Þjóðviljinn - 17.02.1982, Síða 3

Þjóðviljinn - 17.02.1982, Síða 3
Miövikudagur 17. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Siguröur Grétar Guðmundsson og Siguröur Jóhannesson í hlutverkum sinum sem Madsen klæöskerameistari og þjóöskáldiö Toggi frá Traöarkoti. Leikfélag Kópavogs 25 ára: Sýnir Leynimel 13 Um þessar mundir er Kópa- vogsleikhúsiö tuttugu og fimm ára. í tilefni af afmælinu mun leikhúsiö sýna gamanleikinn „Leynimelur 13” eftir Þridrang i nýrri leikgerð Guörúnar Ásmundsdóttur, en hún leikstýrir verkinu sjálf. Leikfélag Kópavogs var stofnað 5. janúar 1957. 1 tilefni afmælisins boðuðu félagsmenn til blaða- mannafundar i Kópavogsleikhús- inu við Fannborg i gær. Þar kom fram að alls hefði leikfélagið staðið fyrir á milli 40 og 50 sýningum um dagana og hefði fyrsta leikritið vérið Spanskflug- an en Leynimelur 13, var hiö næsta i röðinni. Starfsemi leikfélagsins hefur staðið með blóma þennan tima og hafa sumir leikendur leikið með þvi i 20 til 25 ár. A þessu leikári hefur félagið átt mikilli velgengni að fagna, gamanleikurinn borlákur þreytti hefur verið sýndur 85 sinnum fyrir fullu húsi og eru gestir orðnir yfir 17.000 á Þorláki. Þá er leikfélagið að sýna leikritið Aldrei er friður eftir Andrés Indriðason og hefur sýningunni verið vel tekið. Þetta mun vera i fyrsta sinn i sögu félagsins sem ráðist er i aö sýna þrjú leikverk á sama leikárinu. 1 máli leikfélagsmanna kom fram að aðstaðan i leikhúsinu væri ekki upp á það besta, en bær- inn sýndi þó starfsemi leikfélags- ins mikinn skilning miðað við það sem gerðist annars staðar. Til dæmis væri nú i bigerð að reisa viðbótarbyggingu við leikhúsið og yrði sú aðstaða nær eingöngu til að bæta úr þörfum leikfélagsins fyrir aukið húsrými Leikarar i Kópavogsleikhúsinu eru áhugaleikarar og tekur þessi starfsemi mikinn tima. Þannig þurfa leikarar að mæta á æfingar Fylkingin og SFR: Stuðningur við gæslumenn Fylkingin hefur gert samþykkt um stuöning viö baráttu gæslumanna og starfsmanna á Kleppsspitala og Kópavogshæli. Hvetur liún verkfallsmenn til aö standa fast á rétti sinum og hvika hvergi frá markmiöi slnu. Fylk- ingin fordæmir viöbrögö verka- lýösforystunnar og telur fram- komu Sóknarforystunnar vita- veröa. Þá segir Fylkingin að deilan sýni glögglega að hagsmunir verkalýðsforystunnar og verka- lýðshreyfingarinnar fari ekki alltaf saman og sé kominn timi til að skipta um forystu, þegar hún sé farin aö ganga erinda rikis- valdsins og atvinnurekenda. Fundur trúnaðarmanna Starfs- mannafélags rikisstofnana 11. febrúar 1982 lýsir einnig yfir ein- dregnum stuðningi við kröfur og baráttu gæslumanna innan SFR og starfsmanna i Sókn á Klepps- spitala og á Kópavogshæli. Jafnframt hvetur fundurinn fé- laga BSRB og ASl eindregiö til að ráða sig ekki til starfa i stað þeirra sem i verkfalli eru. og sýningar eftir að vinnudegi þeirra lýkur annars staðar og má þvi segja að áhuginn sé brenn- andi. Ekki kváðust leikararnir leggja svo mikið á sig fyrir von- ina um frægð eða frama heldur væri ánægjan af starfinu og sam- vinnan i hópnum aðalatriðið. Hátiðasýning