Þjóðviljinn - 08.01.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.01.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. janúar 1982 Dr. Sigurður Þórarinsson sjötugur sæluhús eöa slegiö tjöldum á lækjarbakka, viö jökulá eða bara við snjóskafl. A slikum ferðum var Sigurður hrókur alls fagnaö- ar, sem hefur upp gamanmál og syngur sinar eigin visur eða ann- arra, þvi að hann er skáld gott og ljóð hans vinsæl, ef til vill ekki sistifjallaferðum, þar sem mörg þeirra hafa orðið til. A öðrum leiðum, þar sem bill er með i för- inni, er ekkert sennilegra en að Sigurður dragi gitar upp úr far- angrisinum og annist undirspiliö. Sigurður er manna félags- lyndastur og glaöastur og um þekkingu hans er enginn I vafa. Hann er þvi jafn eftirsóttur til visindamóta og léttlátari mann- funda, enda eru þaö ekki meira en hæfilegar ýkjur, aö oröstir hans fari meö himinskautum, þvi aö viöa hafa leiöir hans legiö og mörg lönd hefur hann kannaö. Þrátt fyrir sérgrein á sviöi raun- visinda er hann mikill húmanisti og fer vel og árekstralitiö á sam- býlinu. Til þessarar sambúöar hygg ég megi rekja marga bestu kosti Siguröar sem manns og visindamanns. Ekki er mér kunnugt, hve mörgum félagssamtökum Siguröur hefur veitt brautargengi um dagana, en best gæti ég trúaö, aö þau væru nokkuö mörg, þó aö hann hafi eitthvaö dregiö sig I hlé á þeim vettvangi siöari árin. Hér vil ég aöeins geta starfa hans fýrir Feröafélag Islands, þvi aö þeim er ég kunnugastur. Hann sat i stjórn þess um tuttugu ára skeiö, siöast sem forseti. Var hann sem vænta mátti gjörhugull og tillögu- góöur um öll mál, er fyrir lágu, en haföi sig annars ekki mikiö i frammi. Um langt skeiö tók hann mikinn þátt I fræöslu- og skemmtifundum félagsins (kvöldvökum). Þar flutti hann erindi og sýndi myndir frá rann- sóknum sinum og feröum utan- lands og innan. Voru kvöldvökur þessar vinsæll þáttur i starfsemi Ferðafélagsins fyrr á árum. Fyrir allt þetta, auk alls annars, á Ferðafélagið honum miklar þakkir að gjalda. Siguröur stendur nú á tímamót- um og lætur innan skamms af öll- um opinberum störfum. En hann er manna óliklegastur til þess aö setjast i helgan stein, þótt árin færist yfir. Rannsóknum sinum mun hann halda áfram meðan kraftar endast. Kannski á hann ekki eftir að þreyta dögum saman fangbrögð við fárviöri i Djöfla- skaröi, en velji sér i þess staö mjúklátara rannsóknasviö og úrvinnslu þess efnis, sem hann hefur dregiö aö sér á löngum starfsferli. Ég efast ekki um, aö allir, sem þekkja Sigurö Þórar- insson óski honum langra lifdaga og starfsams ævikvölds. Haraldur Sigurðsson. • Þaö er erfitt aö trúa þvi aö Sig- urður Þórarinsson, jaröfræöing- ur, skulieiga sjötugsafmæli I dag, jafn unglegur og fullur af starfs- og lifskrafti sem hann er. Mér finnst hann ekkert hafa breyst frá þvi ég kom heim frá námi sumarið 1958 og byrjaöi að vinna viö Náttúrugripasafniö, sem siöar varö Náttúrufræöi- stofnun tslands, en Sigurður stjórnaöi þá Jaröfræöi- og landa- fræöideild safnsins. Reyndar haföi ég hitt Sigurö áöur, þegar ég ásamt mörgum fleiri námsmönn- um