Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 15
Helgin 12.— 13. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Andrea Jónsdóttir skrifar sveit og það eru þær svo sannar- lega. Og mikið helviti eru þær skemmtilegar. Með þessari plötu hafa þær sýnt að þær duga... og þar með útilokum við hinn möguleikann. Grýlurnar eru gefnar út hjá útgáfufyrirtækinu Spor, sem er einskonar hliðarspor Steina hf. en undir stjórn Jónatans Garð- arssonar. Grýlurnar eru fyrsta islenska platan sem Spor gefur út, en tvær erlendar eru þaðan komnar á islenskan markað: Gosh it’s ... Bad manners, en Badmanners er ska-hljómsveit, ekki lakari en Madness. Hin platan er Flying colours með rokkabillý hljóms veitinni Matchbox. Lög þeirra hljóma eins og stuðlög frá sjötta ára- tugnum og eru góð sem slik en ef miða á þá við Stray Cats, sem einnig er með rokkabillý á dag- skrá, þá finnst mér þeir fyrr- nefndustanda þeim siðarnefndu langt að baki. En af þessum þrem plötum sem Sporið hefur sent frá sér eru Grýlurnar frumlegastar, og Sporinu (Jónatani) til sóma. Njóti allir vel og lengi. A Jón Viðar Sigurðsson skrifar punkturinn yfir i-ið i tónlist hljómsveitarinnar. Annað sem er athyglisvert er hve textar hljómsveitarinnar hafa batnað mikið. Allir eru ljóð sumir eru vel kveðnir aðrir sæmilega ýmsir hljóma vel meðan aðrir menn eru nánast óprenthæfir Spurðu sjálfan þig: er ég sigilt ljóð eða tækifærisvisa? (Onefnt. Hilmar ö. Hilmarsson). Steini gitarleikari kemur á óvart með tveim bráð skemmti- legum textum: Ávisun — innistæða reikningur i sæðisbanka örlögin ákveðin löngu fyrir getnaðinn — FORLÖG ASEGULBANDI — („2999”) Mjötviður Mær er það besta sem „Þeysarar” hafa sent frá sér. Og vist er að hróður þeirra mun vaxa til muna með þessari plötu. unnar. I fyrstu hélt ég aö um einhverja misheyrn væri að ræða en svo reyndist ekki vera. Þessi lög eru „Victim” og „She’s Done It Again”. A plötunni nýtur Jóhann stuðnings og aðstoðar Jakobs Magnússonar sem stjórnaði upptökum og hljóðblöndun. Einnig sér Jakob svo að segja einn um allan hljómborösleik á plötunni af sinni alkunnu snilld. Af öörum frægum tónlistar- mönnum má nefna Mike Porcaro og Mike Landau svo einhverjir séu nefndir. Eins og við var að búast þá er allur tón- listarflutningur hinn öruggasti og hvergi neina hnökra að finna. Söngur Jóhanns er fádæma góð- ur og sýnir hann á sér allar sinar bestu hliðar. Þessi plata veldur mér tölu- verðum vonbrigðum sem stafa eflaust af þvi að ég gerði mér allt, allt aðrar hugmyndir um plötuna i upphafi. Og „soft” rokk á ekki beint upp á pallborð- ið hjá mér þessa dagana. Norsk fjölskylda á íslandi hernámsára Setberg hefur sent frá sér bókina „í herteknu landi” eftir Ásbjörn Hildremyr. Þetta er saga norskrar fjölskyldu hernámsárin á islandi 1940-1945. Vorið 1940, þegar innrásarher Þjóðverja nálgaðist Álasund i Vestur-Noregi, héldu margir út- hafsfiskibátar þar um slóðir til hafs fullir af fólki, sem heldur kaus að flýja land en falla i hend- ur Þjóðverja. Brattvogur nefnist smábær á Sunnmæri. Þaðan héldu tveir fiskibátar samtimis vornótt i mai 1940. Ferðinni var heitið til Ameriku. Einn af flótta- mönnunum var drengur, Asbjörn Hildremyr. Bátarnir komust aldrei til Ameriku, ofviðri og veikindi hömluðu; norsku fjölskyldurnar fengu samastað i Reykjavik. Margir kunnir Islendingar koma við sögu. Ásbjörn verður til dæmis heimagangur hjá Mera - Manga, og synir hans verða leik- félagar hans. Bókin gefur ótrú- lega glögga mynd og fjölbreyti- lega af Akureyri og Reykjavik á þessum mestu umbrotatimum i sögu okkar á siðari öldum. Ásbjörn Hildremyr hefur þýtt á norsku tuttugu islenskar bækur. Á seinni árum hefur hann oft komið til Islands og á hér marga vini. Bókin „í herteknu landi” er 212 blaðsiður, en Guðmundur Dan- ielsson rithöfundur islenskaði. Svínahirðir- inn og Hans klaufi með myndum IÐUNN hefur gefið út tvö ævin- týri eftir H.C. Andersen, Svina- hirðinn og Hans klaufa með myndum eftir sænska teiknarann Ulf Löfgren.Áður hafa komið tvö önnur ævintýri með teikningum Löfgrens, Nýju fötin keisarans og Eldfærin. — Þýðingar Steingrims Thorsteinssonar eru prentaðar hér eins og i hinum fyrri bókum. Bækurnar eru gefnar út i sam- vinnu viö Angus Hudson i London og prentaðar i Bretlandi. VíSA 4548 9000 0000 00b9 &MrÆ Landsbankinn býður nú nýja þjónustu, VISA greiðslukort. Þau eru ætluð til notkunar erlendis til greiðslu á ferðakostnaði svo sem fargjöldum og uppihaldi. VISAINTERNATIONAL er samstarfsvettvangur rúmlega 12 þúsund banka í um 140 löndum með yfir 80 þúsund afgreiðslustaði. VISA greiðslukort eru algengustu greiðslukort sinnar tegundar í heiminum. Upplýsingablað með reglum um afhendingu og notkun liggur frammi í næstu afgreiðslu bankans. GreiÖari leið með VISA greiöslukorti Einnig býður Landsbankinn ferðatékka með merki VISA. Onnur nýjung í gjaldeyrisþjónustu Landsbankans er Alþjóðaávísanir (Intemational Money Orders). LANDSRANKI ÍSLANDS Kynnið ykkur gjaldeyrisþjónustu Landsbankans. LANDSBANKINN Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.