Þjóðviljinn - 08.01.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.01.1982, Blaðsíða 1
UOmiUINN Föstudagur 8. janúar 1982 — 4. tbl. 47. árg. ■ Fjárhagsáætlun borgarinnar samþykkt: 53% hækkun i Frá upphafi formanna- ogfulltrúafundar sjómannaí gær. Mikil spenna vac i loftinu, og talað um að samstaða sjómanna væri ekki jafn mikil og af er látið. (Ljósm. —gel) Sj ómannafimdurinn í gær: Vinnuveitenda- sambandið: Kosningaskjálfti kominn í íhaldið Fjárhagsáætlun Reykjavlk- urborgar var samþykkt i borg- arstjórn i gærkvöldi og hækkar áætlun um 53.24% á milli ára. Er gert ráð fyrir sömu tekju- stofnum og á siðast ári og voru tillögur Sjálfstæðisflokksins um tekjulækkun borgarinnar allar felldar. I áætluninni er gert ráð fyrir 120 miljónum króna til bygg- ingaframkvæmda og eru stærstu liðirnir stofnaöir i þágu aldraðra, B-álmu Borgarspital- ans, bygging leiguibúða, dag- heimila og leikskóla ásamt skólabyggingum og iþrótta- mannvirkjum. 1 umræðum um áætlunina sem stóðu klukkutimum saman mátti fá kenna aö kosninga- skjálfti hefur gripið um sig meðal Sjálfstæðisflokksmanna sem fluttu hver á fætur öðrum langar framboðsræður sem fjölluðu næsta litið um fjárhags- áætlunina sjálfa. Þ>ó flestum sé kunnugt um aö framkvæmdafé borgarinnar er af skornum skammti er eins og sú staðreynd hafi farið gjörsamlega framhjá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins sem höfðu það eitt til málanna aö leggja að lækka þyrfti tekjur borgarinnar um 75 miljónir króna. Við fyrri um- ræðu lögðu þeir til að tekjurnar yrðu lækkaðar um 65 miljónir en höfðu ekki fyrir þvi þá að benda á hvað ætti að skera niöur á móti. Hafði þeim farið nokkuö fram að þessu leyti því i gær fylgdu niðurskurðartillögur m.a. um aö aðgangseyrir að sundlaugum yrði hækkaður, áhaldakaup Borgarspitalans skorin viö trog og framlag til BÚR og SVR yrði lækkaö um 12 miljónir. Þá vildu þeir leggja framkvæmdaráð borgarinnar niður og draga úr starfsemi Borgarskipulagsins til hálfs. Taldi oddviti Sjálfstæöis- flokksins að fjárhagsáætlunin væri „óráðsiuáællun” sem ekki myndi endast nema nokkra mánuði en bar hins vegar ekki fram neinar breytingatillögur né ályktunartillögur. Kristján . Benediktsson haföi orð fyrir , meirihlutanum og sagði hann m.a. að engin ástæða væri til að ætla að þessi fjárhagsáætlun yrði skorin niður á miöju ári fremur en aðrar áætlanir sem vinstri meirihlutinn hefði unnið og samþykkt. Minnti hann á að það hefði hins vegar veriö regla siðustu 12 árin sem ihaldið stjórnaði borginni að fjárhags- áætlun væri tekin upp á miðju sumri en slikt hefur ekki gerst siöan núverandi meirihluti tók við. — AI OK I d Spáir nú 55% verð- bólgu en spáði 85% fyrir ári! Svokölluð hagdeild Vinnuveit- endasambands lslands hefur sent frá sér ,,spá” um þróun verðlags á árinu 1982. Eins og menn muna spáöi hagdeild Vinnuveitenda- sambandsins fyrir ári siöan 85% verðbólgu á árinu 1981. Þessi spá reyndist hins vegar ekki mark- tækari en svo, aö i stað þess að verðlag hækkaði um 85% frá upp- hafi til loka árs þá varð hækkunin 42%, eða réttur helmingur þess sem spáð var af hagdeild V.S.l. Nú spáir þessi sama hagdeild Vinnuveitendasambandsins 55% verðbólgu á árinu 1982, og hefur þannig lækkaö sig frá spánni i fyrra um fullan þriðjung, og má segja að sú lækkun sé i takt við lækkun verðbólgunnar i raun á siðasta ári. Nú er hinsvegar eftir að vita hvort spáin reynist i ár jafn viðs fjarri veruleikanum og i fyrra! Langur fundur Fundur