Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.02.1982, Blaðsíða 3
Föstudagúr 5. fcbrúar Í982. ÞJOÐVÍLJINN — SÍÐA 3 Spurt um gerðardóm og hækkun orkuverðs Um þau atriði liggur ekkert fyrir af hálfu Alususse,segiriðnaðarráðherra Svar Alusuisse hefur veriö til umf jöllunar á ál- viðræðunefnd og iðnaðar- ráðherra hefur kynnt hug- myndir hennar á fundi ríkisstjórnarinnar en þær snúast einkum um það að fá skýr svör við afstöðu Alusuisse til einskonar gerðardóms um fortíðar- mál og um endurskoðun á samningum, ekki sist um hækkun orkuverðs. En Hjörleifur Guttormsson tók það skýrt fram i viðtali við Þjóðviljann í gær að um þessi atriði lægi ekkert fyrir af hálfu Alusuisse Hjörleifur minnti á það, að eins og mönnum er kunnugt var svar Félag járniðnaðarmanna: Guðjón lónss. endurkiörinn Þriðjudaginn 2. febrúar s.l. rann út framboðsfrestur til aö skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir starfs- árið 1982—1983. Auglýst hafði verið i dagblöðuin sunnudaginn 24.jan. s.I. að allsherjaratkvæða- greiðsla yrði viðhöfð og að skila bæri tillögum til kjörstjörnar félagsins fyrir kl. 18.00 þriðju- dagitm 2. feb. 1982. Framboðsfrestur var þvi rúmlega sjö sólarhringar sem áskilið er í nýlega endurskoðaðri reglugerð Alþýðusambands tslands um allsherjaratkvæöa- greiðslur. Aður var framboðs- frestur tveir sólarhringar sam- kvæmt reglugerð A.S.t. Aðeins einn framboðslisti barst til kjörstjórnar, borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins og eru þvi þeir sem skipa hann sjálfkjörnir istjórn og trúnaöarmannaráð fyrir næsta starfsár. Samkvæmt þessu verður stjórn Félags jáfn- Guðjón Jónsson iðnaöarmanna þannig skipuð næsta starfsár.: Formaður: Guðjón Jónsson, varaformaður; Tryggvi Benediktsson, ritari: Kristinn Karlsson, vararitari: Jóhannes Halldórsson, fjárm. ritari: Gylfi Theódórsson, gjald- keri: Guðm. S. M. Jónsson, með- stjórnandi: Óli Stefáns Runólfs. S amf ylkíngarsamtök Þjóðviljanum erkunnugtum að einstaklingar innan Alþýðu- bandalagsins, Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins, Samtaka herstöðvaandstæðinga og nokkur verkalýðsfélög hafi áhuga á stofnun breiðsamtaka til að sýna samstöðu með þjóðinni i E1 Salvador, i baráttu hennar gegn ógnaröld herforingjaklíkunnar, sem situr við völd i skjóli Banda- rik jastjórnar. Unnið er að stofnun samstöðu- nefndari' þessu skyni. Er gert ráð fyrir að hún komist á laggirnar næstu daga. Vegna lyrirspurnar sem Þjóð- viljanum helur borist þykir rétt að það komi fram, að aðgerðir þær sem boðaðar eru i dag við bandariska sendiráðið eru ekki á vegum þessara aðila. —ekh Ársreikningar BÚH F élagsmálaráðuneytið vísaði kærunni frá Félagsmálaráðuneytið hefur fellt þann úrskurð að kæra þeirra Ama Grétars Finnssonar og Ein- ars Þ. Mathiesen um meðferð á árs reikningum Bæjariítgeröar Hafnarfjarðar skuli ckki tekin til greina. Þeir ofangreindir bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins i Hafnar- firði sendu ráöuneyti kæru sina 6. ntvember i haust og sendi félags- málaráöuneytið bæjarstjórn mál- ið til umsagnar 12. nóvember. Svar bæjarstjórnarinnar barst ráðuneytinu 11. desember. Ráðu- neytið felldi svo úrskurð sinn 19. janúar um að kæran skyldi ekki tekin til greina. Alusuisse neikvætt að þvi er varð- ar þá meginósk islensku rikis- stjórnarinnar aö teknar verði upp viðræður um endurskoðun ál- samninganna. 