Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. febrúar 1982. Fyrst skorið niður hjá Sóknarkonum: Þegar sparnaðarhnífuriim er reiddur á loft Á Landakoti hefur veriö tekið upp nýtt kerfi við þrifnað/ bæst við ný tæki og fleira i þeim dúrnum. Þjv. barst til eyrna að Sóknarkonur sem vinna við hreingerningar og skyld störf væru mjög óánægðar með þetta nýja kerfi og þvi leituðum við til nokkurra þeirra/ sem vildu sem minnst láta eftir sér hafa og alls ekki að nöfn þeirra birtust i blaðinu/ þarsem þær væru hræddar um að missa vinnuna. Af þessu tilefni leituðum við til Aðalheiðar Bjarnfreðs- dóttur og spurðum hana fyrst hvort væru mikil brögð að því, að Sóknar- konur byggju við svo lítið atvinnuöryggi, að þær gætu helst ekki komið fram opinberlega til að bera fram umkvartanir sinar.— Það er sem betur fer ekki almennt, sagði Aðalheiður. — Flestir okkar vinnustaöa eru byggöir upp á starfslegum grund- velli. Ef ágreiningsmál koma upp, eru þau rædd og jöfnuö, bæöi á milli starfsfólks og yfirmanna og meöal starfsfólksins. Sam- komulagiö er viöa ágætt og sér- staklega til fyrirmyndar á dag- vistarstofnunum. Á sama tíma er aukið við yfirbyggingima — Hinu er ekki aö leyna að þegar sparnaöarhnifurinn er reiddur á loft — og þaö á aö skera niöur, þá er yfirleitt byrjaö á Sóknarkonum, sem eru einsog kunnugter lægst launaöar. Okkur Sóknarkonum finnst aö þá sé oft jafnhliöa aukiö viö yfirbygg- inguna og við eigum bágt meö aö trúa þvi aö þess háttar sparnaöarherferöir skila sér I raunverulegum sparnaöi. Streita á vinnustöðum — Þessi sparnaöur leiöir af sér aukiö álag sem þýöir fleiri veikindadaga og meiri streitu Sóknarkvenna. 1 minum augum er það undarlegt að iæknar og hjúkrunarlið skuli ekki kvarta meira undan verri liöan sjúklinga vegna þessa. — t þessu sambandi er óhætt aö geta þess, að okkur finnst aö ekki sé fylgst nægilega vel meö liöan starfsfólksins heldur. Breytingar á vinnutilhögun aö ekki sé talaö um fækkun starfsfólks til aö sinna ákveðnum störfum, veldur þvi aö heilsan fer að gefa sig. En þaö er litil heilsuvernd viöhöfö á þessum vinnustööum og heilsufar starfs- fólksins sjálfs vill oftast gleymast þegar verið er aö skipleggja breytingar. Vinnueftirlitiö mætti lika gjarnan fylgjast meö á þess, um slóðum. — Landakot var áður rekiö af systrunum og þá var þaö meö nokkuö öðrum hætti en á hinum sjúkrahúsunum. Margar Sóknar- konur unnu þarna i stað sjúkra- liöa og vitaö var aö einhver fækk- un yröi þegar sjúkrahúsiö fór beint undir rikið, aö Sóknarkonur þyrftu aö vikja fyrir faglæröum. Lanáakot hefur veriö mjög góöur vinnustaöur og þar voru aldrei neinar alvarlegar deilur. Og svona var það alveg fram á siðasta vor. Bjuggu við fjárskort — t vor vorum viö beönar um aö koma til viötals viö yfirmenn Landkots og viö Esther Jónsdóttir varaformaöur félagsins fórum til þessa fundar. Þetta var góölát- legur rabbfundur. Þeir sögöu okkur aö óhjákvæmilegt væri aö kaupa ræstingatæki til spitalans, ný og fullkomin tæki. Það gæti haft i för meö sér aö yröi að fækka starfsfólki, en ef svo færi þá yröi engum sagt upp, heldur yröi eng- inn ráöinn i staö þeirra sem hættu. En þaö varö engin sérstök niðurstaöa af þessum samræöum, enda sögöu yfirmennirnir að þeir byggju viö algeran fjárskort. Viö Sóknarkonur höföum lika full- gilda ástæöu til aö trúa