vará leiöheim til sumarvinnu meö Gullfossi frá Kaupmanna- höfn; hann var þar á þriðja plássi ásamt okkur, en haföi veriö pró- fessor I Stokkhólmi veturinn áð- ur, og kunni nú greinilega vel viö sig, og var reyndar miödepillinn, I þessum hópi glaöra æskumanna á Gullfossi. Slæmt þótti okkur þó aö missa hann aftur á fyrsta pláss þjóðhátiöardagskvöldið, en viö vorum þá I hafi, þvi skipstjórinn kom sjálfur til þess aö biöja hann aö boröa með og halda hátiöar- ræöu yfir farþegum þar; i aöra röndina vorum viö samt töluvert roggnir fyrir hans hönd. Allt frá fyrstu kynnum hef ég dáöst aö þessari lifsorku Sigurö- ar, þó hann láti ekki mikið yfir sér viö fyrstu sýn, þeim ótrúlegu starfskröftum sem hann er gædd- ur, og þeim fjölda visindalegra greina og ritgeröa sem eftir hann liggur. Hann hefur alla tiö, aö ég held, átt einstaklega auövelt meö aö koma hugsunum sinum á pappirinn, enda er árangurinn eftir þvi og aö þvi er ég best veit skifta ritgeröir hans hundruðum. Skáldskapargáfa hans og rik máltilfinning hefur áreiöanlega auöveldaö honum ritstörfin, eink- um þar sem þær hafa hjá honum haldist I hendur viö skarpa og rökfasta hugsun og óþrjótandi á- huga á öllum þeim viöfangsefn- um I jaröfræöi og landafræöi sem hann hefur tekiö sér fyrir hendur. En skáldskapargáfan hefur ekki bara gert honum ritun vis- indagreina auöveldari en flest- um, hún hefur á stundum lyft honum á bak Pegasusi og þá hef- ur hann látiö gamminn geysa, eins og flestum er kunnugt, þvi eftir hann liggur einnig aragrúi kvæöa og visna, sem hann hefur ort viö ýmis létt og skemmtileg sönglög. Þessir textar Siguröar hafa margir náö fádæma vin- sældum, og þaö aö vonum, þvi þeir eru leikandi liprir og vel ortir og fullir af þeirristemmningusen honum einum er lagiö aö skapa, einkum og sér i lagi þegar hann leikur sjálfur undir á gitarinn sinn og syngur með, enda hafa þeir mörgum yljaö i byggöum og þó kanski enn betur I óbyggðum. En þaö var ekki um visinda- störf eöa skáldsakp Siguröar Þór- arinssonar sem ég ætlaöi aö skrifa, þaö gera eflaust aörir, heldur langaöi mig til að þakka honum, á þessu merkisafmæli, allt hans ómetanlega og óeigin- gjarna starf að náttúruverndar- málum hér á landi, en þar hefur hann starfaö öllum öörum núlif- andi mönnum lengur og betur og er réttnefndur hinn „grand old man” okkar á þvi sviöi. Haustiö 1949 flutti hann erindi um nátt- úruvernd á fundi Hins islenska náttúrufræöifélags, sem helgaöur var 60 ára afmæli félagsins, og rakti þar hve sáralitið heföi veriö gert á þvi sviöi hérlendis. Aö visu voru þá til nokkrar reglur og lög á sérsviðum, svo sem fuglafriöun- arlög, lög um friöun hreindýra og Þingvellir höföu veriö friölýstir i nærri tuttugu ár. En engin al- menn lög um náttúruvernd voru til, þó „Islensk náttúra, bæöi hin dauöa og lifandi, sé um margt einstæö”, svo vitnaö sé i þetta erindi Siguröar. t erindi sinu nefndi hann svo ýmis dæmi um ó- þarfa spjöll sem unnin heföu ver- iö á náttúruverömætum landsins og aö áratuginn á undan heföi meiru veriö umrótaö, vegna til- komu stórtækra vinnuvéla, en