Þjóðviljinn - 12.12.1981, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 12.12.1981, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.— 13. desember 1981 Kaflar úr nýútkominni bók, Jens Munk eftir Thorkild Hansen í þýðingu Magnúsar Kjartanssonar Thorkild Hansen Ráöhúsiö milli Nýjatorgs og Gamlatorgs, en þar var bæöi pyndingaklefi og vfnkrá. Þetta er þriöja ráö- hús Kaupinhafnar; þvi var komiöupp um 1480, þvf var breytt á timum Jens Munks og hélst hér fram aö eldi 1728. vitaö þaö fyrirfram hvort sá sem i hlut átti héldi lifi og iimum á eftir. A hýöingarstaurinn voru einnig hengdir tveir blágrýtishnull- ungar, sem hlekkjaðir voru hvor við annan og nýttir til þess aö hengja þá um hálsinn á glæpa- mönnum, sem dæmdir voru til steinburðar af bæ, meðan bööull slö og hljömlist dillaöi. Menn voru hálshöggnir og hýddir fyrir framan ráðhúsið, en hengdir voru menn á aftökustað utanbæjar, i Kálfahöfn niðri viö sjó rétt við afrennslið úr Sankti Jörundar á, en þar stóð gálgi. Þar voru einnig framkvæmdar kvala- fullar og hávaðasamar aftökur svo sem sundurbrytjun og hjól- brot. Siðari aftakan var höfð við liðhlaupa og i þvi fólgin að brota- maðurinn var reyrður fastur, en siðan greip böðullinn hægri hönd hans og braut fingur hans aftur á við einn af öðrum. Þá kom röðin að olnboganum, þar varð hann að beita hnénu, eins og þegar viðar- bútur er brotinn, og loks kom að axlarliðnum, en við hann var auð- velt að eiga. Þegar búið var að leika vinstra arm brotamannsins á sama hátt, var haldið áfram með ökkla hans, hné og lærbein. Að lokum var rýjan sett á s tagl og kvað aumlega við, og þar fékk hún að liggja, nú var ekki lengur Mannlíf í Kaupinhöfn Ar liða, fólki læknast tannmein eða það deyr úr pest, og það er ekki ýkjamikið annað að segja bætir sögumaður beisklega við. Þó er kirkjugarðurinn ekki merk- astur staða i Hafnia Metropolis Celeberrima. Vilji menn vita deili á bæ, skyldu þeir ekki halda þangað sem menn ganga á vit einverunnar, heldur þangað sem þeir hittast, þangað sem höndlað er og dæmt, en þar eru sannir dagsprisar lifsins skráðir. 1 bæ skiptir torgið eitt máli og aftöku- staðurinn. 1 Kaupinhöfn áttu viðskipti sér einkum stað umhverfis Amákur- torg, en aftökur flestar fyrir framan ráðhúsiö á Gamlatorgi. Um þær mundir voru torgin tvö ekki tengd hvort öðru, ekki var enn búiö að leggja Nýgötu, til þess að komast af einu torginu á hitt varð annaðtveggja að halda um Skinnaragötu eða Kompaní- stræti. Markaður var haldinn miðviku- dag og laugardag, aftökur voru ekki jafn reglubundnar, en þang- að fór samt öngvu færra fólk sem taldi þær ljúfa styttingu i daglegu amstri. Þegar kóngur hélt hátið 1595 vegna þess að tvenn eðal- borin hjón voru gefin saman, var það sjálfsagður liður i hátiða- höldunum að gera mann höfði styttri. 