Þjóðviljinn - 16.12.1981, Qupperneq 4
4 SÍÐA — Jólablað t>jó&viljans
Dr. Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum:
Kj ar nor ku ví gbúnaður:
helstefna eða lífsstefna?
Hvert stefnir vigbúnaöarkapp-
hlaup risaveldanna? Er þaö
kapphlaup til dau&ans e&a til lifs-
ins? Er stefna þess til heljar eöa
lifs? Erjöröiná leiö til torti'ming-
ar, sem ekki veröur meö neinu
móti umflúin? Munu spádómar
allra tima bráttrætast, spádómar
um heimsendi, er jöröin muni
brenna upp i eldi og frumefnin
leysast sundur? Eöa er hin mikla
úrslitakreppa aö nálgast, þegar
skorið veröur úr um framtlö
mannsog heims? Hver á svör viö
slikum spurningum, eru þaö vis-
indamenn, guöfræðingar, heim-
spekingar, eru þaö stjórnmála-
menn eða hernaöarsérfræöingar?
Sex þúsund
fundir
Svörin hefur enginn á reiöum
höndum. — Þrátt fyrir háþróaöa
visindaþekkingu og vel skipu-
lagða alþjóölega starfsemi á
mörgum sviðum allt frá lokum
seinni heimsstyrjaldar hefur þó
fjöldinn allur af stjórnmálaleiö-
togum getað tekið undir orð fyrr-
verandi framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna U Thants er
hann sagði, að mannkynið væri
eins og smábarn aö leik meö rak-
vélarblað. Alþjóöleg samtök eins
og Sameinuðu þjóöirnar horfa
máttvana og úrræðalaus á
hömlulaust vi'gbúnaöarkapp-
hiaup. Viöræöur hefur ekki skort,
frá striðslokum hafaveriö haldn-
ir yfir sex þúsund fundir um af-
vopnunarmál, þar af 300 i Salt II
viðræðunum, en árangur hefur
enginn orðið, sem sést af þvi að
vigbúnaðurinn er trylltari en
nokkru sinni fyrr.
Nú er svo komiö aö f jöldi þjó&a
býr yfir þekkingu og getu til þess
að framleiða kjarnorkusprengju
og talið er a& 35 þjóöir geti fram-
leitt slik vopn meöskömmum fyr-
irvara. Tilraunir með kjarnorku-
sprengjur halda stöðugt áfram,
frá striðslokum hafa verið geröar
nærri sjöhundruö tilraunir með
kjarnorkusprengjur, margar i
andrúmsloftinu. Vopnaverk-
smiðjur starfa meö fullum af-
köstum, sala á vopnum til þriöja
heimsins hefur margfaldast á
nokkrum árum, bróðurparturinn
af þeirri sölu fellur i skaut vestur-
löndum. Þarna eiga fátækustu
þjóðir i hlut en meir en helmingur
rikjaþriðja heimsins býr viö her-
foringjastjórn, sem tekur brauöið
frá börnunum til þess aö vigbúast
og viðhalda oft á tiðum óréttlæti i
margvislegum myndum. 1 raun
og veru er strið framtiðarinnar
hafiö þegar fé er heldur varið til
vopnakaupa en til þess aö seöja
hungur þess milljarðar manna,
sem býr viö þau kjör i' heiminum;
af þeim svelta um 55 milljónir
manna til bana á hverju ári.
Hvergi hefur hugvit og tækni-
þekking mannsins náö lengra en i
smiöi morötóla, þaö kemur
reyndar fáum á óvart, þegar þess
er gætt, aö yfir 400 þúsund vis-
indamanna vinna aö vigbúnaöi.
Fuilkomnustu eldflaugar, sem
tileru, og áætlað er aö koma fyrir
I Vestur-Þýzkalandi áriö 1983 ef
áætlun NATO frá þvi i desember
fyrir tveim árum standast, eru
hinar meðaldrægu Pershing II
eldflaugarsem fljúga með 20 þús-
und km. hraöa á klst. Þær eru út-
búnar fullkomnasta stýribúnaöi,
sem til er og þær geta hæft skot-
mark i 2000 km fjarlægö meö að-
eins 45 metra skeikun — eöa álika
og salur þessi er á lengd — er þær
steypa sér úr 240 km hæö beint á
skotmarkið og grafa sig allt að 30
metra niður i jöröina áður en þær
springa og granda niöurgröfnum
eldflaugabyrjum andstæðingsins.
