Þjóðviljinn - 12.12.1981, Síða 14

Þjóðviljinn - 12.12.1981, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12 — 13. desember 1981 dægurtónlist Fyrsta íslenska kyenrokkplatan GRÝLURNAR „lifandi komnar 59 Þá hefur fyrsta islenska kvennarokkhljómplatan litið dagsins ljós og það er fyllsta ástæða til að óska Grýlunum til hamingju með hana — og svo lika okkur hinum. Þetta er fjögurra laga plata. A hlið eitt (Hlið-in) er lag og texti Jóhanns G. Jóhannssonar, Fljúgum hærra, nornalag nokk- urt sem verið hefur einskonar vörumerki þeirra Grýlna. Og það heyrist strax á upphafsnót- um lagsins að það verður engin linkind sýnd á þessari „stuttu” breiðskifu. Einnig kemur þarna fram leikrænn still Grýlnanna i söng þeirra Ragnhildar og Ingu Rúnar, húmor fyrir sjálfum sér þótt alvara fylgi, og svo þessi spilagleði sem geislar af allri plötunni. Hitt lagið á hlið 1 er lag Bobs Dylan, Don’t think twice. Þar hressa Grýlurnar heldur betur upp á útsetningu Four Seasons á þessu gamla, góða lagi. Þá er það hlið 2 (Hlið-ið). Þar eru (af hæversku?) bæði lögin eftir Ragnhildi og Herdisi; texti við Gullúriö eftir Grýlurnar og við „Cold things” eftir Ingu Rún og Herdisi. Grýlur skjóta skáld- um ekki ref fyrir rass að þessu sinni, en hins vegar mörgum i lagasmið. Gullúrið er þungur (kvenna)rokkari með (tviræð- um) húmor, þar sem Herdis brillerar á bassann þungan og melódiskan, og slær þar með eins og yfirleitt tvær feitar fiski- flugur i einu höggi. Linda er i góöu stuði. „Cold things” er táninga- brjálæðisblús — og Ragnhildur túlkar hann vel (brjálæði fer ekki eftir „réttum” nótum). Hér kemur Inga Rún verulega á óvart með fallegu gitarsólói, en Herdis fer yfirleitt með sóló- hlutverkið hjá Grýlunum á bassann og Inga þá „ryþma” og „effekta”. Það er ofsa góður „blúsfiling- ur” i „Cold things” og góður rokkkafli þar sem Herdis fer enn á kostum. Og Linda er kraftatrommari, en hún og Ragnhildur á SLAG-hörpunni vinna mjög vel saman i að drifa áfram hinn kraftmikla „ryþma” i músik Grýlnanna. Ragnhildur Gisladóttir sýnir svo sannarlega á sér margar hliðar nú i Jólapiatnaflóðinu: tekur þátt i gerð barna-, jóla-, --rrThannaðV «inS'a° •. Herdis Hal‘ rei6ars- asss--**^ ur. og poppplatna með engilbliöri röddu, og „frikar” svo út i Grýlurokki minna heflaðri raustu. Hún sér um útsetningar og stjórnar upptöku á „Grýlun- um”, en upptökumenn i Hljóð- rita (i fjórum „sessjónum”) voru Gunnar Smári og Sigurður Bjóla. Þeir hafa reynst Grýlum notadrjúgir og „sándið” er mjög liflegt, enda ekki um nein- ar „yfirtökur” að ræða. Grýl- urnar eru að visu ekki bestu hljóðfæraleikarar i heimi, eins og fóik gæti kannski haldið af of- ansögðu, en sem heild eru þær þrælgóðar og samstilltar. Þær lögðu af stað sem rokkhljóm- Rurrkur Pillnikk verður ein af þeim hljómsveitum sem taka þátt I dauðateygjum N.E.F.S. NEFS hættir Þá eru dagar N.E.F.S. allir og þar með líðinn • undir iok einn mætasti klúbbur síðari ára. Þótt klúbburinn hafi ekki náð háum aldri skilur hann eftir ómældar hamingju- stundir í huga manns. Banamein hans var margþætt, og skal hér vikið að því helsta. í það fyrsta þá var fjárhags- legur grundvöllur klúbbsins alla tið mjög veikur. Greidd var föst leiga 1600 kr. fyrir hvert kvöld og skipti engu hvað margir á- heyrendur komu inn. Sala af vinveitingum rann óskipt til Félagsstofnunar. Fjármögnun klúbbsins hvildi þvi eingöngu á miðasölu. en frá henni dróst húsaleiga og laun til fram- kvæmdastjóra klúbbsins sem var i hálfsdags starfi. Hljóm- sveitirnar voru ráðnar upp á prósentur af innkomu en samt var lágmarksgreiðsla alltaf innt