Þjóðviljinn - 05.01.1982, Qupperneq 5
Þriðjudagur 5. januar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Þjóðleikhúsið sýnir
HtJS SKALDSINS
eftir Halldór Laxness
i leikgerð Sveins Einarssonar
Leikstjóri:
Eyvindur Erlendsson
Leikmynd:
Sigurjón Jóhannsson
Tónlist: Jón Asgeirsson.
Hafi menn hug á að setja ein-
hvern hluta Heimsljóss á svið
liggur eðlilegast viö að velja Hús
skáldsins, þriðja hluta verksins,
þar sem skýrast kemur fram
meginþema skáldsögunnar um
stöðu skáldsins i samfélaginu.
Leikgerö Sveins Einarssonar
dregur skýrt fram annars vegar
baráttu Ólafs Kárasonar við að fá
að vera frjáls manneskja og skáld
isamfélagistriðandi afla sem eru
sifellt að gera kröfu til að fá að
Brlet Héðinsdóttir I hlutverki Jarþrúðar og Hjalti Rögnvaldsson sem Ljósvíkingurinn ólafur Kárason
Ljósm. Gel.
Skáldiö og heimurinn
nota skáldskap hans i sina þágu
og hins vegar togstreitu milli
tveggja kvenna um lif skáldsins
sem endar meö þvi að hann
hafnar þeirri sem hann elskar
fyrir þá sem getur ekki án hans
verið, þvi að slik er skylda
skáldsins við það sem aumast er
á jörðinni.
Nú er það ýmsum vandkvæðum
bundið að flytja skáldsögu upp á
leiksvið og margháttaðar upplýs-
ingar sem erfitt er að koma til
skila. 1 leikgerð Sveins er sú leið
farin að láta allstóran kór
Sviðinsvikurbúa miðla marghátt-
uðum upplýsingum um fram-
vindu mála i þorpinu, um hegðun
og hugsanir Ólafs Kárasonar
osfrv. Þetta er út af fyrir sig
ágætlega virk aðferð ef hún er
notuð i hófi, en mér finnst kórinn
verða of fyrirferðarmikill i sýn-
ingunni og draga úr leikrænum
krafti hennar á köflum með þvi að
of mikil áhersla verður á það sem
sagt er frá á kostnað þess sem er
sýnt. Viða virðist mér þessar
frásagnir hreint óþarfar, eins og
til dæmis þegar atriðið þar sem
örn Úlfar og Disa Péturs koma i
heimsókn i hús skáldsins er rofið
einum fjórum sinnum af inn-
skotum sem ekki virðist neinn
óyfirstiganlegur vandi að koma
inn i textann á annan hátt, og
dregur þetta mjög úr drama-
tiskum krafti atriðisins. Sömu-
leiðis finnst manni viða óþarfi að
segja frá þvi að Ólafur Kárason
geri eitt og annað, t.d. gangi út úr
húsi sinu og niður að sjó, þegar
maöur sér hann gera þetta um
leið. Það er eins og hér sé á ferð-
inni einhvers konar vantraust á
möguleikum leikhúss til að sýna
okkur hlutina.
Þaðermargtum skemmtilegar
hugmyndir og haganlegar út-
færslur i leikmynd Sigurjóns
Jóhannssonar, t.d. er notkun á
teinum og hringsviði viða snjöll,
en sums staðar er eins og leik-
myndin fari að gerast heldur
fyrirferðarmikil og beinlinis
þvælast fyrir sýningunni. Má þar
nefna allt vesenið með flutninginn
á húsi skáldsins af horni sviðsins
yfir á vagna og aftur til baka svo
og mikið baks fram og aftur með
bómuvagn einn mikinn. Ein-
faldari og hreinni linur hefðu hér
oröið til að veita sýningunni meiri
styrk.
Þessi sýning býr nefnilega yfir
miklum krafti á köflum, einkum i
seinni hlutanum. Þau atriði sem
fá að leikast ótrufluð af leik-
myndarvafstri og of miklum kór-
innskotum verka yfirleitt mjög
vel, og kemur þar til hinn snjalli
texti og næm stjórn Eyvindar Er-
lendssonar á leikurum, sem nær
undantekingarlaust gera með af-
brigöum vel. Atriði eins og nætur-
samtal Ólafs Kárasonar og Arnar
Úlfars yfir deyjandi barninu,
heimsókn Ólafs i Veghús og loka-
atriðin milli ólafs og Jarþrúðar
verða áhrifamikil og eftirminni-
leg.
Það sem vegur þyngst fyrir
áhrifamátt sýningarinnar er
alger sigur Hjalta Rögnvalds-
sonar i hlutverki Ljósvikingsins.