Eða Trident kafbátarnir, sem
senn — jafnvel á þessu ári, munu
sigla um heimshöfin. Þeir eru
tvöfalt stærri en stærstu kafbát-
ar, sem nú eru til, yfir 170 metrar
á lengd. Þeir munu flytja 24 eld-
flaugar af Trident II gerð, sem
hverum sig ber ekki aðeins eina
kjarnorkusprengju heldur 17.
Hver sprengja hefur sjálfstætt
skotmark vegna hins fullkomna
stýribúnaðar. Einn Trident kaf-
bátur getur þvi grandaö 408 skot-
mörkum í allt aö 10 þúsund kiló-
metra fjarlæ^, sem Trident II
flaugin dregur. Þeir kosta hver
um sig 1,5 milljarö bandariskra
dollara eða 12 milljarða fslenzkra
króna. Aætlunin hljóöar upp á
a.m.k. 30 slika báta.
Til hvers
er keypt?
Hisaveldin keppa, stóru hern-
aðarbandalögin keppa. En um
hvað? Til hvers? Hvers vegna
getur ekkert stöðvaö þetta vit-
firrta kapphlaup, hvorki slökun-
arstefna né viðræöufundir og af-
vopnunarráðstefnur? Hvernig er
slökkt á þessari sjálfvirku vél
dauðans? Hvar er frumorsökin?
Er það pólitiskur ágreiningur
risaveldanna, er það tæknin, sem
pólitik og vigbúnaður laga sig sið-
an að, eru það hinar risastóru
vopnasmiðjur risaveldanna, eru
það vopnasalar eða er þetta allt
saman samkvæmt þvi sem tals-
menn risaveldanna og stóru hern-
aöarbandalaganna segja, visvit-
andi gert i þágu aukins friöar?
Bæði risaveldin hafa þann sjálfs-
skilning, aö þau ein séu friðsöm
og kosti kapps um að vernda frið-
inn, báöir leiðtogar þeirra birtast
heiminum eins og brosandi friö-
arhöfðingjar, afslappaðir og oft
rifandi af sér brandara á báða
bóga. Býr kannski undir brosinu
martröð þeirrar vitundar, að
ferðin sé stjórnlaus, hraðinn auk-
ist og aukist en enginn finni aö-
ferð tíl að stöðva þessa hraöferö
til tortimingar?
Bæði hernaðarbandalögin á
noröurhveli jarðar segjast vigbú-
asttil þess aö verjast hugsanlegri
áras.Til þess hafa þau ákveðnar
kenningar að leiðarljósi. Allt frá
striðslokum hefur kenningin um
ógnarjafnvægi veriö meginkenn-
ingin. í henni felst, að mikill vig
búnaöur fæli andstæðinginn frá
árás, vopnin séu i rauninni aðeins
til sýnis og fælingar. Geri annar
aðilinn árás muni hinn kvitta fyr-
ir svo um munar. I þvi skyni hafa
risaveldin komið sér upp full-
komnu kerfi langdrægra eld-
flauga heima fyrir.
En kenningin um ógnarjafn-
vægi reyndist ekki alls kostar ör-
ugg þegar frá leið. Einkum hefur
þessi kenning takmarkað gildi
fyrirEvrópu og varþvikomið þar
fyrir kerfi skammdrægra eld-
flauga sem ná ekki inn i risaveld-
in heldur takmarkast við banda-
lagsriki hernaðarbandalaganna.
En einnig þetta kerfi reyndist
skammgóður vermir. 1967 kemur
opinbertega fram kenning NATO
um sveigjanleg viðbrögð i striöi,
húnfelur isérþann möguleika,að
hugsanlegt sé að beita kjarnorku-
vopnum, sem farið var að setja
upp 1957 i Evrópu, i einhverjum
mæli ef þörf gerist.
