Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. febrúar 1982. Athugasemd frá ríkisendurskoðun: „Leiklistarráð fellur í gryf ju sérfræðihyggju og þröugsýni” Rikisendurskoðun hefur beðið Þjóðviljann fyrir birtingu á eftir- farandi athugasemd vegna bréfs framkvæmdastjórnar Leiklistar- ráðs, sem birtist i Þjóðviljanum 26. janúar s.l. „Rikisendurskoðun barst þ. 12. janúar s.l. bréf frá Leiklistarráði rikisins dags. 8. janúar, sem fól i sér athugasemdir viö skýrslu rikisendurskoöunar um stjórn- sýsluendurskoöun á Þjóöleikhús- inu. Bréf þetta birtist siöan i Morgunblaöinu 21. janúar s.l. Stjórnsýsluendurskoöun hefur aö markmiði aö reyna aö stuöla aö betri stjórnun og stjórnsýslu i opinberum stofnunum. Þessi endurskoðun takmarkast ekki viö athugun á bókhaldslegri hlið rekstrar, heldur miöaö aö þvi aö gera alhliöa úttekt á skipulagi og stjórnunarháttum i stofnunum og koma meö tillögur til úrbóta. Reynt er meö opnu en þó gagnrýnu hugarfari, aö leiöa þá þætti I ljós, sem hafa afgerandi áhrif á árangur viðkomandi stofnunar. í bréfi sinu frá 8. þ.m. virðist framkvæmdastjórn leiklistarráös falla i gryfju sérfræöihyggju og þröngsýni. Vanmáttur kemur fram i þvi, aö bréfiö felur einung- is i sér stuttar órökstuddar at- hugasemdir, án þess aö með nokkru móti sé hægt aö llta á þaö sem mat á skýrslu rikisendur- skoöunar. Allt þaö umtal sem orðiö hefur um þessa skýrslu sýn- ir þó, að þar var hreyft viö ein- hverjum vandamálum. Þvi skyldi maöur ætla aö hún veröskuldi ýtarlega meöhöndlun og rök- studda gagnrýni. I bréfinu segir að skýrslan hljóti aö vera „marklaus a.m.k. i augum leiklistarfólks”, og vegna skorts á sérþekkingu á sviöi leik- listar séu „niðurstööur skýrslunnar i besta falli tak- markaöar, oft barnalegar og jafnvel beinlinis rangar”. Þvi miöur fer litiö fyrir rökstuðningi, þessum ábendingum til staðfest- ingar. Erfitt er þvi um svör. Þó er i bréfinu tæpt á þrem dæmum: Um sveiflur i aðsókn, kostnaö við leikmyndagerö og stööu bók- mennta- og leiklistarráöunautar. Nánar veröur fjallaö um þessi dæmi hér á eftir. Ekki efast rikisendurskoðun um aö meöal leikara og aöila leik- listarráös séu margir sérfræöing- ar I leiklist. Þeim er þar af leiöandi án efa ljóst, aö leiklist veröur ekki slitin úr samhengi viö vandamál liöandi stundar, hvort sem þau eru efnahagsleg, félags- leg eöa af öörum toga. Sama gild- ir um reksturieiklistarstofnunar. Eitt af erfiöustu vandamálum viö stjórnun þess efnahags- og stjórnsýslukerfis sem byggt hef- ur veriö upp hérlendis, er stjórn- un hins opinbera þjónustugeira. Sömu sögu hafa frændur okkar t.d. i Danmörku og Sviþjóö aö segja. Einn veigamikill angi þessa stjórnunarvandamáls er aö hver stofnun fyrir sig telur aö hún hafi meiri tiiverurétt en þann sem endurspeglast I fjárveiting- um rikissjóös hverju sinni. Þvi beri sá „þröngi” stakkur, sem stofnuninni er sniöinn, vott um óréttlæti, skilningsleysi og þekk- ingarleysi yfirvalda á málefnum viökomandi stofnunar. Annar angi stjórnunarvanda- mála i hinum opinbera þjón- ustugeira er fagmennska eöa sér- fræöihyggja. Yfirleitt