Þjóðviljinn - 08.01.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.01.1982, Blaðsíða 7
þetta skrifar, hlotnast sú ánægja að kynnast Sigurði Þórarinssyni. Það er dálitið einkennileg tilfinn- ing að kynnast þjóðsagnaper- sónu og þvi fylgir nokkur áhætta, þvi að við þetta nálgast maðurinn og þjóðsagan er allt i einu orðin veruleiki á rúmhelgum degi. Hvers verður maður svo visari við þessa tilfærslu? Hjá honum hefir maður kynnst aðalsmerki hinna miklu visinda- manna, að taka sig ekki hátið- lega, en jafnframt sileitandi frjóu hugmyndaflugi á ókunnri viðáttu i sögu þjóðarinnar og náttúru landsins. Það hefir verið óvænt ánægja að hafa lifað það að sjá þjóðsögu af manni breytast i lifandi per- sónu, sem ætið og ósjálfrátt miðl- ar án þess að hefja sjálfan sig upp. Sigurði Þórarinssyni eru á þessum timamótum i ævi hans færðar bestu árnaðaróskir okkar hjóna og þakkir fyrir kynni og skemmtan á undanförnum árum. Öskir okkar eru þær, að á næstu árum megihonum endast timi og heilsa til þess að ljúka þeim mörgu verkum, sem enn eru i deiglunni hjá honum. Við óskum Ingu og börnum þeirra til ham- ingju með afmælisbarnið. Sigurður Blöndal 1 einu af gamankvæðum sinum prjónar Sigurður Þórarinsson aftan við söguna um Sæmund á selnum á þá lund, að þegar djöfsi missir af Sæmundi skammt undan Landeyjasandi, verður honum litið upp til héraðsins og finnst það harla fýsilegur dvalar- staður. Er ekki að orðlengja það, að þar hefur hann átt heima alla tið siðan, i fjallinu sem er stolt okkar Rangæinga. Ferðin varð þvi báðum til gagns, Sæmundur fékk Oddann og kölski Heklu. — Sennilega þarf Heklu-fræðing og hugkvæmt skáld til þess að blanda svo skemmtilegan kokkteil, og höfundur ljóðsins uppfyllir bæði skilyrðin. Fyrst Sæmund ber á góma, sakar ekki að rifja upp aðra sögu af þeim fróða klerki. Hann var ekki við eina fjölina felldur, og suður i Saxlandi hafði hann heitið norn nokkurri eiginorði, en fór svo heim til Islands og ilengdist þar. Kvensan þóttist illa svikin, og til þess að hefna sin sendi hún honum gullroðinn kistil og lét þau boð fylgja, að enginn nema Sæmundur mætti opna hirslu þessa. Oddaklerkur vissi lengra en nef hans náði og var staddur i kirkju þegar sendimaður færði honum gripinn. Prestur bað hann leggja kistilinn upp á altarið, og stóð hann þar óhreyfður næstu nótt alla. Morguninn eftir reið Sæmundur með kistilinn undir hendinni efst upp á Heklu og kastaði honum þar ofan i gjá, ,,og þaðan tjáist að Heklueldur hafi sinn uppruna.” Þá er það mál upplýst i eitt skipti fyrir ölk og þykir við hæfi að gera það lýðum ljóst á sjötugs- afmæli Sigurðar Þórarinssonar. Fyrir tveimur áratugum birtist i Þjóðviljanum stutt afmælis- kveðja til Sigurðar, og nokkrum dögum siðar hlaut höfundur hennar þungar ávitur i sama blaði frá viðurkenndum smekk- manni á islenskt mál og aðrar mætar listir. Það sem hann hafði út á greinarkornið að setja, var að yrkingar Sigurðar, sem þá og nú eru á hvers manns vörum á glöðum stundum, voru kallaðar „klassiskar”. Svona getur litið stundum farið fint i taugarnar á besta fólki, og það er varla maður þori að stinga niður penna, þótt langt sé um liðið, ef illa skyldi nú takast til öðru sinni. En á merk- um timamótum i ævi Sigurðar má það ekki gleymast að heimsfræg- ur og