Þjóðviljinn - 08.01.1982, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVIL.JIN
-r 1982
Föstudagur 8. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Breytingar
á Gamla bíói:
„Langt
framúr
áætlun”
55
Höfum samstarfsandann
Rœtt vid Ólöfu Harðardóttur, söngkonu
ólöf Haröardóttir
syngur eitt aðalhlutverk-
anna í óperunni ,,Sígauna-
baróninn", sem frumsýnd
verðurn.k. laugardag. Hún
er einnig einn af frum-
kvöðlum Islensku óper-
unnar. Við báðum hana að
segja okkur undan og ofan
af starfinu.
„Viö vorum ákaflega stórhuga i
byrjun og bjartsýn, þvi er ekki aö
leyna. Viö, sem stofnuöum þenn-
an félagsskap, vildum láta á þaö
reyna i alvöru, hvort slik starf-
semi sem þessi gæti gengiö hér.
Og þetta gengur auövitaö ekki án
samstarfsanda. Þann anda
höfum viö i rikum mæli.”
Valinn maður
í hverju rúmi
„Viö fengum Gamlabió i
hendur þann 5. október sl. Við
byrjuðum músikæfingar þegar
þann 20. október og fengum þá
leikstjóra erlendis frá. Hann var
hér aöeins i þrjár vikur, en þá
kom i ljós, aö hann gat ekki lokið
þessu verki. Viö urðum þvi aö
fara á stúfana og leita aö öðrum
leikstjóra, og sú sem fyrir valinu
varö, var Þórhildur. Þorleifs-
dóttir.
Við erum öll ánægö meö það að
hafa fengið hana. Hún vinnur
mjög vel úr efninu. Efniviðurinn i
„Sigaunabaróninum” er kannski
ekki ýkja merkilegur, fremur en
gerist i óperum yfirleitt.
Söngurinn heldur leiknum uppi.
En þaö er hreint ekki sama
hvernig unniö er úr efninu, og
Þórhildur vinnur mjög vel úr þvi.
Yfirleitt má segja, aö hér sé
valinn maður i hverju rúmi.
Iðnaöarmennirnir hafa unniö hér
baki brotnu og lagt sig i lima viö
aö uppfylla allar okkar óskir.
Framkvæmdastjórinn, Arni
Reynisson, hefur einnig unnið
ákaflega vel. Hiö sama gildir
raunar um alla, sem einhverja
hönd hafe lagt á plóginn.”
Reynum að skapa
söngvurum
atvinnugrundvöll
„Við byrjuðum raunar á þess-
ari starfsemi fyrir tveimur árum
i Háskólabiói. Þaö gekk auövitað
ekki mjög vel — bæöi er þaö hús
óhentugt til þess arna og svo
höfðum við hreinlega ekki neinn
fjárhagsgrundvöll. Arfurinn frá
Sigurliða Kristjánssyni og Helgu
konu hans hratt þessu raunar af
stað. Þá stofnuöum viö einnig
styrktarfélag, sem á þetta hús og
starfsemina raunar alla. I þvi
félagi eru nú um 1.500 manns.”
Framhald fyrri baráttu
„Söngvarar hafa alla tiö veriö
aö reyna aö gera eitthvaö svipað
og þaö sem viö erum aö gera nú,
þ.e.a.s. að skapa sér einhvern at-
vinnugrundvöll. Ég lit á þessa
starfsemi hér sem framhald
þeirrar baráttu.
Söngvararnir i þessari óperu
eru allir söngkennarar. Sum okk-
ar eru við tónlistarskóla, önnur
viö menntaskóla og enn önnur i
barnaskólum. Það er fremur ó-
skemmtilegt aö hugsa til þess aö
við séum að kenna fólki að
syngja, sem siöan getur ekkert
notaö þetta nám. Þaö situr þvi
einna helst á okkur aö finna at-
vinnu handa söngvurum. Vonandi
tekst þaö með þessari óperu.”
Gamla bíó gott hús
„Gamla bió tekur um 500
manns i sæti. Þaö tel ég vera góöa
stærö fyrir óperur. Uppfærsla
ópera er til muna dýrari en
venjulegt leikhús og þvi mun
húsiö ekki rúma nógu marga til
aö bera kostnaðinn aö öllu leyti
uppi. Viö stefnum þó aö þvi aö
aösóknin beri a.m.k. kostnaö viö
hverja sýningu, þ.e. launin. Fjár-
magn til annarra hluta verður aö
koma annars staöar frá. Viö
munum reka kvikmyndastarf-
semi hér áfram, og einnig vonum
við, að fólk hafi áhuga á aö fá hér
inni meö hljómleikahald. Þetta
hús hefur einstakiega góöan
hljómburö — liklega þann besta
sem finnst i nokkru húsi hérlend-
is.