er þetta at- ferli skýrt þannig, aö sérfræöing- ur, hvort sem er á sviöi náttúru- vísinda, félagsvisinda eöa bók- mennta- og lista, telur eigið sviö mikilvægast. Þannig sýnir sérfræöingurinn t.d. fagi sinu meiri hollustu en þeirri stofnun sem hann vinnur hjá. Stofnunin er aöeins tæki án markmiöa, — markmiöin eru hans eigin. Sér- fræöingum er mjög á móti skapi aö þurfa aö athafna sig innan þessa þröngva fjárhagsramma, sem stofnun hans er búinn, ef þau fjárhagslegu markmiö hindra framgang eigin markmiöa. Þar sem lögmál skortsins er nær ætiö án undantekninga, má ljóst vera hvaöa stjórnunarvandamál þessi sérfræöihyggja hefur i för meö sér. Stofnunum hins opinbera er með lögum og ákvöröunum stjórnvalda snióinn ákveöinn fjárhagslegur stakkur. Þjóðleik- húsiö fær framlag á fjárlögum til starfsemi sinnar, og hefur aö auki til ráöstöfunar tekjur af aögöngu- miöasölu. Lögum samkvæmt á leikhúsiö aö ná jöfnuöi tekna og gjalda á ofangreindum grunni. Þvi má ljóst vera aö leiklistar- starfsemin veröur ekki rekin án tillits til fjárhagslegra tak- markana. Einnig má ljóst vera aö ekki er sama á hvern hátt staöiö er aö rekstri leikhússins, svo að sem mest og best þjónusta sé af hendi látin innan ramma ráö- stöfunarfjárins. Ráöstöfunarféð getur og aukist eöa minnkað eftir þvi, hvaöa aðsókn leiksýningar leikhússins fá. Niðurstaöan er sú, að áhrifarik stjórnun og stjórn- sýsla veröur að skipa veglegan sess i rekstri leikhúss, — hvort sem leiklistarfólki likar það betur eöa verr. Rikisendurskoöun vill með skýrslu um stjórnsýslu i Þjóðleik- húsinu leggja sitt af mörkum til aö efla stjórnun og stjórnsýslu, þannig aö stjórnendum leik- hússins auönist aö ná sem bestum árangri innan þess fjárhags- ramma sem fyrir hendi er hverju sinni. Þaö er misskilningur hjá framkvæmdastjórn leiklistar- ráös, aö tilraun sé gerö til að leggja listrænt mat á starfsem- ina. En rikisendurskoöun telur sér hinsvegar fært aö koma með ábendingar, sem út frá forsend- um stjórnunar og stjórnsýslu þykir þörf á aö koma meö. Skal nú vikið aö þeim þrem dæmum, sem tæpt er á i bréfi ráðsins. Framkvæmdastjórn leiklistar- ráös þykir þaö bera vott um til- raun til listrænnarmatsgeröar aö sýna fram á og reyna aö skýra BRÉFÁSKÁK /4 Ný úrslit í bréfaskákþingum 1980 mótið: Landsliðsf lokkur: Erlingur Þorsteinsson vann Bjarna Magnússon. Haukur Kristjáns- son jafntefli viö Gísla Gunn- laugsson. 1981 mótið: Landsliösflokkur: Áskell örn Káraswi vann þá örn Þórarins- son og Jóhannes B. Gislason. Meistaraflokkur: Bragi Gisla- son vann þá Sigurð örn Hannes- son og Arna Jakobsson. Guðlaugur Bjarnason vann Þór- ketil Sigurösson. Almennur flokkur: Armann Olgeirsson vann Ölaf Ingimundarson. Jón Björnsson vann þá Þorkel Ólafsson, Lárus Guðjónsson og Leif Eiriksson. Leifur Eiriksson vann Benedikt Sigfússon. Stutt í næsta bréfaskákþing Um miöjan þennan mánuö lýkur skráningu i næsta bréf- skákþing tslands, hinu sjötta i röðinni. Teflt veröur i þremur flokkum, landsliös-, meistara-, og almennum flokki. Þeirsem áhuga hafa á þátt- töku geta snúiö sér til