Þjóðviljinn - 12.01.1982, Side 6

Þjóðviljinn - 12.01.1982, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 12. janúar 1982 Þaö er ljóst aö málefni aldraðra hafa tekiö nýja stefnu. Þaö er ljóst aö á þessu ári og næstu árum mun þeirri kyrr- stööu og því undanhaldi sem rikt hefur I þessum nrálaflokki, verða snúið upp i sókn á mörg- um sviöum ef vel veröur á mál- um haldið. Nú þegar er einn þáttur þessa máls kominn á verulegt skriö. Nú eru i gangi stórfram- kvæmdir i byggingum fyrir aldraða og ekki er þarna sist tekið vel til hendinni i húsnæöis- málum sjúkra gamalmenna. Ef ekki koma óvænt hret, mun þessi þáttur málsins verða leystur á allra næstu árum. Einnig eru i gangi og undir- búningi framkvæmdir i almenn- um húsnæöismálum aldraðra, bæöi ibúðabyggingum og bygg- ingum stofnana. Þó aö vel sé unniö aö þessum þáttum málsins, þá er mikill hluti vanrækslusyndarinnar enn ógreiddur. Hin féiagslega hliö málsins er ennþá vanrækt aö stórum hluta, þó reynt hafi verið að vinna á þessum vett- vangi bæöi af einstaklingum og félagasamtökum. Það hefur ekki veriö lagöur nægilega mik- ill þungi á þennan þátt málsins af þeim sem næst standa. Vegna þessa og i tilefni af þvi að nú á aö beina kröftunum meira aö þessum málaflokki á þessu ári, verða hér tindar til nokkrar hugmyndir, sem hugsanlega gætu oröið visir aö hugmyndabanka þegar kemur Hinsvegar veröur aö skapa ný verkefni eins og áöur er vikið aö. Hvaö fyrra atriöiö snertir þá veröur meðal annars aö tryggja þaö að lifeyrisþegar geti hindrunarlaust haldiö sambandi viö ættingja sina og vini þó aö fjármagn sé ekki fyrir hendi til aö greiöa mikinn feröakostnaö. Hiö opinbera verður að gripa inn i þennan þátt. Siöara atriöiö er þaö aö skapa fullorönu fólki ný tækifæri til frjórra starfa i auknum fri- stundum. Ég tel aö þarna sé á feröinni risavaxiö verkefni fyrir skólakerfiö og verkalýðs- hreyfinguna. Þrétt fyrir þessar bollalegg- ingar, ber aö hafa þaö grund- vallarsjónarmiö i huga, fyrst og fremst, aö allir geti sem allra lengst unniö á vinnumarkaöi og veriö þannig beinir þátttak- endur i rekstri þjóðfélagsins. Þaö er þó fyrirsjáanlegt aö vegna breyttrar tækni og þaraf- leiðandi grundvallarbreytingar á þjóðfélaginu i náinni framtiö, þá verður bæði aö dreifa vinnu á æfi manna og einnig aö dreifa launum á alla æfina. Fristundir munu óhjákvæmilega aukast hjá öllum. Um vanrækslu- syndina miklu Það hefur veriö talinn mæli- kvaröi á siðferöisstig þjóðar, hvernig hún býr aö öldruöum. A Félagsleg málefni aldraöra þurfa aö skipa stœrri sess að þvi að glima viö þessi verk- efni i auknum mæli. Um áhugamál og lífsfyllingu Eins og nú er háttaö hefur margt af þvi fólki sem komiö er á eftirlaunaaldur ekki mörg áhugamál tiltæk. Fyrir þetta fólk verður sá „fritimi” sem skapast við þessi timamdt oftar en hitt ekki kærkomin hvild, heldur eirðarleysi og til- breytingarlitii bið. Þetta er alkunn staðreynd og einnig hitt aö i beinum tengslum við þær miklu breytingar á lifsvenjum sem þarna verða, fer heilsu ein- staklingsins oft að hraka óeðli- lega mikið. Vegna þessara staöreynda er þaö eitt af stærstu félagslegu verkefnum i málefnum lifeyris- þega aö finna þeim nýtt hlut- verk. Það er einfalt mál að til