Húsiö er i rauninni byggt eins
og hljóöfæri. Hér uppi er steinþak
en viðarioft og holrúm þar á milli.
Hið sama má segja um gólfið.
Það er fyrst steypt, en siöan lagt
á það viðargólf — raunar eru
viöargólfin oröin tvö, þvi þegar
sætin voru hækkuö núna var þaö
gert meö þvi að leggja nýtt gólf
ofan á þaö gamla. Þá má einnig
nefna, aö stór hluti sviðsins er
inni i sjálfum salnum, en ekki
utan hans eins og er i flestum
leikhúsum. Þetta allt saman
skapar þennan einstaka hljóm-
burö.”
Bjartsýn á framhaldið
„Auðvitaö erum viö bjartsýn á
aö allt gangi vel. Viö erum öll
byrjendur I óperurekstri og
höfum þurft aö reka okkur á
ýmislegt. Viö lærum hins vegar
margt af þvi og komum vonandi
sterkari út.
Aösókn befur alla tiö veriö góö
aö óperum og óperettum sem hér
hafa verið sýndar. Hvi skyldi þá
ekki vera góö aösókn núna? Viö
erum sannfærð um aö svo veröi.”
ast
Stefán Benediktsson, arkitekt
Gamlabiós.' Ljósm. — gel.
Dóra Einarsdóttir, búningsmeistari lagar búning Elisabetar Erlings- Séö yfir sviöið. I forgrunni er stjórnborðið fyrir nýja ljósabúnaöinn. Ljósm. — gel.
dóttur.
Gamla bió hefur tekið
nokkrum stakkaskipum
undanfarið vegna tiltekta
Islensku óperunnar í
húsinu. Breytingarnar eru
þó ekki eins miklar og álíta
mætti að óséðu — fyrrum
bíógestir munu fyllilega
kannast við sig innandyra
og minnast gamalla popp-
kornsslagsmála með til-
heyrandi hvii inni i þessu
virðulega húsi.
Arkitekt hússins i dag heitir
Stefán Benediktsson og okkur
tókst aö króa hann af örstutta
stund og láta hann segja okkur af
helstu breytingum hússins.
Þetta hús var byggt árið 1926 og
þá i þeirri mynd, sem nú er, sagði
Stefán. Þaö sem við höfum gert
nú er i fyrsta lagi aö stækka sviöiö
til muna, i ööru lagi smiöa hljóm-
sveitargryfju og i þriöja lagi aö
hækka gólfiö i sal og sömuleiöis
uppi á svölunum. Söngvarar og
annaö starfsfólk hafa enn ekki
fengiö starfsaðstööu, en fyrir-
hugaö er aö hún veröi hér i kjall-
aranum. Þar til hún ris veröa
menn að gjöra svo vel aö fara
svona aö. Og Stefán bendir á
Gunnar Guttormsson þar sem
hann sprangar um berlæraður og
biöur þess aö saumastúlkurnar
ljúki viö brókina hans.
Kostnaðaráætlun vegna breyt-
inganna hljóöaöi uppá ca. 2 milj-
ónir en Stefán segir ljóst, aö farið
veröi fram úr þeirri áætlun.
Ljósaútbúnaöurinn er dýrasta
stykkið og hleypir verðinu upp.
Ekki treysti Stefán sér til aö slá á
neina tölu um kostnaöinn — sagöi
aö hann yröi mun hærri en gert
var ráð fyrir. —,ast
Ráðgast við pianóleikarann.
Æfingar fara fram innan um allt smiðadótið og málninguna.
Ólöf Harðardóttir
Á morgun, laugardaginn
9, janúar 1982, mun
draumur margra söngvara
og óperuunnenda loksins
rætast: Klukkan átta
stundvislega mun tjöld-
unum veröa svipt frá sviði
Gamlabíós og hinir lán-
sömu frumsýningargestir
munu líta augum hið kunna
verk Jósefs Strauss,
,,Sígaunabaróninn".
Mikiö verk liggur að baki
þessari sýningu, eins og kemur
fram i viðtali viö Ólöfu Haröar-
dóttur, söngkonu, hér i opn-
unni. Svo má heita, aö flestir að-
standendur sýningar innar hafi
unniö dag og nótt i hartnær þrjá
mánuöi, eöa siöan 5. október að
islenska óperan fékk húsiö af-
hent. Siöan hefur mikiö vatn
runnið til sjávar, og húsið tekið
miklum breytingum.