Jóns A. Pálssonar, Hrauntungu 105, 200 Kópavogi, sem veitir nánari upplýsingar. Áætiaö er að mótið hefjist 1. mars n.k. og standi i um tvö ár. s Islensk bréfaskákstig 1 byrjun janúar s.l. voru reiknuð islensk bréfa- skákstig, út frá þeim skákum, sem lokið er i fyrstu fimm Bréfskákþingum tslands. Hér er um aö ræða venjulegan ELO-skákstigaútrein- ing, sem þó er lagaður að bréfskákinni að sumu leyti. Astæða er til aö geta þess aö stig þessi er á engan hátt hægt að bera saman viö stig Skáksambands tslands, sem reiknuð eru út frá kappskákum, enda forsendur allt aörar. Tölurnar I sviga eru fjöldi reiknaðra skáka. Ármann Olgeirsson............... 1580 (21) Árni Jakobsson.................. 1870 ( 7) Arni B. Jónasson................ 1930 (22) Arni Stefánsson................. 2210 (35) Askell örn Kárason.............. 1980 (18) Baldvin Kristjánsson............ 1795 ( 3) Benedikt Sigfússon ............. 1490 ( 9) Birgir Þ. Karlsson.............. 1720 (14) Bjarni Magnússon................ 1990 (29) Björn Sigurjónsson.............. 1720 (12) Bragi Gislason.................. 1880 ( 9) Einar Karlsson.................. 1880 (21) Einar Þorvarðarson.............. 1830 ( 4) Erlingur Þorsteinsson........... 2010 ( 7) Frank Herlufsen................. 2075 (28) Gisli Gunnlaugsson.............. 2125 (35) GuðfinnurFinnbogason............ 1715 (29) Guðjón Gunnarsson............... 1575 (11) Guðlaugur J. Bjarnason.......... 1850 ( 6) Guðni Þórðarson ................ 2045 (11) Gunnar Finnlaugsson............. 1890 ( 9) Gunnar Finnsson................. 1720 (13) Gunnar örn Haraldsson.......... 1820 (11) Halldór G. Einarsson........... 1780 ( 3) Hannes Ólafsson................ 2180 (14) Haraldur Hermannsson........... 1800 (14) Haukur Kristjánsson............ 2000 (34) Helgi Hauksson................. 1870 (16) Jakob Thorarensen.............. 1780 (12) Jóhannes B. Gislason........... 1845 ( 3) Jón Jóhannesson................ 1955 (22) Jón Hóhannsson................. 1935 (21) JónMagnússon................... 1820 ( 4) Jón A. Pálsson................. 2240 (13) JónTorfason.................... 1860 (15) Jón Þ. Þór..................... 2010 ( 4) Kristján Guðmundsson .......... 2250 ( 9) Lárus Guöjónsson .............. 1765 ( 3) Magnús Þorsteinsson............ 2060 (26) Margrét Agústsdóttir........... 1455 ( 9) Niels Ingvarsson............... 1485 ( 8) Ólafur Ingimundarson........... 1680 ( 9) Sigmundur Amundason............ 1880 (11) Siguröur ö. Hannesson.......... 1785 (15) Sigurlaug R. Friöþjófsd........ 1695 ( 4) Steinar Marinósson............. 1440 ( 8) Svavar G. Svavarsson .......... 1920 (22) Sverrir Karlsson............... 1750 ( 4) SævarJónsson................... 1630 (13) TorfiJónsson................... 1590 ( 8) Trausti Björnsson ............. 2005 ( 9) Þórður Egilsson................ 2080 (17) ÞórhallurB. Ólafsson........... 1645 (11) Þórketill Sigurðsson........... 1730 (31) örn Þórarinsson................ 