Þjóðviljinn - 08.01.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.01.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Doktor Sigurður Þórarinsson j arðf ræðingur sjötugur Fyrir tæpum þrjátiu árum kom ég i fyrsta skipti að máli við Sig- urð Þórarinsson og tjáði honum, að ég hefði áhuga á þvi að leggja út í nám i jarðfræði. Hann tók mér einstaklega vel og gaf mér góð ráð um hvert halda skyldi og einnig um það, i hvaða átt ég skyldi halda í fræðunum, og reyndist þetta vera hið besta veg- arnesti. Þá hafði enginn stúdent héðan að heiman lagt ut i jarð- fræði i tvo áratugi, eða siðan hann hófnámsjálfuri Kaupmannahöfn l931.Siðan hafaleiðir okkar legið saman meira og minna. Eftir- minnilegust er mér þó fyrsta stóra rannsóknaferðin sem hann leyfði mér að vera með i ásamt konu sinni og syni sumarið 1956, um Mývatnssveit og Norðaustur- land. Liklega hef ég aldrei lært medra i einum áfanga um jarð- fræði landsins og öskulagafræði, enda er Sigurður hinn mesti fræðasjór og á einkar auðvelt með að miðla öðrum á greinar- góðan hátt um hin flóknustu fræði. f dag er Sigurður Þórarinsson 70 ára, þótt erfitt sé að trúa þvi svo léttur á fæti sem hann er og fullur áhuga. Sigurður er fæddur að Hofi i Vopnafirði 8. janúar 1912 og alinn upp á Teigi i sömu sveit. Þegar timi var til kominn hélt hann i Menntaskólann á Ak- ureyri og reyndist hinn ágætasti nemandi, fjölgáfaður og næmur. Hann lauk stúdentsprófi 1931. Hann hafði þá einkum áhuga ann- ars vegar á bókmenntum og sögu, hins vegar á jarðfræði, og varð jarðfræðin ofan á, en ávallt hafa þessi áhugamál hans þó farið saman, þv i auk þess að vera hinn ágætasti jarðfræðingur er hann einkar glöggur og fær könnuður fornra heimilda. Haustið 1931 hélt hann þvi til Hafnarháskóla og lagði stund á jarðfræði, en hélt haustið eftir til Stokkhólms, þar sem hann lauk fil.kand ,-prófi 1938, fil.lic.-prófi 1939 og doktors-prófi 1944 með hinum ágætustu einkunnum. Hann hafði mjög góða kennara m.a. Lennart von Posti jarðfræði og Hans W:son Ahlmann i landa- fræði. Vorið 1934 kom hann heim og rannsakaði afleiðingar Grims- vatnagossins og Skeiðarár- hlaupsins það ár. Þar með var áhugi hans fyrir Vatnajökli vak- inn og he'fur haldist siðan. Siðar um sumarið var hann staddur á Norðurlandi einmitt um þær mindir sem jarðskjálftinn mikli varð á Dalvfk. Hann athugaði af- leiðingar skjálftans og skrifaði um hann sina fyrstu vi'sindarit- gerð. Þetta sumar tók hann einn- ig að huga að öskulögum frá is- lenskum eldstöðvum og birti sina grein um þau i Náttúrufræðingn- um 1934. 1 sama árgangi þess rits var einnig grein um öskulög eftir Hákon Bjamason og unnu þeir saman að Ö6kulagarannsóknum næstu sumur með mjög góðum árangri. Hákon helgaði sig síðan skógræktarmálum með svo góð- um árangri að löngum mun i minnum haft, en Sigurður hélt öskulagarannsóknunum áfram. Einkum munu fomleifarannsókn- imar i Þjórsárdal, sem voru hin- ar fyrstu tengdar öskulögum, hafa ýtt undir áhugann. Um þær fjallaði hann siðan m.a. idoktors- ritgerð sinni 1944, Tefrokronolog- iska studier pS Island. Þessi bók er nú klassiskt grundvallarrit um öskulagafræði og úr henni komið alþjóðaorðið tefrokronologi, sem nú er notað um allan heim sem nafn á þessari fræðigrein. Sigurð- ur hefur siðan haldið áfram rann- sóknum á gjóskulögum og er hið islenska kerfihans nú heimsfrægt og einstakt fyrir gæði og ná- kvæmni. Eldgos hafa verið Sigurði m jög hugleikin og þó einkum eftir Heklugosið 1947, en þetta gos var hið fyrsta sem þaulrannsakað var hér á landi. Um það birtist heil ritröð hjá Visindafélagi íslend- inga, en auk Sigurðar áttu þar einkum hlut að máli þeir Guð- mundur Kjartansson og Trausti Einarsson. Hinir eldri