Með aukinni tækniþróun i vig-
búnaði hefur hættan á þvi aukist,
að kjarnorkuvopnum verði beitt i
Evrópu. Heimspekingurinn Carl
Friedrich von Weizsacker benti á
það fyrir nokkrum árum, að ein-
■ mitt sú öra tækniþróun, sem nú er
orðin staðreynd.ekkisizt þar sem
hinar meðaldrægu eldflaugar eru
annars vegar, muni stórauka
hættuna á kjarnorkustyrjöld i
stað þess að draga úr henni.
Hættan felsteinkum ihinni miklu
nákvæmni stýribúnaðarins, hrað-
fleygni eldflauganna og hinum
litlu kjarnorkusprengjum sem
þær bera. Alþjóðlegar friðar-
rannsóknarstofnanir benda á, aö
nifteindasprengjan sé sams kon-
ar ögrun við heimsfriðinn, þar eð
hún lækki hinn svokallaða kjarn-
orkuþröskuld og geri mönnum
þar með auöveldara aö stiga hið
örlagarika skref um leið og hún
eykur ógn varnarkerfisins. Einn-
ig benda þær á, að styr jöld kunni
að brjótast út á margvi'slegan
annan hátt, t.d. meö þvi að risa-
veldin drægist inn i tiltölulega
takmörkuð hernaðarumsvif i
þriöja heiminum, sem siðan
leiddi til þeirra ragnaraka, sem
vigbúnaðinum var ætlað að koma
i veg fyrir.
Það er helstefna, sem Jimmy
Carter, fyrrverandi forseti
Bandarikjanna lýsti i siðustu
ræðu sinni sem forseti i upphafi
þessa árs, er hann sagði: „Ef til
vill er það aðeins timaspursmál,
hvenær brjálæði, örvænting, öf-
und eða mistök leysa hið skelfi-
lega tortimingarvald kjarnorku-
sprengjunnar úr læðingi”. Þess-
um orðum visar enginn á bug,
sem eitthvað vill vita um vigbún-
að, hættan felst i vigbúnaðinum
sjálfum, sem æðir áfram sem
öskrandi ljón, sem enginn ræður
neitt viðlengur. Andstæ&ingurinn
er vigbúnaðurinn, þaö er þvi'grár
leikur og ögrun við mannlega
skynsemi, þegar stjórnmálaleiö-
togar halda þvi fram, að enn sé
þörf á auknum vigbúnaði. Hver
einasta sprengja sem bætist við
vopnabúr risaveldanna eykur ör-
yggisleysi mannkynsins, hvort
sem hún er sett upp austan járn-
tjalds eða vestan. Attum okkur á
því i tæka tið, að hættuna eigum
við öll sameiginlega hvar i flokki
sem viö kunnum aö standa.
Siðfræði
útlagans?
En hvað blasir þá við, er ein-
hver lausn i sjónmáli eða eigum
við að bi'ða þess, að spádómur
Jimmy Carters verði að veru-
leika? Er heimurinn i raun og
veru vonlaus? Gildir nú aftur sið-
fræði Gisla sögu Súrssonar, að
horfast I augu viö ill örlög með
köldu hugrekki, láta ekkert setja
sig út af laginu ekki einu sinni
martröö næturinnar, drauminn
um hinn blóðuga vef, sem örlaga-
nornir slá dag sem nótt? Er ör-
yggið fólgið i auknum vigbúnaði,
sem nú þegar nægir til þess að
tortima jörðinni mörgum sinnum
með þeim fimmtiu þúsund kjarn-
orkusprengjum sem til eru? Og
vopnin hlaðast upp, eigum viö
samt að láta sannfærast, að auk-
inn vigbúnaður sé nauðsyn —
kannski þangað til allir sofa með
eina litla kjarnorkusprengju und-
ir rúminu? Yröum við þá örugg-
ari? Er ekki einhvers staðar i
þessari drungalegu vigbúnaðar-
sinfóni'u heldur betur falskur
tónn?
