Þjóðviljinn - 05.01.1982, Side 6
e SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 5. janúar 1982
Áramótaávarp dr. Gunmrs Thoroddsens fqrsœtisráðherra
Vort lán býr
í oss sjálfum
Góöir tslendingar.
Það er alltaf hollt og ekki sist
um áramót aö huga að þvi jöfn-
um höndum er vel gengur og
hinu sem á móti blæs. Um leið
og menn leiða hugann að þvi er
þá vantar og þeim óskum sem
þeir fá ekki fullnægt, er öllum
gagnlegt aö lita einnig á það
sem menn hafa, þau gæöi sem
menn njóta, oft umfram ýmsa
aðra menn.
t fjölmörgum þjóðlöndum býr
frjálshuga og frjálsborið fólk
við eymd og áþján, skort og
skömmtun. Samtök þess bann-
færð, fangelsanir að næturþeli,
aftökur i dagrenning. Fyrir
hverjar sakir? Óhlýöni við
harðstjórn, andmæli gegn of-
beldi.
A tslandi njótum viö frelsis til
orös og athafna, getum stofnað
og starfrækt félög til hagsmuna-
gæslu, til iðkunar áhugamála,
og til hjálpar og liknar öðrum
mönnum. Við njótum mannrétt-
inda, mannhelgi, friðhelgi
einkalifs, búum við löghelgaö
lýðræði, samofiö Islenskri þjóð-
arsögu og þjóðareðli.
Úti I heimi er andlegt frelsi
viöa fótum troðið, frjáls hugsun
kaffærð, mannhelgi svivirt.
Þeim mönnum sem eru svo
djarfir að heimta, að stjórn
standi við gerða millirikja-
samninga um mannleg réttindi,
er varpað i dýflissur eða þeir
læstir inni i vistarverum vitfirr-
inga.
A Islandi rikir málfrelsi,
funda- og félagafrelsi. Hér geta
allir skammað alla. 1 fjölmiöl-
um rikisins mega menn atyrða
rikisstjórn og ráðamenn að vild
og gera það oft ómælt viö mik-
inn fögnuö áheyrenda.
Mörg er sú þjóð, er þarf aö
búa við stjórn, sem fámennur,
harðsnúinn hópur hefur komið á
fót I krafti innlends eða erlends
hervalds, og engin tök á að losna
við slika landstjórn, þótt mikill
meirihluti þjóðar sé henni and-
snúinn og vilji hana burt, veg
allrar veraldar.
Á tslandi ræður fólkið sjálft i
almennum kosningum. Það get-
ur losnað við rikisstjórn að
minnsta kosti á fjögurra ára
fresti og jafnvel oftar.
En fólkið getur lika látiö
stjórn starfa áfram, ef það vill.
Viöa um lönd stynja milljónir
manna undir atvinnuleysi. Fátt
er ömurlegra atvinnuleysinu.
Æskufólk* sem lokið hefur
námi og undirbúningi undir lifs-
starfið, hlaðiö starfsorku og
löngun til að vinna landi sinu og
sjálfu sér gagn, fær mánuöum,
misserum og árum saman ekki
handtak aö vinna. Slikt ástand
er þyngra en tárum taki.
A tslandi erum viö svo lánsöm
aö vera laus við atvinnuleysi. 1
nokkrum greinum vantar fólk
til starfa, hins vegar er sum-
staðar árstiðabundinn atvinnu-
skortur, eins og jafnan hefur
veriö á tslandi. A þvi veröur aö
reyna aö finna lausn.
Við strendur sumra landa
horfa menn með þungum hug á
urin fiskimið, eydd af ofveiði og
rányrkju útlendra yfirgangs-
manna eða af skammsýni
landsmanna sjálfra.
