Þjóðviljinn - 16.12.1981, Qupperneq 17
Jólablaö Þjóöviljans — SÍÐA 17
Mæðradagurinn i Þýskalandi 1943. Embættismaður þýska rikisins hengir járnkrossinn á brjóst hinnar
frjósömu móður.
/ 1 HAVE ONLV U
SeCONPS UNTIL
ThWT /H/S$tL£ BLA&T&
THE <3&EAT WAU. OZ=
CH/NA TO 4TO/U&--J
* ONLY SECONPS
— TO CHAHGB FROM
P//JNA PH/NCE INTO
. WONPER WOMAN-
FA&TER TH/»N I
EVEfZ HAVE
. BEFOREA JrT.
v;-
<5epry aosE dave
CONV^íAY/ * DELBO HUNT
kYR/TÉR ART/9TS
AULT, 6NAPINN.
/errsRtsR.
JERRY SERFE
COAOAt/ftT
LBN weiN, *
: ep/70Rl %
Líknar æð...
Framhald af 15. siöu.
armynd skal tekin sem dæmi um
þetta, en hana málaði Tizian árið
1538. Konan sem við sjáum á
myndinni er fyrst og fremst að
sýna sig og sinn girnilega kropp
áhorfendum. Eigandi þessarar
myndar hefur með eignarhaldinu
öðlast jafnframt þá tilfinningu að
hann hafi náð konu á vald sut, og
konan virðir sjálfa sig fyrir sér
með augum þess karlmanns sem
myndina sér. Tikin á sænginni er
þar kannski ekki af tilviljun, hún
gæti undirstrikað fordildina og
hégómann, en siðseminnar vegna
er þjónustustúlkan að leita ofan i
fatakistunni að spjör til þess að
hylja þessa blygðunarlausu nekt
fyrir augum hins óinnvigða/
Leit að
sjálfsímynd
Og þá komum við til nútimans
og þeirra spurninga, sem þessar
Mariumyndir kunna að vekja, og
sem mér hefur þótt fróðlegt að
skoða i ljósi þeirrar miklu um-
ræðu, sem fram fer um þessar
mundir um jafnrétti kynjanna,
kvennamenningu, kvennafram-
boð o.s.frv.
Staða kvenna i okkar þjóðfélagi
einkennist kannski m.a. af þvi
sem kalla mætti identitetskreppu,
þ.e.a.s. óvissu um sjálfsimynd og
hlutverk. Annað hvort er konan
heim^vinnandi húsmóðir og jafn-
framt litilsvirtur þátttakandi i
þjóðfélaginu eða þá að hún er
framarlega i samkeppnisþjóð-
félaginu og léleg móðir. Konan er
semsagt alltaf léleg.
Eg sagði i upphafi að mér
fyndist hin heilaga fjölskylda
minna á mæðraveldi, — þar
drottnar Maria i krafti sins
heilaga getnaðar. Það hefur
hvarflað að mér hvort dýrkun sú,
sem viðgekkst á þessari konu,
hafi ekki verið konum styrkur i
leit þeirra að sjálfsvirðingu og
sjálfimynd i gegnum aldirnar.
Það hefur einnig hvarflað að mér
hvort bannfæring Maridýrkunar
hér á íslandi og i Lútherskum sið
hafi ekki um leið þýtt að sjálfs-
virðing kvenna og jafnréttisbar-
átta hafi beðið nokkurn hnekki.
Mariuimyndin er eins konar
fyrirmynd að fullkomnum eigin-
leika. Slikar fyrirmyndir hafa
ekki lagst niður i okkar þjóð-
félagi, þótt Maria sé ekki lengur i
tisku. Við birtum hér 3 slikar úr
nútimanum i lokin.
Þýsk móður-
ímynd frá 1943
Sú fyrsta er frá mæðradeginum
iÞýskalandi 1943. Það er strið og
þýski herinn þarf á börnum að
halda. Hér veitir þýskur em-
bættismaður úr nazistaflokknum
gamalli konu verðlaun fyrir frjó-
semi. Svipurinn i andliti
konunnar gefur til kynna að hún
sé eitthvað annars hugar, að hún
hugsi kannski frekar til sona
sinna á vigvellinum eða i gröfinni
eða til þeirra striðsógna sem börn
hennar eru látin búa við en til
þess heiðursmerkis, sem þarna
er verið að prýða barm hennar
með. En úr andlitum stúlknanna
má lesa, hversu hamingjusamar
þær yrðu, fengju þær að fórna sin-
um börnum á sama hátt fyrir der
Fúhrer og Föðurlandið. Hér er
komin ein imynd kvenlegrar
fyrirmyndar, — eruð þið nokkru
nær, konur?
Jólagjöf karl-
mannsins í ár
Til er fróðlegt breskt timarit
sem heitir Men Only, og er
samkvæmt heitinu aðallega ætlað
karlmönnum. Innihald ritsins
bendir reyndar til þess að það sé
fyrst og fremst gert fyrir karl-
menn sem búi við miklar kyn-
ferðislegar bælingar og hafi sér-
lega undarlegar hugmyndir um
konur. Forsiðumynd desember-
heftisins i ár sýnir okkur algeng-
ustu kvenimynd og kvenfyrir-
mynd nútimans — konan sem
söluvara eða jólagjöf karlmanns-
ins. Inni i ritinu getur reyndar að
lita myndaseriu er sýnir, hvernig
umhorfs er innanlærs hjá eigin-
konum og dætrum nokkurra
breskra athafnamanna og má
Wonder Woman — undrakonan úr heimi bandarlskra teiknimynda-
blaða.
WOMAN, (USPS 690-040), Vol. 40, No. 285, Novembar, 1981. Publiahed monthly by DC I Jenettt Kihn. President and Publfthei
IMICSINC, 75 Rockeieller Pl»»» MV ínnin e-------- . ........... 1 ...... - . -
Jóiagjöfin I ár. Forsíða desemberheftis timaritsins Men Only.
Jólabarnið i góðum höndum
skilja á blaðinu að þeir hafi fengið
vel greitt fyrir. Konan sem
likamlegur söluvarningur er lik-
lega álika algengt myndefni i um-
hverfi okkar nú og Mariu-
myndirnar voru i kaþólskum sið á
íslandi. Berið þessa mynd saman
við forsiðumynd blaðsins.
Wonder Woman
Til er fróðlegt bandariskt
myndablað sem heitir Wonder
Woman. Hún er kraftakerling, og
verður vart annað séð, en jafn-
ræði riki með henni og súperman,
þeirri frægu bandarisku hetju. I
þessu hefti sjáum viðhvernig hún
bjargar leiðtogum Rauða Ki'na
frá þvi' að verða sprengdir upp i
frumeindir sinar af bandariskri
eldflaug, sem stjómað er af
Rauða drekanum, þeim illa
fjanda. En hún fer létt meö það,
notar handafliö og hugvitið. Þaö
fer hins vegar ekki sögum af þvi
hvort hún mjólki vel. Þessi sér-
kennilega kvenimynd er búin til
af sérfróðum markaðssál-
fræðingum til þess að uppfylla
tóm ihugum stórs hóps manna og
kvenna. E in af kvenimyndum nú-
timans?
Að lokum fylgir hér mynd af
jólabarninu i góðum höndum.
Hún þarfnast ekki skýringa en er
birt til frekari skýringar.
10. des. 1981
Ólafur Gislason