Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. febrúar 1982. UOBVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýós- hreyfingar og þjóófrelsis Útgefandi: Utgáfufélag Þjófiviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. íþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. Utlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guovaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Utkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Keykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Róm og Moskva • Pravda, málgagn sovéska kommúnistaf lokksins, hefur kallað forystumenn stærsta kommúnistaflokks Vesturlanda, hins ítalska, sem bandamenn andstæð- inga sósíalisma og framfara. Þetta er svar sovéskra ráðamanna við því uppgjöri ítalskra kommúnista, tengdu Póllandi, sem leggur áherslu á að hið sovéska kerfi sé í kreppu sem það virðist ekki mögulegt að koma sér út úr með nauðsynlegum breytingum og endurnýjun. Þessi þróun er einhver stærstur nagli sem um lengri tíma hefur verið rekinn í kistu þess fyrirbæris sem nefnt hefur verið heimskommúnismi. • Heimskommúnisminn var lengstaf í mestu dálæti hafður í tveim höf uðborgum: Moskvu og Washington. Moskvumenn skírskotuðu til hanstil að fylgja eftir til- kalli sem þeir hafa jafnan viljað gera til þess að hafa forystu fyrir öllum öflum sem við sósíalisma kenna sig og til viðurkenningar á því að þeirra þjóðfélag sé í nokkrum grundvallaratriðum upphaf þess eina sósíal- isma sem til getur orðið. Vestan hafs hafa menn óspart notað heimskommúnismann í merkingunni Moskvuættað samsæri um að ná heimsyfirráðum. Hugtakið hefur verið haft þar til að reyna að spilla orðstír allra róttækra hreyf inga með því að kenna þær við Stalín, Gúlag og hernaðarlega hagsmuni Sovét- ríkjanna á hverjum tíma. • Vinstrisinnar af ýmsum tegundum hafa lengi barist gegn þessari einföldun, sem eins og miðaði að því að neyða menn til að velja á milli risavelda og hugsa þeim mun færra um sérstæða þróunarmögu- leika hvers þjóðfélags um sig. En „heimskommún- isminn" varð nokkuð lífseigur af ýmsum ástæðum. Þar kom saman gömul og ný von um samstöðu allra þeirra sem höfðu hug á sósíalískum lausnum, nauðsyn samstöðu þeirra sem þurftu að kveða niður draug nasismans til að geta lifað, bjartsýni stríðslokanna og margt fleira. En margt hefur síðan gerst sem hefur saxað á limi „heimskommúnisma" og hann hefur verið túlkaður í Moskvu og Washington. • Einna stærst áfall fékk sú túlkun þegar byltingar- ríki eins og Kfna, sem byggist á svipuðum flokksræð- ishugmyndum og Sovétríkin, komst í hatramma and- stöðu við f rændann í norðri. Það var reyndar f róðlegt að sjá, hve seinlega Vesturveldunum gekk að átta sig á þeim vinslitum — þar var mönnum svo mikil eftirsjá í samsærinu mikla frá Moskvu. Síðan hefur margt annað gerst sem hefur truflað hina einfölduðu heimsmynd tvískiptingarinnar. Sovétríkin hafa til dæmis í þriðja heiminum ekki eignast bandamenn eða týnt bandamönnum eftir því fyrst og fremst hvort skoðanabræður hafa ráðið fyrir landi — eins og þó gerðist í Vietnam og á Kúbu. Miklu meiru hef ur ráðið um þetta í hverskonar átökum við nýlenduveldi Evr- ópueða