jarðfræð- ingar höfðu aldrei átt þess kost að fylgjast með eldgosum, en eftir Heklugosið 1947 varð mikil breyt- ing á. Sigurður hefir siðan rann- sakað öll gos sem orðið haf a á Is- landi: öskjugos 1961, Surtsey 1963 - 67, Hekla 1970, 1980 og 1981, og Heimaey 1973. Meö Kröfiueldum, sem hófust í desember 1975, hefur hann fylgst mjög náið cg verið á eldstöðvunum i öll þau 8 skipti sem þar hefur gosið. Með Hdclu- gosinu 1980 fylgdist hann einnig vel og svo heppinn hefur hann verið, að hann sá jafnvel fyrstur siðari hrinu Heklugossins 1981. Hann hafði þá verið staddur er- lendis, en vegna breytinga á flug- áætlun kom hann yfir eldstöðv- arnar nokkrum klukkustundum eftir að gosið hófst. Þegar hann kom siðan inn úr dyrunum á Jarðfræðahúsi Háskólans og var spurður, hvaðan hann kæmi, svaraði hann að bragði, öllum til undrunar: ,,Ég var að lita á Heklueldinn”. öðrum, sem höfðu reynt að lita þetta gos, hafði ekki heppnast að sjá það vegna skýja- þykknis og skorts á skyggni. Af ofantöldu leiðir, að Sigurður hefuraf dugnaði og fráleika skrif- að lærðar og fróðlegar greinar og bækur um öll gos, sem orðið hafa á Islandi siðan 1947 og það á mörgum tungumálum og gefnar út i' mörgum löndum. í stuttri afmæliskveðju verða ekki talin upp öll störf Sigurðar, svo fjölþætt eru þau. Vitaskuld eru rannsóknir hans á öskulögum burðarásinn i visindastörfum hans og um þær hefur hann skrif- að mikið, t.d. hefur hann rakið gossögu Heklu siðustu rúm 6000 árin,ogþá einkanlega gos á sögu- legum tima, og birt um þau hina mjög svo f róðlegu bók, Hekluelda, 1968. Einnig hefur hann unnið merkilegt brautryðjandastarf um jarðfræði Mývatnssvæðisins og öræfajökuls. Hann tók þátt i sænsk-íslensku rannsóknaleiðöngrunum 1936 - 38 ásamt Jóni Eyþórssyni og Ahl- mann og ritaði með þeim um nið- urstöður rannsóknanna. Bók hans um Grímsvötn og Skeiðarárhlaup 1974erhið merkasta-heimildarrit og þarkemur einnig rannsóknar- starf hans með Jöklarannsókna- félaginu vel i ljós, en hann hefur verið i stjórn þess frá upphafi og formaður siðan 1965. Einnig starfaði hann á árum áður við jarðfræðirannsóknir á virkjunar- stöðum fyrir Raforkumálaskrif- stofuna. Sigurður er mjög afkastamikill fræðimaður og rithöfundur og eru rit hans og ritgerðir visindalegs efnis orðnar á þriðja hundrað, auk fjölda blaðagreina um ýmis- legefni. Hann skrifar einkar létt- an og skýran stil, bæði á islensku og á ýmsum erlendum málum. Sigurður er einnig afburða góður fyrirlesari og setur efnið vel fram og kann vel tökin á notkun mynda til skýringar. Af þvileiðir að hann hefur haldið fjölda erinda um rannsóknir sinar bæði hér heima og erlendis, en alls mun hann hafa haldið um 80 erindi við er- lenda háskóla og stofnanir í öllum heimsálfum. Hann er einnig góð- ur kennari. Hann kenndi sem stundakennari i náttúrufræði við Menntaskólann i Reykjavik i tvo áratugi. Þegar kennsla ilanda- og jarðfræði við Háskóla Islands hófst haustið 1968 varð hann, að sjálfsögðu, prófessor I þessum greinum. Vist er að nemendum hans hefur likað kennslan vel, enda hefur hann af miklu að miðla. Við uppbyggingu kennslu og rannsókna i jarðfræði við Há- skóla íslands hefur hann verið okkur yngri mönnunum góð stoð og miðlað af reynslu sinni. Sigurður var brautryðjandi i náttúruverndarmálum og tók fyrstur upp baráttu fyrir þessum málum árið 1950, en það leiddi siðar tfl stofnunar Náttúruvernd- arráðs árið 1956, og hefur setið i Náttúruverndarráði siðan. Sigurðurhefurhlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir rannsóknir sinar og er félagi i' mörgum er- lendum visindafélögum. Hann var kosinn félagi i Visindafélagi íslendinga 1946 og heiðursdoktor við Háskóla Islands 1961. Auk þess hefur hann setið i stjórn margra annarra félaga og hlotið heiðursmerki viðsvegar erlendis. Sigurður er dagfarsprúður maður, hæglátur og vel kiminn. 