af hendi án tillits til innkomu t upphafi gekk allt mjög vel, mæting góö en nýjabrumið hvarf fljótlega af staðnum og fór þá skjótt að siga á ógæfu- hliöina. Nýverið fór stjórn N.E.F.S. þess á leit við stúdentaráð aö leigan yrði föst prósenta af inn- komunni. Þvi var hafnaö og ef eitthvaö var þá fór stúdentaráð fram á hærri húsaleigu. Stúdentapólitik i Háskólanum spilaði stórt hlutverk i falli N.E.F.S. en starfsemi klúbbsins var mörgum stúdentum þyrnir i augum. Voru reynd hin lúaleg- ustu brögð til að kasta rýrð á starfsemi klúbbsins. Voru Vinstri menn þar i fylkingar- brjósti. Fráfall N.E.F.S. kemur til með að skilja eftir sig stórt gat I islensku tónlistarlifi sem ekki verður fyllt uppi nema meö öör- um klúbb sem verður af sama toga spunninn. Þeir sem vilja veröa vitni aö dauðateygjum klúbbsins ættu að láta sjá sig um næstu helgi þvi þá verður mikið að gerast. Miðvikudag 16. des. Sjálfsfróun. Vonbrigði, Þéry ofl. Fimmtudag 17. des. Purrkur Pillnikk, Ólafur ósýni- legi,Jonie Jonie ofl. Laugardag 19. des. Þeyr, Purrkur PiIInikk, Spegill Spegill, Grenj ofl. Mjötviöur Mær Mjötviöur Mær það besta sem hljómsveitin Þeyr hefur sent frá sér. Það telst núorðið til meiri háttar tiðinda þegar hljómsveit- in Þeyr sendir frá sér breið- skifu. Hljómsveitin hefur unnið sér sess sem ein besta hljóm- sveit sem islenskt tónlistarlif hefur alið af sér. Og þvi cru miklar kröfur gerðar til þeirra sveina, þaö er ætlast til þess að þeir fylgi eftir þeim tónlistar- iega vaxtarbroddi sem einkennt hefur feril hljómsveitarinnar. Ég held að það fari enginn i fýlu ef ég fullyrði að aðainý- sköpun I islensku tónlistarlifi þessa dagana eigi sér stað i kringum Þey og BARA-Flokk- inn. A nýjustu breiðskifu sinni, Mjötviður Mær stiga „Þeysarar” enn eitt skrefið fram á við. Þessi plata er eðlilegt framhald af Iður Til Fóta.Er að visu öllu tormeltari og verður að gefa henni tima. Tima sem svo sannarlega er vel varið og gefur rikulega upp- skeru. Það er hvergi veikan blett að finna á piötunni, lögin eru hvert öðru betra. Perlur eins og „Rudolf”, „Ónefnt”, „Current” „Mjötviöur” og öll hin. Um gæði hljóðfæraleiksins og söngsins væri hægt að skrifa margar blaðsiður. Sem hljóð- færaleikarar eiga „Þeysarar” sérfáa lika hér á landi. Þeir eru önnur af tveimur bestu hljóm- sveitum landsins, hin er Þursarnir. Söngur Magnúsar hefur ávallt heillað mig og finnst mér söngur hans vera TASS Manni brá ekki svo lítiö þegar litla platan með Jó- hanni Helgasyni kom út á dögunum með lögunum „Take Your Time" og „Burning Love". Því þar fór Jóhann inn á svokall- aða „f uturista" - braut. Þessi undrun var ekki síst mikil sökum þess að næsta plata þar á undan var Hugsanir Yuslans þar sem þeir Magnús og Jó- hann leiddu saman hesta sína. Tass, en svo heitir nýjasta breiðskifa Jóhanns, kemur manni spánskt fyrir sjónir. Þvl eftir að hafa hlýtt á litlu plötuna átti ég vona á „futurista”-plötu en ekki ,,soft”-rokk-plötu eins og raun varð á. Það eru aðeins þessi tvö lög sem eru undir futurista-áhrifum og má vera að þessi ranga vænting min orsaki neikvæð áhrif. En einhvern veg- inn fannst mér ekkert af rokk- lögunum ná þeim gæðum sem Nýjasta breiðskifa Jóhanns stendur ekki undir þeim vænt- ingum sem við hana voru bundn- eru i ,,futurista”-lögunum. Þvi verður ekki á móti mælt að Jó- hann er snjall lagasmiður þegar um er að ræða hugljúf og melód- isk lög, eins og „Love Is The Reason” og „I’m Tellin’ You”. Þvi kemur örlitið undarlega fyrir sjónir hve Billy Joel áhrif eru sterk i tveimur lögum plöt-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.