áö- ur á mörgum öldum. Aöalniöur- staöa hans var sú, að semja þyrfti sem fyrst löggjöf um almenna náttúruvernd sem heimilaöi rik- isvaldinu að gera nauösynlegar ráöstafanir til verndar dýrmæt- um náttúrumenjum. Þetta erindi Siguröar vakti mikla athygli, þaö var siöar flutt i útvarp og svo prentaö I Náttúru- fræöingnum i byrjun næsta árs, og mun ööru fremur hafa orðiö til þess aö þáverandi menntamála- ráöherra fól Siguröi og Armanni Snævarr, lagaprófessor, haustiö 1951 aö semja frumvarp til laga um náttúruvernd. Frumvarpiö var lagt fram þremur árum seinna, eftir mikla vinnu og sam- ráö viö fleiri góöa menn, og varö aö lögum voriö 1956 og var þar meö stigiö eitt stærsta skref i náttúruverndarmálum sem viö höfum tekiö. En öll byrjun er erfiö og einkum fólgin I þvi aö plægja og undirbúa jaröveginn, þaö fengu Siguröur og þeir sem sátu i Náttúruvernd- arráöi meö honum fyrstu árin aö reyna. Þó þokaöist ýmislegt i rétta átt, ekki sist fyrir atbeina og eldmóö Siguröar, og þaö var ein- mitt hann sem átti frumkvæöið aö mörgum málum sem Náttúru- verndarráö hóf strax aö vinna aö, þó lausn á þeim fengist ekki alltaf strax, og nægir þar aö nefna hug- myndirnar um þjóögaröa i Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum en þær komu báöar frá honum. Siguröur hefur átt sæti i Náttúru- verndarráöi frá stofnun þess og unnið ráöinu lengur og betur en nokkur annar, aö öllum þeim góöu mönnum ólöstuöum sem þar hafa lagt hönd á plóginn. Hann hefur alltaf haft brennandi áhuga á þeim málum, alltaf veriö hug- myndarikur og boöinn og búinn til aö leggja fram þá vinnu sem þurfti til aö koma þeim hugmynd- um I framkvæmd. Auk þess hafa rannsóknir hans hjálpað okkur til aö gera okkur grein fyrir þeirri gifurlegu eyöingu gróins lands sem oröiö hefur hér á landi frá landnámi. Fyrir öll þessi óeigingjörnu störf þakka ég honum sérstaklega og veit aö Náttúruverndarráö mun halda áfram að njóta góðs af snilli hans, áhuga og starfi á með- an honum endist lif og heiisa Frá eigin brjósti langar mig að þakka honum sem manni einstaklega á- nægjuiega og lærdómsrika við- kynningu um liölega tuttugu ára skeiö, fáa menn met ég til jafns við hann eða hef reynt jafn mikið aö læra af þar sem viö höfum starfað saman, bæöi á Náttúru- verndarstofnun tslands, I ýmsum félögum og nefndum og i Náttúru- verndarráði. Hjartanlegar ham- ingjuóskir á sjötugsafmælinu, Sigurður, megiröu lifa bæöi vel og lengi, og kærar kveöjur til þinnar ágætu konu og barna. Eyþór Einarsson í dag er einn af bestu vinum minum, Sigurður Þórarinsson, sjöt ugur. Okkar góðu kynni tókust fyrir rúmum fimm áratugum. Vorum þá báðir við nám i Menntaskólan- um á Akureyri. Siðar stunduðum viö samtimisog i nokkurár nám i Stockholms Högskola. Og loks bjuggum við i sama húsi um ára- bil hér i Reykjavik og var sam- neytið alltaf mikið og gott. Af þessu sem nú er sagt er ljóst að ég þekki Sigurð mætavel. Og ég segi eins og er: Mér finnst aö ekki fari milli mála aö hann er sérstæöur maður. í honum býr svo margt I senn og hann er svo yfirmáta fjölfróður. Og mikill Islendingur