störfum hlaðinn visinda- maður skuli einlægthafa gefið sér drjúgan tima til að vera venjuleg manneskja, fylgjast með þvi sem gerist i fögrum listum orða, mynda, leiks og tóna, vera ævin- lega reiðubúinn til að gleðjast með glöðum, gripa i hljóðfæri á siðkvöldum og raula skemmtiljóð eftir sjáifan sig_og aðra. Á öld fagidióta er raunvisinda- maður og húmanisti i einni og sömu persónu heldur sjaldgæft fyrirbrigði og mikil guðsblessun að rekast á einn og einn slikán. Og harpa Sigurðar á marga strengi, hann er jafnvigur á gaman og al- Föstudagur 8. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Lengi hefur rauða skotthúfan fylgt Sigurði. vöru, og sum bestu kvæði hans hafa aldrei birst og eru á fárra vitorði. Hann sendir stundum kunningjum sinum kviðlinga fyr- ir jólin eða þegar hann er i utan- landsferöum, og fljóta hér með tvö ljóð, sem urðu til i Asiureisu hans fyrir allmörgum árum: Kvöld isveitakrá nærri Fuji-no-yama Fagurgjört Fuji-no-yama faldinn af snævi ber rósbleikan allan hið efra um það er kvölda fer. Kona með barn sitt á baki borðar skelfisk úr sjó. öldungur sötrar heitt saki i svörtum kimonó. Logandi i haustsins litum iauf fellir skógurinn. Buddha með óræðu brosi blinir á nafla sinn. Viðrætur Himalaya Náttmyrkrið hlýtt við Himalaya ei lét mig heimþrá gleyma. Oti i þvi var eitthvert barn, sem grét eins og heima. Misjöfn er tungan mörg i byggðum heims, mörg er þjóðin. Alls staðar er þó sorgin sama hreims, sömu hljóðin. Að siðustu, bestu afmælisóskir til skálds og ljúfmennis og kærar kveðjur til Ingu. Til hamingju með daginn, bæði tvö! Þórarinn Guðnason Fyrir mörgum eru fjöll aðeins farartálmi. öðrum eru þau glæsi- leg verk skaparns til að auka til- breytni og fegurð náttúrunnar og þeir verja mörgum fridögum sin- um i að klifa fjöll og dveijast þar löngum stundum. öðrum eru fjöllin merkileg jarðfræðiieg viðfangsefni, sem geyma svör við fjölmörgum spurningum, sem þeir vilja fá svarað. Ekki fara þeir færri ferðirnar á fjöllin og skoða þar hvern klett, hvert gil. Fyrir mörgum er snjór aðeins farartálmi. Og verður sist betri þegar hann rennur saman i is. Hann er kaldur og blautur og oft háll, afleitt form þess annars ágæta, en að sömu leyti takmarkaða, vökva. öðrum er snjórinn byggingarefni með óþrjótandi möguleika eða undir- staða (i orðsins fyllstu merkingu) glæsilegustu iþróttarinnar, sem veitir þeim ótaldar unaðsstundir. öðrum verður snjórinn merkileg- astur, þar sem hann hylur fjöll i þykkum lögum og eykur þar enn fegurð þeirra og tignarleik. Fyrir enn öðrum verður snjórinn þar áhugaverðastur fyrir það að þar geymirhann svör við fjölmörgum torleystum spurningum. Eftir afstöðu til fjalla og iss mætti flokka menn. Ekki vil ég flokka mig þar, en ég verð þó aö horfast i' augu við það að ég yrði af mörgum settur i farartálma- flokkinn. Þó kannski eitthvað siður hin siðari ár, þvi þar hefur orðið nokkur breyting á, sem ég á afmælisbarni dagsins, Sigurði Þórarinssyni, að verulegu leyti að þakka. Það er ekki hægt að kanna eðli og hegðan vatns (sem oft hefur þann ágæta eiginleika að vera heitt) i jörðu niðri i byggðum án þess að huga að vatni á fjöllum, þrátt fyrir farartálma og veg- leysur þar.