Hjalti gengur svo algerlega inn i
hlutverkið að ekki eru tök á að
imynda sér aö það yröi betur
gert. Gerfi hans og hreyfingar og
ekki sist framsögn er allt meö
slikri nákvæmni og innlifun að
uppi stendur einhver heilsteypt-
asta persóna sem ég minnist að
hafa séð á sviði. Hjalti er jafn-
vigurá að sýna okkur undirfuröu-
leg samskipti Ólafs við Pétur
þrihross og aðra slika og svo ein-
lægni hans og stolt og bágindi.
Briet Héðinsdóttir veitir Hjalta
verðungan mótleik i hlutverki
Jarþrúðar og dregur upp nfftur-
lega mynd af eymd og allsleysi
þessa vesalings sem verður tákn-
mynd allrar þjáningar mann-
kynsins. Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir leikur andstæöu hennar,
Jórunni, af reisn og myndugleik
og meira öryggi en hún hefur
áður sýnt.
Pétur þrihross er ein af maka-
lausustu persónum Halldórs Lax-
ness, alveg einkennilegt sam-
bland af kænsku og heimsku,
hugulsemi og varmennsku skin-
helgi og heiðarleika sem sifellt
kemur á óvart en er samt ævin-
lega sjálfum sér likur. Gunnar
Eyjólfsson fer mjög langt með að
gera þennan furðumann alveg
ljóslifandi, gervi hans, fas og
framsögn er með óvenjulegum
ágætum og hann kemur hinum
skoplegu hliðum Péturs fullkom-
lega til skila, en skortir kannski
aðeins á hinar.
Ýmis minni hlutverk eru fall-
ega af hendi leyst. Baldvin
Halldórsson skilar tveimur
smáhlutverkum af sinum venju-
legu yfirburðartökum, Valur
Gislason er skemmtilega hunds-
legur Jón skerinef og Steinunn
Jóhannesdóttir er rösk og glæsi-
leg Disa Péturs. Björn Karlsson
kemur vel fyrir i hlutverki Jens
Færeyings en skorti aðeins
nákvæmni. Kristján Viggósson
nær hins vegar engan veginn
þeim tökum á Erni Úlfari að nægi
til að koma þvi erfiða hlutverki til
skila.
Ógetið er eins þáttar þessarar
sýningar, sem þó er ekki
ómerkastur, en þaö er tónlist
Jóns Asgeirssonar við ljóð Ólafs
Kárasonar, sem kórinn flytur. lög
Jóns eru afar falleg og hæfa ljóö-
unum og sýningunni til fullnustu.
Hefur þarna fundist hárrétt leiö
til að koma ljóðunum til skila,
sem nauðsynlega varö aö gera
með einhverjum hætti, og eykur
tónlistin mjög við fallegan hugblæ
sýningarinnar.
Þótt ég hafi hér minnst á sitt-
hvað sem ég heföi getað hugsað
mér öðruvisi gert fannst mér sýn-
ingin i heild falleg og áhrifamikil.
Vinnubrögð við hana eru i flestu
efni til fyrirmyndar og má hér
bæta við það sem þegar hefur
verið drepið á að búningar og lýs-
ing er hvort tveggja óvenju vel
unnið. Hér hefur verið gengið að
verki af fullri virðingu fyrir verki
Halldórs Laxness og þvi komiö til
skila svo að sómi er að.
Sverrir Hólmarsson
Skólasetningu frestað:
Orói í Myndlistarskólanum
— Þvi er ekki að leyna að i
Myndlistarskólanum hefur verið
mikill órói að undanförnu. Ég hef
nú þetta mál til meöferöar og
reyni að leysa það sem fyrst,
sagði Ingvar Gislason mennta-
málaráðherra þegar blaðið
leitaði álits hans á nýjustu upp-
hlaupsmálum i Myndlistar- og
handiðaskóla islands. Talsmaður
nemenda sagði i viðtali við Þjóð-
viljann að nemendur og margir
kennarar væru orönir lang-
þreyttir á stööugum ófriði' og
nýjum uppákomum fyrir til-
verknað skólastjórans, Einars
Hákonarsonar.
— Nýjasta málið er það, að á
siðasta kennsludegi fyrir jól var
lokahóf meö jólaglöggi i skól-
anum. Þetta er hefðbundin
skemmtun sem kennarar hafa
notfært sér af sama þrótti og
Einar Hákonarson, skólastjóri
nemendur og samglaðst með
þeim af hjarta. Samkvæmt
hefðinni sitja nemendur og læri-
feöur saman i sátt þartil húsinu er
lokað kl. 10 um kvöldið.
