Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 15
Föstudagur 5. febrúar 1982. ÞJOÐVILJINN — SJÐA 15 [S3?| Hringið í síma 81333 kl, 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Ég vildi þakka fyrir mig Þegar ég var ungur drengur og var sendur i einhverjum erindagjöröum til næsta bæjar, var ég venjulega spurður: „Var þér ekki boðið inn?” „Fékkstu góðgerðir?” Og svo þetta: „Mundirðu eftir að þakka fyrir þig?” Á það var lögð rik áhersla og talið til almennra mannasiða að gleyma ekki að þakka fyrir sig. Þetta hefur tollað við mig æ siðan og fylgt mér fram á elliár. Nýlega barst mér plagg i hendur frá Gjaldheimtunni i Reykjavik. Þar er mér tjáð að ég eigi að greiða kr. 3068 i fast- eignagjald. Þar sést einnig að gjaldið hefur hækkað um 55% frá þvi' i fyrra. Þetta skal ég greiða af 71 fermetra ibiið. Það eru rúmlega tveggja mánaða ellilaun min. Manni verður á aö spyrja hversvegna þurfti þetta að hækka meir en sem svaraði dýrtiðarhraðanum, sem þeir visu menn segja að sé um 40%? Mérfinnstsvona skattlagning heldur köld kveðja til fátækra gamalmenna, sem hætt eruað vinna og lifa á þvi einu sem þau fá i lifeyrissjóðum og almanna- tryggingum. Mér finnst það nokkuð langt gengið að leggja á mann eignaskatt, þó maður eigi smáibúðarkytru, sem ekki er stærri en svo að maður rétt geti snúið sér við i henni. Vitanlega er þetta ekkert annað en eigna- skattur. Sér er nú hver skatta- gleðin. Eðahvernig halda menn að þetta virki hjá ungu fólki, sem er að bögglast við að kaupa ibúð. Allt i skuld. Það er stundum verið að segja okkur frá dönskum stjórnmála manni, Glistrup að nafni. Flest hefur mér þótt frekar ógeðslegt af þeim boðskap, sem hafður er eftir honum. Inntakið er það að hvetja fólk að beita öllum mögulegum ráðum til að komast undan að greiða skatta. Sattað segja hefur mér fundist furðulegt að hægt skuli að fá fjölda fylgi með slikan boðskap að leiðarljósi. En núer ég farinn að skilja þessa kjósendur Gli- strups, svo langt getur ranglát skattheimta gengið. Eg þykist vita að þessar fáu linur mi'nar breyti litlu. En samkvæmt gamalli uppeldis- venju taldi ég mér skylt að þakka fyrir mig. Agúst Vigfússon 9 f m * * £; /^6/7/íopa. nu. S inrtt Vcjr konjSd'otti r Sefh öt-t l . Hú n V/sst qkr i Ave r/níj há.n <3lt i cÁ A /<£$ $y > jb& c/att sqe/?#; r<sá / huý* Hotn Se-tt/ httrne f s bu- xurutah -c JIC *> <& A Peru fop « i m 365 • Ma/-/aníja-G’u-«/?a/-s dóttir • ? dra ■ Tu-rj lá. St Su. 12) # Þetta er hún Penilópa kóngsdóttir, sem ekki séð hvað buxurnar hennar eru fall- átti 365 buxur. Það er verst að þið getið egar á litin, en þessar númer 365 eru app- elsínugular. Maríanna Gunnarsdóttir, 7 ára, frá Ak- ureyri, sendi okkur þessa mynd. Barnahornid Victor Buono og Bette Davis i einu atriðanna i myndinni. Hvað henti Baby Jane? I kvöld kl. 21.50 verður bandariska biómyndin „Hvað kom fyrir Baby Jane?” eða „What ever happened to Baby Jane? ” sýnd. Hún er frá árinu 1962, og aðalhlutverk leika heimskunnar leikkonur, þær Bette Davis og Joan Craw- ford, ásamt Victor Buoni. Myndin fjallar um tvær systur, sem báðar eru leikkon- ur. önnur átti velgengi að fagna ung en hin varð fræg siðar. Þannig hafa þær hlutverka- skipti, sem óneitanlega kemur niður á samskiptum þeirra. Myndin þykir ekki við hæfi barna. (Þórir) Sjónvarp ty kl. 21.50 Inga Maria Eyjólfsdóttir 1 kvöld kl. 20.40 verður kvöldvaka í útvarpssal. Efnis- skráin mun vera á þessa Ieið. a. Inga María Eyjólfsdóttir syngur einsöng b. Helga Þ. Stephensen les fyrri hluta æviminninga Sigurborgar Eyjólfsdóttur. c. Þórarinn Guðnason læknir les Ijóð eftir Þorstein Valdimarsson. d. Baldur Pálmason les siðari hluta frásöguþáttar Jó- Þorsteinn Valdimarsson hannesar Daviðssonar I Neðri- Hjarðardal Dýrafirði. e. Karlakór Reykjavikur syngur islensk lög undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. (Þórir) Útvarp kl. 20.40 Guðrún og K j artan hjá Jónasi I kvöld kl. verður þáttur Jónasar Jónassonar „Kvöld- gestir” á dagskrá útvarpsins. Gestir þáttarins i þetta skipti munu vera þau Guðrún As- mundsdóttir leikari og Kjar- tan Ragnarsson leikritahöf- undur. Munu þau segja frá Kvöldvaka í útvarpssal I) Otvarp kl. 23.00 Guðrún Kjartan ýmsu sem á daga þeirra hefur drifiö, og syngja nokkur lög. (Þórir)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.