Þjóðviljinn - 06.02.1982, Page 3
Erum við þá
ekki of mörg?
Helgin 6,— 7. febrúar 1982. WÓÐVILJINN — StÐA
„Fólksfjöldi vex um 3% en matvælap
framleiðslan eykst um 2% á ári”.
(Dr. Björn Sigurbjörnsson).
„Ef þeim mat-
vælum sem
i dag eru
framleidd
í heiminum
yrði skipt
jafnt milli
allra hinna
4.000 milljóna
sem jörðina
byggja mundi
hver einstak-
lingur fá það
sem hann eða
hún hefði
þörf fyrir."
(Björn
Þorsteinsson).
„Öllum ber saman um
að helsta undirrót fæðuvanda-
málsins sé hin öra fólksfjölgun
i þróunarlöndunum."
(Jón Óttar Ragnarsson).
önnur hlið á starfi fjölþjóða-
fyrirtæki vesturlanda snýr að
lyfjaframleiðslu. Vegna strang-
ara eftirlits og reglugerða i ýms-
um vestrænum rikjum á meðferð
og tilbúningi lyfja, hafa þessi
fyrirtæki sótt æ meir til þeirra er
sistskyldi. Þróunarlöndin eru nú
þegar orðin feitur biti, sem dæmi
má taka, að ein könnun, sem gerð
var fyrir bandariska þingið,
sýndi, að meðalverðið á sjö lyfja-
tegundum var 2,7 sinnum hærra á
Indlandi en i Evrópu.
Fyrir utan öll þessi dæmi og
mörg önnur ófegurri má taka
efnahagslega og pólitiska kúgun
vestrænna rikja á þróunarlönd-
unum. Fátæku rikin eru orðin háð
iðnrikjunum og hafa orðið það á
örskömmum tima*, fyrir heims-
styrjöldina siðari voru þróunar-
rikin i heild útflytjendur korns.
Þróunarlöndin urðu að flytja inn
88 milljónir tonna af korni árið
1980. (til samanburðar má geta
þess, að allur fiskur úr höfum
jarðar á ári er um 70—80 milljónir
tonna. Þessar upplýsingar komu
fram hjá Dr. Birni Sigurbjörns-
syni á Hungurvökunni).
Af hverju stafar
vandínn?
Menn eru alls ekki á eitt sáttir
með það. Þótt vart nokkur maður
þori að segja upphátt, að hér sé
um að kenna ódug ibúanna i
þróunarlöndunum, er samt viða
grunnt á skoðunum af þvi tagi i
málflutningi sumra þeirra, er
ekki vilja viðurkenna sekt iðn-
rikjanna, sem aðrir halda fram.
Litum nú á Hungurvökuplöggin.
„öllum ber saman um að helsta
undirrót fæðuvandamálsins sé
hin öra fólksfjölgun i þróunar-
löndunum. tbúar jarðar eru nú
um fjórirmilljarðar, þar af þriri
þróunarlöndum og einn i iðnrikj-
unum. Ibúatalan tvöfaldast á
hverjum 30 árum. Talið er að
jörðin geti fætt 10—15 milljarða”.
(Jón Óttar Ragnarsson)
„En umræðurnar um réttlátt
heimsskipulag snúast um meira
en hagfræði. Þær snúast lika um
stjórnmál. Bæði alþjóðastjórn-
mál og innanlandsstjórnmál. Ef á
að koma á efnahagslegum um-
bótum þarf að taka nokkrar póli-
tiskar ákvarðanir. í riku lönd-
unum þarf að taka ákvarðanir
hvernig framtiðarþróunin verður
ef við þurfum að greiða meira fé
en áður fyrir allt hráefni sem
kaupa þarf. Við verðum lika að
komast að þvi hvernig við förum
að þvi að spara útgjöld heima
fyrir ef við ætlum að auka
þróunaraðstoð. t fátæku lönd-
unum verður að koma slikum
breytingum á að ibúarnir öðlist
hluttekt i hinum efnahagslegu og
félagslegu framförum. Hjá S.Þ.
og öðrum alþjóðasamtökum
verður að taka ákvarðanir, sem
hvert land fyrir sig tekur ábyrgð
á”.
(Björn Þorsteinsson)
„Ekki er hægt i fáum orðum að
skilgreina til hlitar orsakir þess-
ara hörmunga, er nú hrjá með-
bræður okkar i stórum hluta Af-
riku. Þó má fullyrða, að þær eru
margvislegar, bæði frá manna og
náttúrunnar hendi. Miklir
þurrkar eiga t.d. sina sök á, að
svona er komið ...en... þar kemur
margt annað til. Mannslifin eru
oft litils metin af gjörspilltum
valdhöfum, er láta eigin hags-
muni og innri valdabaráttu sitja i
fyrirrúmi. Ein aðalorsök hörm-
unganna á þessu svæði eru inn-
byrðis átök þjóðflokka á milli...
