Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 10
1« SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.- 7. febrúar IW." Spjallað við vegfarendur um morgunmat Morgunmaturinn „Stundum brauð — stundum hafragraut” Natalía Halldórsdóttir (t.v.) sagðist hafa borðað 2 brauðsneiðar og mjólk um morguninn. „Ég borða stundum brauð, en stundum hafragraut," sagði Natalía. Vinkona hennar, Elísa Magnúsdóttir, borðaði líka 2 brauðsneiðar og drakk djús með. Þær sögðust ekkert vera svangar þótt kiukkan væri langt gengin í tólf og þær hefðu vaknað eldsnemma um morguninn. „Brauð og síríós” Jóhanna Sveinsdóttir: Brauð eða síríós. Borða það sem er til (ekki mikið). bætir, hressir, kætir Næringarfræðingar Ijúka upp einum munni með það, að morgunmat- urinn sé mikilvægasti matartími dagsins, sá sem borðar ríkulegan og hollan morgunverð er vel nest- aður fyrir daginn. I könnun sem gerð var fyrir ekki svo löngu meðal skólabarna í Reykjavík kom í Ijós, að einmitt á þessu sviði var einna mest ábótavant varðandi fæði barnanna, morgun- maturinn „gleymdist" hjá mjög mörgum og hjá öðrum var skammturinn hvorki ríkulegur né nærandi: kornflögur, síríós og annað af því taginu. ( viðtölum, sem blaðamaður Þjóðviljans átti við f ólk á f örnum vegi, kom hið sama í Ijós — brauð, kaffi, brauð.kaffi. Hér koma svörin: „Kornfleiks og síríós” „Ég? Ég borðaði kornfleiksog mjólk útá," sagði Þor- kell Heiðarsson. „Nei, ég borða bara stundum korn- f leiks og stundum síríós. Ég hef með mér nesti í skól- ann svo ég verð ekkert svangur. Ekkert voðalega." Og loksins kom lýsið! Eftir langa mæðu og viðtöl við f jölda manns fund- um við Gunnar Elísson loksins eina manneskju, sem hugsar um gildi morgunmatarins. Hún heitir Ölína Sæmundsdóttir og vinnur á matstofu Náttúru- lækningafélagsins. Morgunmaturinn hennar er svona: Ristað brauð með osti, lýsi, ávextir, svart kaffi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.