— Nú brá hins vegar svo við, að
Einar Hákonarson skólastjóri
kom i lögreglufylgd kl. 19 til að
reka fólkið út. Nemendur brugö-
ust neikvæðir við og vildu halda i
sinarhefðir — og fóru hvergi. Um
fimmtiu manns voru þvi áfram
við jólagleðskap fram til kl. 10
eins og venja er til af þessu til-
efni. Skólastjórinn hvarf frá vett-
vangi og kom ekki við sögu fyrr
en næsta dag.
— Daginn eftir mun það hafa
gerst að skólastjórinn tekur ljós-
myndir i húsnæðinu, fær lögregl-
una til að gefa skýrslu og semur
sjálfur sina skýrslu. Þetta mun
hann hafa afhent menntamála-
ráðherra samdægurs. Fyrir jólin
mun skólastjórinn hafa lagt fram
þessi áðurnefndu gögn á skóla-
stjórnarfundi, en kennarar að
vonum brugðist fálátir við. Siðan
hefur frést, að þessi mál standi i
þvargi og þess vegna sé skóla-
setningu frestað nú eftir jólin.
Nemandinn sagði i viðtali við
blaðið, að skólastjórinn hefði
löngum haft horn i siðu nýlistar-
deildar og notaði ef til vill tæki-
færiö til að losna við hana. Þá
heföi einnig komið til tals að hann
vildi að ýmsir nemendur og kenn-
arar yrðu látnir fjúka vegna jóla-
glöggsins. Sl. haust voru nokkrir
nemendur reknir úr skólanum
vegna uppákomu þeirra utan
skólans. Þá hefðu nemendur fariö
i verkfall án árangurs til að mót-
mæla þeim brottrekstri.
—ög
71 fórust
af slysför-
um á árlnu
A siðasta ári lét 71 maður
lifið af slysförum, en árið
1980 létust 83 af slysförum. 1
sjóslysuni og drukknunum
létust 17, i umferðaslysum
27, i flugslysum 5og i ýmsum
slysum 22. Af þessu 71 slysi
áttu 10 sér stað erlendis.
Banaslys s.l. ár eru mun
færri en undanfarin fimm ár.
Arið 1977 létust 87 af slysför-
um, 1978 79 manns, 1979 86
manns, og 1980 83.
Umferðarslys urðu flest i
september eða 6og5 iágúst.
t mars fórust flestir isjóslys-
um eða 6. Fjórir tslendingar
létu lifið vegna skot- og
likamsárasa erlendis. -S.dór
Norðlensk
tjygging
hættir
starfsemi
A aðalfundi Norðlcnskrar
tryggingar hf, scin haldinn
var 27. desember s.l. var
samþykkt að hætta rekstri
sjálfstæðs tryggingafélags
og slita félaginu scm starfað
hefur frá 1971 og verið eina
.alhlíöa tryggingafélagið ut-
an Reykjavikur.
Astæðan fyrir slitum fé-
lagsins, er að þvi er fram
kemur i frétt frá stjórn þess
sú, að ekki tókst að auka
hlutafé þess á liðnu ári i
nægjanlegum mæli. Var það
nauðsynlegt vegna krafna
Tryggingaeftirlits ri'kisins
um eigið fé slikra félaga.
Norðlensk trygging hf.
hefur haft umboð fyrir
Tryggingu hf, i Reykjavik
vegna bifreiðatrygginga og
hefur Trygging hf. nú tekið
að sér rettindi og skyldur
Norðlenskrar tryggingar hf.
við tryggingatcia og jafn-
framt yfirtekið aðrar eignir
og skuldir félagsins. Trygg-
ingaeftirlitið hefur sam-
þykkt þessar breytingar.
Píanótón-
leikar í
Norræna
húsinu
Annaö kvöld, miövikudag-
inn 6. janúar verða pianótón-
lcikar í Norræna húsinu og
hcfjast þeir kl. 20.30. Örn
Magnússon leikur verk eftir
Bach, Schubert, Chopin og
Brahms.
Orn er Ólafsfirðingur og
hlaut þar sina fyrstu tónlist-
armenntun. Seinna við Tón-
listarskóla Akureyrar, en
kennari hans þar var Soffia
Guðmundsdóttir. Þaðan lauk
hann burtfararprófi vorið
1979. Stundaði nám og
kennslu við Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar vet-
urinn 1979—1980.
Orn stundar nil
framhaldsnám i Manchester
á Englandi undir handleiðslu
Próf. George Hadjinikos. Nú
fyrir jól hélt Orn sina fyrstu
opinberu tónleika i Borgar-
bió á Akúreyri og við það
tækifæri var honum veittur
hinn árlegi styrkur úr minn-
ingarsjóði um Þórarin
Björnsson skólameistara.