kœmist nokkm sinni á prent. Fmmprentun var í sovésku tímariti 1966-7, með ýmsum úríellingum. í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur, sem gerð er beínt úr rússnesku, er sagan óstytt. Snorri Hjartarson KVÆÐ11940-1966 Heildarsaín ljóða Snorra Hjartarsonar fram að verð- launabókinni Hauströkkrið ylir mér. Myndskreytingar eftir Jón Reykdal. Bók sem enginn ljóðaunnandi getur án verið. William Heinesen KVENNAGULLIÐ í GRÚTARBRÆÐSLUNNI Fimmta bókin í sagnasafni Heinesens í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Um síðustu bók sögðu gagnrýnendur m.a.: „Er nú ekki að orðlengja það að slíka bók leggja menn frá sér með þakklœti og biðja William Heinesen að lifa í hundrað og tuttugu ár. Þorgeir Þorgelrsson fœr ósvikið loí fyrir þýðingu sína sem hinar fyrri í þessu ritsafni - hún er á miklu máli og góðu." ÁB Þjv. „Þessar dýrlegu smásögur Heinesens eiga eflaust ettir að vera öllum unnendum hans kœrkomin upplyfting í annars snautlegu jólabókaflóði." SSHp. „Þegar öðm hverju er verið að rífast út aí Norrœna þýðingarsjóðnum, aldrei heyrist þá nefnt hvað við eigum sjóðnum að þakka... í mínum huga er enginn vafi á því að þýðingar Þorgeirs Þorgeirssonar em það sem við eigum sjóðnum mest að þakka það sem af er," ÓJ Dbl. „Sem bókmenntaverk er „Það á að dansa" með þvi besta af þýddu efni, sem undirritaður hefur fengið til lestrar mjög lengi." JGTíminn. Maj Sjöwall og Per Wahlöö MAÐUR UPPIÁ ÞAKI Sjöunda bókin í hinum vinsœla lögreglusagna- ílokki Skáldsaga um glœp. Þessar bœkur haía komið út i 22 þjóðlöndum og hvarvetna notið mikilla vin- sœlda. Eftir þessari sögu gerði Bo Widerberg kvikmynd sem m.a. hefur verið sýnd hér á landi. Þýðandi er Ólaíur Jónsson. Richard Llewellyn GRÆNN VARSTU DALUR Saga námumannaíjölskyldu í Wales skömmu íyrir síðustu aldamót. Sagan er í senn uppvaxtarlýsing. þjóð- félagsleg skáldsaga og ástarsaga. Engum dylst að höíundur nauðþekkir það íólk sem hann lýsir og að það á samúð hans óskipta. Saga þess verður heillandi lestur, ljóðrœn, íull af hlýju, skaphita, angurvœrð og góðlátlegri kimni. Þessi skáldsaga hefur hvarvetna farið sigurför. Þýðing Ólafs Jóhanns Sigurðssonar var fyrst prentuð 1949 og seldist upp á tveimur mánuðum en helur ekki verið endurprent- uð fyrr en nú. Vésteinn Lúðvíksson í BORGINNI OKKAR Sögur og ævintýri frá kostulegri tíð. Vésteinn Lúðviksson er löngu kunnur sem einn fremsti rithöfundur okkar. Með þessu sagnasafni mun hann þó enn koma lesend- um sínum á óvart. Hann fjallar hér um samtíð okkar frá sjónarhóli íramtíðar- innar og birtir hana um leið í nýju og kostulegu ljósi. Lestur þessara sagna er ekki síður skemmtun en opin- berun á þeim veruleika sem við þekkjum best. Það er góður sögumaður sem heldur á penna. Kristján Jóhann Jónsson HAUSTIÐ ER RAUTT Fjölskrúðug nútímasaga sem gerist í íslensku þorpi og sveitinni þar í kring. Þetta þoip er þó ekki allt þar sem það er séð. í rás sögunnar tekur það t.a.m. stökkbreyt- ingu og þenst út í allar áttir. Er ekki að furða þótt ýmsar af sögupersónum verði átta- villtar og að háttvirtur höfundur óttist að missa allt út úr höndum sér. Kristján Jóhann Jónsson er f. 1949. Hann kennir nú við Menntaskólann á Egils- stöðum. Haustið er rautt er fyrsta skáldsagan sem eftir hann birtist, Mál Í| og menning t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.