Þjóðviljinn - 12.01.1982, Side 9

Þjóðviljinn - 12.01.1982, Side 9
ÞriOjudagur i2. jandar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri, Dóra Einarsdóttir bún- ingameistari og Arni Reynisson, framkvæmdastjóri tslensku óperunnar voru kampakát i lokin. viö Islendinga i lok tuttugustu aldar? Mórallinn i stykkinu er sá helstur aö sá sem gengur I aust- urriska herinn þegar kalliö kem- ur hann fær sina aöalsmær, og barónsnafnbót aö auki. En tónlistin blifur og þar skiptast á austurriskir valsar og polkar og ungverskir dansar, auk þess sem herkvaöningarsöngurinn i öörum þætti er saminn upp úr söng sem sunginn var i ungverska frelsis- striöinu 1849. 1 lokaatriöi annars þáttar er vitnaö i þjóösögn Ung- verja, Rákóczymarsinn eftir János Bihari, sem Berlioz haföi áöur notaö i Otskúfun Fásts og Liszt i Ungverskri rapsódiu nr. 15. Annars er saga Sigauna- barónsins eins og hún er sögð i leikskrá skemmtileg, og geröi sá bókarlausi maöur Johan Strauss rétt i þvi aö leita til Mór Jokau, sagnaskálds Ungverja á öldinni sem leiö, og blaðamannsins Ignaz Schnitzer til þess að hjálpa sér með textann, sem hann annars lagði litið uppúr I þeim fimmtán óperettum og tveimur gaman- óperum sem hann samdi. En tslenska óperan þarf ekki aö biöjast afsökunar á verkefna- valinu, þvi aö frægasti tónlistar- gagnrýnandi Vinarborgar fyrr og siðar, Eduard Hanslick, skrifaði i dómi sinum um frumsýninguna 24. október 1885: „Johan Strauss hefur um áratuga skeiö glatt tón- Ólöf Kolbrún Haröardóttir afskrýðist eftir glæsilegan sigur i hlutverki Saffi sigaunastúlku. Stefán Guömundsson, sem þreytti frumraun sina á óperusviðinu I hiui- verki Ottokars brosleitur aö lokinni sýningu. Garöar Cortes stjórnarformaöur og driffjööur tslensku óperunnar þreyttur en ánægöur aö loknu löngu dagsverki. listarvini meö verkum sinum. Nú fyrst viröist hann hafa náö hæsta tindi listar sinnar.” Hins vegar sagði þúsundþjala- smiöurinn Garöar Cortes nýveriö i útvarpsviðtali að efni Sigauna- barónsins væri „svona venjuleg bal..bla..óperusaga”.... Og hér er Sigaunabarónninn fluttur á islensku, sem meira aö segja skilst meira og minna i flutningi, og ætti það ásamt sykursætri músik Strauss að tryggja tslensku óperunni almannahylli frá upp- hafi ævintýrsins I Gamla biói. Folke Abenius hjá Stokkhólms- óperunni segir i kveðju til tslensku óperunnar I leikskrá aö margir hafi lýst óperulistina dauöa og vonlausa. „Þaö hafa menn raunar gert í fjögur hundr- uð ár. Samt lifir þessi list á okkar dögum jafnvel betra Hfi en nokkru sinni fyrr. Menn hafa taliö óperuna aöeins fyrir útvalda. Samt fylkir*sér nú um hana, af áhuga og hrifingu, fleira og margvislegra fólk, en nokkru sinni fyrr.” Menn þurfa ekki aö hafa af þvi áhyggjur að óperutextar geri óvæntar árásir á eigin hugar- heim, en það er áreiöanlega nokkuð til I þvi sem Abenius segir um hið sérkennilega og heillandi tungutak óperulistarinnar, sem nú hefur eignast fasta búsetu á íslandi. Eins og áður sagöi benti fögn- uður frumsýningargesta i Gamla biói á laugardaginn til þess að ætlunarverk tslensku óperunnar hefði ekki aöeins tekist skamm- laust heldur gert stormandi lukku. Það hljómaði þvi eins og hvatning út fyrir veggi Gamla biós, þegar unaöslega fyrirtaks- fólkið hans Zsupáns svinabónda söng til okkar:: Satt ég scgi ykkur hér sérhver læri af mér: Lifiö leikur einn er inér og þér. Vivat. Ráöherrar létu sig ekki vanta og hér sjást nokkrir þeirra ásamt Mariu Markan öperusöngkonu. Elisabet Erlingsdóttir og Anna Júliana Sveinsdóttir taka á móti ham ingjuóskum baksviðs aö lokinni frumsýningu. T.h. Sigriöur Þorvalds dóttir leikkona. 4 ÆUm * — ekh.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.