i'bestu merkingu þess orös. Hann er mikill náttúruskoðari og frábær fræöimaöur i jarðfræö- inni og öðrum skyldum greinum. A ýmsar kenningar hans i jarö- fræði er hlustað með mikilli athygli í öllum löndum. Hann hef- ur meir en aðrir kynnt Island og náttúru þess erlendum mönnum og þá um leið hefur hann kynnt menningu þjóðarinnar. Mér er sagt aö Japanir hafi hér á árun- um undrast mjög þegar Sigurður gerði i háskólanum i'Tokyo grein fyrir Islandi, náttúru þess og menningu þjóðarinnar. Hér tók ég aðeins eitt dæmi af mörgum þvi erlendis mun Sigurður hafa flutt fleiri fyrirlestra en aðrir landar. Siguröur er skáldmætur vel þótt ekki fliki hann þvi. A yfir- boröinu ber þar mest á hinu gamansama, sbr. kvæðið um hana Mariu, en undirtónninn hjá Siguröi er ætið alvarlegur og þó einkum þjóðlegur. Taugarnar i manninum eru svo nátengdar öllu þvi sem islenskt er, náthirunni, tungunni, menningunni. Þá er Sigurður söngelskur maður. Ég minnist alltaf með gleði samverustunda okkar land- anna i Stokkhólmi þegar hann tók gitarinn sinn og lék og söng. Ung- ir menn segja mér að enn i dag sé hann hrókur alls fagnaðar. Siguröur hefur verið mikill hamingjumaöur i lifinu, enda er það i samræmi við alla hans skaphöfn. Hann hefurunniðmikil afrek — er i dag heimsþekktur og virtur visindamaöur — en hefur i engumiklast. Enganmann þekki ég sem er lausari við fordild. Hann Sigurður sótti meir en meginmenntun sina til Sviþjóðar. Hann sótti lika Ingu og það var mikill fengur. Mér er ekki tamt að nota stór orö. En það vil ég segja að með þeim Ingu og Sig- urði hefur verið mikil hamingja. Viö GuörUn sendum Ingu og Siguröi og börnum þeirra, Snjölaugu og Sven, og þeirra fólki árnaðaróskir. Haukur Helgason. Til eru einstaka menn, sem þannig eru af guði gerðir, að um þá myndast þjóðsögur i lifanda lifi. Þeir eru ekki margir. En þeir fá um sig einhvern fjarlægan og dularfullan ljóma. Af þvi að þeir binda ekki bagga sina sömu hnút- um og samferðamenn. En þeir baggahnútar geta verið ærið mis- jafnir. Hjá einum vekja þeir gremju og öfund, en öðrum gleði og forvitni og aödáun, þegar best lætur. Hnútar Sigurðar Þórarins- sonar eru af siðara taginu. Sigurður Þórarinsson, prófess- or, sem i munni þjóðarinnar varð raunar snemma dr. Siguröur Þórarinsson jarðfræðingur, er ein þessi þjóðsagnapersóna og kannski var það i fyrstu vegna þess, að hann var skáld og svo heppinn að yrkja litið gaman- kvæði við lag, sem flestir kunnu, um þá tilfinningu, sem æöi mörg- um þykir einhver hin notalegasta i gráum hversdagsleika, „að vera svolitið hifaður”. Þar með var hann orðinn drykkjubróðir hálfr- ar þjóöarinnar á gleðistundum hennar. Varla er ofmælt, að þessi haglega gerða ör hins unga jarð- fræðinema i Sviþjóð hitti tslend- inga i hjartastað. Þeir féilu á samri stundu að fótum hans og hafa legið þar siðan. Enda hefir hann á löngum og nærri einstæð- um ferli skotið ótal skeytum úr fagurlega skreyttum örvamæli sinum, sem sáu til þess að halda þjóðinni i duftinu við fætur hans. Skáldbrunnur hans reyndist það djúpur, að á fullorðinsárum hélt hann