Þjóðviljinn - 17.02.1982, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 17.02.1982, Qupperneq 7
Mibvikudagur 17. febrúar 1982 þjóÐVILJINN — SIÐA 7 Reykjavíkurskákmótið umsión: Helgi Ólafsson og Einar Karlsson Slæmur dagur íslensku keppendanna í gær Gurevic endurheimti forystuna Allt gekk á afturfótun- um hjá íslensku keppend- unum í 7. umferö Reykja- víkurskákmótsins/ sem tefld var aö Kjarvals- stöðum í gærkvöldi. Erlendu keppendurnir raða sér nú smám saman iefstu sætin. Friðrik Ólafsson lenti enn einu sinni i slæmu timahraki, og staða hans hrundi um það bil sem timamörkunum var náð. Helgi Ólafsson fékk snemma verri stöðu, sem Abramovix var ekki i vandræðum með að vinna úr. Guömundur Sigurjónsson hafði lengst af örlitið betra tafl gegn Horvath, en með nákvæmri vörn tókst Ungverj- anum að halda jafntefli. Ljósu punktarnir voru skákir Hauks Angantýssonar og Jóns L. Arnasonar, sem báðar fóru i bið. Staða Hauks er óljós, en Jón L. var með betra i endatafli. Júliusi Friðjónssyni tókst ein- um að sigra erlendan mótherja sinn, Goodman frá Englandi. Úrslitin uröu annars þessi: Gurevic-Alburt............1-0 Helgi-Abramovic .........0-1 Schneider-Adorjan.........1/2 Byrne-Ivanovic...........BIÐ Jón L.-Helmers............BIÐ Kogan-Sahovic.............1/2 Wedberg-Burger............BIÐ Firmian-Haukur............BIÐ Shamkovic-Bischoff........1-0 Zaltsman-Sævar...........BIÐ Guðmundur-Horvath ........1/2 Iskov-Mednis..............1/2 KrShenbUhl-Bajovic .......0-1 Kaiszauri-Jóhannes........1-0 Friðrik-Forintos..........0-1 Margeir-Jóhann Hj.........BIÐ Frey Grunberg.............1/2 Kindermann-Leifur.........1-0 Kuligowski-Jónas P........1-0 Stefán Briem-Elvar........1-0 Hilmar-Höi................0-1 Westerinen-Benedikt.......1-0 Júiius-Goodman............1-0 Dan Hansson-Savage........BIÐ Karl Þorst.-Róbert........1/2 ÁsgeirÞór-Jóhann ÞÓrir ....1/2 Magnús-Jóhann örn.........BIÐ Shamcovic hafa 4.5 vin. Fleiri gætu bæst i hóp 5 og 4.5 vinninga hópana vegna ólokinna biö- skáka. —eik Alþjóðlegi meistarinn Gurevic hefur nú endurheimt forustuna. Gurevic tefldi skynsamlega gegn Alburt, og nýtti sér vel timahrak hans. Alburt tókst þó ávallt að rata leiðina til að halda stöðunni, en þegar hann féll á tima var staðan óljós. Sjálfur taldi Gurevic að svartur ætti aö halda jafntefli með bestu tafl- mennsku. Staðan er þá þannig aö Gure- vic er efstur með 6 vinninga, Arbamovic hefur 5.5 vin. Schneider og Alburt hafa 5 vin. Adorjan, Helgi, Kogan, Sahovic kærði Eins og oft vill verða bilaði skákklukka sú er mældi tima þeirra Wedbergs og Sahovic i skák þeirra á mánudagskvöld. Einn af dómurum mótsins sótti nýja klukku, stillti timann eins og var á þeirri sem fyrir var og skipti siöan um. Allt mun þetta eftir laga- bókstöfum, en i gær lagði Saho- vic fram kæru á hendur dómar- anum, öttari Felix Haukssyni, og taldi sig hafa verið truflaðan i timahraki. Málinu var skotið til yfirdóm- nefndar, en hún hafði ekki skil- að áliti i gærkveldi. Einn af forsvarsmönnum mótsins sagöi i gærkveldi aö Óttar hefði i öllu farið rétt að, og að kæruna mætti flokka undir nöldur. —eik — Hasar vegna mótsblaðsins Miklar deilur risu á Kjarvalsstöðum í gær- kveldi vegna fimmta tölublaðs mótsblaðsins milli forystumanna Skáksambands islands og aðstandenda útgáfunnar. Ritstjóri blaðsins er Högni Torfason, og hon- um til aðstoðar hefur verið Haraldur Blöndal. Tilefni deilunnar var grein i blaðinu, eftir Einar S. Einars- son, fyrrum forseti S.I.sember heitiö „Nordic chess”. Mun þar vera um að ræða gamla grein eftir Einar, sem Þorsteinn Þor- steinsson varaforseti S.