1 góðum félagsskap er hann hrókur alls fagnaðar.svosem mörg ljóða hans vitna vel um og alþjóð eru kunn. Sigurður kvæntist sænskri konu, Ingu f. Backlund, haustið 1939 og eiga þau tvö börn, Snjó- laugu B.A., og Sven doktor og dósent i reiknifræði við Háskóla Islands. Við félagar Sigurðar i kennslu og rannsóknum við H.I. i' Jarð- fræðahúsi Háskólans, sem og við hjónin, ámum honum og fjöl- skyldu hans allra heilla og vonum að við eigum lengi eftir að njóta starfskrafta hans og uppörvunar. Liföu heill. Þorleifur Einarsson Það eru ekki margir Islending- ar af hverri kynslóð, sem vinna siginn ihuga og hjörtu samferða- manna sinna.þannig að þeir skipi þar óumdeilt öndvegi. Við höfum lika enga formlega skrá yfir þá öðlinga, karla og konur, er sjálf- kjörnir mega teljast á fremsta bekk. Þeir eru lika betur geymdir ihópi fjöldans, ókrýndir og ótrufl- aðir hversdagslega, sem það bindiefni er gefur samtiðinni sjálfstraust og islaiskri þjóð- menningu þá kjölfestu sem hún þarfnast. Einn þessara manna, Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur, stendur nú á sjötugu, mitt i dagsins önn. Þeirra timamóta i lifi Sigurðar er mimst þessa daga á einkar viðeigandi hátt og hon- um áreiðanlega að skapi með samkomu norrænna jarMræðinga hér i Reykjavik. Sýnir sá fundur ljóslega hversu fjölgað hefur iliði islenskra jarðfræðinga siðustu áratugi og er þar margur á ferð sem notið hefur beint og óbeint kennslu og brautryðjandastarfa Sigurðar i fræðunum. Það er fjarri mér að reyna að leggja mat á framlag Sigurðar til þessa á sviði jarðfræði og jökla- fræði, en i þeim greinum hefur hann verið mikilvirkastur og er þekktur um allan heim i hópi starfsbræðra. Þar tala verk hans og fjöldi ritgerða sinu máli. Fáir ef nokkrir landa hans hafa verið jafn eftirsóttir fyrirlesarar hér- lendis sem eriendis, og heiðurs- nafnbætur hans við erlendar lær- dómsstofnanir eru orðnar legió. Það er sitthvað að vera gjald- gengur visindam aður og annað að ná eyrum og athygli leikmanna. Vinsældir Sigurðar Þórarinsson- arog orðstirmeðal alþýðu manna um landallttala þar sinu máli. Af samtimamönnum kemur mér helst i hug dr. Kristján Eldjárn sem jafnoki hans úr hópi lærðra að þessu leyti. Báðir hafa lýst inn i islenska forti'ð, en jafnframt verið þátttakendur i iðandi við- burðum nútiðar, báðir sinnt söfn- um án þess aðverða þar innlyksa og kunnað þá list að flytja af- rakstur fræðaiðkana út til fjöld- ans. I þessu efni hjálpast eflaust að meðfæddar eigindir, hæfileikar og skaphöfn, en sveitamaður að uppruna eins og Sigurður þarf raunar enga leiðsögu til að ná til almennings og jarðsamband hans hefur styrkst á dtal rannsóknar- ferðum um byggðir og óbyggðir. Ritleikni og ágætir frásagnar- hæfileikar hafa vissulega notast Sigurði vel og ekki skemmir söngur og brageyra á góðra vina fundi. ASigurð hefur einnig fallið bjarmi islenskra eldfjalla oftar og meir á virkri starfsævi hans en titt er um jarðfræðinga og þvi ekki að undra, þótt hann nálgist að veraþjóðsagnapersóna og i ætt við mögn af öðrum heimi i hugum margra. Það er lán að eiga kost á sam- fylgd af slikum. Sigurður hefur átt sæti i Náttúruverndarráði frá stofnun þess 1956 og enginn hefur staðið vaktina jafn lengi og hann á þeim vettvangi. Hann var með þeim fyrstu til að vekja athygli Islendinga á nútimalegum nátt- úruverndarviðhorfum með erindi i náttúrufræðifélaginu árið 1949 og hann hefur ekki látið sitja við orðin tóm á þvi sviði siðan. Hann hefurmeð öðrum átt drjúgan þátt i að tryggja náttúruvernd sess i hugum fjölda tslendinga og hefja starf að þeim málum