1915 (35) sveiflur i aösókn. A siöu 12 i skýrslu rlkisendurskoöunar er sýnd tafla um sætanýtingu á aöal- sviöi Þjóöleikhússins: Sætanýting (seldir að- Ar göngumiðar) 1980 ....................53,3% 1979 ................... 62,5% 1978 ....................65,9% 1977 ....................68,9% 1976 ....................61,7% Meöaltalsaðsókn á tímabilinu 1976—1979 er 64,7%. Ariö 1980 er aösóknin 11.4 prósentustigum lægri en þetta meöaltal. Þar er um aö ræöa u.þ.b. 16.000 áhorfendur. Ef aðsóknin 1980 er einungis borin saman við árin 1976 og 1979, þar sem árin 1977 og 1978 voru metár, munar eftir sem áöur 8,8 prósentustigum, eöa u.þ.b. 12.400 áhorfendum. Þegar haft er i huga aö efnahagsástand hér á landi var tiltölulega gott á árinu 1980, starfsemi annarra leikhúsa i sama farvegi og áöur og fáar islenskar leiksýningar i sjónvarpi, veröur ofangreint frávik varla skýrt meö tilvisun til ytri áhrifa. Þvi er spurt: Er aösókn aö leiksýningu enginn mælikvaröi á gæði hennar? Varöandi listræn sjónarmiö og kostnaö viö leikmyndagerö er á þaö bent I skýrslunni, sem leik- arar og stjórnendur Þjóðleik- hússins viröast almennt vera sammála um, ab fastráðnir leik- myndateiknarar leikhússins geri ódýrari leikmyndir en utan- aðkomandi leikmyndateiknarar. Enginn hefur viljað fullyröa að listrænt gildi leikmynda sé mis- munandi eftir þvi hvort lista- maöurinn er starfsmabur leik- hússins eöur ei. Þessi staðreynd ein sér gefur óyggjandi til kynna, að ekki er sama hvernig að leik- myndagerð er staöiö. Leikmynd gamanleiksins „Hótel Paradis” var gerö af enskum leikmynda- teiknara. Kostnaöur þeirrar leik- myndar fór langt út fyrir eölileg kostnaöarmörk, og hefur orðiö fjárhag leikhússins byröi, sérstaklega af þvl aö þetta leikrit varö ekkiþað „kassastykki” sem vonast var eftir. 1 skýrslu rikisendurskoöunar er sett fram sú tillaga, aö bætt verði úr þörf fyrir leiklistar- og bók- menntaráöunaut meö ráöningu leikara i það starf aö hálfu leyti. Allt frá upphafi hefur enginn leik- listar- og bókmenntaráöunautur veriö starfandi viö leikhúsiö. Ekki hefur fengist heimild til aö ráöa i þá stööu, þó svo lög um Þjóöleikhús frá 1978 kveöi á um, aö slikur starfsmaöur skuli vera i starfsiiöi leikhússins. Litlar likur eru á, ef miö er tekið af stööu og rikjandi stefnu I fjármálum rtkis- ins, aö á næstu árum fáist heimild til aö ráöa i þessa stööu. Það var þvi „barnaleg” hugmynd rikis-1 endurskoöunar aö betra væri aö stiga eitt fet áfram meö ráöningu leikara I 1/2 starf sem bók- mennta- og leiklistarráöunautur, i stað þess aö standa i sömu spor- um um ófyrirsjáanlega framtið. Sú forsenda lá til grundvallar tillögunni, aö forráöamenn leik- hússins teldu, aö til væru hæfir og velmenntaðir leikarar i leikara- hópi Þjóöleikhússins, sem gætu tekiö slikt verkefni aö sér. Aö lokum skal tekiö fram, aö það er ekki aö frumkvæöi rikis- endurskoðunar aö efni skýrslu um stjórnsýsluendurskoöun i Þjóöleikhúsinu hefur veriö til um- fjöllunar i fjölmiölum.” F.h.r. Halldór V. Sigurösson. Rúnar B. Jóhannsson. Afrit sent: Menntamálaráðherra Fjármálaráðherra Þjóðleikhússtjóra Formanni Þjóöleikhúsráös.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.