Kannski er það rétt niðurstaöa
hjá ýmsum, sem fást viö aö rann-
saka innviði vigbúnaðarkapp-
hlaupsins.aðmannkynið þjáistaf
ofsóknarbrjálæði. Slikur ótti er
ekki nýr i sögunni, múgótti hefur
áður gripið um sig og heltekið
mennina. Óttinn við galdranornir
leiddi til galdrabrenna, óttínn við
falskrista leiddi af sér rannsókn-
arréttinn, óttinn við drauga var á
sinn hátt einnig múgótti hér á
landi a.m.k. óttinn tekur á sig
ýmsarmyndirog sérþaðsem ótt-
ast er hvarvetna á kreiki, ihverju
horni, i'vötnum og höfum, á fjós-
bitanum, i' prédikunarstólnum,
bak við hvern stein og i hverju
skúmaskoti. Og óttinn þarfnast
öryggiskerfis, þvi hann kallar
fram öryggisleysi. Hættulegastur
er óttinn við hinn illa skilgreinda
óvin, þvi honum er erfiðast að
verjast. öryggisráðstafanir gegn
honum yfirstiga öll skynsamleg
takmörk, um það er mannkyns-
sagan til vitnis. öryggisráðstaf-
anir og öryggiskerfi geta gengið
svo langt, aö það komi upp um
sjúklegt hugarástand, sem er
haldiö af ótta. Óttinn á alls kostar
við sjúklinginn, hefur hann i
hendisér og lætur hann leika alls
konar hundakúnstir. Eisenhower
forsetiBandarikjanna benti á sin-
um ti'ma á þessa tviræðni hins yf-
irdrifna öryggis, sem fyrr en var-
ir fer þá sjálft að framleiða ótta
og verður hættulegra en allt ann-
að.
Menn spyrja sig nú i auknum
mæli, hvort leiðtogar risaveld-
anna séu ekki haldnir af slikum
ótta og leitist eðli málsins sam-
kvæmt við að draga allan heim-
inn inn i hina fölsku veröld tilbú
ins öryggis, sem þeir hafa búiö
sér til.
Enginn skyldi láta sér detta i
hug, að vlgbúnaöarsérfræöingar
risaveldanna, vopnasalar og
vopnaframleiðendur hafi ekki
nægileg rök fyrir sinu máli. Þeir
hafa jafnóþrjótandi rök og sér-
fræðingar galdrabrenna og rann-
sóknarréttar höfðu á sinum tíma.
Aróðursvélar risaveldanna starfa
báðar með svipuðum hætti, þær
túlka sérhverja minnstu hreyf-
ingu andstæðingsins sem undir-
búning hans að þvi að leggja
heiminn i rúst, þær keppa báðar
að þvi að útmála andstæðinginn
sem froðufellandi ófreskju, sem
veit ekkert i sinn haus annað en
að drepa og myrða, eitra og
meiða. öll vopn hans eru hættu-
legri en okkar, vigbúnaður hans
er ævinlega allt að þvi sexfalt
meiri en okkar, hugarfar hans,
svo spillt og ógeðslegt sem það er
að öllu leyti, miöar að engu öðru
en tortimingu— meðan við höfum
eingöngu frið og kærleika á okkar
stefnuskrá. óvinurinn er djöful-
óður.
Hið kalda strið, sem menn ótt-
ast, að nú sé að hefjast, byggir á
áróðri af þessu tagi. Til þess að
unnt sé að réttlæta vigbúnað þarf
að útmála hættuna sem af and-
stæðingnum stafar og þar með
óttann þvi að óttinn er eitt grund-
vallarstef vigbúnaðarsinfóniunn-
ar. Vigbúnaðurinn er sagður eiga
að bægja óttanum frá en eykur
hann ekki óttann þess I stað?
Þarfnast hann ekki óttans, við-
heldur hann ekki óttanum til þess
að ástandiö haldizt óbreytt?
Innsta eðli vigbúnaðarins er i
raun og veru tilraun til þess að’
byggja upp falskt öryggi, sem i
senn nærist á ótta og framleiöir
ótta, það er i' raun og veru sjálft
ógnun. Eftir þriggja áratuga
sambúö við slikt falskt öryggi er
þaö nú æ betur að renna ipp fyrir
mönnum, að sliktkerfi eykur ekki
hamingjuskilyröi manna.