7unda júni árið 1594 ætlaði linudansari aö ganga á taug ofan frá Bláturni og niður i kóngs- garða, en fresta varð sýningunni; samdægurs var semsé Jakob Ro- strup hálshöggvinn ókeypis. Enginn vildi missa af þvi. Hvun- dagsaftaka gat boðið upp á óvænta atburöi ef vel bar undir. Gimilegur ostabakki gerir ávallt lukku. Við óvænt innlit vina, sem ábætir í jólaboðinu eða sér- réttur síðkvöldsins. OSTABAKKI-GÓÐ TILBBEYTINÖ omÐ Láttu hugmyndaflugið ráða ferð- inni, ásamt því sem þú átt af ostum og ávöxtum. Sannaðu til, árangurinn kemur á óvart. OG SÚKKULAÐINU 25ta mai árið 1582 var Jóhanna dæmd til dauða, þvi að hún hafði þrivegis þýðst mág sinn. 1 upp- hafi var svo fyrir mælt i dómnum aö setja skyldi hana i poka og drekkja henni, en i mildi sinni haföi kóngur mælt svo fyrir að hún skyldi gerð höfði styttri. Hinsvegar hafði böðullinn fjórum dögum áður orðið að strýkja fjórar skækjur og þá tognað i handlegg. Þegar hann hjó fyrsta sinni tókst honum aðeins að koma smásári á háls Jóhönnu. Stúlkan gólaði aumlega og leið útaf. Ahorfendur sáu böðulinn höggva, fimm, sex sinnum enn, æ hraðar, hann varð tritilóður vegna þess að honum tókst ekki að leysa höfuðið frá skrokknum. Að lokum fleygði hann örvæntingarfullur frá sér sverðinu og flýði. Næsta dag komst allt upp, það kom í ljos aö galdrakona haföi lamað arm hans. En á torginu fyrir framan ráð- húsið gjörðust einnig aðrir at- burðir. Þar var hýðingarstaur- inn, margra álna hár gaur, rekinn I jörð niður og á honum stallur efst. Staurinn var brúkaður til kaghýðinga, en þá var brota- maðurinn, oft léttúðug kona, rig- festur við staurinn og berir bak- hlutar lúbarðir. Að þvi var gengið kappsamlega: talað var um húðlát við kagann. Siðan var sökudólgurinn settur upp á stall svo allir fengju vel séð, og refs- ingunni lauk á þvi, að hann eða hún urðu að stökkva niður á stein- lagninguna, en þá náði eftirvænt- ingin hámarki, þvi að enginn gat hætta á þvi að henni tækist að flýja Kaupinhöfn hina dýrlegu. Réttarfar þeirra tima ein- kenndist mjög af galdramálum sem flust höfðu til landsins með siðaskiptum Þegar Jens Munk gekk i land i Kaupinhöfn var enn verið að ræða um stórmerki þau er bitnað höfðu á nokkrum dönsk- um herskipum, sem flytja áttu elstu systur kóngs, önnu prins- essu, til að giftast Jakobi VI Skotakonungi. A leiðinni gjörði svo mikið rok og annaö and- steymi, að flotinn vað að gefast upp og leita vars hjá Flekkerey. A þessu var aðeins eina skýringu að finna, og skömmu siðar var búið að taka sökunautana, sex galdra- konur frá Fejeyju og þrjár úr Kaupinhöfn, þeirra á meðal Ane Koldings og Margrete Skrivers. Kellingarnar niu voru lagðar á kvalabekkinn allsnaktar, og þá kom sannleikurinn i ljós. Þær höfu sett nokkur leirker á borð og framleitt þannig ofsarok, siðan höfðu þær sent postulann „Lang- vinus” itómri öltunnu,ogsá hafði ásamt tveimur minni djöflum sem hétu „Pil-Hestesko” og „Smuk” hamlað för dönsku her- skipanna með þvi að festa sig við kjöl. Þetta varð siðan venjulegt játningarmál, og um haustið árið 1590 voru konurnar niu brenndar kvikar, eftir að presturinn hafði lesi bæn. Guðs orð er fjársjóður sálar okkar Með aðalhlutverk i þessum sjónarspilum fór böðullinn, eða eins og hann var oftast nefndur, meistarinn. Venjulega var þetta Brimarhólmur um 1611

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.