„Sigaunabaróninn” á að gerast
á árunum 1740-50. Þetta er i raun
óperetta, en gengur yfirleitt undir
nafninu ópera. Efnisþráðurinn er
ekki ýkja merkilegri en gengur og
gerist i óperum: Þaö er söngurinn
sem blifur. I „Sigaunabarón-
inum” ber það helst til tiöinda, aö
Barenkai snýr til fööurleifðar
sinnar, sem er litið annað en
rústir einar. Svinabóndi nokkur,
sem haföi nýtt land ættarinnar,
býöur Barenkai dóttur sina til aö
missa ekki landiö alfarið úr
höndum sér.
Sígauna-
baróninn
En dóttir svinabóndans er
skotin i öörum, sem er lika skot-
inn i henni: Barenkai verður
skotinn i sigigaunastúlku, sem
verður lika skotin i honum.
Leyndur fjársjóöur finnst i
kastalarústunum, sem sigaunar
hafa lagt undir sig, og Barenkai
veröúr sigaunabarón. Siðan
kemur striö...
Hvað skeður meira i leiknum
viljum við ekki láta uppi, enda
helber óþarfi. Söngvarnir eru
til þess að njóta þeirra og óþarfi
að velta vöngum yfir heimspek-
inni i leiknum. Njótiö bara heil.
Hér má sjá tvo af aðalsöngvurunum i stykkinu, þá Kristin Sigmunds
son og Garöar Cortes auk leikstjórans Þórhildar Þorleifsdóttur.
Bók til heiðurs Sigurði Þórarinssyni:
Galdrað í gjósku
47 ritgerðir um fjölbreytileg efni
1 tilefni af sjötugsafmæli dr.
Siguröar Þórarinssonar jarð-
fræðings, sem er i dag 8. janúar,
hafa eftirtalin félög ákveðiö að
gangast fyrir afmælisriti honum
til heiðurs: Hið islenska nátt-
úrufræðifélag, Hið islenska
fornleifafélag, Jarðfræðafélag
tslands, Jöklarannsóknafélag
tslands, Landfræöifélagið. Nor-
ræna félagið, Sögufélag, Vis-
indafélag tslendinga.
Landfræöifélagið haföi for-
göngu að verkinu en útgefandi
er Sögufélag. I ritnefnd eru
Helga Þórarinsdóttir, Ólafur H.
Óskarsson, Sigurður Steinþórs-
son og Þorleifur Einarsson.
Bókin á að koma út I mars og
hefur a.m.k. til bráðabirgða
hlotið nafniö „Galdraö i
gjósku”.
1 bókinni verða eftirtaldar 47
ritgeröir:
Bjarni Reynarsson: Verslun-
armynstur Reykjavikur.
Einar H. Einarsson: Súra
gjóskulagið á Sólheimum og
viöar i Mýrdal.
Eysteinn Tryggvason:
Nokkrar hugleiöingar um
Grimsvötn, mesta jaröhita-
svæði jarðar.
Guðmundur E. Sigvaldason:
öskjugosið 1875.
Guðrún Larsen: Gjóskutima-
bil Jökuldals og nágrennis.
Guörún Sveinbjarnardóttir:
Byggðaleifar viö Einhyrnings-
flatir i Fljótshliö.
Guttormur Sigbjarnarson:
Alpajöklar og öldubrjótar.
Gylfi Már Guöbergsson: Um
landnýtingarkort.
Ilákon Bjarnason: Mælingar
á árhringum trjáa.
Halldór Laxness: Sögur meö
visum á sjötugsafmæli Siguröar
Þórarinssonar.
Ilaraldur Sigurðsson fyrrv.
bókavöröur: Olaus Magnus seg-
ir frá íslandi.
Haraldur Sigurðsson jarð-
fræðingur: Otbreiösla islenskra
gjóskulaga á botni Atiantshafs.
Haukur Jóhannesson: Kvart-
er eldvirkni á Vesturlandi.
Hclgi Björnsson: Varmamæl-
irinn i Grimsvötnum, eldvirkni,
orsakir og eöli jaröhita.
Hélgi Hallgrimsson: Um
Gæsadal viö Gæsafjöll og upp-
runa hans.
Hjálmar Ólafsson: Nokkur
orð um norræna stefnu.
Hreggviður Nordahl: Ljós
vikurlög frá seinni hluta siöasta
jökulskeiös i Fnjóskadal.