Gagnkvæmt
öryggi
öryggi byggist á gagnkvæmni,
öryggi mittbyggist á þvi, að and-
stæðingur minn sé einnig
öruggur. Pólitík styrkleika, sem
öðru hvoru er dásömuð sem
endanleg lausn allra mála, felst i
þvi að sýna kraftana, sýna styr-
leika, yfirburði. En slikar
sýningár eru bezt til þess fallnar
að vekja ótta andstæðingsins, þær
eru ógnun við öryggi hans og
kalla hann til vigbúnaöar, þær
ögra honum til þess að sýna vig-
tennurnar öðru hvoru og kunna á
endanum að sannfæra hann um,
að beztséaö vera fyrri tíl að hefja
þá árás, sem allt er búið undir.
Réttlát vopn
Kjarnorkuvopn eru i raun ekki
lausn á neinum vanda, með þeim
er ekki ráðist að rótum vandans i
þessum heimi, orsökunum sjálf-
um, meö þeim er ekki gengið á
hólm við þau vandamál, sem
mannkynið á við að glima svo
sem hungur, mengun, skerðingu
mannréttinda efnahagslegt mis-
réttimillinkra og fátækra þjóða.
Kjarnorkusprengjurnar auka
vandann, þær bæta við öll þau
vandamál, sem fyrireru hættunni
á kjarnorkustyrjöld. Við þurfum
kjark til þess að horfast i augu viö
hin raunverulegu vandamál, við
þurfum ekki hugleysi, sem lokar
fyrir þeim augunum og hleður
þess I staö ótta að höfði sérhvers
barns.sem fæðist á þessa jörð og
segir að öryggi þess sé undir þvi
komiö að það fallifram og tilbiðji
þessa sprengju.
Kjarnorkuvigbúnaðurinn varp-
ar skugga yfir allt lif á þessari
jörð, skugga dauöans, skugga ótt-
ans, skugga haturs og tortryggni.
Hann er skæðasta niðurrifsafl á
þessari jörö. Við þörfnumst hug-
rekkis til þess að bjóða þvi niöur-
rifsafli byrginn.
Kannski er betra að láta lifiö i
nafni slíks hugrekkis, sem þorir
að hafa augun opin og ganga á
hólm við þann óvin, en i nafni
þess hugleysis, sem heldur
krampataki i skurðgoðið, sem að
lokum mun senda þögult svart
regnyfirþessa jörð, pax atomica,
friöur kjarnorkunnar, getur einn-
igáttvið áþeirri jörð, sem þaöan
ifrá hvi'lir i eilifum friði dauðans.
En hvaö er þá rangt við hiö
falska öryggi vopnanna, hvaða
tónn er óhreinn i þessum söng?
Þetta: að friður verður aldrei án
áhættu, sá sem neitar að taka
áhættu afneitar fyrirfram friði.
Ahættan felst i þvi að bjóða óttan-
um byrginn. Það er stef gegnum
alla Bibliuna: Ottastu ekki,
merkja þau orð ekkert i dag?
Kirkjan
mótmælir
En strið hefur nú alltaf fylgt
mannkyninu kann einhver að
segja, og þaö sem skiptir máli er
að vera raunsær. Vissulega hefur
strið og togstreita ævinlega fylgt
þessu blessaöa mannkyni en hvað
raunsæiö snertir, þá eru til ýmsar
gerðir af þvi. Kirkjan hefur ævin-
lega talið þaö skyldu sérhvers
kristins manns aö verja saklausa
borgara, land sitt og þjóð, fjöl-
skyldu sina, börn og gamalmenni
fyrir árásum ræningja og herja.
Það hefur aldrei verið still kirkj-
unnar, að segja mönnum að halda
að sérhöndum.þvertá móti hefur
hún talið þaöskyldu hvers manns
að vera ábyrgur á þessum sviðum
sem öðrum. Og þá hefur hún lagt
blessun sina yfir vopnin. I þeim
efnum hefur verið stuðst viö æva-
fomar kenningar um réttlátt
V