Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 18
i'/huoor.g1
‘kÖH 5máttiáír . 317>00
"dehirrétti ^6,00
óneítirréttar
y/t\ riVCnM ••••■• mv.'
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.— 7. febrúar 1982.
„Ég hef veriö laus viö kjöt- og fiskmeti f sex ár.” Karl Þorsteinsson
gæöir sér á Vinarbuffi úr brúnum og gulum linsubaunum meö hýöis-
hrfsgrjónum og fleiru gómsætu úr jurtarfkinu. — (Ljósm. gel).
Náttúrufæða hefur skot-
ið upp kollinum hér á landi
sem víða annars staðar um
hinn vestræna heim, þar
sem menn hafa efni á því
að hugsa um hvað þeir
borða — geta jafnvel gert
það sér til gamans að
borða ekkert dögum sam-
an, enda er holdafarið yf-
irleitt vel undir slíka hvíld
búið.
Náttúrufrikar hafa þó átt erfitt
uppdráttar hérlendis. Þaö er
kannski of skammt umliðiö frá
soöningunni og ofsteikta lamba-
lærinu til aö menn láti freistast af
náttúrufæöunni. Matarmenningin
er rétt i þann mund aö halda inn-
reið sina og hinir nýju matsölu-
staðir freista enn.
En breytingarmerki má þó viöa
sjá ef grannt er skoöaö. Nú er alls
konar likamsrækt i uppgangi, og
karlar og konur keppast viö að ná
af sér „spekinu”. Grænmetisát
fylgir gjarnan I kjölfar þessa, og
ýmsir eigendur llkamsræktar-
stööva eru orönir dyggir tals-
menn hinnar grænu fæöu. Gústaf
Agnarsson, sem áöur vaggaði I
spiki og lyfti hundruöum kilóa, er
t.d. oröinn tággrannur og lifir á
tómu grænmeti og keppist við aö
lyfta kilóum af samborgurum
sinum.
Karl Þorsteinsson er grænmet-
isæta og hefur veriö i 6 ár. Hann
boröar grænmeti, mjólkurmat og
ávexti — aldrei kjöt eöa fisk.
,,Ég hef fiktaö örlitiö viö jóga.
Þeir sem stunda þaö vita, aö lif-
rænt fæöi hefur ekki góö áhrif á
hina fingerðari hluta likamans.
A þessu fæöi geta allir lifaö
góöu lifi — betra en á kjöti og fiski
satt aö segja. I þessum mat er allt
sem maöurinn þarfnast. Mér er
sagt, aö lyftingamenn mæli meö
þessu fæði. Ef þaö eru ekki meö-
mæli meö þessum mat, þá veit ég
ekki hver þau ættu aö vera.”
— Finnst þér þetta virkilega
gott?
„Þetta er auövitaö misgott,
eins og allur matur er. Ég boröa
bara þaö sem er á diskinum —
sumt er gott og annað ekki.”
— Nú ert þú sjálfur varla góö
auglýsing fyrir þetta fæöi, svona
tággrannur.
Karl Þorsteinsson hlær og hætt-
ir aö tyggja. „Þaö er von þú segir
þaö. Ég hef bara svona holdafar,
hef alltaf verið mjór. En maöur
getur alveg fitnaö af þessum mat
sem öörum, ef maöur boröar
mikið. — Kannski ég veröi feitur i
ellinni.”
Næst svifum viö á þá Pétur
Einarsson og Axel Steindórsson,
en þeir voru i sömu erindagjörö-
Það
sem
koma
skal?
um og Karl á matstofu Náttúru-
lækningafélagsins — aö næra lik-
amann á jurtafæöu.
— Komið þiö oft hingað?
„Þetta er nú I fyrsta sinn, sem
égkem. Mér finnst þetta allt gott,
nema bollurnar,” sagöi Pétur og
gretti sig. Þetta voru hafrabollur.
Axel sagöist koma viö og viö.
Astæöan? Hollur og ódýr matur:
krónur fimmtiu meö fullu glasi af
appelslnusafa og hraukaöir disk-
ar.
Guðlaugur Bjarnason snæddi I
rólegheitum og lét ekki hnýsna
fréttamenn trufla sig. „Jú, þetta
„Mér verður svo gott af matnum hérna,
Guðlaugur Bjarnason og brosti til
ljósmyndarans. — (Ljósm. gel).
sagði
er fjarskalega góöur matur,
sagöi hann. „Ég er búinn aö
boröa hér i 6 ár. Nei, nei, ég er
ekkert náttúrufrik, ég er bara
slæmur I maga og þetta fer vel I
hann. Mér verður gott af svona
mat.”
_ast
„Þetta er alltgott nema bollurnar.” Pétur Einarsson (t.h.) var aösmakka þennan matifyrsta sinn og
leist ekki meira en svo á. Axel hafði komið nokkuöoft og Iikaöi vel. (Ljósm. gel).
Tvœr góðar
uppskriftir
fyrir
náttúrufríka
Fyrst við erum á annað
borð að tala um náttúru-
fæði er ekki úr vegi að
huga að uppskriftum f yr-
ir þá, sem kynnu að vilja
prófa slíka rétti. I Korn-
markaðnum að Skóla-
vörðustíg 16, Reykjavík,
fæst nokkuð, sem kallast
sojakjöthakk— f urðulega
líkt venjulegu kjöthakki.
Það er hægt að fá með
bæði nautakjöts- og kjúk-
lingabragði.
Sveppa „stroganof f"
2 rask. smjörliki
1/2 kg nýir, og sneiddir sveppir
1/2 tsk. salt
1/8 tsk. paprikuduft
2 bollar snöggsoðið sojahakk
(dökkt)
1 bolli sýrður rjómi
1 tsk. þurr steinselja eða saxað-
ur graslaukur.
Hitiö sveppina og laukinn I
smjörliki. Blandiö salti, papr-
ikudufti og sojahakki út i og siö-
ansýröa rjómanum smám sam-
an (má ekki sjóöa). Helliö I
smurt, lokaö mót, stráiö stein-
selju yfir og bakiö I 20 mln. viö
200 gráöur á Celcius. Boriö fram
meö soönum hrisgrjónum (hýö-
, ishrisgrjónum, aö sjálfsögöu).
Makkarónu
„ Yamm-Yamm"
1 pakki makkarónur
11/2 bolli heit mjólk
1 bolli heilhveitibrauösrasp
1/4 bolli brætt smjörliki
1 græn paprika, skorin i litla
bita
1 msk. þurr steinselja
1 litill, saxaður laukur
1 bolli rifinn ostur
1/2 tsk. salt
1/8 tsk. paprikuduft
3 egg: skiljið rauöuna frá hvft-
I unni.
Sjóöiö makkarónurnar I sölt-
uöu vatni. Sigtiö. Blandiö öllu
saman nema eggjahvitunum.
Stifþeytiö hviturnar og blandiö
saman viö. Látiö I vel smurt
form og bakiö I 50 - 60 min. viö
200 gráöur á Celcius.
NATTURU-
FÆÐI