yfir smá- smyglni og sérvisku. Ég heyrði fyrst i Sigurði það ég man i út- varpi, er hann lýsti Heklugosinu 1947 úr flugvél að morgni 29. mars. Löngu siðar starfaði ég með honum i Náttúruverndarráði um sex ára skeið og ferðaðist með honum allviða um landið þau sumur i könnunarleiðöngrum ráðsins. Það vorugóðir dagar. Þá varð mérljósari en áður f jölhæfni Sigurðar og margslungin tengsl hans við land, þjóð og sögu. Hann hefur lika oft látið til sin heyra er höggvið hefur verið að þessum tengslum eða vegið að is- lenskri menningu og þeim ávinn- ingum, er náðust i sjálfstæðisbar- áttuþjóðarinnar með stofnun lýð- veldis. Fjölhæfni Sigurðar og vitt á- hugasvið hafa tryggt honum verkefnidaghvern,og hann hefur verið óspar á krafta sina i þágu góðra mála. Gott vegarnesti hef- ur létt honum róðurinn óg hann hefur lika opnað mal sinn fyrir mörgum i áningarstað. Unggæð- ingslegur gáski hans, glettni og nærfærni verður hverjum sem kynnist eftirminnileg og sá eðlis- laegi vottur af listamanni og pró- fessor, sem fylgt hefur bóndasyn- inum frá Teigi i Vopnafirði úr grænkunni þar eystra um jökla og hraun heimsins i sjötiu ár. A slikum liösmönnum þarf smáþjóð að halda nú sem fyrr. Meðþeim verður hún gjaldgeng á fremsta bekk meöal stórþjóöa. Til hamingju meö daginn Sig- uröur og bestu kveðjur til ykkar Ingu að austan frá okkur Kristinu. Hjörleifur Guttormsson. I dag er Sigurður Þórarinsson jarðfræöingur sjötugur. Meira en hálfur sjötti áratugur er runninn i aldanna skaut, eins og stendur i alkunnum sálmi, siðan fundum okkar bar fyrst saman. Ekki var hann þá mikill á velli eða garps- legur ásýndum enda ungur að ár- um. En ekki leið á löngu uns okk- ur félögum hans og kunningjum varð ljóst, að þar sem Sigurður fór var enginn hversdagsmaöur, heldur efni i fjölvisindamann, sem hann hefði ugglaust orðið fyrr á öldum, og raunar er hann þaö, þrátt fyrir sérhæfni okkar tima, þvi að á mörgum og fjar- skyldum viðfangsefnum kann hann nokkur skil. Siðan hefur mikið vatn runnið til sjávar úr jöklum landsins, og eldfjallaguð- irnir hafa veriö honum býsna ör- látir og óbágir á að sýna honum tign sina og veldi, ef þeim datt i hug aö ræskja sig og þeyta ösku og eimyrju yfir byggðir og öræfi. Þegar slíkar höfuðkempur láta á sér kræla, hlýöir Sigurður alltaf kalli þeirra og verður fyrstur á vettvang. A þessum timamótum verða ugglaust einhverjir kunnáttu- menn til þess að rifja upp fang- brögð Sigurðar við eld og isa undanfarna áratugi. Upphaf þeirra kynna hygg ég að megi rekja til kennslu Pálma Hannes- sonar, en staðfestingu hlutu þau, þegar hann sem ungur jarðfræði- nemi tók þátt i sænsk-íslenska Vatnajökulsleiðangrinum 1936, aö nýloknugosii Grimsvötnum. Með honum hefst visindaferill Sigurðar og órofatryggðir viö konung evrópskra jökla, sem hann þekkir áreiðanlega öllum betur i hörku geigvænlegra stór- hríða og á lognværum sólskins- stundum. Okkur hinum, sem berum tak- markað skyn á þau visindi, sem Sigurður hefur helgað krafta sina, verður i dag fremur hugsað til hans sem ágæts félaga og leið- sagnarmanns á ferðum okkar um óbyggöir og torleiöi miðhálendis- ins. Fyrir okkur rifjast upp minningar-'um samfylgd hans á littkönnuðum slóðum, meðan það tók ef til vill þrjá daga að aka i bil upp i Nýjadal, sem nú er farið á stund úr degi. Það er blátt áfram ekki laust við, að tregi setjist að okkur að þurfa ekki lengur að leita þar leiða eða kljást við við- sjál jökulvötn Sem betur fer mun þess enn nokkur bið, að allt há- lendi landsins verði lagt undir hjól. Fyrir okkur rifjast lika upp dagar, þegar pokinn var lagður á bakið og sótt á torleiði fjalla og firninda og komið að kvöldi i Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.