Þriðja ástæðan, sem ég vil nefna
sem orsök þessa vanda, er
heimurinn stendur frammi fyrir á
þessum hluta jarðarinnar, er
beinlinis oft röng stefna, eða ef til
vill heldur stefnuleysi i þróunar-
og hjálparmálum”.
(Jónas Þórisson)
„Næringarskortur er að sjálf-
sögðufyrst og fremst afleiðing fá-
tæktar og örbirgðar, en þó er or-
sakirhans ekki æviníega að leita i
hreinum matvælaskorti. Þetta
kann að hljóma hjákátlega, eink-
um þegar þess er gætt, að fram-
boö á matvælum fullnægir engan
veginn næringarþörf a.m.k. þrjá-
tiu þjóða heims... En dreifing
matvæla innan þjóðfélagsins og
milli fjölskyldumeðlima, og
skilningur á sérþörfum barna eru
þó þeir þættir, er gjarnan riða
baggamuninn hvort börn hljóti
næga næringu til eðlilegs vaxtar
og þroska”.
(Laufey Steingrimsdóttir)
„Þessari þróun, sem hófst með
komu hvita mannsins, verður
auðvitað ekki aftur snúið', upphaf
hennar heyrir sögunni til. Það
eina sem ibúar þróaðri landa geta
gert er að styðja bræður sina I
miður þróuðum löndum, þegar
óáran steðjar að. Slika aðstoð
verðum við að veita með þvi
hugarfari að ekkert komi i stað-
inn okkur til handa.
(Eygló Eyjólfsdóttir)
Látum nú upptalningunni lokið.
Hér ægir saman margs konar
skoðunum: mennirnir eru of
margir, maturinn of litiíl, iðnrikj-
unum kemur vel að hafa þetta
bara svona, alþjóðastjórnmál eru
i molum, o.s.frv. Á Hungurvök-
unni komu sem sé fram flest þau
sjónarmið, sem rikja i þessum
efnum. Hver hinn seki sé, greinir
menn á um.
Að bæta fyrst
eigiit neyð
Enhvaðsem öllum sökudólgum
liður er hitt vist, að vandamáliö
er enn á sinum stað. Allar heims-
ins rökræður og ráðstefnur breyta
þar engu um. En ætli flestir geti
ekki tekið undir þau orð, sem við
höfum hér eftir Ölafi Mixa?
„Ekki get ég stillt mig um að
minnast þeirra margvíslegu upp-
hrópana, sem við heyrðum þegar
flóttafólkið frá Vietnam var
væntanlegt. Þótti þá sumum, að
seilst væri of langt með að rétta
hjálparhönd. Upphófust misjafn-
lega málefnalegar umræður um
óþægileg menningarleg viðbrigði,
sem biða myndu þessa vesalings
fólks, þvi gæti orðið kalt hér
o.s.frv. Þetta fólk, sem átti ekki
fósturjörð og varla nema hálft líf,
eins og einhver orðaði það. Ein
skoðun um misréttið hér, sem
leggja skyldi til jafns við kjör
flóttafólksins og fremur hyggja
að, og barst inn á skrifstofu
Rauða krossins skriflega, var um
það, að „enn séu hér ófrjáls kaup
og sala á fasteignum” eða „er
ekki hætt að úthluta leigulöndum
fyrirsumarbústaði?” Éghef áður
likt þessari skilyrðingu
mannkærleikans við það, að ég
fyndi fyrir hungrandi mann sem
ætti nokkrar kartöflur en engan
pott. Nú teldi ég að hann þyldi
lakar hráar kartöflur en soðnar.
Þvi yrði viðkomandi að leita eitt-
hvert annað, eins sárt og mér
fyndist það vegna pottleysis
mins. Og fyrr yrði ég að bæta úr
þeirrineyö minni áður en ég gæti
snúið mér að þvi að seðja hungur
mannsins”.
(ást tók saman)
FIATKÖKUR
Maon: 2 stk. Innihald: Rúflmjöl,
heilhveiti. hveiti, teiti op salt.
Bakarí
Friðriks Haraldssonar sf
Káfaneabraut 06, Köpavopi 9 4 13 01
Ef svo er, þá sérhæfum við okkur í framloiðslu á flatkökum
og kleinum. Bæði eru ákaflega vinsæl með kaffi og fátt er
gómsætara í nestispakkanum.
Leitið upplýsinga nú þegar.
KLEINUR
Uaort 6 atk. bnihaÉN: Hreltl, «ykur,
n#«t. ooo, Irydddropar.
Bakarí Friðriks Haraldssonar s.f.,
Kársnesbraut 96, Kópavogi, sími 41301.