Þjóðviljinn - 12.12.1981, Side 17
bókmenntir
Helgin 12.— 13. desember 1981 ÞJÓÐVILJÍNN — SIÐA 17
Nemendafélög
Háskólans:
Vilja hærri
framlög
til Háskóla
Islands
Félag sagnfræðinema, Félag
verkfræðinema og Félag þjóð-
féiagsfræðinema i Háskóia
tslands, svo og fundur mennta-
málancfndar Stúdentaráðs með
fulltrúum dcildarfélaganna hafa
lýst óánægju sinni með fjárveit-
ingar til háskólans.
1 ályktun SHl segir að undan-
farin ár hafi fé til skólans verið
skorið niður svo um muni. Yfir-
vofandi nú sé lokun Háskólans
einhvern tima og niðurskuröurinn
bitni á þeirra starfsemi sem
Háskólanum er ætlað lögum sam-
kvæmt.
Skora ofangreindir aðilar á
stjórnvöld að bregðast nú hart við
og hækka f járveitingar til
Háskóla tslands frá þvi sem fjár-
- lagafrumvarpið nú gerir ráð
fyrir, svo skólinn geti staðið undir
nafni sem visindaleg rannsóknar-
«,og fræðslustofnun.
Arni Björnsson
flettirit handa þúsundum forvit-
inna. Ýtarleg heimildaskrá er
hins vegar aftast i bókinni.
Frá getnaði til greftrunar
en tekur það skýrt fram i formála
að lesendur skuli ekki Imynda sér
að svör finnist við öllum spurn-
ingum varðandi þessar stiklur á
mannsævinni. Segir hann að
miklu frekar megi lita á bókina
sem sýnishorn siöa og hátta sem
tiökast hafi i tilefni af áður-
nefndum skrefum á lifsbrautinni.
Heimildir Arna eru Biblian,
fornsögur, þjóðsögur, sagnir,
dansar, ferðasögur, fræðslurit,
fyrirmæli, tilskipanir, dómar og
lög, auk ýmissa fræðirita. Þá
styðst hann einnig við svör við
spurningaskrám sem Þjóðminja-
safnið hefur sent frá sér t.d. um
barniö, fæðingu og fyrsta ár og
andldt og útfararsiöi.
Bókin er þó siður en svo þurr
aflestran heldur er hún krydduö
með ýmsum skemmtilegheitum,
jafnvel djörfum frásögnum.
Undirkaflar fyrsta kaflans um
getnað heita t.d. Takmörkun kyn-
maka. Aðferðafræði, Orsök og
afleiðing, Bersögli og
Kynfræösla. 1 kaflanum Bersögli
er t.d. tekin orðrétt fræg ástar-
farslýsing úr Bósa sögu og Her-
rauðSj svo að eitthvað sé nefnt.
Margs konar fróðleikur flýtur
með i bókinni og t.d. er i sérstök-
um kafla um nafn og nafngiftir
tafla um algengustu mannanöfn á
tslandi á ýmsum timum. Þar
kemur m.a. fram að karlmanns-
nafnið Þorsteinn kemur oftast
fyrir á Söguöld en Þórður á tima-
bilinu 1100-1299. Frá og með
manntalinu 1703 til 1970 eru Jón
og Guðmundur algengustu
nöfnin. A Söguöld koma kven-
mannsnöfnin Þorgeröur og Þór-
dis oftast fyrir, 1100-1299 eru Guö-
rún og Helga algengust en frá og
með 1703 til 1970 Guðrún og Sig-
riður.
Merkisdagar á mannsævinni er
sett upp á likan hátt og fyrri rit i
þessum bókaflokki og verður ekki
annað sagt en frágangur allur sé
hinn vandaöasti. Engar tilvitn-
anir eru i bókinni enda tekur Arni
fram aö henni hafi aldrei veriö
ætlað að vera visindarit fyrir tugi
útvaldra heldur læsilegt upp-
Arni Björnsson:
Merkisdagar á mannsævinni;
gamiar venjur,
siöareglur og sagnir.
Bókaforlagið Saga,
1981.
Eitt af þeim verkum sem nauð-
syn hefur þótt að i hverju góðu
heimilisbókasafni eru Islenskir
þjóöhættir eftir Jónas frá Hrafna-
gili, nauðsynleg uppflettibók og
skemmtilesning um leiö. Bóka-
forlagið Saga hefur nú gefið út
þrjár bækur i bókaflokknum
Framtið og fortfð og spanna þær
allar að meira eða minna leyti
efnisflokka sem finna má i Is-
lenskum þjóðháttum þó að með
öðrum hætti sé. Fyrst kom út
Saga daganna, hátiöir og merkis-
dagar á Islandi og uppruni þeirra
eftir Árna Björnsson, þá Þessa
heims og annars, könnun á dul-
rænni reynslu Islendinga, trúar-
viðhorfum og þjóðtrú eftir Erlend
Haraldsson og nú er nýkomin út
bókin Merkisdagar á mannsæv-
inni, gamlar venjur, siöareglur
og sagnir eftir Arna Björnsson.
Allt eru þetta nauðsynlegar hand-
bækur sem mörg tækifæri gefast
til að fletta upp i.
Arni Björnsson cand. mag.
skrifaði á sinum tima prófritgerð
i islenskum fræöum um jól á Is-
landi og gaf siðan út samnefnda
bók árið 1963. Sú bók kom út aukin
fyrir fáeinum árum. Saga dag-
anna kom fyrst út 1977 og varð
lika vinsæl þvi aö hún kom út i
annaö skipti i fyrra. Nú bætist
þessi við en allar fjalla þær um
gamla þjóöhætti á Islandi. Þess
má geta aö Árni hefur i mörg
undanfarin ár starfað á þjóð-
háttadeild Þjóðminjasafnsins auk
þess sem hann hefur kennt fræði
sin við Háskóla Islands. Hann má
þvi telja helsta sérfræðing okkar
um þessi efni og arftaka Jónasar
frá Hrafnagili. Ég á von á þvi að
bækur hans verði klassiskar likt
og Islenskir þjóðhættir og ekki
spillir það heldur að Árni er ritfær
i besta lagi og skemmtilegur i
þokkabót.
1 bókinni Merkisdagar á
mannsævinni fjallar Arni um
getnað, fæðingu, skirn, fermingu,
festar, brúðkaup, andlát og útför
Guðjón
Friðriksson
skrifar
Jólatilboö sem hlustandi er á
SL—B202
Einn af hinum frægu TECHNICS spilurum. Hálfsjálf-
virkur meö hraóafínstilli og stjórnborði fyrir utan lokið.
ST-ZllL
Útvarps, 3 bylgjur, FM stereo, MW,
LW með útsendingarnæmnisljósum.
RS-M205
Kassettutæki. Framhlaðið með
snertitökkum, fyrir allar tegundir af
spólum og með DOLBY. Svið 20—
17.000.
SU-211
Stereomagnari 2X25 sínusvött við 8 ohm á sviðinu
20—20.000 (lægsta vatta tala). Toppmagnari með öllum
tengimöguleikum og flúorsent ljósum.
SB-3030
Hátalarar 50 sínusvött (75 músik), 3
hátalarar, hátíðni, miðtóna og bassi.
SH-553
Viðarskápur á hjólum og með glerhurö.
Verð aðeins
kr. 11.674 staðgr.
JAPIS
. : : ; ,,, v
BRAUTARHOLTI2. - SÍMI27133
SÉRHÆFÐ HLJÓMTÆKJAVERSLUN