áfram að syngja sig inn i hjarta þjóðarinnar. Honum tókst aöbúa sér til ytra tákn, sem hann einn bar og kallaði fram notalega tilfinningu hjá háum sem lágum, en það var rauða skotthúfan, sem um langt skeið var álika óaðskilj- anlegur hluti af imynd hans og alpahúfan hans Monta eftir eyði- merkurhernaðinn forðum. Drengjalegt fas hans átti sinn þátt i þvi að færa hann með ein- hverjum hætti nær hverjum al- þýðumanni. Það hefði enginn burstaklipptur prófessor með þýskt einglyrni gert. En bak við þessa imynd lumaði hann á eig- inleika, sem á einna greiðastan aðgang að flestum hjörtum: fifl- dirfsku. Sá, sem þessar linur ritar, var i Stokkhólmi um páskana 1947, dagana þegar Hekla gamla gaus sem ákafast eftir langa hvild. Þá birtist einn daginn i Dagens Ny- heter, stærsta dagblaði á Norður- löndum, fyrirsögn yfir þvera for- siðu, ekki færri en sjö dálka: „Fifldjarfur visindamaður á Heklutindi”. Þetta var Sigurður með rauðu skotthúfuna. Ég veit ekki um annað tilvik, sem skotið hefir Islendingi uppá forsiðu stór- blaös i útlöndum með minnis- stæðari hætti, hvað þá með stærri fyrirsögn. Svona tiltæki kunna þjóðir að meta hjá hraustum son- um sinum. Sá einn er sterkur, sem sigrar, segir eitthvert mái- tæki. Þvi meiri sem hættan er, þeim mun stærri sigur. Svona skapast þjóðsögur um menn. Þegar visindamaður er oröinn þjóðsaga á þann hátt, sem Sig- urður Þórarinsson varð það, þótt ekki væri nema af saklausum brekum ungs manns, á hann það- an i frá visa áheyrn þjóðar sinn- ar. Sú hefir lika orðið raunin á með þann sjötuga ungling, sem i dag er hylltur. En hann er hylltur viðar en á Islandi á þessum degi — það hefir raunar gerst fyrr og það á hljóð- látan hátt. Sigurði auðnaðist að búa til nýjagrein ifræöum sinum og fyr- ir það er hann heimsnafn. Við köllum það „öskulagatimatal” á islensku, en „tefrokronologi” á alþjóðlegu jarðvisindamáli. Siguröur skýrði eitt sinn frá þvi á sinn hógværa hátt i viðtali, að á feröalagi i Japan hefði hann verið kynntur fyrir japönskum gagn- fræöaskólakennara, sem gert hafði sömu uppgötvun i Japan og hann hér heima á tslandi. Hann segir sjálfur svo frá þess- um atburði: „Og þessi fágaði, fingerði mað- ur, nokkru eldri en ég, kastaði sér fram á hendurnar og snart gólfið með enninu til að votta mér virð- ingusina. Ég hefði átt að gera hið sama. Ég hygg, að það hafi ráðið nokkruum frama þessarar fræði- greinar og tengt henni nafn mitt öðrum fremur, að mér hug- kvæmdist að skira hana finu nafni, „tefrokrónólógia” og inn- leiða i jarðeldafræðina hugtakið „tefra”, sem samheiti á loftborn- um, föstum gosefnum. En orðið „tefra” fann ég hjá Aristótelesi i bók hans „Meteroiogia”.” Já, svona mætti vist lengi telja. Hér er aðeins fátt sagt úr islensku ævintýri um karlssoninn úr Vopnafirði, sem sigraði heiminn, en eignaðist iika kóngsrikið heima að lokinni vikingu. I aðeins örfá ár hefir þeim, sem Skyggnst um á slóöum Kröfiu. Siguröur Þórarinsson lengst til hægri, Þorleifur Einarsson til vinstri og Guömundur E. Sigvaldason í miöiö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.