Bandaríkin þjóðfrelsishreyf ingar og nýfrjáls riki hafa átt. • í þeim kommúnistaflokkum sem haldið hafa tengslum við Sovétríkin og tekið þátt í alþjóðlegum ráðstefnum slíkra flokka hefur orðið önnur þróun. Það er einkum hér í álf u sem f lokkar með þessu nafni hafa greinst í tvo hópa og hefur annar þeirra verið kenndur við Evrópukommúnisma. Þar er að finna árhifamikla flokka eins og kommúnistaflokka ftalíu og Spánar. Gagnrýni þessara flokka á mannréttinda- brot í Austur-Evrópu, innrás í Afganistan, herlög í Póllandi hef ur nú leitt til þess, að afar ólíklegt er að evrópskir flokkar með kommúnistanafni muni fram- ar þinga í einum sal, og þar með hefur enn dregið verulega úr möguleikum Sovétríkjanna til pólitískra áhrifa á evrópska vinstrihreyf ingu. • Það sem nú síðast hef ur gerst er rökrétt f ramhald af langri þróun. Kommúnistaflokkur ftalíu hefur fyr- ir löngu sett f ram þá kenningu, að ef að verkalýðsstétt Evrópu á að geta sótt f ram til virkara lýðræðis og só- síalisma þá verði það hvorki gert á brautum hefð- bundins hægrikratisma né heldur á brautum sovéskr- ar flokksræðishyggju. Með þeim sambandsslitum við Moskvu sem nú eru orðin veruleiki er engu tapað, þvert á móti: þau geta gefið byr undir vængi hinni nauðsynlegu viðleitni til að skapa „þriðju leiðina" sem evrópskir vinstrisinnar verða að taka að sér. áb. ! Albert i rokum ITiminn og Alþýöublaðið hafa á siðustu vikum verið aö birta öðru hverju roku- • fréttir um framboðsmál ISjálfstæöisflokksins i Reykjavik: Albert fer fram sér, Albert býður sig ekki • fram.Albertvarneyddurinn Iá listann með úrslitakostum osfrv., Albert fær að vera forseti borgarstjórnar eða ■ ekki. Þjóðviljinn hefur aö Imestu sparað sér þessar vangaveltur, og sýnir þaö hversu þekking blaösins á ■ innviðum Sjálfstæðisflokks- Iins er orðin næm. Stöðumat blaösins er þeim mun betra en Timans og Alþýöublaös- • ins, aö Þjóöviljinn hefur alla Ifæöingarhrið Ihaldslistans gert ráð fyrir að lokaniður- staðan yrði að Albert sæti ■ sem fastast þrátt fyrir allt. | Trufl og rugl ■ „Látum þá tala, en trufla Iokkur ekki. Látum þá skrifa, en rugla okkur ekki”, segir Albert i Mogganum i gær og ■ er nú sóknar- og sameining- Iarhugur í karli. Þjóðviljinn hefur hvorki reynt aö trufla né rugla ihaldið með skrifum ■ um framboðsmal þess. Enda • er blaðiö hæstánægt með IDavið borgarstjóraefni, og telur affærasælast að kljást við Sjálfstæöisflokkinn klof- • inn i einu lagi. | Tvö framboð j í flokki I Hinsvegar getur blaðið f upplýst lesendur sina I full- , um trúnaði að svo mikið er Ivist aö Davið Oddsson og Al- bert Guðmundsson geta aldrei unnið saman. Þaö , veröa þvi tvö framboð i ein- Ium flokki hjá íhaldinu i Reykjavik. Þessvegna geta menn beöið þess sem eins , helsta skemmtiatriðis kom- Iandi kosningabaráttu, þegar Davið og Albert taka að sverja hver örðum hollustu- , eiða. Það verða meineiöar ■ miklir. Davið Albert I Hola í höggi Það var kátt hérna á dögun- um I bandarisku Menningar- höllinni við Neshaga. Dagblaðið segir aö þar hafi staöið yfir ár- leg „Bandarisk pútt-bikar-boðs- keppni á teppi” — „American Cup Invitation Rug Putting Turnament” og góð verðlaun i