1 þessu sambandi, sagði iðnaöarráðherra, hengja þeir m.a.hattsinn á þau deilumál sem uppi eru varðandi fortiöina og gera kröfu til að þau verði leyst áður en þeir taki afstöðu til endurskoðunar samninga. Þessi viðbrögö valda vonbrigðum ekki sist vegna þess árangurs sem við töldum að náðst hefði á viðræöu- fundi aðila i desember um að leggja ágreiningsefni varöandi fortiðina til hliðar i bili og reyna að finna flöt á viðræöum um framtiðarsamskipti. Viðræðunefnd Svar Alusuisse hefur veriö rætt á þrem fundum i álviöræöunefnd, en þar sitja með sérfræöingum fulltrúar stjórnar og stjórnarand- stöðu. A fundi sinum á miðviku- dag kom nefndin sér saman um texta að erindi sem hún telur eöli- legt að iðnaðarráðuneytið beri fram viö Alusuisse til aö fá fram svör viö nokkrum meginatriöum sem óljós eru. Þetta er gert i framhaldi af óformlegum viöræð- um siðustu daga, m.a. við for- mann nefndarinnar, Vilhjálm Lúðviksson. Annað atriðið varðar fortiðina og möguleika á þvi aö setja þær deilur i heild i einskonar geröar- dóm. Hitt atriðið tengist þeirri meginspurningu hvort slikt sam- komulag (um gerðardóm) tryggi aö Alusuisse opni fyrir alvöruviö- ræður um álsamninginn og þau atriði sem rikisstjórnin hefur bor- ið fram I þvi samhengi. Og þá ekki sist um hækkun orkuverðs til álversins i samræmi viö þróun á alþjóðavettvangi. Ekkert slikt liggur fyrir af hálfu Alusuisse eft- ir svar þeirra frá 1. febrúar— og það er alvörumál og barnaskapur að halda þvi fram aö við höfum eitthvað slikt á hendi. Er i undirbúningi aö senda frekari erindi til Alusuisse? Ég geri ráð fyrir þvi að við leit- um hjá þeim upplýsinga um þau atriði sem óljós eru i svari þeirra frá 1. febrúar og geta skipt miklu i mati á þvi hvort vænta megi ár- angurs af viðleitni til að koma á samningaviðræðum. Ég geri hinsvegar ráö fyrir þvi að viö tök- um okkur nokkurn tima til að meta þá stöðu sem nú er uppi — en höfum aö sjálfsögðu hliösjón frá þeim skynsamlegu ábending- um sem koma frá álviðræöu- nefnd. Fortíð Varöandi fortiðina er ástæða til að undirstrika, að ársreikningar tsal fyrir 1980 hafa verið endur- skoðaðir af óháðum aðila i fullu samræmi við aðalsamning — þær niðurstöður eru kunnar. Það er þvi ekki tslendinga að óska gerð- ardóms um það atriöi en Alu- suisse gæti farið fram á það ef vill. Um timabilið 1975—79 gegnir öðru máli — þar liggja ákveðn- ar niöurstööur fyrir um yfirverð á aöföngum en stjórnvöld hér not- uöu ekki endurskoðunarrétt sinnuá þeim tima. Þvi getum viö haft hag af þvi að fá viöurkenn- ingu á rétti okkar til að taka það Ályktun um Blönduvirkjun: Valín verði leið II A A fundi stjórnar og ráðunauta Búnaöarsambands Skagfirðinga, sem haldinn var að Varmahlið 23. jan. sl. var cinróma samþykkt cftirfarandi tillaga: „Fundur stjórnar og ráðunauta B.S.S., haldinn að Varmahlið 23. janúar 1982 lýsir þeirri eindregnu afstöðu sinni, að við hönnun og framkvæmd virkjana, svo sem Blönduvirkjun, beri jafnan að leggja megin áherslu á, að sem minnst landspjöll og gróðureyð- ing eigi sér stað, og verja beri timabil upp til heildarendurskoð- unar— ef