formanna og fulltrúa sjómannafélaganna hófst um fimmleytiö i gæ'r. Sjómannasam- bandiö boöaöi til fundarins og rikti mikjl spenna i upphafi fundar þegar Ijósmyndari kom á vettvang. Fréttamönnum var meinaöur aðgangur aö fundinum, Fundinum var ekki lokið um miö- nætli þegar blaöið fór i prentun. Hækkun verð- lags og launa A tveggja ára timabili fyrir kjarasamninga Alþýöusam- bandsins i nóvembermánuöi s.l. höföu kauptaxtar verkafólks og iönaöarmanna hækkaö um 125,1% i krónutölu. A sama tima haföi framfærslukostnaöur hækkaö um 123,2%, verö á neysiuvörum um 122,3% byggingarkostnaöur uin 128,5% og lánskjaravisitala um 124,5%. Þessar upplýsingar koma fram i desemberheftinu af Hagtölum mánaðarins, timariti Seðlabank- ans. Ef aöeins eru teknir siðustu 12 mánuðurnir sem yfirlit Seðla- bankans nær yfir, þá hafa kaup- taxtarnirhækkað um 54,0% (fyrir nýja kjarasamninga), fram- færslukostnaðurinn um 47,9%, neysluvöruverðið um 47,5% bygg- ingarkóstnaðurinn um 50,5% og lánskjaravisitalan um 48,2%. Samkvæmt þessum upplysing um Seðlabankans hefur kaup- máttur taxtakaupsins farið vax- andi á siðasta ári, hvaða viðmið- un sem notuð er. Sé hins vegar lit- ið yfir tveggja ára timabil frá haustinu 1979 til hausts 1981, þá hefur kaupmáttur taxtakaupsins einnig vaxið litið eitt á flesta mælikvarða, en rýrnað þó aðeins sé byggingarkostnaður notaður sem viðmiðun. Enda þótt fariö væri aö draga nokkuö úr Skaftárhlaupinu.siödegis i gær, er þaö enn mjög mikiö, eins og þessi mynd sem Ijósmyndari Þjóöviljans — eik — tók i gær af brúnni yfir Eldvatn. Brúarstöpullinn t.h. á mynd inni, er talinn i mikilli hættu I hverju Skaftarhlaupi, enda stendur hann á móbergsklöpp og vatniö nagar úr honum. Skaftárhlaupið í rénun sagði Guðlaug Þorbergsdóttir húsfreyja á Skaftárdal Ef marka má vatnshæöina hér viö brýrnar, þá er hlaupiö heldur ■ tekiö að rcna, sagöi Guölaug Þor- bcrgsdóttir, húsfrcyja á Skaftár- dal, þcgar Þjóðviljinn ræddi við hana siödegis i gær og spuröist frétta af hlaupinu. Guðlaug sagði að dálltið erfitt væri að átta sig á þessu hlaupi vegna þess að allt er á is og áin flæðir þvi viðar en ella. Um það hvort þau á Skaftárdal heföu orð- ið fyrir tjóni iþessu hlaupi, sagði Guðlaug að beinu tjóni hefðu þau ekki orðið fyrir, en i' hverju Skaftárhlaupi væri það svo, aö bithagar í hrauninu, þar sem áin flæðir yfir, færu afar illa þegar sandur og leir legðist yfir þá. Vegurinn heim að Skaftárdal fór undir vatn i hlaupinu, eins og skýrt var frá i Þjóðviljanum i gær, en ekki sagðist Guðlaugur eiga von á þvi að skemmdir yrðu á honum, þar sem mikið frost væri i jörtU. Sigurjón Einarsson, sóknar- prestur á Klaustri sagði að mjög litið bæri á hlaupinu i Skaftá við Klaustur, hlaupið færi alltaf i Eldvatnið að mestum hluta og færi vaxandi frá fyrri árum. Að þessu sinni var sára litið vart við hlaupið á Klaustri. Hinsvegar sagði Sigurjón að ljóst væri að þetta væri með stærri hlaupum i ánni. Einnig væri ail mikið um klakastiflur sem yrðu til þess að vatnsborðiö hækkar viða meira en ella. Sigurjón benti á að hjá Asum væri gamall kirkjugaröur sem ævinlega væri ihættu þegar hlaup er i Skaftá. Staðið hefur til að gera varnargarð fyrir framan kirkjugarðinn, en heföi fé verið veitttil þessá fjárlögum, en bara svo litlu að hvergi nægði. Hann sagöi brýna nauðsyn að fara að gera eitthvað i málinu, þvi sjálf- sagt vildu menn ekki sjá likkistur fljóta niður ána. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.