þess að einstaklingurinn fái notið gleöi og lifsfyllingar, verður hann að hafa eitthvaö hlutverk. Hann veröur aö glima viö ein- hver verkefni sem taka upp hugann. Það er einnig alkunn staöreynd aö til þess aö slikt starf beri tilætlaðan árangur, þarf maðurinn að fá tækifæri til skapandi starfs. Sköpunarþörf er öllu fólki i blóð borin þó aö i mismunandi mæli sé. Vegna þessara staðreynda þá á að vinna meö fullorönu fólki fyrst og fremst en ekki fyrir það. Það þarf aö skipuleggja starf sem miöar markvisst aö þvi aö aldraö fólk fái verkefni til aö glima viö þegar hinu hefö- bundna æfistarfi lýkur. Og til þess að slikt veröi framkvæmt af raunsæi og beri tilætlaöan árangur veröur aö hefjast handa löngu áöur en aö þessum timamótum kemur. Um heilsurækt Einn þáttur þess fyrirbyggj- andi starfs sem nauösynlegt er og minnst var á, er markviss og skipuleg heilsurækt. A þvi sviði þyrfti að koma til grundvallar- breyting. Eins og nú er háttaö þessum málum, er heilsurækt fullorðins fólks ekki mikil almennt og ekki er unnið nægilega skipulega aö þessum þætti þegar á heildina er litiö. Til þess að aldraöir verði vel undir ellina búnir veröa þeir meöal annars aö vera sem best úr garöi gerðir hvaö likamlegt ástand varðar. Raunar ætti æfin öll að vera vettvangur þess undirbúnings, að vera sem hæf- astur til að glima við elli keli- ingu á þessu sviði. Allir vita hve hörmulega fjar- lægt þetta sjónarmiö er nútima- islendingum. Sú kynslóö sem nú er i blóma lifsins er ofkeyrð af langvarandi þrældómi og Hrafn Sæmundsson skrifar streitu vegna þeirrar geröar neysluþjóöfélags sem viö kus- um. Þetta mun koma niöur á okkur i ellinni. í þjóöfélaginu eru starfræktar stofnanir sem gætu veriö fyrir- mynd i þvi aö veita fyrirbyggj- andi heilsurækt. Nefna má stofnanir eins og Náttúru- lækningaheimiliö i Hverageröi og Heilsuræktina i Glæsibæ. Markviss uppbygging slikra stofnana i framtiöinni myndi vel þjóna þessum fyrirbyggjandi tilgangi. t þessu sambandi er hlutverk verkalýöshreyfingarinnar mik- iö. Þetta er eitt af þeim verkefn- um sem verkalýðshreyfingin á beint og óbeint að snúa sér aö og knýja fram. Góð heilsa i elli er ekki minnst kjarabót til handa félagsmönnum verkalýös- hreyfingarinnar. Um efnahags- lega afkomu Þegar talað er um efnahags- lega afkomu aldraöra, veröur aö miöa við þær aöstæöur sem eru i þjóöfélaginu. Það veröur aö miöa viö lifskjör meginþorra almennings og rikidæmi þjóöar- innar. Sé þetta miö tekiö hafa lifs- kjör aldraöra veriö slæm und- anfarna áratugi. Þau hafa ekki fylgt annarri þróun i neyslu- þjóöfélaginu. A vissum timum hefur kaup aldraðra veriö niöur undir hungurmörkunum og til beinnar skammar. Auk þess hefur rikt og rikir enn mikið misrétti á þessu sviði. A vissum timum hafa þó veriö gerð góö átök i þessum efnum og ber þar hæst tekjutrygging- una, sem á aö tryggja þaö aö allir hafi lágmarkstekjur til að lifa af. Um þessar mundir má einnig segja að meginþorri aldraöra standi betur aö vigi hvaö lifeyri snertir en áöur. Viö erum nú á einum öldufaldinum i þeim úfna sjó sem Hfeyrismál aldraöra eru. Engu aö siöur eru lifeyrismál aldraöra þjóöinni til van- sæmdar. Og þaö ráö sem notað er til að bæta og jafna kjör lif- eyrisþega, að