Þvivar þaðfyrir riím- um áratug að kollegar mi'nir við Raunvisindastofnun Háskólans tóku að ráðast i leiðangra á jökla og ég nánast neyddist til að taka þátt I þeim. Fyrst i stað var farið með skóflur til að róta i efstu lögum jöklanna, siðar tókum við með handsnúinn bor, seinna var hann vélvæddur. Enn siðar var smiðaður hinn ágætasti bor til djúpborunar. Jöklaferðirnar með þessi tól hafa orðið allmargar og sumar langar. I beinu framhaldi af þessu starfi fór einn rannsóknar- mannanna, Helgi Björnsson, að velta fyrir sér möguleikum til að mæla þykkt jöklanna. Tæki sem kallað er issjá var smiðað og siðan hafa ekki minni leiðangrar verið farnir til að kortleggja þykkt jöklanna. 1 þessu starfi var einn maður ávallt i bakgrunninum eða sem virkur þátttakandi. Þetta var Sigurður Þórarinsson, sem i dag verður sjötugur. Hann hefur sifellt verið að hvetja menn til slikra. rannsókna og veitt þeim ómetanlega aðstoð. Þar stendur hann reyndar ekki einn og óstuddur, þvihann hefur haft við hlið sér harðsnúið lið j(8íla- manna, félaga úr Jökla- rannsóknarfélagi íslands. An þessa hvetjandi starfs Sigurðar og án ómetanlegrar hjálpar, sem hann og jöklamenn hans hafa veittundirforustuSigurðar, hefði fátt eitt af þvi komist i' fram- kvæmd, sem siðustu fimmtán ár hefur verið unnið i jökla- rannsóknum hér á landi. Ferill Sigurðar i jöklarannsóknum er þó miklu lengri, en þetta er það timabil sem ég þekki vel til. Við eigum þvi Sigurði mikið að þakka hvað ýmsa þætti rannsóknarstarfs okkar varðar. En þetta starf hefur fært okkur miklu fleira og meira. Starfið á jöklum gleymist þeim seint, sem þar hafa unnið, og margar ógleymanlegar stundir haf a ég og félagar minir átt með Sigurði á jöklum, iskálunum á Grimsfjalli og i' Jökulheimum, á norrænu jöklarannsóknarmóti að Skógum, á fundum i Jöklarannsóknar- félaginu og viðar. Enáhuga Sigurðarog framsýni hef éK einnig kynnst i stjórn Raunvisindastofnunar Háskól- ans. Þar hefur hann verið ein- staklega opinn fyrir öllu þvi sem nýtt er og liklegter að efla islensk visindi. Ég tel mig geta talað fyrir hönd þessa hóps, sem siðustu aratugina neiur stunaao jöklarannsóknir hér á landi, þegar ég þakka þér Sigurður fyrir ómetanlega hvatningu og hjálp i öllu rannsóknarstarfinu og samtimis vil ég nota tækifærið og þakka þeim, sem með þér hafa staðið, félögum i Jökla- rannsóknarfélagi Islands. Og loks þakka ég þér það Sig- urður að fjöll og snjór eru nú i huga minum meira en erfiður farartálm i, þvi unaðslegri stundir hef ég vart lifað en á islenskum jöklum. Ég vona að við eigum enn eftir aö fara saman á jökul, við getum litiö til fordæmis okkar ágæta Eggerts V. Briem, sem fór liðlega áttræður á jökul siðast og allt eins er liklegt að hann eigi enn eftir að leggja I jöklaferö. Ég sendi þér og f jölskyldu þinni hugheila kveðju, nú á sjötugsaf- mæli þinu. Páll Theoáórsson. Fyrir 10 árum ræddum við Sig- urður Nordal Hringadróttinssögu Tolkiens, en Sigurður hafði þekkt skáldið i Oxford fyrir mörgum ár- um. Sigurður sagðist aldrei hafa gefið sér tima til að lesa hana, en ég sagði honum þá, að Sigurður Þórarinsson væri allra Islendinga bezt að sér i þeim fræðumog sér- fræðingur i landafræði Mið-Jarðar. „Já, þeir geta leyft sér það, þessir strákar að fara svona með timann”, sagði Nor- dal. Þarna var Sigurður Þórarins- son kallaður „strákur” eina ferð- ina