Jakob Benediktsson: Carmen
Sapphicum.
Jón Benjaminsson: Gjóskulag
„a” á Norð-Austurlandi.
Jón Helgason: Greifi úr Svi-
þjóö og bragsmiöir af Islandi.
Jón Jónsson: Um ögmundar-
hraun og aldur þess.
Karl Grönvold: Liparitstap-
inn Höttur i Kerlingarfjöllum.
Kristján Eldjárn: Aö setjast i
aflgröf.
Kristján Sæmundsson: öskj-
ur á virkum eldfjallasvæöum á
lslandi.
Kristinn Albertsson & Þorleif-
ur Einarsson: Aldursgreining-
ar.
Leifur A. Simonarson: Surt-
arbrandsgil hjá Brjánslæk.
Magnús ólafsson: Nokkur at-
riöi um bergfræðitilraunir.
Margrét Hallsdóttir: Frjó-
greining tveggja jarövegssniöa
úr Hrafnkelsdal — áhrif ábúðar
á gróðurfar dalsins.
Markús A. Einarsson: Veöur-
farið og athafnir manna.
Niels Óskarsson: Um efna-
hvörf i gosgufu.
Páll Bergþórsson: Ahrif lofts-
lags á búfjárstofn og þjóöarhag.
Páll Einarsson og Jón Eiriks-
son: Jarðskjálftasprungur i
Rangárvallasýslu.
Páll Imsland: Um flotjafn-
vægi — tengsl þess viö eldvirkni
og gerð jaröskorpu, og áhrif á
landnýtingu.
Páll Lindal: Striö og friöur —
saga náttúruverndarmála.
Sigfús Jónsson: Landfræði-
legar breytingar á útgerö 1900 —
1940.
Sigurður Björnsson: „Liföi
engin kvik kind eftir?”.
Siguröur Steinþórsson:
Gjóskulög á Báröarbungu.
Sigurjón Hist: Flóö og flóða-
hætta.
Sigurjón Sindrason og Halldór
ólafsson: Siritandi hallamælar.
Stefán Arnórsson: ölkeldur.
Stefán Aðalsteinsson: Upp-
runi islenskra húsdýra.
Sturla Friðriksson: Linakrar
á Bergþórshvoli.
Sveinbjörn Kafnsson: Um
aldur ögmundarhrauns.
Valdimar Kristinsson: Hug-
leiöingar um mannfjölda á Is-
landi og dreifingu hans.
Þór Jakobsson: Sagt frá leiö-
öngrum.
Þorleil'ur Einarsson: Saga
Hvitárgljúfursog Gullfoss i ljósi
öskulagarannsókna.
Þorbjörn Sigurgeirsson: Hag-
nýting hraunhita.
Auk ritgerðanna verða birtar
myndir úr ævi Sigurðar, rita-
skrá hans, æviágrip eftir Þorleif
Einarsson og „Tabula gratulat-
oria”, — nöfn þeirra sem heiöra
vilja Sigurö á sjötugsafmælinu
með þvi að gerast áskrifendur
aö bókinni.
Bókin veröur seid áskrifend-
um á 350 krónur. Giróseðlar
veröa sendir félögum i Sögufé-
lagi, Náttúrufræöifélagi, Vis-
indafélagi, Jöklarannsóknafé-
lagi, Jaröfræöafélagi, Land-
fræðafélagi og Fornleifafélagi.
Aðrir, sem vilja gerast áskrif-
endur, snúi sér til Sögufélags,
Garöastræti 13b, simi 14620.
SPRELLIGOSI
Þióðleikhúsið sýnir
GOSA
eftir Brynju Bcnediktsdóttur /C.
Collodi
Leikstjórn: Brynja Benedikts-
dóttir
Leikmynd: Birgir Engilberts
Tónlist: Sigurður Rúnar Jónsson
Italska sagan um spýtustrákinn
Pinocchio, eða Gosa, sem varð aö
lifandi strák eftir margvislegar
raunir,hefurreynst furðu lifseig i
margvislegum myndum, m.a.
gerði Disney upp úr henni eina af
sinum áhrifamiklu teikni-
myndum, sem enn stendur mér
lifandi fyrirhugskotssjónum eftir
nær þrjátiu ár. Saga þessi er
mjög i stil nitjándu aldar barna-
sögu þar sem mikil áhersla er
lögö áboðskap. Barnið á að ganga
i skóla og veröa nýtur maöur en
ekki sækjast eftir auðfengnum
frama ellegar fánýtum lifs-
gæðum. Og að lokum öölast Gosi
garmurinn lifiö meö þvi aö fórna
þvi.