í. kallaði i gærkveldi „gamla lummu fulla af rangfærslum”. Þarna virðast aftur komnar upp á yfirboröiö gamlar deilur núverandi forystu Skáksam- bandsins og Einarsmanna, eins og frægt var á sinni tið. Málalyktir urðu þær að öllu hafurtaski þeirra Högna og Haraldar var komið burt úr þeirri aðstöðu sem þeir höfðu á Kjarvalsstöðum, meö þeim orð- um Þorsteins aö aödáendaklúbbs „starfssemi Einarssonar færi ekki fram á Einars S. þessum stað!” __eik— X.REYKJAVIKUR SKAKMOTIO Biðskákir fra í fyrrakvöld A mánudagskvöld voru tefld- ar áfram nokkrar biðskákir. Helstu tiðindin af þeim er sigur Gurevic á Burger, og náði Gure- vic Alburt að vinningum, þeir hafa báðir 5 vinninga af 6 mögu- legum. Abramovic skaust einnig upp á toppinn með þvl að sigra Firmian. öðrum biðskákum lyktaöi þannig að Kogan vann Höi, Mednis vann Savage og jjafntefli gerðu Horwath og iShamkovic. Alls voru fimm biðskákir óút- kljáðar fyrir umferöina I gær- kvöldi. Það voru skákir þeirra Margeirs og Jóhannesar Gfsla, Sahovic og Wedbergs, Forintos og Krahenbiihls, og úr fimmtu umferð skákir þeirra Benedikts iOg Goodman, Dan Hansson og Jóhanns Þóris Jónssonar. Frí í dag i dag fá keppendurnir á Reykjavíkurmótinu að slappa af fyrir loka- sprettinn á mótinu. Einhverjir mega þó sitja yfir biðskákum, sem hreinsaðar verða upp, þannig að úrslít eiga að vera komin i öllum skákum þegar sest verður við taf Iborðin i 8. Keppendur gera sér ýmislegt til dundurs i dag, og þar á meðal má nefna boö borgarstjórnar Reykjavikur að Höfða. Verða þar án efa veitingar góðar, og má i þvi sambandi vitna I orð Helga ólafssonar I timaritinu Skák, er hann minnist á sams- konar uppákomu vib siðasta |Reykjavíkurmót. Annars var þab athyglisvert að vart var i þaö kot komið, að ekki var tekið við að sulla oni gesti brennivini i stórum stfl. Eins og kunnugt er þá þarf sterk bein til að þola slikar trakteringar, enda höfðu menn fyrir satt að óeðlilega hefði gengið á limonaðibirgðir keppenda eftir ihvern fridag!” —eik— Háskólatónleikar á föstudaginn: Edda Erlendsdóttir píanóleikari Næstu háskólatónleikar verða I hádeginu föstudaginn 19. febrúar i Norræna húsinu. Edda Erlends- dóttir leikur á pianó stutt verk eftir frönsku tónskáldin Emman- uel Chabrier, Gabriel Fauré, Claude Debussy og Maurice Ravel. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa i um þaö bil hálfa klukkustund. Edda Erlendsdóttir, planóleikari Tilkyimlng írá AA Að gefnu tilefni óskar Lands- þjónustunefnd AA-samtakanna á tslandi að taka eftirfarandi fram: AA-samtökin standa ekki að fundum til kynningar á með- feröarstofnunum, enda rekstur þeirra og fjármaálaumsvif þeim viðkomandi víös fjarri hlutverki samtakanna. Þau hafna allri utanaðkomandi fjárhagsaðstoö og sjá sér efnalega farborða með frjálsum samskotum félaga. AA-samtökin eru sjálfstæð heild og óháö hvers kyns félags- skap öörum, hvort heldur er á vegum opinberra aðila eða ein- staklinga, sem vinna að áfengis- málum utan samtakanna. Ofan- greint eru menn beðnir að hafa i huga þegar AA-samtökin ber á góma. Landsþjónustunefnd AA-samtakanna á tslandi „Algjört æði” í Menntaskólanum við Hamrahlíð Leiklistarfélag Menntaskólans við Hamrahlið frumsýnir i dag kl. 20.00 Ieikritið „Algjört æði” eftir Howard Brenton I leikstjórn Rún- ars Guöbrandssonar. Þetta er frumsýning verksins hér á landi en áöur hafa nemend- ur Menntaskólans viö Sund sett upp eftir Brenton leikritið „Gum og Goo” einnig I leikstjórn og þýöingu Rúnars Guðbrandssonar. Með stærstu hlutverk fara þeir Eirikur Hjálmarsson sem leikur Jed og Halldór J. Jörgenssen sem leikur Will. önnur sýning verður fimmtu- dag 18. febrúar, 3. sýning verður mánudag 22. febrúar, 4.- verður mánudag, 1. mars og 5. sýning þriðjud. 2. mars. Sýningarnar eru allar i hátiðasal Menntaskólans við Hamrahlfð og hefjast allar kl. 20. Miðaverö er 40 krónur fyrir nemendur skólans en 50' krónur fyrir almenning. —v. Úr „Algjört æöi” eftir Howard Brenton.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.