boði fyrir aö elta golfkúlu um öll gólf. Upplýsingaþjónustu Bandarfkjanna með glas f ann- arri hendi og kylfu i hinni. Þetta ku vera skrambi mikil kúnst og ekki á færi nema hraustustu manna. Af myndum I Dagblaðinu má rdða að þarna hafi verið saman komið mikið mannval, bæöi kunnra golfleikara og annarra sem þekktari eru fyrir að fara holu i' höggi fyrir bandariska hagsmuni á hinum pólitiska vettvangi heldur en á golfvellin- um. Palli púttari Tommi á teppinu var illa fjarri góðu gamni á teppi Menn- ingarstofnunar Bandarikjanna, ef m arka má myndir, en ftokks- bræður hans Palli púttari Jóns- son i Morgunpósti og Tómas púttari Karlsson hjá utanrikis- ráðuneytinu létu sig ekki vanta. Úr viðskiptaráðuneytinu var mættur „gólfsjúklingurinn” Þórhallur Asgeirsson. Og þarna var púttaö daglangt og allir skemmtu sér vel, segir Dag- blaðið. Er ekki að efa að tiltæki af þessu tagi eru vel til þess fall- in að mýkja hugina og skapa já- kvætt hugarfar i garö utanrikis- stefnu bandalagsþjóöar okkar Bandarikjanna. Stórveldisdindill Þaö er erfitt að gera Morgun- blaðinu til hæfis.Einu gildir hve mjög Þjóöviljinn gagnrýnir stjórnarfariö i Austur-Evrópu og valdastefnu Sovétrikjanna —■ i Morgunblaðinu skal þaö heita að Alþýðubandalagið og Þjóð- viljinn séu á Moskvuh'nunni. Morgunblaðiö heldur sliku dauöahaldi i gamla heimsmynd, að það getur ekki fyrir nokkurn mun hugsaö sér annaö en aö Þjóðviljinn verji Rússa og Mogginn Kana. Ef lesendur Morgunblaðsins kæmust al- mennt aö þvi að einungis það hagar sér eins og stórveldadind- ill væri illa komið fyrir blaðinu. Túlkunarafrek Einstök túlkunarafrek eru framinásiðum Morgunblaðsins til þess aö sanna þá kenningu að Þjóöviljanum sé hlýtt til sov- éskrar utanrikisstefnu. Siðasta stórafrekiö er túlkun stakstein- ars á forystugrein Þjóöviljans sl. miðvikudag. „Söguleg fyrir- sögn” segir Staksteinar og heldur áfram: „Forystugrein Þjóöviljans i gær bar yfirskrift- inga „Óhreinu börnin i frjálsa heiminum”. í greininni er stundað sú fræöigrein sem þeim Þjóðviljamönnum er kærust þegar þeir fjalla um alþjóða- mál, sem sé siðferðilegur samanburður á Bandarfkjunum og Sovétrikjunum. Niðurstaöa slikra fræðiiðkana er ávallt hin sama i Þjóðviljanum: Sovétri'k- in eru fviö viðkunnanlegra risa- veldi en Bandarikin. En hver eru þá „óhreinu börnin i frjása heiminum” — jú það eru þeir sem fallast ekki á þessa niður- stöðu. Nú eru meira að segja italskir kommunistar komnir i hæop hinna „óhreinu”.Þjóövilj- inn vil með leiöara sinum i' gær staðfesta að hann eigi alls ekki samleiö með hugmyndafræð- ingum Italskra kommúnista I átökum þeirra við Kreml- verja.” Vanviröa við lesendur Ef einhverjum yrði það á að lesa umræddan leiðara i Þjóð- viljanum myndi hann óttast um geöheilsuStaksteinars, eða amk ráðleggja honum að leita sér lækninga við lesblindu. Svo yfir- gengileg er túlkunin aö þvi verður vart trúað að hún sé merki um greindarskort. Mikiö fremur má ætla að hér sé Morgunblaöiö rétt einu sinni að vanvirða lesendur sina með þvi að álykta sem svo að þeir séu upp til hópa imbesil sem gleypi allt hrátt, hversu vitlaust sem það er. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.