Kópavogsleik- hússins mun fara fram 19. febrúar kl. 20.30. Leikgerð Leyni- mels 13 er töluvert breytt frá upp- runalegri mynd, hefur henni verið breytt til samræmis við lið- andistundog atburöi, en leikritið fjallar um leigunám ibúða og hvernig koma megi húsnæðis- lausum iófullnýtt húsnæði. i leik- inn er bætt sprellfjörugum lögum frá striðsárunum og hefur Jón Hjartarson sett saman textana, en Magnús Pétursson annast undirleikinn. Leikmynd gerir Ivan Török, ljósamaður er Lárus Björnsson og búninga sér Halla Harðardóttir um. Um 20 manns koma fram i sýningunni og fara með helstu hlutverk Siguröur Grétar Guðmundsson, Sigurður Jóhannesson, Helga Harðar- dóttir, Einar Guðmundsson, Sól- rún Yngvadóttir, Sigriður Ey- þórsdóttir og Hólmfriður Þór- hallsdóttir. Svkr. Rætt við Guðrúnu Helgadóttur borgarfulltrúa: _ Anægjulegt að vinna að dagvistunarmálum Guörún Ilelgadóttir borgarfull- trúi á sæti i félagsmálaráöi Reykjavikur, en undir þaö heyrir rekstur Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar. Dagvistar- deild er ein af deildum Félags- málastofnunar og hefur sina eigin stjórnarnefnd og er Guörún for- maöur þeirrar nefndar. Þjóö- viljinn spuröi hana um helstu viö- fangsefnin á kjörtimabilinu. Það var vorið 1979 að Félags- málaráð skipaði starfshóp til að gera áætlun um uppbyggingu dagvistarheimila i Reykjavik. Þvi verki var lokið i haust og hefur áætlunin verið samþykkt I borgarstjórn. bar er stefnt að þvi marki, að þörf fyrir dagvistar- rými verði fullnægt fyrir 1990. 1 áætlun þessari var t.d. tekið mið ibúafjölda i borginni, breyttri nýtingu dagvistarrýmis og mörgu fleira og liggur þessi mikla vinna fyrir I fjölriti. Haustið 1979 var svo öðrum starfshóp falið að vinna aö gerð tillagna um innra starf dagvistar- heimila og hefur sá hópur einnig lokið störfum og tillögurnar hlotið samþykki borgarstjórnar. Þessar tillögur eru til i f jölriti eins og þær fyrrnefndu. Margar af tillögum vinnuhópsins eru þegar komnar til framkvæmda, svo sem blöndun aldurshópa, undir- búningstími fóstra, sveigjanlegur starfstimi, foreldrasamstarf o.fl. Þá hefur Alþingi samþykkt að láta gera námsskrá fyrir dag- vistarheimili, en hópurinn geröi tillögur þar að lútandi. Hvaö hafa bæst mörg dagvist- arrými viö á kjörtímabilinu? Frá miðju árinu 1980 og til loka kjörtimabilsins hafa bæst við 577 dagvistarrými á tiu dagvistar- stofnunum. 1 þessu sambandi er rétt að geta þess nýmælis aö leikskóla- deildirnar við Hólaborg eru i ein- ingahúsum úr timbri, en slik byggingaraðferð tekur mun minni tima en heföbundinn byggingamáti og er auk þess ódýrari. Eru þvi nokkrar vonir bundnar við að á þann hátt megi hraða uppbyggingu dagvistar- stofnana i borginni, enda ljóst að leita verður nýrra leiða i vþi efni. I árslok 1980 starfrækt Reykja- vikurborg 43 dagvistarheimili fyrir samtals 3023 börn, en auk þess styrkir borgin nokkur dag- vistarheimili, sem rekin eru af einkaaöilum.” Veröur rekstur gæsluvallanna óbreyttur áfram? ,,Um siöustu áramót tók dag- vistarnefnd við gæsluvöllum borgarinnar og er ætlunin að gera úttekt á þeim rekstri á næstunni. Það