þvi. Á meðan sumarleyfi stendur yfir er síarfsfólk boöaö til fundar um nýtt hreingerningafyrir- komulag. Fólkinu er sagt aö þetta fyrirkomulag verði reynt á einni deild seinni hluta sumars. Viö höföum illan bifur á þessu en sést haföi til útlendinga sem voru aö mæla og stika þarna á spital- anum. — Skömmu áöur en nýja fyrir- komulagiö var tekiö upp á þessari einu deild fórum viö Esther aftur i viötal viö yfirmenn spítalans. Þá var komið nýtt hljóð i strokkinn. Nú uppástóöu þeir aö margar konur fengju minni vinnu og sumar yrðu aö hætta. Ræstinga- stjórinn var einnig meö tilfærslur á fólki i huga. Þessu neituðum við alfariö fyrir hönd starfsfólksins, þaö yröi aö leita samþykkis þess fyrir öllum breytingum. — Rétt er aö undirstrika að engar upplýsingar voru til um nánari vinnutilhögun, engin verk- lýsing var til og lauk þessum fundi meö þvi aö framkvæmda- stjórinn Logi Guðbrandsson kvaö tilraun veröa geröa á einni deild i mánaöartima og gæti hún tekist eöa mistekist einsog hann sagöi. — Er skemmst frá þvi aö segja aö tilraunin gafst illa. Enginn kunni á þessi nýju verkfæri og tæki. Þaráofan átti aö vinna eftir stöölum, leiðbeiningum sem ekki voru til á islensku máli. Þetta gekk þvi að vonum brösuglega fyrir sig hjá þeim. — Auk þess ákvaö ræstinga- stjórinn i samráöi viö hjúkrunar- forstjóra og skrifstofustjóra aö koma nýja fyrirkomulaginu yfir á allar deildir fyrirvaralaust. Þeg- ar þetta geröist var fram- kvæmdastjórinn i sumarfrii. Þá hafði ég samband við Bolla Thoroddsen hjá ASt og viö fórum og stöðvuðum vinnuna seint i ágústmánuði. Þá áttum viö aftur fund með þessum þremur, þri- eykinu á Landakoti. þarsem viö sögöum þeim aö svona væri ekki hægt aö standa aö málum. Þau yröu aö leggja fram ákveöna verklýsingu sem Sókn yröi aö samþykkja auk þess sem þau yröu aö sjálfsögöu aö Iáta þýöa leiðbeiningarnar yfir á islenskt mál. Þetta væri algert skilyrði af okkar hálfu. — Þegar framkvæmdastjórinn kom úr sinu sumarleyfi, þá tóku þeir upp þráðinn aftur þar sem frá var horfið. En nú skyldi staöiö öðruvisi að málum. Þriggja mánaða fyrirvari — Ollum Sóknarkonum var sagt upp störfum með þriggja mánaöa fyrirvara en gefinn kostur á endurráðningu „meö ekki lakari kjörum en áöur var”. — Nú var loks komin verklýsing en ekki búiö aö þýöa staðlana frægu. Þetta kom fram á fundi þarsem viö vorum meö starfs- fólkinu, yfirmönnum og Bolla Thor. frá ASt. Taldi þrieykiö sig ekki hafa skilið nauösyn þess aö þýöa staölana yfir á islenskt mál. Þegar við æsktum frekari skýr- inga á þessum leiðbeiningum, þá reyndi skrifstofustjórinn aö þýöa þær en við vorum jafnnær eftir sem áður, enda skrifstofustjórinn óvanur hreingerningavinnu eins- og þessari. — Framkvæmdastjórinn lagði áherslu á að þessa þrjá upp- sagnamánuöi yröi hver og einn á sinum stað og reynt yröi aö greiöa meö lipurð úr öllum ágreinings- málum. Jafnframt gaf hjúkrunarforstjóri loforö um þaö að létt yröi undir meö Sóknarkon- um á þann veg aö sjúkraliöar tækju matarilát útaf sjúkrastof- um i staö þeirra Sóknarkvenna. Deildarstjórar á spitalanum hafa sinnt þessum tilmælum vel, utan á einni deild, þar sem deildar- stjórinn hefur ekki ennþá tekiö þennan hátt upp, þrátt fyrir itrek- uð vilyrði hjúkrunarforstjóra um breytingar. — Utan þessa var ræstinga-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.