Hér heima höfum við tslend-
ingar nú tekið sjálfir I okkar
hendur yfirráð yfir öllum fiski-
miöum, 200 milur umhverfis
landið. Nú stjórnum við veiöun-
um sjálfir, nú veltur á okkur,
hvernig til tekst. Um sumt hefur
velgengiö. Þorskstofninn i heild
og hrygningarstofninn virðast
fara vaxandi ár frá ári. Um
suma aðra stofna hefur útkom-
an orðið lakari. Við verðum að
læra af reynslu og vera menn til
þess að stjórna vitlega þessum
dýrmætu gæðum, sem okkur
hefur nú auðnast að ná fullum
umráðum yfir, en það var einn
af hinum stóru áföngum i sjálf-
stæðisbaráttu Iandsmanna.
1 sumum oliulöndum standa
menn á næstunni frammi fyrir
þverrandi lindum, sem gefið
hafa á undangengnum árum
gnótt fjár og auðlegð. En menn
eru þar á fullri ferö aö ausa af
oliulindum, sem nægja i nokkur
ár eða áratugi og endurnýjast
ekki.
tslendingar eiga þær auðlind-
ir og auðsuppsprettur sem ekki
þverra né þorna meðan regn
drýpur af himni á islenska fold.
Og stórvirkjanir og orkunýt-
ing eru stærstu viðfangsefni
þjóðarinnar nú og á næstu árum
til aukinnar farsældar fyrir land
og lýö.
Margar þjóðir hafa á undan-
förnum árum þjáðst og þjakast
af hörmungum hernaðarátaka.
1 Asiu, i Afriku, i Suður-Ame-
riku og fyrir botni Miðjaröar-
hafs. Þau átök hafa leitt meiri
hörmungar yfir fólkið en orö fá
lýst.
Og nú hefur vina- og viðskifta-
þjóö okkar, Pólverjar, lent und-
ir þeim járnhæl, sem molar allt
það sem tengt er frelsi og mann-
helgi. Til Pólverja beinist hugur
okkar, samúð og fyrirbænir i
raunum þeirra, þessarar virtu
þjóðar sem um aldir hefur varð-
veitt frelsiseldinn I brjósti sér,
þann eld, sem aldrei má
slokkna.
Við tslendingar, friðelskir og
vopnlausir, höfum verið svo
gæfusamir aö vera lausir við
slik ósköp. Við eigum þá ósk
heitasta að stuðla að friöi. Viö
leggjum þvi lið, að samningar
náist um gagnkvæman sam-
drátt vigbúnaðar með útilokun
kjarnorkuvopna og styöjum
heilshugar sérhverja viðleitni i
þá átt.
Þannig njótum viö tslending-
ar lýðræðis, mannréttinda,
mannhelgi, frjálsrar menning-
ar, atvinnu og ýmissa kosta,
sem mörgum öðrum þjóðum er
meinaö að njóta.
öll þau gæði sem við njótum.,Við
vcrðum að gæta þeirra vel og
vandlega.”
Nú er mörgum tslendingum
svo farið, að hugur þeirra snýst
öllu meira um það, er þeir ekki
fá, en hitt sem þeir hafa. I forn-
um sögum segir svo frá merk-
um landa okkar, aö hann var
þykkjuþungur sem aörir tslend-
ingar og þótti illt, ef hann fékk
eigi það er hann beiddi.
t karpi um dægurmál, i óá-
nægju yfir þvi að fá ekki ein-
hverjar kjarabætur, sem menn
telja að nágranninn njóti, meg-
um við aldrei missa sjónar af
hinum dýrmætu grundvallar-
gæðum i lifi mannanna, sem ts-
lendingar góöu heilli njóta.
Fyrir réttu ári greindi ég hér
frá efnahagsáætlun rikisstjórn-
arinnar. Þær aðgerðir i efna-
hagsmálum höfðu þrjú aðal-
markmið.
í fyrsta lagi að tryggja lands-
mönnum næga atvinnu.
t öðru lagi að draga svo úr
verðbólgu að hún lækki i um
40% á árinu 1981.
t þriðja lagi að tryggja kaup-
mátt launafólks.
Þegar nú er litið yfir farinn
veg kemur það i ljós, að tekist
hefur á liðnu ári að ná þessum
þrem markmiðum. Atvinna hef-
ur veriö næg I landinu, það hefur
tekist að forðast atvinnuleysi.
