Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Föstudagur 5. febrúar 1982 — 28. tbl. 47. árg. Hættulegar snyrtivörur Mikið flóð í EHiðaánum: Bíllfannst mannlaus í vatns- flaumnum tveggja manna leitað Viö þá asa hláku sem gerði hér sunnanlands i gær, varö mjög mikið flóö i Eliiöaánum i Keykjavik, svo mikiö aö ófært var í gærkvöldi aö hesthúsunum viö skeiðvöll- inn. t gærkveldi fannst bifreiö föst i vatnsflaumnum og tveir menn, sem i honum höföu verið fundust ekki. Kaliaö var út liö lögreglu og hjálparsveita til leitar, sem ekki haföi borið árangur seint i gærkveldi. Flóöiö i ánni var svo mikiö aö flaut uppá sjálfan skeiö- völlinn, en hús sem næst standa bakka árinnar i Arbæjarhverfinu voru þó ekki talin i hættu. íbúar á suðvestur horni landsins fóru ekki varhluta af slagviðri og rigningu í gær og í nótt. Bót var þó í máli að mikil hlýindi voru víðast hvar um landið og í kaldasta firði landsins, Hrútafirði fór hitinn upp í 10 stig í gærdag. Votviðrasamt verður áf ram víðast hvar um landið, að sögn Veðurstof unnar. Ljósm. — gel. Iðnaðarráðherra um stöðu álviðræðna: Réttlæti en ekki hefnd ,,Ég ber engan hefndarhug i garð Alusuisse og tel að finna megi flöt á friðsamlegri sambúð i Straums- vik ef gestir okkar þar taka tillit til sanngirnis- krafna islenskra stjórnvalda”, segir Hjörleifur Guttormsson i viðtali við Þjóðviljann um stöðu álmálsins eftir það svar frá Alusuisse sem kynnt hefur verið i f jölmiðlum. Álviðræðunefnd hefur lagt til að leitað verði skýrra svara hjá Alusuisse um möguleika á að leggja deilur um fortiðina i einskonar gerðadóm og um það hvort samkomulag þar að lútandi opni fyrir alvöruviðræður umendurskoðun álsamnings ogþar með orkuverðs. En um þá hluti liggur ekkert fyrir af hálfu Alusuisse segir iðnaðarráðherra og það er barnaskapur að halda þvi fram að við höfum eitt- hvað slikt á hendi. Viðtal við Hjörleif á 3. síðu V estmannaeyj ar: Góður afli þrátt fyrir verkfallið Ágætur afli hefur borist á land þaö sem liðið er af vetrarvertíð og er sérstak- lega athyglisvert að lita á aflatölur i Vestmannaeyj- um og Þorlákshöfn. Að sögn Ingólfs Arnarsonar hjá Fiskifélagi islands er árangurinn athyglisverður einkum vegna þess að verkfall sjómanna á togur- um og bátum setur nú tölu- vert strik í reikninginn. Róðrar hófust ekki fyrr en 16. janúar en þrátt fyrir það er af linn talsvert meiri nú i janúar, miðað við sama tíma í fyrra. 1 Vestmannaeyjum varö afli báta i janúar samtals 1.484 tonn i 188 róörum en varö aöeins 877 tonn i fyrra. Afii togaranna varö nú heldur minni en i fyrra en samtals drógu Vestmannaeying- ar 2.202 tonn á land miöað viö 1.882 tonn i fyrra. Aflahæsti bátur þeirra Vest- mannaeyinga varö Suöurey meö 136 tonn en aflahæsti togarinn varö Breki meö 192 tonn. í Þorlákshöfn varö heildarafli báta og togara 1.915 tonn en að- eins 1.574 tonn i fyrra. Þar varð Jóhann Gislason aflahæstur bát- anna' meö 129 tonn en Bjarni Herjólfsson varö efstur togaranna með 138 tonn. 1 Grindavik veiddu bátarnir nú Ingólfur Arnarson fulltrúi 2.580 tonn miðaö viö 2.934 i fyrra. Sandgeröingar veiddu samtals 1.710 tonn núna en 2.585 tonn i fyrra. Heildarafli Olafsvikinga varö nú 741 tonn en þeir drógu 905 tonn á land í janúar 1981. —v. Heilbrigðiseftirlitið hefur nú stöðvað sölu þeiira Heiibrigðiseftirlit ríkis- ins hefur látið stöðva sölu og fyrirskipað innköllun á ýmsum tegundum af snyrtivörum frá Taiwan. Hér er um að ræða augn- skugga, varaliti, kinnaliti og fleira merkt fyrirtæk- inu NÍNA PARIS. I þessum snyrtivörum er blý, sem er mjög hættu- legt, einkum ef það er notað að staðaldri. . Skv 6. grein reglugerðar nr. 129/- 1971 um notkun og bann við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna er sala á þessum vörum stöðvuð og mönnum bent á að nota ekki snyrtivörur sem hafa ekki tilgreint efnainnihald. Þs Samþykkt bæjar- stjórnar Keflavíkur í Helguvíkur- málinu: Égvfl ekkert segja um hana sagði utanrikis- ráðherra Ólafur Jóhannesson Sú aronska afstaða sem bæjarstjórn Kefla- víkurtók til Helguvíkur- málsins sl. þriðjudag hefur vissulega vakið athygli og komið flatt upp á utanr ikisráö- herra, ólaf Jóhannes- son. Hann var i gær inntur álits á þeirri samþykkt bæjarstjórn- arinnar að ljá ekki máls á landi viö Helguvik undir oliu- höfn og tanka, nema meö þvi skilyröi aö Bandarikjamenn kostuöu algerlega gerö hafn- arinnar, en hún veröi samt al- fariö undir stjórn og i eigu heimamanna. — Ég vil ekkert um þetta mál segja, sagði Olafur Jó- hannesson. Kom þetta þér á óvart? — Ég vil heldur ekkert um þaö segja, áöur en ég svara nokkru þarna um vil ég fá aö skoöa þessa samþykkt þeirra betur. Nú ræddir þú i siöustu viku viö fulltrúa bæjarstjórnar Keflavikur, kom þetta ekki til umræöu i þeim viöræöum? — Ég vil heldur ekkert um þær viðræður segja. Og meira var ekki rætt i þvi viðtalinu. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.