Þjóðviljinn - 08.01.1982, Blaðsíða 2
2 SiDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. janúar 1982
KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍðtalÍd
Af hverju kalla þeir fisklærin fiskstauta?
Mcticr, Yuko og Fung stödd meö hljóðfærin á ritstjórnarskrifstofu
Þjóðviljans. Ljósm. —eik—.
Hlj óðf æraleikarar
frá Japan og
Englandi leggja
land undir fót
Japanski lágfiðluleikarinn
Yuko Inoue og enski kontra-
bassaleikarinn Duncal Mctier
ætia aö leggja land undir fót á
næstunni ásamt Joseph Fung
gitarleikara frá Hong Kong.
Þau ætla i hljóm leikaferð
austur aö Egilsstöðum og
Eiöum. auk þess sem þau leika i
Vik i Mýrdal og Njarðvik.
Kinnig halda þau tónleika i
Norræna húsinu n.k. mánudag.
Yoko var sigurvegari i alþjóð-
legu tónlistarkeppninni i Buda-
Kindakjöts-
framleiðslan
vex um 4,9%
pest árið 1979 og er 1. lágfiðlu-
leikari Hollensku kammersveit-
arinnar.
Mctier er 1. bassaleikari
sömu hljómsveitar og hefur
hann unnið til verölauna á al-
þjóðlegri keppni kontrabassa-
leikara á Mön. Joseph Fung
kennir við tónskóla Sigursveins,
en hann lærði m.a. hjá John
Williams. A efnisskránni eru
gömul og ný verk, bæöi einleiks
og samleiksverk.
sama tima 1980. Innlagt naut-
gripakjöt nam 2.149.211 kg. á
móti 1.871.957 kg. árið áður. Er
það 14,8% aukning.
Um hrossaslátrun er ennþá
ekki fyllilega vitað en sitthvað
bendir til þess aö hún muni hafa
aukist um allt aö 50%. —mhg
Rætt við Þórey
Aðalsteinsdóttur,
gjaldkera LA
„Við erum
bjartsýn”
„Þrjár systur”
frumsýndar
í febrúar
,,Þaö er óhætt aö segja að við
erum mjög bjartsýn á framtiö-
ina, þvi þetta hefur gengið mjög
vel það sem af er vctri. Auö-
vitað þarf að halda utan um
hverja krónu, en styrkirnir hafa
hækkað og sýningarnar gengiö
vel, svo það er engin ástæða til
að kvarta”, sagöi Þórcy Aðal-
steinsdóttir, gjaldkeri Leik-
félags Akureyrar, en LA starfar
af fullum krafti i vetur eftir
nokkurt hlé.
„Við sýndum „Jómfrú Ragn-
heiði” 17 sinnum viö ágæta að-
sókn og frábærar undirtektir
gagnrýnenda og áhorfenda.
Siöasta sýningin var i lok
nóvember. Það er sérstök á-
stæða til að nefna hina miklu að-
sókn úr nágrannasveitunum, en
ibúar þeirra stunda leikhúsið
hér á Akureyri æ betur.
A milli Jóla og nýjárs frum-
sýndum við svo „Dýrin i
Hálsaskógi” og hafa sýningar á
þvi gengið mjög vel. Nú er orðið
uppselt á sýningarnar bæði á
laugardag og sunnudag og ætl-
um við þvi að hafa aukasýningu
kl. 2 á sunnudag. Viö viljum
benda okkar trygga áhorfenda-
hóp hér úr sveitunum á að nota
tækifæriö á meðan færðin er góð
til að fá sér miöa, þvi mikil ó-
færð var hér á milli jóla og
nýjárs og urðu margir utan-
bæjarmenn að sitja heima, sem
höfðu ætlaö að koma i leikhúsiö.
A þessa sýningu höfum við
fengið nánast 3 kynslóðir,
ömmurnar, foreldrana og börn-
in og ég vil sérstaklega taka
fram að leikmyndin og lýsingin
hafa vakið feikilega athygli.
Aöra eins ljósadýrö hafa börnin
ekki séö, enda er allur Hálsa-
skógur sérlitaður og saumaður
af Guðrúnu Auðunsdóttur,
myndlistamanni, en David
Walters hefur hannað ljósa-
dýrðina.
