Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN,Föstudagur 5. febrúar 1982. KÆRLEIKSHEIMILID yjfttalia Mamma! Benni sagði Ijó+t! Ég meinti það ekki. Það var prentvilla. 1 Ólafur < 1 Ólafur Jóhannesson Bogahlíð 10 ... 3 81 93 ( 97 ólafur Jóhannesson Bólstaöarhlíö 46 8 25 01 53 f Olafur Jóhannesson forsætisráðherra ( 46 V Aragötu 13 1 67 I á Olafur Jóhannesson framkvæmdastp' I 19 Langagerói 94 3 25 68 57 Ólafur Jóhannesson fv verslunarm < Hátúni 10a 1 29 81 { 10 Ólafur Jóhannesson nemi ( 53 Lanaholtsveai 102 3 92 53 Gunnar Skagfjörð Sæmundsson skrifstm Karfavogi 60 ......... 3 28-90 Gunnar Sörensen útvarpsvirki Skipholti 26 .................. 2 58 52 Gunnar Theódórsson húsQaanaarkitekt Blönduhlíð 5 .... 1 44 04 ’Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra Víðimel 27 .................... 1 28 22 jnnar Sch Thorsteinsson verkfr Grundarlandi 3 ................3 11 86 Svæöisnúmer 91.................. Þeirscm bestþekkja óla Jú. segja að hann sé haröduglegur maöur, sem sleppi engu sem áunnist hefur. Sennilega er þetta rétt, þvi hann er greinilega ekkert á þvi aö sleppa forsætisráöherraembættinu sem hann einu sinni hreppti, ef marka má símaskrána, en mynd- irnar tvær sem hér fylgja og teknar eru af siöum tveim I skránni sýna svo ekki veröur um villst aö viö eigum tvo forsætisráöherra. Að fara í rass og borða kökur Oft getur mönnum skrikað fótur I þýöingum á erlendum tungumálum. A mánudaginn var rann Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaösins (og Vis- is?) heldur betur á rassinn i annars stórmerkilegum leiöara. Þar sagði Jónas: ,,1 dýrö Versala fyrir Bastillu- daginn sagöi Maria drottning, aö fólk, sem heimtaöi brauö, skyldi bara borða kökur”. ??? Skilur þetta nokkur? Ekki fyrr en islenskan er þýdd yfir á ensku; enskir segja nefnilega stundum: „Let them eat cake” þegar þeir lýsa frati á eitthvað — eða segja mönnum að fara i rass. Það er svolitið annað en að borða kökur. Stutt spjall við Guðnýju Guðmundsdóttur T ónleikar í jfiýjum sal T ónlistar- skólans í kvöld Þessa dagana standa yfir svokallaðir Myrkir músíkdagar i Reykjavík/ þar sem safnað er saman einvalaliði i tónlistar- flutningi. I kvöld/ föstu- dagskvöld, eru tónleikar með Guðnýju Guðmunds- dóttur fiðluleikara og Halldóri Haraldssyni píanóleikara, en þau hafa leikið mikið saman á und- anförnum árum. Við hittum Guðnýju að máli þar sem hún var að koma af æfingu með Sinfóníu- hljómsveitinni og spurð- um fyrst hvar og hvenær tónleikar þeirra væru: „Þeir verða á föstudags- kvöldiö i nýjum húsakynnum Tónlistarskólans i Reykjavik að Laugavegi 178, uppi á fjórðu hæð. Þarhefurskólinn innréttað tónleikasal og ég held þetta sé i fyrsta skipti sem opinberir tón- leikar eru þar haldnir. Ég vil sérstaklega benda á þennan nýja staö, þvi ég hef séð tilkynn- ingar um tónleikana þar sem Guöný Guömundsdóttir þetta kemur ekki nógu skýrt fram. Viö Halidór ætlum að leika saman nokkur verk, bæöi eftir Islenska og erlenda höf- unda.” „Hvaða verk eru á efnis- skránni?” „Við flytjum þarna 8 verk, þar af 7 isiensk, og má segja aö hér sé um að ræða sýnishorn úr Is- lenskri fiölu- og pianótónlist frá þvi eftir seinni heimsstyrjöld. Annars er fyrsta verkiö á efnis- skránni æskuverk eftir Jón Nor- dal sem hann nefnir „Systur i Krabbameins- lækningar: Fyrrverandi sjúklingar taka þátt í lækningunni Krabbamein hefur löngum veriö einn illkynjaöasti og erfið- asti sjúkdómur mannkynsins. Þrátt fyrir miklar framfarir og sibetri árangur i