Þjóðviljinn - 12.12.1981, Page 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12,— 13. desember 1981
erlendar bsekur
M. Bloch/ F. BraudeL
L. Febvre u.a.:
Schrift und Materie der
Geschichte. Vorschlage
zur systematischen
Aneignung historischer
Prozesse.
Herausgegeben von Claudia Hon-
egger. Suhrkamp Verlag. 1977.
Þetta er nokkurskonar kynn-
ingarrit á „Annales”, hinu kunna
franska sagnfræöi-timariti, sem
hóf göngu sina 1929. Allir fremstu
sagnfræöingar Frakka standa aö
þessu riti og þaö braut blaö i
sagnfræöirannsóknum fyrst og
fremst meö þ;vi aö leggja áherslu
á efnahags-og samfélagsþætti og
leitast viö aö átta sig á „parad-
igma” hvers tima, skynjun kyn-
slóöanna á hverjum tima og mati,
sem er reist á mismunandi for-
sendum. I þessu úrvali eru rit-
smiöar þrettán franskra sagn-
fræöinga, sem standa aö
„Annales”. Fyrsta greinin er hin
kunna grein Fernand Braudels
um sagnfræöi og félagsfræöi.
Síöan koma greinar eftir Furet,
Vilar, Marc Bloch, Le Roy Lad-
urie, Lucien Febvre, Le Goff,
Duby, Mandrou ofl. 1 þessum
greinum birtist stefna „Anna-
les”, samþætting og skörun
mennskrar viöleitni, þar sem
sagnfræöin spannar yfir allar þær
greinar sem snerta lif mannanna
á þessari jörö. Þetta er þarft rit,
þvi samkvæmt skoöun útgef-
andans var kunnugleiki þýskra
sagnfræöinga á kenningum
frönsku annalistanna fram til
þess aö úrvaliö birtist, mjög rýr.
Claudia Honegger hyggst bæta
nokkuö úr þessari vanþekkingu
meö útgáfu úrvalsins. Undan-
farin ár hafa birst mörg verka
þeirra manna sem eiga greinar i
þessu riti, verk, sem hafa vikkaö
og dýpkaö sögu þeirra timabila,
sem þeir hafa fjallaö um i þessum
verkum. Má nefna sem dæmi rit
Braudels: Civilisation matérielle,
économie et capitalisme,
XVe-XVIIIe sifecle, rit i þremur
bindum, rit Dubys og Le Goffs um
miöaldasögu og rit Mandrous.
Svartigaldur
Framhald af 6. siöu.
hafði teygt beran handlegg inn
um gluggann ofanverðan og
varað reyna aö opna að neðan-
verðu.
Rimski fannst ljósið á borð-
lampanum slokkna og skrif-
boröið hallast. Iskaldur gustur
fór um hann, en til allrar ham-
ingju tókst honum að verjast
falli. Það sem hann átti eftir að
kröftum fór i að hvi'sla:
- Hjálp ...
Varenúkha stóð vörð við dyrnar
og tók nú að hoppa og svifa i
iausu tofti. Hann veifaði til
Rimskis kræklóttum fingrum,
hvæsti og skellti i góm og
blikkaði stúlkuna.
Hún hamaðist á glugganum,
tróð rauðhausnum inn um opið
teygði handleggina eins langt
og hún gat og fór að klóra i
neðri lokuna og hrista rúðu-
karminn. Likgrænn handleggur
hennar teygðist einsog hann
væri úr gúmmi. Loks náðu
grænir fingur liksins utan um
lokuna, sneru henni, og glugg-
inn opnaðist. Rimski rak upp
lágt óp, hallaði sér upp að
veggnum og hélt skjalatösk-
unni fyrir framan sig einsog
skildi. Honum var ljóst að
dauðastund hans var upp runn-
in.
Þaö er annaö en gaman að eiga
viö árann og skratta hans og vera
ekki meö tandurhreina sam-
visku!
Lokslangarmigaðgetaþess að
ég sá i London sl. vor leikrit eftir
Búlgakof sem á ensku hét The
Crimson Island og var bráðærsla-
fenginn byltingarfarsi, bannaður
fjórum dögum eftir frumsýningu
1928. tslensku leikhúsin mættu at-
huga hann eða önnur leikrit
Búlgakofs i framhaldi af þessari
útgáfu á Meistaranum og
Margaritu.
• Blikkiðjan
Asgaröi 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468
Vélprjónasamband Islands
Sölusýning á vélprjónuðum fatnaði verður
að Hallveigarstöðum sunnudaginn 13.
desember frá kl. 13 til 18. Til sölu m.a.
dömukjólar, barnakjólar, drengjaföt,
peysur, nærföt og margt margt fleira.
Þetta er mjög góður fatnaður á vægu
verði.
Verið velkomin.
Vélprjónasambandið
Blaðberabíó
í kröppum leik
Æsispennandi mynd í litum og
með ísl. texta
I Regnboganum, laugardag kl. 1
e.h.
Góða skemmtun!
wornium
StoUMULA 6. SlMI »1333