Verðbólgan sem hafði verið tvö
undanfarin ár kringum 60%
hvort áriö, veröur i ár um 40%
frá upphafi til loka árs.
t fyrra horfði svo, að án efna-
hagsaðgerða myndi kaupmátt-
ur tekna minnka i ár, en raunin
hefur orðið sú, að kaupmáttur
hefur heldur aukist á þessu ári.
En þótt ýmsir hlutir hafi
gengið vel i ár og mörgu miðað i
rétta átt, hafa horfur versnað ,
um afkomu þjóðarinnar á næsta
ári. Þegar þjóðhagsáætlun var
lögð fram á Alþingi i október ]
siðastliönum var búist við þvi að .
útflutningstekjur tslendinga
myndu aukast á næsta ári um
fjóra til fimm af hundraði. En
nú er talið að ekkert verði af ,
þessum áætlaða vexti. Sá bati i
efnahagslifi Vesturlanda, sem
menn töldu liklegan lætur á sér |
standa. Það kemur meðal ann- ,
ars fram i sölutregðu og lágu
verði á kisiljárni og áli og dreg-
ur þetta úr gjaldeyristekjum
okkar. Horfur um loðnuveiði eru
nú dekkri en fyrr og verður þvi
að gera ráð fyrir minni útflutn-
ingstekjum af henni en áður var [
ætlaö.
Þessar versnandi horfur á-
samt áframhaldandi viönámi
gegn verðbólgu gera nauðsyn- ,
legar á næstunni ýmiskonar að- ,
gerðir I efnahagsmálum. öll eru I
þau mál til umfjöllunar og und-
irbúnings á vegum rikisstjórn- ,
arinnar.
En það vandamál sem mest I
kallar að þessa stundina er á-
kvörðun fiskverðs til þess að ,
veiðar og vinnsla geti starfað ■
með eðlilegum hætti. öll þjóöin
hlýtur að heita á þá aðilja, sem
hlut eiga að ákvörðun fiskverðs ,
að sýna þann samningsvilja, er .
ásamt atbeina rikisstjórnarinn- |
ar dugi til þess aö ná niðurstöðu ■
nú sem næst áramótum, svo að I
firra megi þjóöina þvi tjóni, sem
stöðvun aðalatvinnuvegarins I
myndi valda. •
Það er varasamt að svifa á I
léttum og ljósum skýjum i
bjartsýnisdraumum og fögnuði I
yfir þvi sem vel gengur og gæta ■
ekki óveðursskýjanna dökku. I
En það er ekki siður skaövæn-
legt að sjá örðugleikana eina, I
mikla þá fyrir sér og gleyma ■
öllu þvi sem jákvætt er.
I yfirsýn og mati á þvi sem
gera þarf, verður hvorttveggja I
að skoðast saman. Þau eru ekki ■
örugg i hendi okkar öll þau gæði I
sem við njótum. Við verðum aö
gæta þeirra vel og vandlega. Og I
ekki eru allir erfiðleikarnir ó- ■
viðráðanlegir eða óyfirstigan- I
legir, ef tekist er á við þá af
djörfung, festu og fyrirhyggju. I
Við getum sjálf ráðiö við svo ■
margt, ef viljinn er fyrir hendi.
Það er meira sannmæli en sum-
ir hyggja, að vort lán býr i oss |
sjálfum. ■
Góðir tslendingar.
Ég þakka samstarf á þvi ári,
sem nú er senn liöið i aldanna
skaut. 1
Ég árna ykkur öllum árs og I
friðar á þvi ári, sem nú gengur i I
garð.
Gleðilegtár. ■
Könnun Alfanefndarinnar:
Niðurstöður
brátt
Ein mikilvægasta aðgcrðin i
sambandi við stcfnumotun i
málefnum fatlaðra eru kannanir,
sem Alfanefnd félagsmála-
ráðuneytLsins hafa falið Féiags-
vfsindadeiid Háskóla tslands að
gera. Brátt er að vænta niður-
staða úr stærstu könnuninni og
standa vonir til, að þær liggi fyrir
innan tvcggja vikna.