enn, þá kominn á sjötugs- aldur, enda hefur mönnum jafnan virst sem hann eti af eplum Ið- unnar — léttur i spori, friskur i anda, orðheppinn og allra manna afkastamestur, jafnan fyrstur á staðinn ef jarðfræðileg stórmerki eru að gerast. Það er næstum svona og svona að vera að skrifa um hann afmælisgrein á sjötugs- afmælinu — rétt eins og að skrifa um aðra menn fertuga. Vitur maður sagði, að æskan væri alltof dýrmæt til að sóa henni á ung- dóminn — hér er hún þó einu sinni á verðugum stað. En Sigurður Þórarinsson er semsagt sjötugur i dag. Hann er löngu orðinn heimsþekktur vis- indamaður i eldfjallafræði, arf- taki Þorvalds Thoroddsen sem persónugervingur islenskrar jarðfræði úti i heimi. Skrá um bækur hans og ritgerðir eru 38 vélritaðar siöur og lengist dag frá degi. Mest hefur hann skrifað um eldfjallafræöi og aðra jarðfræði, lika landafræði, sögu, fornleifa- fræði — einnig um dægurmál alls konar, bækur, kveöskap, bió- myndir. Og svo framvegis. Gátan um Sigurð er raunar auðráðin — hann er svo dæma- laust gáfaður. Gallinn er bara sá, að maður getur ekkert uppbyggi- legt af lausn þeirrar gátu lært, þvi hann fæddist vist svona. Það er hægt aö troða lærdómi i hvaða belg sem er og dubba alla upp með gráður. En „brilliant” verður enginn nema fyrir náð skapanornanna. Svo við, sem um- göngumst Sigurö svotil daglega, fögnum þvi að hafa hann meðal vor, örvumste.t.v. ögn af dugnaöi hans og þiggjum kannski af hug- kvæmni hans i fræðunum. En alltaf virðumst við vera ofurlitið svifaseinir i samanburði við hann — lengur að öllu. Eins og Salieri og Mózart? Það er sem betur fer alltof snemmt að fara að gera ein- hverja úttekt á Sigurði Þórarins- syni. Honum er nú sýndur marg- vislegur heiður á sjötugsafmæl- inu sem verðugt er: norrænt jarð- fræðingamót er haldið hér með tilheyrandi veislum og ræðum, og bækur eru honum tileinkaðar. Þvi Sigurður hefur komið ótrúlega viða við á ferli sinum: hann skap- aði alþjóðlega visindagrein, gjóskulagafræðina: hann er i fremstu röö eldfjallafræðinga, hann er meðal brautryðjenda i jöklafræði hérlendis, framarlega i ferðamálum, i „samnorrænum málum”, og sjálfsagt mörgum öðrum. Það er ánægja að óska Sigurði til hamingju með afmælið. Og Ingu konu hans, „sem er fyllilega jafnoki hans”, eins og kunnugur sagði við mig um daginn. Megi honum endast Iðunnareplið sem lengst. Sigurður Steinþórsson Með ævintýralegum hætti sluppu sumir islenskir mennta- menn heim frá Norðurlöndum til lslands á striðsárunum siðari. Einn þeirra var Sigurður Þór- arinsson, sem i dag er sjötugur — og trúi þvi hver sem vill. Islenskir menntamenn sem flykktust heim um striöslok siðustu, báru með sér sterkan blæ frjálslyndis og félagshyggju og lyftu hér umræðu menningar- og þjóðfélagsmála á annað og hressilegra stig, en tiðkast hafði um skeið. Þeir nálguðust málefnin oft frá öðru sjónarhorni en heimamenn höfðu vanistum hrið. I þessum hópi var sveitapilturinn úr Vopnafirði, sem lagt hafði stund á jarðfræði, aflað sér mikils lærdómsframa i þeirri grein, en var og er eins og fremstu menningarfrömuðir þessarar þjóðarfjölfróður og ekki komið að tómum kofunum hjá honum. Það er athyglisvert að margir náttúrufræðingar og jarð- visindamenn okkar hafa jafn- framt verið slyngir stilistar og frábærir