viðunandi samkomulag næst um slikan málatilbúnaö i heild. Það er mikilvægt að gera upp liðna tið en framtiðin skiptir þó meira máli fyrir okkur Islendinga og væntanlega einnig fyrir Alu- suisse og ég tel rétt aö láta á það reyna hvort fyrirtækið aö athug- uöu máli vill ekki ganga til heið- arlegra samninga viö islensk stjórnvöld um stööu sina hérlend- is. Rétturinn okkar megin Þjóðin þarf að átta sig á þvi að þetta mál er bæði stórt og vanda- samt, sagði iðnaðarráðherra enn- fremur, og miklu skiptir að við Islendingar náum þeim árangri og réttum okkar hlut gagnvart hinu erlenda fyrirtæki. Ég vil taka þaö skýrt fram að ég ber engan hefndarhug i þess garð og tel að finna megi flöt á friösam- legri sambúð i Straumsvik ef gestir okkar þar taka tillit til sanngirniskrafna islenskra stjórnvalda. Styrkur okkar og samningsstaða er nú sem fyrr háö samstööu hér innanlands um meginatriði. Við eigum ekki að skemmta gagnaöila með spjóta- lögum á útsiðum dagblaða en snúa bökum saman og ganga fram með festu og ákveðni og kurteisi sem þeir hafa efni á að sýna sem hafa réttinn sin megin. Við erum aö gera okkur grein fyr- ir þvi að við eigum viö slyngan og einbeittan gagnaðila að fást og megum ekki reikna meö þvi að mál sem snúast um stórfellda fjárhagslega hagsmuni veröi leyst yfir kaffibolla. Það hefur þegar verið unnið geysimikið starf til undirbúnings þessa máls, ekki sist á vegum álviðræöunefndar þar sem fulltrúar úr öllum flokkum hafa náð saman um meginatriði til þessa og ekk-i látið minniháttar skoðanaágreining verða sér til sundurþykkis. Hjörleifur Guttormsson Snorri Orn j á Háskóla- ! tónleikum ISfðara misseri Háskdla- tónleika hdfst s.l. föstudags- ■’kvöld ineð fyrstu dagskrá I..Myrkra músikdaga”. Akveðnir eru amk. 6 tonleik- ar i viðbót á næstu 6 vikum, • þ.e. frá 5. febrúar til 12. Imars. Tónleikarnir verða haldnir á hádegi á föstudögum í ■ Norræna húsinu. Þeir hefjast Ikl. 12.30 og standa í um það bil hálfa klukkustund. A næstu hádegistónleikum, 5. ;• febrúar mun Snorri Orn ISnorrason flytja klassíska og rómantiska gitartónlist, m.a. eftir Villa Lobos, Gra- • nados og Fernando Sor. Sýningu Guðmundar er að ljúka Nú er að ljúka seinni viku sýn- ingar Guðmundar Wilhjálmsson- ar sem haldin er i Galleri Hverfisgötu 32. Þar sýnir Guð- mundur pastel- og vatnslita- myndir og hefur aðsókn veriö góð. Sýningin er opin kl. 2-10 og lýkur i dag. veruiegum fjármunum þvi' til varnar. Hagkvæmnisútreikning- areinir sér verði ekki látnir ráða úrslitum við endanlega tilhögun virkjana. Þvi bendir fundurinn á tilhögun II A sem æskilegustu leiðina við virkjun Blöndu”. — mhg Stórmarkaösverð Strásykur 2 kg kr 12,00 Hveiti 5 kg ' n 14,40 Co-op gr. baunir heildós 10,10 Rauðkál 610 gr > > 13,50 Kornflakes 227 gr > > 9,20 Jaffa appelsinur lkg > j 12,00 Egils appelsinujuice 2 1 n 26,60 C-ll þvottaefni 10 kg 144,50 Leni eldhúsrúllur 2 stk. >> 10,75 Leni WC rúllur 4 stk >> 13,25 Trimmgallar velour 398,00 Trimmgallar bómull > > 188,00 Hvitir ermabolir >> 80,00 Gallabuxur dömustærðir n 169,00 Gallabuxur barnastærðir kr 105 — 145,00 Opið til kl 22 fös tudaga og til hádegis laugardaga Stórmarkaðurinn Skemmuvegi 4A, Kópavogi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.