Þórólfur Þórlindsson prófessor
tók þessa könnun að sér fyrir
hönd Félagsvisindadeildar og
liggja
hefur unnið hana ásamt Kristni
Karlssyni með aöstoð nemenda
við Félagsvisindadeild.
Þórólfur sagði okkur, að
Iokaúrvinnslan stæði nú yfir og
ekki væri unnt að birta neinar
lokanmðurstöður að svo komnu
máli. Hann hefur unnið upp
nokkrar tölur úr könnuninni, sem
við birtum hér meðfyrirvara um,
að þetta eru ekki lokaniðurstöður.
Ljóst er að stór hluti þeirra,
sem völdust i könnunina, er á
vinnumarkaði,eða um 48 prósent.
Félag útgerðartækna
Þeir sem útskrifast hafa Ur Ut-
geröardeild Tækniskóla tslands
hafa stofnað með sér félag. Stofn-
fundur var haldinn laugardaginn
21. nóv. 1981, Þeir sem ganga i
félagið fyrir 1. júni 1982 teljast
stofnfélagar.Félagiðhefur opnað
skrifstofu að Borgartúni 29,
Reykjavik I samvinnu við Iðn-
fræðingafélag tslands.
munu
fyrir
Af þeim stundar meirihlutinn
störf hjá einkaaðilum, eða tæp 40
prósent. 34 prósent vinna hjá
rikinu og hinir dreifast milli
ýmissa aðila.
Athyglisvert er, að viðhorf til
verndaöra vinnustaða virðast
fremur neikvæð. 52—53 prósent
heildarinnar hafa neikvæða af-
stöðu gagnvart slikum vinnu-
stöðum. Þetta þýðir hinsvegar
ekki, að fólk sé á móti slíkum
vinnustöðum, tölurnar ber að
túlka þannig, aö ef tveimur kost-
um kjósi menn fremur almennan
vinnumarkað.
Þá má einnig nefna, að þegar
spurt var hvaða atriði viðkom-
anditeldi, aö helst bæri að leggja
áherslu á i' sambandi við málefni
fatlaðra, nefndu flestir atvinnu-
mál og endurhæfingu. Þessi mál
viröast þvi' brenna hvað mest á
fótluðum.
Þórólfur Þórlindsson
prófessor.
Könnun þessi náði til um 400
einstaklinga, og voru þeir valdir
með svokölluðu „slembiúrtaki”
af örorkuskrá Tryggingastofn-
unarinnar. Henni er ætlað að fá
heildarmynd af lifi einstak-
linganna, sem hér koma við sögu
— einkum eðli fötlunar þeirra og
þau áhrif sem fötlunin hefur á lif
þeirra, atvinnu, húsnæði,
tómstundir o.s.frv.
En sem sagt, umfjöllun um
könnunina verður að biða betri
tima.
— ast.
Æskulýðsráð
ályktar um
fíkniefnin
Æskulýðsráð ríkisins hélt sinn
200. fund m iövikuda ginn 9.
desember. A þeim fundi var eink-
um rættum störf og stefnu Æsku-
lýðsráðs, en auk þcss voru sam-
þykktar eftirfarandi tvær
ályktanir í lok fundarins:
1. Æskulýðsráð rikisins lýsir
yfir áhyggjum slnum vegna stór-
aukins innflutnings og dreifingar
ávana- og fikniefna i landinu.
Ráðið heitir á islenskt æskufólk
að gera sér grein fyrir þeirri
hættu sem reynsla sýnir að fylgir
neyslu slikra efna. Ráðið hvetur
stjórnvöld til að styðja aukna
fræðslu um skaðsemi þessara
efnajsömuleiðis aðskera upp her-
ör gegn þeim, er flytja inn slik
efni.
2. Æskulýðsráð fagnar þeim
mikla árangri sem náöst hefur i
félagsmálafræðslu undanfarin ár
með þróttmiklu námskeiðahaldi
og almennri kennslu. Æskulýðs-
ráö vonar, að það geti áfram sinnt
þvi hlutverki sinu að styðja við
félagsmál afræðslun a hvað
varðar undirbúning kennara, Ut-
gáfu kennslugagna og þjálfun
leiðbeinenda, svo og með beinum
styrkveitingum.