Þjóðviljinn - 06.02.1982, Page 12

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.— 7. febrúar 1982. Harðfiskur og smjör hafa löngum þótt lostæti hér á landi og verið hamp- að sem þjóðarrétti fram- aní útlendinga. Þessi fæða gegnir þó engu hlutverki lengur í mataræði okkar, en var áður uppistaðan. Harðf iskur var borðaður í öll mál allt undir síðustu aldamót að kornmeti fór að flytjast inn í landið í einhverjum mæli. Við rákumst á athyglisverða grein frá 1965 eftir Baldur John- sen, lækni i timaritinu „Hús- freyjan”. Greinin ber heitið „Fæðið á tslandi i gamla daga” og byggir Baldur greinina á upp- lýsingum úr tslendingasögunum og gögnum á fornbréfasafni Þjóð- skjalasafns. Þar er birtur mat- seöill skólapilta i Skálholti á þvi herrans ári 1746. Baldur getur þess, aö matseðiil þessi hafi veriö hinn æskilegi matseðill — ekki er vist, að ætiö hafi tekist að full- nægja þvl sem þarna er sett á blað, og i haröærum hafi skóla- piltar nærst á litlu öðrum en harð- fiskinum og smjöri. En hér er seöillinn: Sunnudagur Aö morgninum fyrir kirkju- ferð: harðfiskur og smjör. Hádegisverður: harðfiskur og smjör, kjöt, baunir og kjötsúpa. Kvöldverður: haröfiskur og smjör, bygggrjónagrautur með smjöri og mjólk. Mánudagur Hádegisverður: harðfiskur og smjör, rúgmélsgrautur og mjólk. Kvöldverður: haröfiskur og smjör, skyr og köld mjólk út á. Þriðjudagur Hádegisverður: harðfiskur og smjör, kjöt og baunir. Kvöld- verður: haröfiskur og smjör, kaldir sundmagar (soðnir og súrsaöir). Miðvikudagur Hádegisverður: harðfiskur og smjör, kjöt og kjötsúpa. Kvöld- verður: haröfiskur og smjör, soö- inn saltfiskur. Skálholt á 18. öld, þar sem skólapiltar nærðust mestmegnis á harðfiski. Teikningin er eftir Edward Day (1763-1804) sem hér ferðaðist um landið á 18. öldinni. Myndir hans hanga uppi I Þjóðminjasafni. — (Ljósm. gel). Bessastaðir á 18. öld. Teikning eftir Edward. Day. — (Ljósm gel). JUNO bakarofninn sparar þér tíma og rafmagn Já, það er ótrúlegt en satt, að í JUNO bakar- ofni er hægt að steikja kjöt og/eða íisk um leið og bakað er. Sem sagt, þú getur bakað með eftirmiðdagskaffinu um leið og þú steikir ,,sunnudagssteikina“. Nú eða þá að baka fjór- ar mismunandi kökutegundir samtímis, t. d. smákökur og/eða formkökur. Þetta er mögulegt vegna þess að JUNO bakar- ofninn er með viftu. Þú stillir aðeins á þann hita, er við á og hitinn leikur jafnt um allan ofninn. JUNO bakarofninn er sjálfhreinsandi JUNO er Vestur-Þýsk gæðavara Leitið nánari upplýsinga hjá umboðsmönnum JUNO verksmiðjanna á íslandi. JÓN JÓHANNESSON OG CO S.F. Hafnarhúsinu, Reykjavík Símar 26988 og 15821 Fimmtudagur Hádegisverður: harðfiskur og smjör, kjöt og baunir. Kvöld- verður: harðfiskur og smjör, bjúgu, heit eða köld. Föstudagur Hádegisverður: harðfiskur og smjör, rúgmélsgrautur. Kvöld- verður: harðfiskur og smjör, soð- inn saltfiskur. Laugardagur Hádegisverður: harðfiskur og smjör, heit bjúgu. Kvöldverður: harðfiskur og smjör, skyr og mjólk. Auk þessa skyldu skólapiltar fá einn litra af mjólk á dag og mysu til drykkjar eftir þörfum. Til samanburðar birtir Baldur siðan fæði skólapilta i Bessa- staðaskóla veturinn 1808—09. Ekki höföu orðiö miklar breyt- ingar á mataræöinu, nema hvaö saltfiskur er að koma inn i matar- æöið og heldur dregur úr harö- fiskátinu. Einnig er komiö saltað smjör og gulrófur eru nefndar með kjötsúpunni. Baldur segist ekki hafa rekist á heimildir um grænmeti i mataræöi tslendinga fyrr heldur en þarna. Um miðja siöustu öld urðu siöan timamót I þessum efnum hér á landi, og undir aldamótin hafði hið nýja fæði rutt sér til

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.