er ljóst að sá rekstur verður að breytast, ef hann á aö koma á móts við þarfir útivinnandi mæöra, en mikill hluti kvenna vinnur utan heimilis. Þaö má með minni tilkostnaði bæta þjón- ustuna viö samborgarana á þessu sviði. Þaö hefur verið'stefna meiri- hlutans i borgarstjórn aö koma á móts við félagslegar þarfir fólks i sem rikustum mæli. Ég vil i sam- bnadi við þessi mál segja frá þvi aö i byrjun kjörtimabilsins voru dagvistarheimili opnuð i rikara mæli en áður þroskaheftum börnum. Ráðinn var sálfræöingur við dagvistarheimilin og siðan var öörum bætt við. Þá starfar talkennari viö heimilin”. Hvaö er helst á döfinni um þessar mundir? ,,Nú standa yfir samningar á milli stjórnar dagvistunarmála og fræðsluyfirvalda um mögu- leika á skóladagheimili i Laugar- nesskólanum. Arið 1980 var stofnaö skóladagheimili i Austur- bæjarskólanum og hefur sá rekstur gengið verulega vel. Ég tel eðlilegt aö nýta húsnæði grunnskólanna, ef fækkun i þeim leyfir slikt. Nýlega hefur veriö samþykkt fjárhagsáætlun Reykjavikur fyrir áriö 1982. Hvaö er áætlað aö byggja mörg dagheimili á þessu ári? A fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir aö byggja 2 ný dag- heimili, annað við Bústaðaveg en hitt við Bólstaðahlið. Fram- kvæmdir eru að hefjast við nýtt dagheimili við Hraunberg. Þá mun Sumargjöf ljúka við bygg- ingu nýs dagheimilis á Skóla- vöröuholti i staö gömlu Grænu- borgar og mun borgin trúlega taka viö rekstri þess. Hvernig hefur þér svo likaö aö vinna aö þessum málum á kjör- timabilinu? Það hefur verið mikil ánægja þvi samfara að vinna með stjórn dagvistarmála, en þar sitja meðal annarra fulltrúar foreldra og starfsfólks. Dagvistarstofn- anir hafa fyrirtaks starfsfólk, sem hefur veriö áhugasamt um að gera breytingar og lag- færingar og margar þær hug- myndir, sem komið hefur verið i framkvæmd eru frá þvi komnar, sagði Guðrún Helgadóttir að lokum. Svkr. Alþýðubandalagið: Svavar Logi Rannveig Kristján Ráðstef na um sveitarstjórnarmál haldin dagana 27. og 28. f ebrúar 1982 og hefst kl. 13Í30 f yrri daginn. Fundarstaður: HÓTEL ESJA, Reykjavik Ráðstefnustjórar: Hilmar Ingólfssonog Kristjáh Thorlacíus DAGSKRA: 1) Ávarp: Svavar Gestsson 2) Ahersluatriði AB í komandi sveitarstjórnarkosningum: Framsaga: Sigurjón Pétursson. 2.1) Lýðræði og vaiddreif ing 2.2) Atvinna 2.3) Uppeldi, fræðsla og tómstundir. 2.4) Félags- og heilbrigðisþjónusta 2.5) Umhverf i og skipulag 2.6) Framsetning stefnumála og blaðaútgáfa. Stutta kynningu á hverjum málaflokki flytja eftirtalin: Logi Kristjánsson, Rannveig Traustadóttir, Kristján Asgeirsson,Alfheiður Ingadóttir, Þorbjörn Broddason og Stefán Thors. Umræðuhópar fjalla um liði 2.1.—2.6. 3) Samvinna ríkis og sveitarfélaga um framkvæmdir rekstur og tekjuöflun: Framsaga: Adda Bára Sigfúsdóttir. 4) Samskipti sveitarstjórnarmanna Alþýðubandalagsins innbyrðis við flokk- inn: Framsaga: Soffia Guðmundsdóttir. 5) Skýrsla umræðuhópa og afgreiðsla mála. Þátttaka tilkynnist á skrifstof u AB sími 17500. Stelán Adda Bára Soffia Alfheíöur Sigurjón

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.