meðferð krabhameinssjúklinga, eru þó enn ólæknandi ýmsar tegundir af krabbameini. Krabbameinssjúklingar þurfa oft að ganga i gegnum erfiðar læknisaðgerðir, uppskurði, geisla og lyfjagjafir. Það er ljóst að viðnám sjúklingsins og andlegt þrek hefur mikið að segja um árangur slikra að- gerða. Nú hafa nokkrir læknar i Memorial Sloan-Kettering krabbameinssjúkrahúsinu i New York fengið fyrrverandi krabbameinssjúklinga i liö með sér til að undirbúa og iækna krabbameinssjúklinga. Árang- urinner framar öllum vonum og það er greinilegur munur á árangri aðgerðanna hjá sjúk- lingum.sem hafa notið aðstoðar fyrrverandi sjuklinga og þeirra sem aöeins er sinnt af hjúkrun- arfólki. Fyrrverandi krabbameins- sjúklingar vilja gjarnan hjálpa þeim sem eru að leggja t.d. i erfiða uppskurði. Sjálfboðaliðar eru valdir mjög gaumgæfilega og þeir gangast undir ákveðið kennsluprógram áður en þeim er hleypt til sjúklinganna. Margir krabbameinssjúklingar trúa þvi að þeir séu að deyja og halda að það sé verið að fela fyrir þeim upplýsingum. Krabbamein hefur það orð á sér, að venjulegur maður sem skyndilega fréttir að hann sé með krabbamein, getur hrein- lega gefist upp. Það gerir lækn- ingamöguleikana miklu minni en ef hann berst með læknum og starfsfólki gegn sjúkdómnum. Það er þvi ómetanlegt fyrir þá sem eru að fara i stórar aðgerð- ir að hitta fólk sem hefur gengiö i gegnum það sama og komið lifandi út. Læknarnir vara þó við þvi, að fyrrverandi sjúkling- ar séu látnir taka allt ómak af læknum, þ.e. þann þátt lækning- arinnar sem er fólgin i samtöl- um og hughreystingu. „Stærsti galli lækna i dag er, hversu lélegir hlustendur þeir eru,” segir Timothy Gee, læknir á sjúkrahúsinu. Garðshorni” og er samið 1945. Þá koma tvær rómönsur opus 6 og opus 14 eftir Arna Björnsson. Ekki vitum við nákvæmlega hvenær Arni samdi þessi verk en þau eru alltént frá timabilinu 1940 - 50. Næst á efnisskránni eru svo 6 íslensk þjóðlög I út- setningu Helga Pálssonar og :þar á eftir kemur einleiksverk eftir Karólinu Eirlksdóttur, sem hún nefnir „In vultu solis”, en það mun útleggjast á islensku „1 andliti sólar”. Þetta verk var frumflutt á Skerpluhátiðinni I sumar er leiö. Þá spilum viö verk eftir Sigurð Egil Garöars- son, en þaö var samiö áriö 1970 og frumflutt á Listahátið 1974. Siðasta verkiö fyrir hlé er svo „G-suit” eftir Þorkel Sigur- björnsson, samið 1975. Eftir hlé kemur svo verk eftir Askel Másson fyrir einleiksfiðlu og nefnir hann það „Teikn”. Að þvi loknu kemur svo eina er- lenda verkið á tónleikunum, en þaö er sónata eftir Béla Bartok no. 2 fyrir fiðlu og pianó.” „Eru einhver þessara verka þér sérstaklega hugleikin?” „Þetta eru auövitað allt mjög spennandi stykki, en þess má geta að 3 þeirra eru sérstaklega samin fyrir mig. Þaö eru verk þeirra Karólinu Eiriksdóttur, Þorkels Sigurbjörnssonar og Áskels Mássonar. Það er alltaf svolitið öðru visi að leika verk þar sem höfundurinn hefur mann sjálfan i huga við samn- ingu þess.” Stjórnandi Sinfóniuhljóm- sveitarinnar truflaði okkur i spjallinu og kaffitiminn var bú- inn. Ekki dugði að aftra sjálfum konsertmeistaranum frá aö taka þátt I æfingunni svo viö kvöddum og þökkuöum fyrir okkur. Þessir tónleikar Guönýjar og Haíldórs verða semsagt i nýjum tónleikasal Tónlistarskólans i Reykjavik i kvöld kl. hálf niu og er ekki að efa að marga fýsir aö heyra skemmtileg verk, leikin af þessum tveimur snillingum á fiðlu og pianó. — v. < Q o Cu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.