hækka tekju- trygginguna er ekki lengur þaö raunhæfasta. Sú aðferð eyöir ekki óréttlæti innbyröis og hefur i sumum tilvikum ekki tilætluð áhrif. Þessvegna veröur einnig að leita nýrra leiöa til aö jafna efnahagslega stöðu þessa þjóð- félagshóps. Ein þeirra leiöa sem komiö gæti til greina i þessu efni er aö losa aldraö fólk viö fleiri al- menna þætti I rekstri húsnæöis og i heimilishaldi. Það væri hægt að gera meöal annars meö þvi aö stofna viöhaldsflokka iðnaöarmanna á vegum rikis og sveitarfélaga til þess aö sjá um viöhald og viðgeröir á ibúöum aldraöra. Kostnað viö þetta mætti hugsanlega færa á erfða- fjárskatt eöa á annan hátt til erfingja eignanna ef viökom- andi aöilar óskuöu þess. Einnig mætti losa aldraö fólk viö fleiri skatta og hálfopinberan reksturskostnaö þegar ekki væri um aörar tekjur aö ræöa en almennan lágmarkslifeyri. Um orlofsmál Einn þátturinn i lifeyrismál- um eru orlofsmálin. Vinnandi fólk i föstum störfum á almenn- um vinnumarkaöi fær sitt sumarleyfi samkvæmt samningum og lögum. Hér á landi veitist mörgum erfitt aö nýta þetta stutta árlega orlof til raunverulegrar orlofsdvalar, bæöi vegna fjárskorts og ytra aðstööuleysis. Þegar fólk er komiö á lifeyris- aldurog hefur fengiö 12 mánaöa „sumarfri” á ári veröur máliö þó öllu viöameira og flóknara. Þessi þáttur llfeyrismálsins er tviþættur I höfuöatriöum. Annarsvegar veröur aö tryggja þaö aö sem minnst röskun veröi á lifsmynstri fólksins. Þaö veröur að tryggja þaö aö lif- eyrisþegar einangrist ekki. umliönum öldum höfum við ts- lendingar ekki staöiö öörum aö baki hvaö aöbúnað aldraðra áhrærir. Jafnvel á myrkum timum fátæktar og hungur- dauöa bárum viö ekki út þá sem minnimáttar voru vegna elli. Saga okkar siöustu áratugina er þó ekki sérlega björt hvaö þetta varöar. A þeim tima gleymdum viö oft þeim sem við áttum mikiö aö þakka. Þegar „velmegunin” hóf innreið sina sátu hinir öldruöu eftir, ekki sist á félagslega sviöinu. A undanförnum áratugum höfum við byggt upp nýtt þjóð- félag. Viö höfum endurnýjaö skipastólinn. Viö höfum vélvætt sveitirnar. Við höfum nánast endurnýjaö allan húsakost landsmanna. A þessum tima höfum við innleitt samfélag lifs- gæða sem á fáa sina lika. En viö höfum fórnaö miklu fyrir þessa velmegun. Við uröum meöal annars að gjör- breyta þjóöfélaginu og flestum grunneiningum þess til að mæta þessum nýja tíma. Bændaþjóö- félagiö leiö endanlega undir lok. Stórf jölskyldan hvarf og kjarnafjölskyldan tók við. Stór hluti þjóðarinnar varö aö til- einka sér nýja hugmyndafræöi og nýtt og kalt verömætamat. Eldri kynslóöin missti hins- vegar þá rótfestu sem hún haföi haft um aldir. Þessi kynslóö fór illa út úr þessu umróti öllu og fer enn. Framkoma okkar viö það aldraða fólk sem nú er á lif- eyrisaldri, en á Islandi eru nú yfir tuttugu þúsund einstakling- ar 67 ára og eldri, er okkur ekki til sóma. Þó að nú sé unnið markvisst að vissum þáttum, aðallega þó byggingar- og heilsugæsluþættinum, fyrir aldraöa, þá liggur hinn félags- legi þáttur eftir. Viö ættum aö hugleiöa þann gamla, og sigilda málshátt aö maðurinn lifir ekki á einu saman brauöi. Þetta á ekki sist viö um gamalt fólk. Hrafn Sæmundsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.