„Og hvaö er svo verið aö
æfa?”
„Nú æfum við af kappi „Þrjár
systur” eftir Tsjekov, en leik-
stjóri er Kári Halldór. Leik-
mynd gerir Jenny Guðmunds-
dóttir og i þessa sýningu hafa
verið ráðnir 4 ungir Ieikarar
sem aldrei hafa leikiö hér, þau
Ragnheiöur Elfa Arnardóttir,
Ingibjörg Björnsdóttir, Guðjón
Pedersen og Þröstur Guöbjarts-
son. Það er sérstaklega ánægju-
legtfyrir okkur að fá þessi nýju
andlit hingað, en þetta unga fólk
er allt útskrifað úr leiklistar-
skóla.”
„Hvaö ætlið þiö aö sýna i
vor?”
„Það er of snemmt aö segja
frá þvi ennþá. En viö höldum
galvösk áfram strax og „Þrjár
systur” hafa verið frumsýndar,
sem verður seinni hiuta febrú-
ar.”
„Nú hafið þið ekki verið með
leikhússtjóra i vetur. Ætlið þið
Þórey Aðalsteinsdóttir.
aö ráða leikhússtjóra fyrir
næsta leikár?”
„Þetta hefur gengið ágætlega,
en ég býst þó við að við munum
auglýsa eftir leikhússtjóra fyrir
næsta vetur”.
Og viö þökkum Þórey Aðal-
steinsdóttur fyrir spjallið. A
föstum samningi i vetur sem
í Arbók Reykjavíkurborgar
1981 má m.a. lesa eftirfarandi:
— Hlutfall 60 ára og eldri af
ibúafjölda Reykjavikur var
14,0% árið 1970, 17.6% árið
1980.
— Arið 1870 var árleg fjölgun á
landinu öllu 0.4% (fjölgun i
Reykjavik 3.4%), áriö 1890
-0.2% (i Rvk. 4.1%) árið
1905 0.8% (i Rvk. 8.8%) árið
1950 2.0% (Rvk. 2.7%) ogárið
1980 var árleg fjöldun á land-
inu 1.09% en i Reykjavik
0.28%.Þessar tölur sýna okk-
ur i hnotskurn vaxtar- og
hnignunarskeið Reykjavik-
urborgar i heila öld.
leikarar hjá Leikfélagi
Akureyrar eru þau Theodór
Júliusson, Marinó Þorsteinsson,
Gestur E. Jónasson, Sunna
Borg, Guðbjörg Thoroddsen og
Andrés Sigurvinsson, en tvö þau
siöastnefndu voru ráðin s.l.
haust.
— Reykvikingum fjölgaði um
230 manns á árinu 1980 og
hafði þá fjölgað um nálega
400manns á siðustu tveimur
árum. Reykvikingum fækk-
aði um 1.500 manns á árunum
1975—1978.
— Fjölgunin á siðustu tveimur
árum á fyrst og fremst rætur
að rekja til þess, að dregið
hefur saman með fjölda
brottfluttra og aðfluttra á sið-
ustu tveimur árum.Brott-
fluttir reyndust engu aö siður
1.100 fleiri en aðfluttir á þess-
um tima, og lá þessi munur
alluri brottflutningi fóks und-
ir fcrtugu.
Þar af voru 650 undir tvitugu.
ÓG
Úr „Dýrunum I Hálsaskógi”.
Vöxtur og hnignun
R eyk j a vík u rb orgar
Samkvæmt upplýsingum frá
Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins þá var 988.002 kindum slátr-
að i sláturhúsum i haust. Af
þeim voru diikar 893.916 en full-
orðnar kindur 94.086. Er þetta
96.217 kindum fleira en áriö
1980, 62.609 dilkum og 33.608
fullorönum.
Meðalfailþungi dilka varð nú
um 2 kg. lægri en 1980, eða 13.65
kg. Framleiðsla á kindakjöti
varð 14.216.346 kg. og er aukn-
ingin frá árinu áður 4,9%.
Nautgripaslátrun varð nú
nokkru meiri en árið áður. Til
nóvemberloka hafði 23.821 naut-
grip verið slátrað en 22.311 á
<
Q
O
Þh