En af hverju liíir þessi saga
meðan þúsundir annarra sagna
meö svipaöan boðskap innbyrðis
eru löngu sundurmalaðar af
timans tönn? Liklega vegna þess
aö hún byggir á heillandi hug-
mynd,lifandi sprellikarl sem loks
veröur aö manneskju, og er auk
þess full af spennandi atvikum.
Aherslan er ekki á siöapredikun-
inni heldur á frasögninni, sögunni
sjálfri, eins og vera ber.
Brynj.u Benediktsdóttur hefur
tekist mjög vel aö koma þessari
sögu á sviö. Texti hennar er
viðast lipur, þótt hann hefði mátt
vera litrikari og hnitmiöaöri á
stöku stað. En Brynja hefur
greinilega litiö á hann fyrst og
fremst sem hjálpartæki kringum
Sverrir Hólmarsson
skrrfar um I I
sýninguna sjálfa, þaö sem fram
fer á sviðinu. Og það er einmitt
vegna þess hve leikgerb Brynju
er greinilega sjónrænt hugsuð
sem hún skilar sér eins vel og
raun ber vitni.
1 leikstjórn sinni hefur Brynja
ævinlega sýnt aö hún býr yfir
mjög sterku leikrænu
imyndunarafli, hún á mjög auð-
velt með aö láta sér detta i hug
uppákomur og gjörninga sem
verka á svibi. Næg eru dæminum
slikt i þessari sýningu, eins og t.d.
þegar Flökkujói ýmist styttist eöa
lengist, ferðin niöur á hafsbotn og
dýralifiö þar, allt umstangið i
kringum ferðaleikhúsiö. Þar
vakti reyndar sérstaka athygli
einkanlega vel útfæröur smáleik-
þáttur byggöur á hinni sigildu
itölsku commedia dell’arte hefö
meö þeim Harlekin, Kólumbinu,
Pantalon og Pierrot i hefö
bundnum hlutverkum. Þessi sér-
lega stilhreini leikþáttur sam
einar þokka, skemmtun og upp-
lýsinguá einstaklega smekklegan
hátt.
Sýning þessi gengur greiölega
áfram, það eru engir dauðir
púnktar, skiptingar eru snöggar,
þaö er alltaf eitthvaö nýtt að
gerast og hún virðist halda at-
hygli barna óskiptri. Leikmynd
og búningar Birgis Engilberts eru
vandaö verk og skemmtilegt, t.d.
er kofi Láka alveg ekta ævintýra-
kofi og gerfi Flökkujóa er sér-
stakt afbragð. Tónlist Sigurðar
Rúnars er fjörleg og skemmtileg
eins og hann á vanda til (minnis-
stæðar veröa linurnar sem eru
einkunnarorð Loga leikhússtjóra:
við lifum á óförum annarra
/ekkert listform er sannara), en
sumir textarnir eru einum of
flóknir fyrir börn, t.d. er ég
hræddur um aö söngur Refs og
Kisu með viölagi úr dánarljóöi
Hadrianúsar keisara hljóti aö
fara fyrir ofan garð og neðan hjá
flestum börnum.
Leikur er yfirleitt jafn og
góöur. Arni Blandon nær einkar
vel hreyfingum söguhetjunnar, er
mjög sannfærandi spýtulegur.
Siguröur Sigurjónsson veröur
einskonarandstæöa hans i hreyf-
ingum, kattliöugur og næstum
eins og úr engu efni. Arni
Tryggvason er sannur og ein-
lægur i hlutverki Láka. Þá koma
fram Hákon Waage og Anna
Kristfn Arngrimsdóttir i
skemmtilegum gervum og með
ágætt látbragð og söng i hlut-
verkum Refsog Kisu.Flosi Ólafs-
son er grófur og óheflaður leik-
hússtjóri og veröur sannfærandi
illmenni, en Andri Orn Clausen
náöi hins vegar ekki aö veröa
verulega ógnvekjandi i hlutverki
Ara ökumanns á undralifsvagn-
inum. Margrét Akadóttir lék
Huldu heilladis og var einhvern
veginn utangátta. Kannski var
þaö ekkertgóö hugmynd eftir allt
saman aö láta hana vera svona
hávaxna.
1 heild er þetta hugmyndarik og
hressileg sýning, gott leikhús, og
þarafleiðandi ætti hún aö geta
skemmt fullorönum engu siður en
börnum. Sverrir Hólmarsson