smekkmenn á islenskt mál, einnig skáldmæltir sumir hverjir, nægir að minna á Jónas Hallgrimsson, Þorvald Thorodd- sen, Pálma Hannesson, Ingólf Daviðsson og i þessum hópi er Sigurður Þórarinsson á fremsta bekk. Afrek hans á visindasviðinu verða hér ekki gerð að umræðu- efni. Nægir að nefna að hann hef- ur getið sér heimsfrægðar fyrir kenningar sinar og rit i eldfjalla- fræðum. Sá sem hlustað hefur á þennan hugljúfa og hógværa mann flytja mál sitt gleymir þvi ekki. Fagurt, látlaust og skýrt svo hvert konu- barn fær skilið, yljað grómlausri kýmni. Það er náðargáfa sem fáum er gefin en Sigurður hefur þroskað með ser svo unun er á að hlýða. Þvi miður hafði ég Sigurð ekki sem kennara i skóla, en allir sem þess urðu aðnjótandi ljúka upp einum rómi um frábærar kennslustundir hjá honum. Hann er lika félagi nemanda sinna og kemur þar ekki sist til hversu söngvinn og léttur i lund hann er. Seint verður talið hversu margar gleðistundir hann hefur skapað þessari þjóð bæði viðstaddur og fjarstaddur með hinum lifsglöðu söngvatextum sinum og verða þeir visast sungnir og dáðir enn um langa hrið. Sigurður er mjög félagslyndur, hafa honum verið falin margvis- leg störf i ýmsum félögum. Hann er einn þeirra sem lengst hafa starfað i Norræna félaginu. I fundargerðarbókum er hans fyrst getið á 4. áratug aldarinnar. Hann hefur löngum átt sæti i stjórn Rey k javikurdeildar féiagsins og lagt þar margt gott til mála. Þau eru ófá erindin sem hann hefur flutt um land sitt og þjóð löndum sinum til fróðleiks og skemmtunar svo og Norður- landabúum og öðrum útlending- um. Nú siðast talaði hann á vegum Norræna félagsins um Bellman hinn sænska i frábæru erindi og fylltist salur Norræna hússins tvisvar á þeim degi af þessu tilefni. Hann hefur nánast á hverju sumri um langt skeið flutt erindi um tsland og ibúa þess i Norræna húsinu, fyrir þá Norðurlandabúa, sem hér eru staddir þá stundina. Þá hefur Sigurður verið fulltrúi Norræna félagsins i stjórn Norræna hússins frá upphafi og situr þar enn. Fyrir öll þau störf sem Sigurður hefur innt af hendi fyrir félagið af þeirri alúð sem honum er lagin kunnum við hon- um bestu þakkir. Það er haft fyrir satt, að sá maður sem einna mest hefur skrifað um jarðsögu Islands Þor- valdur Thoroddsen hafi aldrei séð eldgos, Sigurður Þórarinsson hef- ur ekki þurft að hafa áhyggjur af þvi að sjá ekki eldsumbort. Ætli nokkur lslendingur, ja e.t.v. eng- inn lifandi jarðarbúi, hafi orðið vitni að fleiri eldgosum, en Sig- urður og þá ekki sparað sig, held- ur komist oft i hann krappan eins og forðum i ferðinni heim til tslands að námi loknu og getið var um hér i upphafi. Arangur af störfum hans til þessa sér viða stað og er það von okkar að þetta óskabarn þjóðarinnar fái enn um langa hrið að njóta starfskrafta sinna til heilla landi og lýð. Norræna félagiö færir Sigurði, Ingu og börnunum þeirra bestu hamingjuóskir á þessum tima- mótum i lifi hans og hlakkar til að njóta starfskrafta hans fram á veginn. Hjálmar Ólafsson. Visindamaðurinn, ljóðskáldið og strákurinn Sigurður Þórarins- sonerorðinn sjötugur. Sivinnandi og mikilvirkur er hann fyrirmynd nemenda og samstarfsmanna, lifir fyrir visindin og engan dag fellur verk úr hendi þrátt fyrir Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.